Morgunblaðið - 20.06.1995, Síða 22

Morgunblaðið - 20.06.1995, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Eilíf ást í stormi og stórsjó Tunglskinseyjan ný íslensk kammerópera var fiutt í König-safninu í Bonn síðastliðið laugardagskvöld. Orri Páll Ormarsson upplifði stemmninguna og ræddi við gesti. TUNGLSKINSEYJAN fékk góðar viðtökur í Bonn. KVÖLDIÐ skellur á. Prúðbúið fólk streymir að og kemur sér fyrir innan um nákvæmar eftirlíkingar af af- rískum frumskógardýrum í miðsal stórbrotinnar byggingar sem á sér mikla sögu. Fyrr en varir er salurinn orðinn stakkfullur af fólki og eftir- vænting skín úr svip íslendinga, Þjóðveija og annarra sem stinga saman nefjum á þéttskipuðum bekkjunum. Vettvangurinn er König-safnið, ein sögufrægasta bygging Bonn- borgar. Tónleikauppfærsla á Tunglskinseyjunni, giænýrri kamm- eróperu eftir eitt kunnasta tónskáld íslands, Atla Heimi Sveinsson, við texta Sigurðar Páissonar, stendur fyrir dyrum í tengslum við íslenska menningarhátíð í þýska sambands- landinu Nordrhein-Westfalen. Skyndilega víkur skvaldrið fyrir lófatakinu; listamennirnir ganga í salinn. Fyrir hópnum fer Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri, sem tónskáldið segir að sé helsti hvata- maðurinn að óperunni, og í kjölfarið sigla söngvararnir Sigurður Braga- son, Sigriý Sæmundsdóttir og Ing- veldur Ólafsdóttir auk sjö manna strengja- og hljómborðsleikarasveit- ar, að ógleymdum textahöfundinum, Sigurði Pálssyni, sem jafnframt fer með hlutverk sögumanns. Fáir dramatískir hápunktar Sendiherra íslands í Bonn, Ingi- mundur Sigfússon, fylgir lófatakinu eftir með nokkrum vel völdum orð- um. Bíður hann gesti velkomna og slíkt hið sama gerir tónskáldið sjálft. Gerir það í stuttu máli grein fyrir óperunni og leggur áherslu á að ferl- ið sé hægt en seigfljótandi. „Sagan er sögð hægt og rólega eins og tíðk- aðist í gamla daga í lítilli baðstofu á löngu vetrarkvöldi. Frásögnin er ljóðræn og lítið um dramatíska há- punkta. Þetta er nokkurskonar and- stæða við það sem margir eru að keppast við að gera; ég reyni að koma sem minnstri spennu til skila á sem mestum tíma á meðan marg- ir vilja hafa sem mesta spennu á sem minnstum tíma.“ Síðan hefst forspilið, hægt, hljótt og lýsandi fyrir bjartar nætur, tæra liti og kalda náttúru eylandsins, en sögusviðið er einmitt eyjarnar ís- land, írland og Orkneyjar á 8. öld. Kalman prins af Suðureyjum er á flótta og verður að skilja heitmey sína, írsku prinsessuna Auði, eftir á írlandi. Skipið ber hann á framandi slóðir þar sem þann sér nýja eyju rísa úr hafinu; ísland er fundið. Ástarljóðin óma sitt úr hvorri átt- inni en hafið hremmir þau jafnharð- an. Umrót tilfinninganna endur- speglast i angurværum söng elsk- endanna sem ekki geta gleymt. Árin líða og Auður gengur nauðug að eiga prinsinn af Orkneyjum en hann er síðar veginn af víkingum. Prinsessan ákveður þá að flýja til íslands ásamt ambátt sinni, Únni. í stormi og stórsjó sigla stöllurnar tii íslands og Auður ákveður að setjast að á tunglskinseyjunni fögru. Hefur hún æðisgengna leit að Kalman og finnur hann um síðir. Hafið sem áður skildi elskendurna að hefur nú sameinað þá. Að lokum sigla Auður og Kalman saman inn í sólarlagið, þar sem er enginn dauði og engin sorg, einungis eilíf ást. Áheyrendur hylla listamennina með langvarandi lófataki. Atli Heim- ir, Sigurður og Guðmundur benda hver á annan á milli þess sem þeir beina athyglinni að hljómsveitinni og söngvurunum. Um síðir víkja þeir úr öndvegi. Eins og tónskáldi getur liðið Atii Heimir er í senn stoltur og ánægður að flutningi loknum. „Mér líður eins og tónskáldi getur liðið. Þetta hefur tekist mjög vel, enda hafa allir lagt sig geysilega vel fram. Nú bíðum við bara eftir tækifæri til að flytja óperuna á sviði.“ Tónskáldið segir ennfremur að hópnum hafi verið tekið afar vel í Þýskalandr. Sérstaklega er Atli vest- ur-þýska útvarpinu í Köln, sem hljóðritaði óperuna, og Ingimundi Sigfússyni sendiherra þakklátur. Gamall bekkjarbróðir Atla Heim- is, Jón Baldvin Hannibalsson al- þingismaður, tekur í sama streng. „Þetta er auðvitað framandi tónlist fyrir þá sem ekki eru innvígðir, en flutningurinn var mjög góður og þetta var umfram allt mjög gaman. Umgjörðin var líka mjög sérstök, en það er virkilega áhrifamikið að fá að hlýða á norræna óperu i sal þar sem þýska þingið kom saman í stríðslok þegar afgangurinn af Þýskalandi var nánast í rústum.“ Andreas Lötz frá menningarmála- ráði Bonn-borgar er ekki síður heillaður. Segir hann að Tunglskins- eyjan sé stórkostlegt verk og beri snilligáfu Atla Heimis glöggt vitni. Þá lýkur hann lofsorði á Guðmund Emilsson, sem eigi heiðurinn af frá- bærum flutningi. „Þessi tónlist er fyllilega samboðin húsinu, en við stöndum á grunni þýska Sambands- lýðveldisins." „Þetta tókst mjög vel og ég finn að fólk er mjög hrifið,“ segir einn gesturinn enn, Ingimundur Sigfús- son sendiherra. „Þá heyrist mér að tónlistarfólkið sjálft sé ánægðast með kvöldið í kvöld, en þetta er í þriðja skipti sem það uppfærir óper- una. Aðsóknin er líka mjög góð og það fer ekkert á milli mála að fólk á þessum slóðum hefur mikinn áhuga á íslenskri list og íslenskri menningu.“ Niðjamót Húsfellinaa 23.-25. júní 1995 Hátíðardagskrá að Húsafelli Föstudagurinn 23. júní 17:00-21:00 Mæting og skráning í þjónustutjaldi mótsins við tjaldstæðin. 21:00-23:30 Glóðarsteiking og frjáls samkoma við varðeldinn. Laugardagurínn 24. júní 13:00 Hátíðin sett við Húsafellskirkju. Messa utandyra við kirkjuna. Fulltrúar kynslóða planta tijám í Kynslóðareit vlð Húsafellskirkju. (Einnig verða tijáplöntur til sölu fyrir þá sem vilja stækka Snorraskóg í Lurkabrekkum. Áhöld á staðnum.) 14:00 Önnur dagskrá Gengið að Kvíum, reynt við Kvíahelluna! Gönguferð í Bæjargil í fylgd Páls Guðmundssonar. Skipulagðar ferðir um fallega og áhugaverða staði á Húsafelli í fylgd fararstjóra. Annað sem í boði er: Leikir á útivistarsvæði fyrir börn og unglinga. - Hestaleiga hjá Páli Guðnasyni. - Ókeypis afnot af golfvellinum (laugardag). - Ferðir á Langjökul. 19:00 Kvöldævintýri Glóðarsteiking. Fjöldasöngur og dans við undirleik Jónu Einarsdóttur harmoniku- leikara. Sunnudagurinn 25. júní 11:00-15:00 Ferðir um fallega og áhugaverða staði á Húsafelli. Leiki fyrir börn á öllum aldri. Þeir sem ekki eru enn búnir það skila próförkum og myndum vegna niðjatals Húsafellsættar, eru vinsamlegast beðnir um að draga það ekki lengur og skila þeim til Máls og myndar, Þverholti 14, 105 Reykjavík Kr. 123.131 m/vsk. Sigtúni 9, Reykjavík, sími 551 -0230 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvclli og Rábhústorginu -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.