Morgunblaðið - 20.06.1995, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.06.1995, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Týndi tenórinn TÓNUST Hafnarborg EINSÖNGSTÓNLEIKAR Aríur og söngljóð. Lena Tivelind mezzosópran, Páll Jóhannesson tenór og Olafur Vignir Albertsson pianó. Miðvikudagur 14. júní. VIÐ OG við er maður minntur á meginsjarma lifandi tónlistar umfram þá niðurstöðu á hljóm- plötum, jafnvel þegar um gamal- kunnug viðfangsefni er að ræða: hversu gjörsamlega flutningurinn getur komið manni á óvart. Og það er eins og einhver magískur lampamóri svífi yfír menningar- miðstöð Hafnfirðinga að því leyti til, að nú varð maður hvumsa af forrundran þar í annað sinn á sama ári. Fyrri listamaðurinn sem olli slíkum ófyrirsjáanlegum við- brögðum var Rem Urasin, litli Kasanbúinn á Rússnesku menn- ingardögunum í janúar sl. sem spilaði allan Chopinflutning fram að því út í skammarkrók. Sá seinni var „gleymdi" íslenzki tenórinn Páll Jóhannesson. Það hefur ekki verið öfunds- vert að skiptast á um sviðsljósið við söngvara í slíku formi fyrir sænska mezzósópraninn Lenu Tivelind, sem skv. ótéðum heim- ildarmanni undirritaðs var miður fyrirkölluð vegna kvefs. Söng- konan sótti þó smám saman í sig veðrið eftir tvö rómantísk lög eft- ir Ture Rangström og hið „sal- ong“-kennda Sommernatt eftir Schrader og söng Mamma ætlar að sofna hans Sigvalda Kaldalóns af snotru látleysi. Enn betur tókst henni upp í Mon Cæur úr Samson Dalila eftir Saint-Saens, með nokkrum strófum frá Páli úr bak- grunni og bezt í síðasta dúetti þeirra félaga, sem var úr 11 Tro- vatore eftir Verdi. Þrátt fyrir jafna skiptingu við- fangsefnis milli söngvaranna tveggja var þó engum blöðum um að fletta, að forgrunnurinn til- heyrði Páli Jóhannessyni þetta kvöld. Strax frá fyrsta tóni í Hamraborginni varð ljóst, að hér var mikið fágæti á ferð; fágæti sem var í hrópandi ósamræmi við fremur dræma aðsókn tónleika- gesta, en hún benti aftur til þess, að undirritaður var ekki einn um að vita lítil deili á söngvaranum eftir áralanga búsetu hans í Sví- þjóð. Satt bezt að segja var hin hljómmikla og áreynslulausa ten- órrödd Páls af þeirri stærðargr- áðu, að hlustandinn gleymdi stað og stund, og mun það ein af furð- um íslenzks tónlistarlífs, að slíkur maður skuli nánast fá að týnast almennum tónlistarunnendum, enda þótt nokkur kunnug andlit meðal áheyrenda úr innsta hring söngmennta virtust vita fyrir hveiju þau gengu. Stígandin var jöfn og þétt hjá Páli frá ljóðrænum lögum eins og Jeg elsker dig (Grieg) og Vínar- óperettu (Dein ist mein ganzes Hertz Lehár) fyrir í Verdi (La donna é mobile) og Puccini (Hve köld er litla höndin úr La Bo- héme) fram að aukalaginu Nessun dorma Turandot; allt varð að sann- kölluðum bravura- flutningi, svo að hárin risu á höfði hlustandans af hrifningu. Flest annað, eins og örlítið innkomuóöryggi í bát- söngsdúettinum úr Ævintýrum Hoffmanns eftir Offenbach, varð að ómerkilegum smáatriðum hjá annarri eins raddprýði, sem aukin- heldur var stjórnað af næmri til- fínningu fyrir því sem bezt gerði sig á hveijum stað, svo sem dramatískum hetjuanda í Til Hafs eftir Nordquist, þar sem gruna mátti, að Wagnerhlutverk væru jafnvel ekki síður við hæfí þessa glæsilega söngvara en ítalskt bel canto. í því lagi tókst reyndar Ólafí Vigni Albertssyni bezt upp með undirleik, sem að öllu jöfnu hefði mátt vera heldur tilþrifameiri mið- að við stórfengleika tenórsöngvar- ans; verðskuldaði sá að fullu þau bravóköll tónleikagesta, er féllu æ þéttar sem á leið. Ríkarður Ö. Pálsson Sumarland BYKO garðvörur í ótrtilegri breidd -byggir með þér Garðverkfæri, sláttuvélar, hekkklippur, sláttuorf, úðarar, slöngur, tengi, safnkassar, ruslagrindur, hjólbörur, sólpallaefni, undirstööur, áburður, fræ, garðplöntur, blómapottar, túnþökur, grill og fylgihlutir, útileikföng, kastalar, sandkassar, körfuboltaspjöld, reiðhjól, veiðivörur, viðlegubúnaður, garðhúsgögn, útisnúrur, fánar, fánastangir, skrautsteinar, gosbrunnar, styttur og ótal margt fleira. Morgunblaðið/Golli „ER ÞESSI eitt af frumskógardýrunum", gæti þessi ungi áhorfandi, sem horfir framan í ljósmyndarann, verið að hugsa. BRÚÐUBÍLLINN, útileikhús Reykjavíkurborgar, er kominn á kreik í 15. skiptið. Umsjónarmað- ur hans er sem fyrr Helga Steff- ensen, sem semur handrit, býr til brúðurnar og stjórnar þeim, ásamt þremur aðstoðarmönnum. Edda Heiðrún Backman leikstýrir sýningunni, tónlistin er eftir Magnús Kjartansson og fimm val- inkunnir leikarar sjá um leikradd- ir. Leikhúsið starfar í júní og júlí og sýnir á hverjum degi kl. 10 og kl. 14. Sýnt er á gæsluvöllum Reykjavíkur og nokkrum öðrum útivistarsvæðum. Sýningarnar eru öllum opnar og aðgangur er ókeypis. Það var hópur barna í marglit- Brúðubíllinn í Árbæjarsafni um regnfötum sem beið með eft- irvæntingu eftir sýningu brúðu- bílsins á leikritinu „Af hverju“ í Árbæjarsafni þegar blaðamaður Morgunblaðsins leit þar við á dög- unum. Leikritið gerist í frumskógum Afríku og segir söguna af því af hverju fíllinn er með rana. Lítill fílsungi er þar í aðalhlutverki en við sögu koma ýmis dýr, stór og smá sem hann hittir í skóginum. Börnin voru vel með á nótunum og tóku virkan þátt í sýningunni. Það mátti sjá það á svip þeirra að þau lifðu sig inn í hana og greinilegt var að einhveijir voru að koma í annað og þriðja skipti. Nanna, Birgir Rúnar og Ólöf Kara voru meðal gesta á sýning- unni.„Það var mjög gaman og ég var ekkert hrædd við krókódíl- inn“, sagði Nanna. Birgir Rúnar sem hafði séð sýninguna áður var sama sinnis og fannst krókódíllinn skemmtilegastur. „Gíraffinn var skemmtilegastur" sagði Ólöf Kara sem skemmti sér vel á sýningunni og það voru ánægðir gestir sem fóru heim að lokinni sýningu, þar á meðal blaðamaður og ljósmynd- ari Morgunblaðsins. KRÓKÓDÍLLINN kominn á kreik BIRGIR Rúnar, Nanna og Ólöf Kara I "Æ.% 4} índesíl i of/knvi/m cnLmf ...vönduð á góðu verði frá Indesit! 4þlndeslliwuo • VinduhraSi 800 sn/mín. • 14 þvottakerfi • Stiglaus hitastillir • Orkunotkun 2,3 kwst • Hæð: 85 cm • Breidd: 60 cm • Dýpt: 60 cm Afborgunarverib: kr. 52.527,- Umbobsmenn um land allt Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, K1. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi.GuÖni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Vestflrölr: Rafbúö( Jónasar Þór, Patreksfiröi. Rafverk.Bolungarvík.Straumur, ísafiröi. Noröurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö, Sauöárkrókí. KEA -byggingavörur Lónsbakka Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum.Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. ~ BRÆÐURNIR \- ORMSSONHF Lógmúla 8, Sími 553 8820 I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.