Morgunblaðið - 20.06.1995, Side 27

Morgunblaðið - 20.06.1995, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 27 LISTIR Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir STEINÞÓR Eiríksson listmálari og Vilhjálmur Einarsson fyrir framan verk Steinþórs „Dagleið" Egilsstöðum. Morgunblaðið. Kammer- tónleikar á Klaustri ÁRLEGIR kammertónleikar á KirkjubæjarklauStri verða í sumar haldnir helgina 18.-20. ágúst. Þá verða að venju þrennir tónleikar, föstudaginn 18. ágúst kl. 21, laug- ardaginn 19. ágúst kl. 17 og sunnudaginn 20. ágúst kl. 15, með þrenns konar efnisskrá. Flytjendur eru sjö innlendir og einn erlendur, Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanó, Áshildur Har- aldsdóttir flauta, Sigrún Hjálm- týsdóttir sópran, Edda Erlends- dóttir píanó, Georg Klutsch fag- ott, Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Gunnar Kvaran selló og Unnur Sveinbjarnardóttir víóla. Þau munu flytja verk eftir C.E.P. Bach, Beethoven, Britten, Faure, Gliick, Mozart, Schubert, Strauss, svo og íslensk sönglög o.fl. íslensku hljóðfæraleikarana þarf vart að kynna nánar né held- ur sópransöngkonuna Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Georg Klutsch er þýskur að uppruna, er meðlimur í Bláserensemble Sabine Meyer og prófessor við Músíkháskólann Franz List Musikhochschule í Weimer. Þeim sem hyggjast sækja þessa tónleika, er bent á að tryggja sér gistingu á Kirkjubæjarklaustri tímanlega, því reynslan hefur sýnt að þessa helgi er oft erfitt að fá inni nema með góðum fyrirvara. ISUMAR mun standa yfir sýn- ing á verkum Steinþórs Eiríks- sonar listmálara en Steinþór verður áttræður nú í sumar. Myndirnar á sýningunni spanna feril hans sem listamanns en elsta myndin er máluð þegar listamaðurinn var 11 ára gam- all og sú yngsta á síðasta ári. Alls eru 44 myndir á sýningunni og eru þær allar í einkaeign. Það verk sem vekur mesta at- hygli er mynd sem heitir Dag- leið en hún er 130 cm á hæð en rúmir 7 metrar á lengd. Þetta verk er í eigu Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. Það er Mynd- Steinþór Eiríksson áttræður Yfirlitssýning í Menntaskólanum á Egilsstöðum listarfélag Fljótsdalshéraðs sem setur upp sýninguna í samstarfi við Egilsstaðabæ. Bók um feril listamannsins í tilefni af afmæli Steinþórs er að koma út bók um líf hans og list. Það er Vilhjálmur Einars- son fyrrverandi rektor við Menntaskólann á Egilsstöðum sem ræðir við Steinþór og skráði. Bókin ber nafnið „Mag- isterinn“ og í henni eru litprent- anir af 30 málverkum Steinþórs auk fjölda Ijósmynda. Búi Krist- jánsson bókahönnuður hannaði útlit bókarinnar. Vatnslita- myndir í Eden SIGRÍÐUR Rós- inkarsdóttir sýnir vatnslitamyndir í Eden í Hvera- gerði dagana 19. júní til 3. júlí. Sigríður er fædd að Snæfjöll- um á Snæfjalla- strönd en er nú búsett í Keflavík. Þetta er sjöunda einkasýning Sig- ríðar, en einnig hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum. Sigríður tekur líka þátt í samsýn- ingu Sumarvaka á Suðurnesjum sem stendur nú yfir í Njarðvíkur- skóla. -----♦ ♦ ♦---- Gutti sýnir höggmyndir NÚ stendur yfír í Listahorni Upplýs- ingamiðstövar fyrir ferðamenn á Skólabraut 31 á Akranesi sýning Guttorms Jónssonar sem var bæjar- listamaður á Akranesi 1994-1995. Gutti hefur haldið einkasýningar m.a. á Kjarvalsstöðum, í Stöðlakoti og í Gallerí Úmbru. Einnig hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga. Gutti sýnir nú fjórar höggmyndir úr grjóti og tvö rýmisverk úr litaðri furu. Öll verkin eru til sölu. Á sama tíma sýnir Gutti verk sín í Listasetr- inu Kirkjuhvoli ásamt 13 öðrum lista- mönnum búsettum á Skipaskaga. Sýningin stendur til 15. júlí. Sigríður Rósinkarsdóttir DJópt. DJúpt. Ég o<3 óatin min. 0£j hroyföu»t>'9 nú »lls okki «-»oitt. Ég skul sýna bór hvað ég got gort. ,,,o«3 votum og tungu - Seaðu ckk«rt. hlustaðu A tóolist votnsms sem steypist vf't oVAcar. „;nSoq stjörnuljós. I öllutn baenuin scgÖu eklcert. íiAÁÁ'f hcndur roinar ta'a. öq smátt og smatt hverfum við ofam vatn.ð heítt heítt. og jþá þnjrftam víö aldreí framar að koma upp- tif að anda. LJÓÐINU Djúpt. Djúpt. eftir Þorstein J. hefur verið komið fyrir á botni Sundlaugarinnar á Hvolsvelli „Djúpt. Djúpt.“ á Hvolsvelli LJÓÐINU Djúpt. Djúpt. eftir Þor- stein J. hefur verið komið fyrir á botni Sundlaugarinnar á Hvolsvelli. Ljóðið var fyrst sýnt í gluggum undir vatnsborði Laugardalslaugar- innar, fyrir rúmu ári, en sú sýning stóð aðeins í tvær vikur. „Mig langaði alltaf til að koma ljóðinu fyrir á varanlegum stað“ segir höfundurinn Þorsteinn J. „Ég hafði samband við ísólf Gylfa Pálmason, sveitarstjóra á Hvolsvelli og honum leist vel á, að ég málaði þetta á botn laugarinnar þar. Og þegar endurbætur á lauginni stóðu yfir á dögunum, tók ég fram lakk og pensil og málaði það á laugar- botninn." Ljóðið er málað með svörtum stöfum á grænan grunn í miðri lauginni og sést bæði frá bakkanum og þegar litið er undir vatnsborðið. Ennfremur er það til sýnis, á ís- lensku og ensku, í anddyri Sund- laugarinnar. RYMINGAR^ft Á MIKLU ÚRVALIAF HEIMtLISVÖRU í HAGKAUP SKEIFUNNI0G KRINGLU SÉRVÖRU VERÐDÆMI: ...Kk- 699 .....■;............169 .............KR. 3» STÓLSESSURFFA........ ........KR. «9 ......■.......KR. 699 rv)MTLPF'frK....." ... HAGKAUP fyrir fjölskylduna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.