Morgunblaðið - 20.06.1995, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 20.06.1995, Qupperneq 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ íslenskt grænmeti er safríkt, bragð- mikið, hreint og hollt. Hreinleikarannsóknir hafa sýnt ítt HllEINT »(i IIOLLT ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Læknadóp? UNDIRRITUÐ dirfist að mótmæla neikvæðum skrifum, og hvað þá öllum þessum ráðstefnum um læknadópið. Hvað er læknadóp? Er það valíum, díasepam, eða nýja tísku- geðlyfíð, sem háttvirtur landlæknir er óður yfir hvað læknar skrifa mikið út. Hallærislegast af þessu öllu saman er að þetta skuli vera kallað læknadóp og mætti halda að allir læknar væru í dópinu. Eg, auma konan, tek inn nýja tískulyfíð, þetta ba- neitraða læknadóp. En viti menn, líklega væri ég inni við Sundin blá ef ég hefði ekki etið tískulæknadópið. Ég þekki yndislegt fólk sem hefur þjáðst af þung- lyndi og kvíða í fieiri ár. Hvað er það sem hefur hjálpað öllum þessum manneskjum? Jú það er hryllilega læknadópið. Ég velti mér í rúminu og hugsa og hugsa, get ekki sofíð. Ég fer niður í bæ og mikið er það sorglegt að horfa á unga sem aldna, háa sem smáa og jafnvel æðstu menn þjóðarinnar veltast um dauðadrukkna, helgi eftir helgi, dag eftir dag. Kannski alla daga. Hvað með brennivínið og allar þessar búllur út um allan bæ? Engar ráð- stefnur. Er ekki til einhver „patent'Tausn á öllu þessu böli. Hvað segir landlæknir og hans menn? Er ekki hægt að útbúa einhvers konar skömmtunarseðla fyrir brennivínsfólkið og skammta? Eina sterka, kannski bjórkippu með, vikuskammtur á mann. Þetta er líklega ekki sniðug hugmynd hjá mér þar sem brennivínið er ekki bráð- drepandi, líka svo ofboðs- lega gott. Sumir mega taka þetta til sín. Ég er mjög svo þakklát kona fyrir tískulæknadóp- ið, og ég tala nú ekki um að vera ekki í brennivíni. Aagot Emilsdóttir, Faxatúni 16, Garðabæ. Tapað/fundið íþróttadót fannst í Grafarvogi FUNDIST hefur í Grafar- vogi strigaskór, bolur, hanskar og ennisband. Uppl. í síma 587-6412. íþróttataska tapaðist RAUÐ OG hvít íþrótta- taska með auglýsingu frá Prince utan á tapaðist fyr- ir utan Rauða ljónið að- faranótt laugardagsins 10. júní. Taskan var full af fatnaði. Ef einhver hefur orðið var við töskuna vin- samlegast hafíð samband í síma 564-2047. Fundar- laun. Hálsmen fannst HÁLSMEN fannst í far- angri á leið frá Portúgal sl. fímmtudag. Menið er úr silfri og áletrað. Uppl. í síma 557-3886 hjá Maríu. Kettlingar gefins TVEIR tíu vikna fallegir kettlingar óska eftir góðu heimili. Uppl. í síma 554-4497. Með morgunkaffinu Pennavinir íiuoniwii getur ekki um aldur en er félagi í íslandsvinafélaginu í Riga: Tamara Puga, Virsu Street 13-3, Riga 226080, Latvia. stúlka með margvísleg áhugamál: Motoko Ichiyanagi, A-104 13-19-3, Yachiyodai-kita, Yachiyo-shi Chiba-ken, 276 Japan. LEIÐRÉTT Villa í bridsslóð Rangt nafn Áster . . . að annast róðurinn saman. TM Reg. U.S. Pat. Off. — all rightt resorved (c) 1905 Los Angolas Times Syndicate JÚ, auðvitað hef ég haldið megrunarkúr- inn út. Af hverju spyrðu? í bridsþætti á laugardag var villa í intemetslóð þar sem hægt er að fínna fréttir af Evrópumótinu í brids. Rétt er slóðin: http://www.telepac.pt. í frétt sem birtist á laugar- dag um fimmtíu ára afmæli fermingarhóps á Akureyri var Matthías Kristjánsson rangfeðraður. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. COSPER að engin aukaefni finnast í íslensku grænmeti. Það er ómissandi í salöt, sem álegg, í pottrétti eða sem ferskur biti á milli máltíða. Njóttu hreinleikans og hollustunnar í íslensku grænmeti. Víkveiji skrifar... AÐ ER mikill verðmunur á hrífum í verzlunum á höfuð- borgarsvæðinu. Víkverji kom fyrir skömmu í verzlun, sem selur garð- yrkjuvörur og hugðist kaupa þar hrífu. Þar voru raunar ekki þá stundina til gamaldags hrífur, held- ur hrífur með hjólum eða hrífur, þar sem hrífuhausinn var ýmist úr plasti að því er virtist eða úr ein- hvers konar málmefni. Lausleg at- hugun benti til þess, að verð á þess- um hrífum væri á bilinu u.þ.b. 1.200-1.900 krónur eða rúmlega það. í Byko í Kópavogi var hins veg- ar til hrífa af þeirri góðu gömlu gerð, sem Víkveiji þekkir úr sinni sveit og alveg óþarfi að hafa hrífur með öðrum hætti. Þessar góðu gömlu hrífur kosta í Byko 505 krónur og er þeim, sem þurfa á hrífum að halda, bent á að óþarfi er að borga allt að 1.400 krónur meira fyrir hrífu. IHAGKAUP í Kringlunni rakst Víkverji á vel út lítandi pakka af lambsbógi sem, samkvæmt því sem á pakkanum stóð, var „gott á grillið". Framleiðandi kjötiðnaðar- stöð KEA. Það var sérstaklega tek- ið fram á pakkanum, að lambsbóg- urinn væri í sneiðum. Víkverji féll fyrir þessum vel út lítandi pakka en gerir það ekki aft- ur. í stuttu máli sagt er varla hægt að segja, að í þessum pakka hafi verið mannamatur. Ætli kjötiðnað- arstöðvar telji að það sé hægt að selja fólki hvaða rusl sem er að sumarlagi „á grillið“? Það er framkoma af þessu tagi við neytendur, sem gerir þá fulla af tortryggni í garð þeirra, sem sjá um vinnslu og dreifingu á innlendri kjötframleiðslu. XXX FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIN auglýsa enn bílalán af kappi án þess að geta þess í auglýsingum hvað þau kosta. Morgunblaðið hefur áður tekið saman yfirlit yfir kostnað við þessi lán og'mun einnig gera það nú. En er það óeðlileg krafa til þessara fyrirtækja, að þau geti um kostnað við lánin í auglýsingum sínum? Því er haldið fram, að bílakaupa- aldan sem nú gengur yfir byggist fyrst og fremst á þessum lánum. Ætli þjóðin hafi ekkert lært? Við erum að sigla upp úr kreppunni. Efnahagsbatinn sést í reikningum stærri fýrirtækja en tæpast enn sem komið er í buddu hins almenna laun- þega. Fjármálafyrirtækin eru yfir- leitt í eigu banka og sparisjóða. Er það til of mikils mælzt, að bankarn- ir sýni ábyrgð og gefí dótturfyrir- tækjum sínum fyrirmæli um að upplýsa um kostnaðinn í auglýsing- um? Svo og um kostnað við kaskó- trygginguna, sem krafa er gerð um. Hvað kostar milljón krónu bíll þeg- ar lánið er að fullu greitt?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.