Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 51 _______BREF TIL BLAÐSINS_ Ferðamannaiðnaður - * ferðaþjónusta Frá Birnu G. Bjarnleifsdóttur: ANNAÐ þessara orða er orðskrípi, hitt er góð íslenska. Hvort orðið held- ur þú að sé viðurkennt af sérfræðing- um ... og því starfsfólki sem vinnur í þessari atvinnugrein? Svarið er: Ferðaþjónusta. Nýlega var notað orðið „ferða- (manna)iðnaður“ þar sem réttara hefði verið að tala um ferðaþjónustu. (Frétt í Mbl. 13.6. 95 - bls. 14 um Ferðamálasjóð.). Athugum þetta aðeins nánar. Hvað þýðir orðið „ferðamannaiðn- aður“ strangt til tekið skv. íslenskri málvenju? Orðið iðnaður þýðir í raun að breyta hráefni í fullunna vöru. Við tölum þess vegna um ullariðnað, mjólkuriðnað, húsgagnaiðnað, o.s.frv. Hér áður fyrr var oft talað um að breyta mjólk í mat og ull í fat. Það er iðnaður. Kenjar „stóra bróður“ Frá Magnúsi Erlenddyni: Á BÆJAMÖRKUM Seltjarnarness og Reykjavíkur stendur Eiðistorg og norðan við torgið Eiðisgrandi. Fyrir - tæpum tveimur áratugum gáfu bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi svæðinu þessi nöfn. Þar stóð fyrr á árum býlið Eiði, og því þótti Selt- irningum tilhlýðilegt að gefa svæð- inu nafn býlisins. • í „íslenzk orðabók" í ritstjórn Árna heitins Böðvarssonar og sem gefin var út af Bókaútgáfu Menningar- sjóðs árið 1977, segir um orðið Eiði: „Eiði, -is h, grandi, landræma milli ness og meginlands“. Því er þetta rifjað upp, að sú undarlega og óskiljanlega árátta hefur fest rætur hjá borgaryfirvöldum í Reykjavík, að í hvert sinn sem fréttatilkynning- ar berast frá embættismönnum Reykjavíkurborgar varðandi þessi svæði, er ávallt talað um Eiðstorg og Eiðsgranda. Þetta hefur verið reynslan í mörg ári Hver er tilgang- urinn? Geta ráðamenn Reykjavíkur- borgar ekki virt nafngiftir ná- granna sinna? Slíkt ætti að vera lágmarks kurteisi og virðing gagn- vart góðum grönnum. Með von um að „stóri“ bróðir hætti þessum kjánalegu kenjum og kalli svæðin framvegis sínum réttu nöfn- um, þ.e. Eiðistorg og Eiðisgrandi. MAGNÚS ERLENDSSON, Sævargörðum 7, Seltjarnarnesi. GARÐSLÖNGUR SLÖNGUTENGI GARÐÚÐARAR - ÚÐAKÚTAR f ÞÓR HF ReykjBvík - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 Blab allra landsmanna! |H»pMíb -kjarnimálsins! Það sem ruglar suma þá sem taka sér í munn orðið „ferðamannaiðnað- ur“ er enska orðið Tourist Industry. Enska orðið „industry" þýðir nefni- lega annars vegar iðnaður og hins vegar ákveðin atvinnugrein. En í ís- lenska orðinu „iðnaður“ felst aðeins að breyta hráefni í fullunna vöru. Sem betur fer höfum við ekki lagt það í vana okkar að taka ferðamenn sem heimsækja okkur og höggva þá í spað eða hakka í bollur. Ferðaþjónusta er tiltölulega ung atvinnugrein hér á landi og fjöltniðla- fólk fjallaði lengi vel lítið um ferða- Jrjónustu í greinum sínum og pistlum. Á síðustu árum hefur orðið nokkur breyting á, enda þótt lítið sé fjallað um ferðaþjónustu á faglegan hátt. Við heyrum sagt frá í fjölmiðlum ef íslenskt fiskiskip selur fisk í erlend- um höfnum og hversu hátt eða lágt verð fékkst fyrir aflann. Þó að hér séu haldnar fjölmennar ráðstefnur og erlendir ferðamenn flykkist til landsins yfir sumartímann er þess aldrei getið hversu mikils gjaldeyris hefur verið aflað hvetju sini. Margt fjölmiðlafólk sem tekur sér fyrir hendur að skrifa eða tala um ferðaþjónustu þekkir ekki heiti at- vinnugreinarinnar á íslensku. Þeir sem hafa lesið erlendi blöð eða hlust- að á erlendar fréttir hafa heyrt talað um „Tourist Industry" og þeim verð- ur það á að þýða ranglega það heiti og tala um „ferða(manna)iðnað i stað ferðaþjónustu. Starfsfólk ferðaþjónustunnar er hreykið af því að vinna þjónustu- störf, i starfsgrein sem er hreinrækt- uð þjónustugrein. Á ferðamálaráð- stefnu sem haldin var í Vestmanna- eyjum árið 1985 var samþykkt að starfsgreinin skyldi kölluð ferðaþjón- usta á íslensku. Ferðamálaskóli ís- lands sem starfræktur er í Mennta- skólanum í Kópavogi var fýrstur skóla hér á landi til að þjálfa fólk til almennra ferðaþjónustustarfa. Þar er rík áhersla lögð á mikilvægi þess þáttar í starfinu sem kallast þjón- ustulund og að fólk sem þar vinnur sé þjónustusinnað. Tökum öll höndum saman og vinn- um að því að útrýma orðskrípinu „ferða(manna)iðnaður“ og höldum heldur á lofti orðinu ferðaþjónusta. Með bestu kveðjum, BIRNA G. BJARNLEIFSDÓTTIR, Brúnastekk 6, R. ... með liósmyndaf korthafa Nú býðst öllum korthöfum að fá áprentaða litmynd af sér á kort sín, sem eykur mjög á öryggi og dregur úr hættu á misnotkun, auk jiess að gera kortið að góðu persónuskilríki innanlands sem utan. jf/afi korthafi lagt fram mynd af sér vegna umsóknar um debetkort má nota sömu mynd á öll hans kort því myndin er varðveitt á gagnagrunni, en einnig er hægt að skipta henni út fyrir aðra nýrri eftir atvikum. Óski korthafi eftir að fá VISA - KORT með mynd, t.d. við næstu endurnýjun, þarf hann aðeins að hafa samband við banka sinn eða sparisjóð eða hringja til VISA ÍSLANDS sé myndin tíl. 3/eira öryggi, dregur úr hættu á misnotkun, góð persónuskilríki innanlands sem utan. meira en ár ./4ukagjald fyrir myndkort er kr. 250 á ári. Sé eftir af gildistíma kortsins fæst það útgefið korthafa að kostnaðarlausu. Álfabakka 16, 109 Reykjavík, sími 567 1700, fax 567 3462
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.