Morgunblaðið - 20.06.1995, Síða 20

Morgunblaðið - 20.06.1995, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Serbar endurheimta veginn til Sarajevó Sarajevó, Pale. Reuter. LIÐSMENN Bosníu-Serba hafa aft- ur náð á sitt vald helstu aðfanga- leið sinni milli Sarajevó og bæjarins Pale, þar sem höfuðstöðvar þeirra eru, að sögn embættismanns Sam- einuðu þjóðanna (SÞ), sem ók leið- ina í gær. Sagði hann að vegurinn bæri þess engin merki að til átaka hefði komið. Fulltrúar SÞ sögðu fyrir helgina að svo virtist sem hermenn múslima hefðu náð að rjúfa tangarhald Bos- níu-Serba á veginum milli Sarajevó og Pale eftir hörð átök síðastliðinn föstudag. Hermennirnir og íbúar Sarajevó hefðu fagnað sigri og tal- ið þetta mikilvægan árangur í sókn sem stjómarher múslima hóf á fimmtudag gegn umsátri Bosníu- Serba um Sarajevó. Árásir á Pale Liðsmenn stjórnarhersins héldu í gær áfram árásum á Pale, þriðja daginn í röð. Heimildamenn úr röð- um Serba sögðu að enginn hefði Síðustu gíslunum sleppt fallið í árásunum, en íbúum bæjar- ins væri gert að halda sig innan- dyra. Pale er um 16 kílómetrum frá Sarajevó, og hefur enn sem komið er sloppið við hörð og mannskæð átök á borð við það sem orðið hefur í höfuðborginni. 26 gæsluliðum sleppt Bosníu-Serbar hafa nú látið lausa alla þá gæsluliða SÞ sem þeir höfðu á valdi sínu. Síðasti hópurinn, tutt- ugu og sex gæsluliðar og eftirlits- menn SÞ, sem verið höfðu í haldi, komu til bækistöðva SÞ í Zagreb á sunnudag. Bosníu-Serbar tóku alls um 400 gæsluliða á sitt vald. Loftárásir ekki raunhæfar Embættismenn SÞ í Bosníu við- urkenna að loftárásir séu ekki leng- ur raunhæfur möguleiki tii þess að hindra atlögur Bosníu-Serba gegn gæsluliðum samtakanna. Megnið af liði SÞ hefur verið kallað á brott frá svæðum sem Bosníu-Serbar hafa á valdi sínu umhverfis Sarajevó, og um 300 þungavopn, sem Serbarnir höfðu sæst á að SÞ tæki í gæslu, hafa verið skilin eftir í höndum her- manna Bosníu-Serba. Aftur á byrjunarreit Friðargæsla SÞ í Bosníu er því kom- in í sama horf og hún var í áður en 68 manns féllu í sprengjuárás á markaðstorg í Sarajevó í febrúar á síðasta ári. Liðsstyrkur flughers Atlantshafsbandalagsins (NATO) og bann við þungavopnum á svæð- um umhverfis borgina voru aðgerð- ir sem gripið var til vegna sprengjuárásarinnar, en hvoru tveggja hefur að engu orðið í kjöl- far þess að Bosníu-Serbar hnepptu um 400 gæsluliða í gíslingu. Sextán létu lífið í sprengingu í Belgíu Eynatten, Belgiu. Reuter. Konur betri ökumenn London. Reuter. ÁSTÆÐULAUST er að fara niðrandi orðum um ökuleikni kvenna því nýjar tölur konung- lega bílafélagsins (RAC) um slys í umferðinni renna stoðum undir þá kenningu að konur séu öruggari ökumenn en karlar. Samkvæmt upplýsingum RAC áttu konur í hlut í þriðj- ungi umferðarslysa árið 1994 þar sem meiðsl hlutust af. Konur virðast einnig orðnar öruggari með sig undir stýri og tryggingafélög flokka karl- menn sem miklu hættulegri í umferðinni en þær. Verður þess ekki lengi að bíða að helmingur allra ökumanna verði konur. Tölur sýna einnig að konur eru öruggir og góðir ökumenn; helmingi minni líkur eru á að þær aki gegn rauðu ijósi en karlmenn og aðeins 1% þeirra hefur gaman af hraðakstri mið- að við 40% karlmanna. MIKIL sprenging í bensínstöð og veitingastað við þjóðveg hjá Eynatt- en, skammt frá landamærum Belg- íu að Þýskalandi, á sunnudag varð að minnsta kosti sextán manns til bana. Björgunarmenn leituðu látinna í gær. Krana þurfti til að lyfta rjúk- andi rústum byggingarinnar, sem varð sprengingunni að bráð, til að leitarmenn gætu athafnað sig. Líklegt er talið að gasleki í eld- húsi hafí valdið sprengingunni og BÍLSPRENGJA varð lögreglu- manni að bana í Madríd í gærmorg- un. Hafði henni verið komið fyrir við verslanamiðstöð. Sex manns særðust í tilræðinu, sem ETA, að- skilnaðarsamtök Baska, lýstu á hendur sér. Nokkrum mínútum áður en hefur lögregla svo gott sem útilokað að um spellvirki hafí verið að ræða. Belgíska lögreglan sagði að vitað væri að tíu Belgar, fjögurra manna þýsk íjölskylda, breskur vörubíl- stjóri og Króati hefðu látið lífið. Albert Belgíukonungur kom í gær á slysstað og huggaði aðstend- ur hinna látnu. Þremur breskum vörubílstjórum tókst að bjarga þremur mönnum út úr byggingunni milli þess, sem sprengingin varð og hún varð alelda. sprengjan sprakk, var hringt á út- varpsstöð í borginni og varað við sprengingunni. Fordæmdu spænsk yfírvöld tilræðið. Tveir mánuðir eru liðnir frá síðasta sprengjutilræði Baska en í apríl sl. sýndu þeir Jose Maria Aznar, leiðtoga Alþýðufylk- ingarinnar, banatilræði. Baskar sprengja Madríd. Reuter. Reuter TSJETSJSENSKIR skæruliðar létu um helgina lausar 227 konur og börn úr hópi gísla sem þeir héldu á sjúkrahúsi í Búdennovsk. Samið um lausri gíslanna í Búdennovsk Russar lofa að hætta hernaði í Tsjetsjníju Búdennovsk. Reuter. VÍKTOR Tsjemomýrdín forsætis- ráðherra Rússlands hét tsjetjenskum uppreisnarmönnum því á sunnudag, að Rússar myndu hætta öllum hern- aðaraðgerðum í Tsjetsjníju og taka aftur upp friðarviðræður við fulltrúa þeirra, er hann samdi við uppreisnar- menn um að sleppa gíslum í sjúkra- húsi í Búdennovsk. Tsjernomýrdín samdi um friðsam- lega lausn gíslamálsins í símtali við Shamíl Basajev, leiðtoga skæruliða. Hét hann þeim bifreiðum og öruggri undankomu eftir að þeir hefðu látið gíslana lausa. Tsjernomýrdín sat í skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í Moskvu er hann samdi við Basajev. Tilboð hans var í gerð stjórnaryfirlýsingar í fjór- um liðum. Þar gaf hann tryggingu fyrir því að bardögum í Tsjetsjníju yrði hætt frá þeirri stundu sem aðil- ar se'mdu um og rússneskir samn- ingamenn héldu þegar til höfuðstað- arins Grosní til nýrra samningavið- ræðna við fulltrúa Tsjetsjena. Jafnframt var því heitið að Basajev og menn hans fengju að fara óáreittir úr sjúkrahúsinu til Grosní. í yfirlýsingunni var hvergi getið um hugsanlega brottför rússneskra heija frá Tsjetsjníju. Fréttastofan Itar-Tass hafði eftir rússneskum embættismanni, að Basajev hefði krafist þess að fá flug- vél til afnota fýrir sig og liðsmenn sína til að fljúga til ókunns áfanga- staðar. Tvær misheppnaðar árásir Á laugardag gerðu rússneskar hersveitir tvær árangurslausar til- raunir til þess að ráðast inn í sjúkra- húsið í Búdennovsk. Skæruiiðunum, sem höfðu á annað þúsund gísla þar í haldi, tókst að hrinda báðum árás- unum. Fyrri árásin var gerð klukkan fímm að morgni og stóð í þijár stundir. Þá var samið um að hætta átökum og hófu fulltrúar hersveit- anna viðræður við skæruliða, sem á endanum létu 227 gísla lausa. Önnur atlaga að sjúkrahúsinu hófst klukk- aii 14:20 en 20 mínútum síðar var tilkynnt um vopnahlé og nýjar við- ræður. Borís Jeltsín forseti sagði á blaðamannafundi í Halifax í Kanada, að hann og Víktor Jerín innanríkis- ráðherra hefðu tekið ákvörðun um seinni árásina, en talið er að foringj- ar hersins hafi hrundið hinni fýrri af stað að eigin frumkvæði. í þeirri árás féllu fimm hermenn og óþekkt- ur ijöldi skæruliða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.