Morgunblaðið - 11.07.1995, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.07.1995, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 11 Útivistarsvæði hafnfirskra skáta Nýplantaður trjágróður skemmdur í Krýsuvík TRJÁPLÖNTUR, sem plantað var á útivistarsvæði í Krýsuvík fyrsta sunnudag í júlí, fengu ekki að vera lengi í friði en um helg- ina voru þær traðkaðar niður og sumar rifnar upp með rótum. Sautján danskir skátar, sem hér voru á ferð vegna Víkingahátíð- arinnar, gróðursettu plönturnar í sjálfboðavinnu í fimm beð og var eitt þeirra sérstaklega illa leikið. Útivistarsvæðið er í umsjá skátafélagsins Hraunbúa frá Hafnarfirði. Þegar félagsforingi skátafélagsins, Pétur Már Sig- urðsson, fór til Krýsuvík ur síð- degis á sunnudag var búið að stórskemma beðin. „Það virtist hafa verði gengið á þeim og í gengnum þau og plönturnar hreinlega stignar niður. Sumum plöntum var búið að sparka upp,“ segir Pétur. Þetta er ekki í fyrsta skipti, síðan skátafélagið tók landið í sína umsjá árið 1965, að gróður er skemmdur þar viljandi. „Eftir að við girtum það af á ári trés- ins, 1980, var hrossum og sauðfé hleypt inn fyrir og drápu þau hverja einustu plöntu sem við höfðum gróðursett,“ segir Pétur. í vor var síðan hafist handa við gróðursetningu að nýju og reið forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, á vaðið er hún gróðursetti tijáplöntur á árlegu vormóti Hraunbúa sem haldið var á svæðinu um hvítasunnuhelgina. Uppgræðsluátak eyðilagt Að sögn Péturs voru trén, sem traðkað var á um helgina, keypt fyrir ágóðann af vormótinu og því hafi uppgræðsluátak barn- anna sem tóku þátt í mótinu í raun verið eyðilagt. Það sé sárt því þetta skemmi út frá sér og fólki finnist tilgangslítið að reyna að rækta upp ef gróðurinn sé jafnóðum eyðilagður. Pétur segir að þegar umsjónar- maður Reykjanesfólkvangs var á ferðinni í Krýsuvík á föstudag hafi allt verið í stakasta lagi. Hann biður þá sem kunna að hafa orðið varir við óeðlilegar HREGGSTAÐARVÍÐIR sem ekki fékk að dafna í friði. Vinnu- flokkur unglinga frá Hafnarfirði fer í vikunni í Krýsuvík til að lagfæra skemmdirnar. DÖNSKU skátarnir snæða að lokinni gróðursetningu. Þeir héldu síðan á Víkingahátíðina. mannaferðir í Krýsuvík næstu tvo sólarhringa á eftir að hafa sam- band við lögreglu í Hafnarfírði. Útivistarsvæði Hraunbúa er um 20 hektara land undir rótum Bæjarfells, í landi Hafnarfjarðar. Krýsuvík urkirkja er innan þess sem og skátaskáli byggður inn í gamlar húsatóftir og er hann notaður allan ársins hring. í vor byggðu skátarnir hús fyrir al- menningssalerni á svæðinu. Að sögn Péturs er þetta eina almenn- ingssalernið í Hafnarfirði sem og það eina sem er á Krýsuvíkur- svæðinu en um 100 þúsund manns fara þar um á ári hveiju. Einnig er fyrirhugað að gera hindrunarbraut fyrir börn á aldr- inum þriggja til tólf ára í kringum svæðið. Forstöðumaður fjármálasviðs VR á þingi LÍY Samið verði um kjör til 15-25 ára Sluppu með skrámur eft- ir útafakstur FÓLKSBÍL var ekið út af þjóðveg- inum skammt innan við Grundar- fjörð um klukkan hálfsex á laugar- dagsmorgun með þeim afleiðingum að hann valt. Femt var í bílnum, tvær sextán ára stúlkur og tveir piltar, litlu eldri, og voru stúlkurn- ar fluttar á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu. Ekkert þeirra slasaðist þó alvarlega. Bíllinn var á vesturleið og lenti út af veginum við Kverná. Stúlk- urnar hentust út úr bílnum en þær voru ekki í bílbeltum. Þær voru fluttar með sjúkrabíl til Akraness og áfram með þyrlu til Reykjavík- ur. í ljós kom að þær voru mikið marðar og skrámaðar en meiðslin reyndust ekki eins alvarleg og í fyrstu var óttast. Ökumaðurinn, sem er um tví- tugt, var fluttur á sjúkrahús í Stykkishólmi með minniháttar meiðsli. Bíllinn er gjörónýtur. Gmnur leikur á að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis. SÚ spurning var borin fram á þingi Landssambands íslenskra verslun- armanna hvort ekki væri rétt að gera kjarasamninga til 15 til 25 ára í Ijósi reynslu af kjarasamningum úndanfarinna ára. Það var Gunnar Páll Pálsson, for- stöðumaður fjármálasviðs VR, sem velti upp þessari spurningu á þing- inu. Erindi hans er birt í nýútkomu blaði VR. Gunnar sagði m.a. að ef litið væri á kaupmáttarþróun undan- farinna 15 ára, frá 1980 til ársloka 1994, kæmi í ljós að kaupmáttur starfsstétta ASÍ í úrtaki Kjararann- sóknarnefndar hefði lækkað að með- altali. Á sama tíma hefðu laun hækkað um tvö þúsund prósent, ísland verið í fremstu röð hvað varðar fjölda tap- aðra vinnustunda vegna verkfalla og atvinnuleysi hefði einnig orðið veru- legt. í spá Þjóðhagsstofnunar kæmi fram að bati í efnahagslífi fram að aldamótum hrykki ekki til að draga úr atvinnuleysi heldur myndi það standa í stað. Gunnar Páll sagði að horft hefði verið framhjá þeirri staðreynd í kjarasamningum að aukinn kaup- máttur myndaðist ekki við samninga- borðið ef ekki væri til innisjæða fyr- ir kaupmáttaraukningu í þjóðar- búinu. Þá virtist liggja ljóst fyrir að ábati fyrri hluta tímabilsins hefði ávallt allur verið tekinn út, en ekki geymdur tii mögru áranna. Stígandi kaupmáttur Bar Gunnar Páll fram þá spumingu hvort verkalýðshreyfingin ætti að marka kröfu um aukningu kaupmátt- ar til langs tíma og óska eftir gerð kjarasamnings til ársins 2010 eða 2020 með endurskoðunarákvæðu. Þar væri miðað við að stígandi yrði í kaup- mætti og gert ráð fyrir einni til þrem- ur kreppum á tímabilinu. Rúm 200 eintök seld af Hátíð í hálfa öld SELST hafa milli tvö og þtjú- hundruð eintök af bókinni Hátíð í hálfa öld sem Reykjavíkurborg gaf út vegna lýðveldisafmælisins 1994. Gísli Árni Eggertsson æsku- lýðs- og tómstundafulltrúi hjá Iþrótta- og tómstundaráði segir ennfremur að Reykjavíkurborg hafi fengið eitt þúsund eintök til gjafa og hafi tæplega þijú’nundruð eintök þegar verið látin af hendi til ráðamanna og vegna kynningar bókarinnar. Kom út í jólaösinni Útgáfa bókarinnar kostaði tæp- ar tíu milljónir króna og segir Gísli kostnað vegna ljósmynda hafa verið miklu meiri en ráð hafi verið fyrir gert. Uppgjör vegna seldra eintaka stendur yfir en búið er að bókfæra rúmar 62.000 krónur í sölutekjur fyrir þetta ár sem stendur að Gísla sögn. Segir hann ennfremur að inni í heildarkostn- aði sé virðisaukaskattur sem sé endurkræfur. Gísli segir að bókin hafi verið kynnt með hefðbundnum hætti en ekki hafi borið jafn mikið á henni og skyldi þar sem fimm dagar hafi verið til jóla þegar prentun lauk. Eins og fram hefur komið fór fjárhagsáætlun lýðveldishátíðar- nefndar tæpum 20 milljónum fram úr áætlun og skiptist kostnaður vegna hátíðahaldanna sem hér segir: Laun vegna hreinsunar, fána og ’götulokunar 2 milljónir, laun og launatengd gjöld starfs- manna borgarinnar vegna undir- búnings, skipulagningar og vinnu hátíðisdagana 8,1 milljón, auglýs- ingar, kynning og prentun 4 millj- ónir, skemmtikraftar 10 milljónir, íþróttaviðburðir 4,5 milljónir, mat- ur og kaffí starfsmanna 800 þús- und, bifreiðakostnaður, vélaleiga og hljóðkerfi 6,3 milljónir, sýning- ar 2 milljónir, efniskostnaður vegna leiksviða, sýningarpalla og þess háttar 3,3 milljónir, morgun- athafnir 1 milljón, uppgjör vegna aðkeyptrar vinnu á fyrra ári 2 milljónir og útgáfa bókar 9.959.606 krónur. Fótbrotnaði á Fimmvörðuhálsi Dani á sjötugsaldri lá og beið eftir hjálp DANI á sjötugsaldri, sem fór einn síns liðs fótgangandi frá Skógum yfir í Bása í Þórsmörk, fótbrotnaði á Morinsheiði aðfaranótt sunnu- dags. Maðurinn reyndi að láta vita af sér með því að senda upp blys um nóttina en ekki náðist að staðsetja þau rétt. Talið var að þau kæmu frá fólki í Þórsmörk sem hafði kveikt varðeld og skotið upp flug- eldum, sér til skemmtunar. Að sögn lögreglu var athugað með blysin en menn áttuðu sig ekki á því að þau gætu komið ofan af Morins- heiði. Gönguhópur frá Útivist í Básum gekk fram á manninn á sunnudag. Hann hafði breitt tjald yfir sig og þannig náð að halda á sér hita og amaði ekkert að honum annað en að hann gat ekki gengið. Lögreglan á Hvolsvelli fékk tilkynningu um manninn um tvöleytið og um hálf- þijúleytið héldu félagar úr björgun- arsveitinni Dagrenningu af stað. Þeir báru manninn niður í Bása og fluttu hann síðan á bíl á heilsu- gæslustöðina á Hvolsvelli. Þangað var komið á áttunda tímanum í fyrrakvöld. Gert var að meiðslum mannsins og fékk hann síðan að fara. B arcelona í júlí og ágúst frá 29.900 Heimsferðir fljúga í beinu leiguflugi til Barcelona í júlí og ágúst. Kynnstu þessari heillandi borg sem er minnisvarði um marga frægustu listamenn Spánar, með ótrúlega fjölbreyttu mannlífi innanum listasöfn, kirkjur, veitingahús og skemmtistaði og hefur myndast hér andrúmsloft sern er einstakt í Evrópu. Barcelona er um leið ein af háborgum tískunnar og ein framsæknasta borg í Evrópu í dag. Verð 29.900 Verð 43.800 Skattar og forfallagjald Vika á Hótel Cortes kr. 3.660. " m.v. 2 í herbergi. Verð með sköttum, Verð með sköttum, kr. 33.560. kr. 47.460. Innifalið í verði: Vika í Barcelona, flug og gisti; sbttar og forfallagjald. Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562-4600.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.