Morgunblaðið - 20.06.1995, Side 24

Morgunblaðið - 20.06.1995, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ r AÐDÁENDUR írska rithöf- undarins Ja- mes Joyce komu saman á föstudags- morgun til að minnast „Blo- omsdags", sem var 16. júní 1904 en þá gekk Leopold Bloom, söguhetja bókar Joyce „Ulyssis" um götur hinnar „kæru, óhreinu Dyflinnar." Aðdáendur Joyce snæddu hinn hefðbundna Bloomsdags-morgunverð; súpu úr innmat fugla, grilluð kinda- nýru og lifra^sneiðar, sem þeir skoluðu niður með Guinnes-bjór. Þá komu nokkrir erlendir sendi- menn og Iásu upp úr Ulysses, m.a. sendiherrar Bretlands og Kanada, auk sendiherra Banda- ríkjanna, Brasilíu og Póllands, en sá síðastnefndi er mikill aðdá- andi. Á Bloomsdag er einnig venja að fólk klætt í búninga frá byijun aldarinnar, gangi um götur Dyflinnar og komi við á þeim stöðum sem nefndir eru í verk- inu. „Ulysses" hefur verið þýdd á 130 tungumál og kom út á ís- lensku í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. Geftun nytiahlutum nýttlíf | , RRKI hefur opnað nytjamarkað með notaðan húsbúnað Hlutir á verði fyrir okkur öll. Opið frá kl. 13:00 til 18:00 Verkefnið styrkja: ÍSLANDSBANKI SÖRFA o gAhumúnustan hf. Slippfélagið Málnlngarverksmlðja NYTJAMARKAÐURINN REYKJAVÍKURDEILD RAUÐA KROSS ÍSLANDS Bolholti 6 Sími 588 1440 o SEVERIN CAFE CAPRICE kqffivélin sýður vatnið fyrir uppáhellingu. litla. Vapotronic suðukerfi. Innbyggð snúrugeymsla. 1400 W. Sér rofi fyrir hitaplötu. Dropastoppari. Yfirhitavörn. Glæsileg nútímahönnun - engri lík. Tilboðsverð nú aðeins kr. 9.975 stgr. c c 0) E u> «o o ■D E D REYKJAVÍKURSVÆÐI: Byggt og Búið, H.G. Guðjónsson, Suðurveri. Glóey, Ármúla 19, Ralbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf. Miðvangur, Hafnarfirði.SUÐURNES: Stapafell hf., Keflavlk. Samkaup, Keflavík. Rafborg, Grindavík. VESTURLAND: Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi.Trésmiðjan Akur, Akranesi.Kf.Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Versl.Hamar, Grundarfirði. Versl.E.Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksfjarðarnesi. Skandi hf., Tálknafirði. Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri. Laufið, Bolungarvik. Húsgagnaloftið ísafirði, Straumur hf., isafirði. Kf. Steingríms- fjarðar. Hólmavík. NORÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri. Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blðnduósi. Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki. KEA, Akureyri, og útibú á Norðurfandi. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Kf. Lang- nesinga, Þórshöfn, Versl. Sel, Skútustöðum. AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði.Kf. Fram, Neskaupsstað, Kf. Héráðsbúa, Seyðisfirði. Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum. Rafalda, Neskaupstað. Kf. Héraðsbúa, Reyðarfirði. Kf. Fáskrúðs- fjarðar. Kf. A-Skaftfellinga, Djúpavogi. Kf. A-Skaftfellinga, Höfn. SUÐURLAND: Kf. Arnesinga, Vík. Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Kf. Rangæinga, Rauðalæk. Versl, Mosfell, Hellu.Reynistaður, Vestmannaeyjum. Kf. Árnesinga, Selfossi. MMMM Einar MmM Farestveit&Colrf Borgartúni 28, símar 562-2901 og 562-2900. Sálumessa Mozarts í dansi LISTPANS Ilallgrímskirkja fSLENSKI DANFSLOKKURINN Sálumessa/Requiem Tónlist: W.A. Mozart. Danshöfundur: Nanna Ólafs- dóttir. Dansarar: Birgitte Heide, David Hanratty Greenall, Eldar Vali- ev, Guðmundur Helgason, Jóhann Freyr Björgvinsson, Júlía Gold, Lára Stefánsdóttir og Lilia Valieva. Bún- ingan Siguijón Jóhannsson. Tónlist- arflutningun Mótettukór Hallgríms- kirlgu ásamt Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Hallgrímskirkja, 15. júni 1995. Á SÍÐUSTU dögum Kirkjulista- hátíðar 1995 hélt Mótettukórinn ásamt Sinfóníuhljómsveitinni og einsöngvurum Mozarttónleika, þar sem Sálumessa og Litanía var flutt. Í tilefni af flutningi Sálumessunnar var leitað til Nönnu Ólafsdóttur og hún beðin um að semja dans við Sálumessu Mozarts. Árangurinn gat svo að líta í Hallgrímskirkju í fyrra- kvöld. Það er öllum vandi á höndum, sem ætla sér að bæta einhverju við tveggja alda gamalt verk, sem þeg- ar hefur áunnið sér sess í hugum fólks. Það er jafnvel álitamál, hvort slíkt skuli yfirleitt gert. Nanna Ólafsdóttir velur líklega einu færu leiðina, sem er að sökkva sér í verk- ið og byggja á tónlist og texta þær hreyfingar og þau hughrif sem slík köfun leiðir af sér. Hún myndgerir sín hughrif, trú höfundinum og þeim hluta verksins, sem dansaður er. Sálumessuna náði Mozart aldrei að ljúka við, eins og frægt er. Nem- andi hans kom verkinu í þann bún- ing sem við þekkjum. Mozart dó frá Sálumessunni ólokinni og Nanna Ólafsdóttir lætur dansarana hverfa úr verkinu eftir Lacrimosa-þáttinn í þriðja kafla verksins, þar sem tal- ið er að Mozart hafí ritað sínar síð- ustu nótur. Textinn er margslunginn og ber sterkan keim af þjáningu, dómi á efsta degi, fyrirbænum um fyrir- gefningu synda þeim látnu til handa og einnig um eilíft ljós og hvíld. Dansar Nönnu eru í nýklassískum stíl, einlægir í sínu myndræna formi og flæði. Dansinn ber óneitanlega merki þeirrar blöndu ótta, óvissu, trúar og iðrunar, sem jafnan má greina í tengslum við þau vista- skipti, sem bíða okkar allra. En þrátt fyrir drungann, verður dans- inn sem útvíkkun á þeim hughrifum, sem tónlistin veldur. Það er mjög vel að verki staðið og bæði danshöf- undur og flytjendur eiga þakkir skildar fyrir framlag sitt, en það voru dansarar íslenska dansflokks- ins sem dönsuðu verkið af yfirvegun og öryggi. Ég er sannfærður um að búningar Siguijóns Jóhannsson- ar hafa verið kórréttir á teikniborð- inu og þeir fara vel á mynd. Aftur á móti voru þeir truflandi á að horfa, Morgunblaðið/Kristinn þegar farið var að dansa í þeim. Laus bönd á höndum þvældust fyrir og þjónuðu engum tilgangi svo mik- ilvægum að það réttlætti þá truflun sem þeir ollu. Þegar ég hlustaði á Sálumessuna heima í stofu fyrir tónleikana velti ég því fyrir mér, hveiju væri við tónlistina að bæta. Eftir að hafa séð dansana sannfærðist ég um að Nanna Ólafsdóttir og dansarar ísl. dansflokksins fundu leið til að gera sjónræna upplifun á Sálumessunni minnisstæða og nýja. Fyrir það vil ég þakka þeim og einnig aðstand- endum Kirkjulistahátíðar og flytj- endum öllum. Ólafur Ólafsson. TONLIST Ilallgrímskirkja MOZART Mótettukór Hallgrimskirkju, ein- söngvarar og hljómsveit fluttu Lita- níu K.243 og Sálumessuna K.626, undir stjórn Harðar Áskelssonar ásamt dönsurum úr Islenska dans- flokknum. Hallgrimskirkja, fimmtudaginn 15. júní, 1995. AF fjórum Litaníum Mozarts, er sú sem merkt er K.243, viðamest og reyndar verk sem stendur fram- ar en sjálf Sálumessan. Það er sagt, að þar sem Mozart fékk ekki tæki- færi til að semja óperur, þá hann var heima í Salzburg, hafi hann gert trúarverkin að eins konar óperuverkum og Litanían (K.243), sem að stíl er sögð vera „stilus mixtus“, gæti verið dæmi um trúar- legt óperuverk. Þetta kemur hvað skýrast fram í gerð tveggja þátta fyrir sópran, þar sem einsöngsþátt- urínn Dulcissimum convivium (nr. 6) er í raun óperuaría en í næsta þætti, Viaticum (nr.7), syngur kór- sópraninn gamalt lag „Pange lingva", sem cantus firmus en það er aðferð sem bæði sver sig í ætt við tónsmíðaaðferðir tónskálda á 15. og 16. öld og kóralforspilin eftir J. S. Bach. Einsöngvararnir Sólrún Braga- dóttir, Hrafnhildur Guðmundsdótt- ir, Gunnar Guðbjörnsson og Magn- ús Baldvinsson opnuðu Kyrie þátt- inn, sem er eins konar víxlsöngur við kórinn. Annan þáttinn, Panis vivus (sem hefst á nærri því eins Kirkju- listahá- tíðin stefí og Tuba mirum í Sálumess- unni), söng Gunnar af glæsibrag, sérstaklega 'flúrhendingarnar. Næstu þrír þættirnir, Verbum caro factum, Hostia sancta og Tremend- um, mynda sérkennilega heild þar sem kór og einsöngvarar syngja á vixl og er þessi hluti Litaníunnar sérlega áhrifamikill. Einsöngvar- arnir, Sólrún, Hrafnhildur, Gunnar og Magnús, fluttu samsöngsþætt- ina mjög vel og mátti heyra þar fallega mótaðar stófur. Kórinn söng afbragðs vel, af nákvæmni og einkar vel sérkennilegar áhersl- ur og styrkleikabreytingar í þessum einkennilegu og dramatísku þátt- um. Svo kraftmikill var kórinn á köflum að hljómsveitin og sérstak- lega strengirnir, náðu oft ekki í gegn en í tónmáli hljómsveitarinnar getur að heyra margar meistara- legar tónhugmyndir, sem vel hefði mátt draga fram. Sólrún Bragadóttir söng Dulcis- simum convivium mjög vel, þó flúr- línurnar virtust á köflum nokkuð þungar. Á eftir Viaticum kemur einn rismesti kafli litaníunnar, tví- stefja fúga, nokkuð frjálslega unn- in en af þeirri snilld í raddfærslu, sem aðeins verður jafnað við fúgur eftir J. S. Bach. Kórinn söng þessa kraftmiklu fúgu glæsilega. Agnus Dei þátturinn var vel sunginn af Sólrúnu og verkið endaði á sömu tónhugmynd og það hófst á. Flutn- ingur Litaníunnar var í alla staði frábær. Mikið hefur verið ritað um Sálu- messuna eftir þá Mozart og Siissmayer og engu öðru þar við að bæta en að flutningurinn var mjög vel mótaður. Tónleikarnir í heild voru glæsilegir, svo að vel á við að segja að hér hafi stjórnand- inn unnið mikinn listasigur. Flytj- endur; kór, einsöngvarar og hljóm- sveit, voru góðir og þó undirritað- ur hafi ekki fylgst grannt með dönsunum, sem dansaðir voru við Mozart hluta verksins, er ekki nema gott eitt að segja um slíkt tiltæki, þó það sé tónlistin sjálf sem skiptir mestu máli og að nálg- un hennar byggist fyrst og fremst á hlustun. og á því sviði er óhætt að staðhæfa, að flutningur beggja verkanna var einn af stæstu tón- listarviðburðum þessa tónleikaárs og kóróna þess listastarfs sem unnið er við Hallgrímskirkju. Sjón- ræn túlkun á tilfinningum Moz- arts, meðan hann háði dauðastríð sitt og reyndi að ljúka við Sálu- messuna og síðan að tákna fjar- veru hans, með því að láta dansar- ana hverfa af sviðinu, var nokkuð áhrifamikil og skildi verkið eftir í því tómarúmi, sem það hefur ver- ið, er Sussmayer tók við því. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.