Morgunblaðið - 11.07.1995, Page 19

Morgunblaðið - 11.07.1995, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 19 ERLENT Reuter 39 farast í rútuslysum Barist á Sri Lanka Reynaað umkringja Jaffna Colombo. Reuter. STJÓRNARHERINN á Sri Lanka hóf stórsókn gegn Tamíl-tígrunum svonefndu, uppreisnarmönnum úr röðum Tamíla á norð-austurhluta eyríkisins, á sunnudag. Var barist hart í gær við borgina Sandilipay, skæruliðabækistöð sem stjórnarhermenn náðu þegar á sunnudag. Herir stjórnvalda beita tangarsókn og sækja fram í tveim fylkingum inn á Jaffnaskaga þar sem Tígramir hafa ráðið lögum og lofum um árabil. Stjórnarhermenn hafa til umráða fallbyssur og skriðdreka auk þess sem flugher og floti taka þátt í að- gerðunum en á Jaffnasvæðinu er mikið af lónum. Fylkingarnar sækja fram frá bækistöð nyrst á eynni, Palaly-flugstöðinni, til suðurs og bendir allt til þess að markmiðið sé að umkringja Jaffna-borg, aðalvígi skæruliða. TUTTUGU og tveir létust og 32 slösuðust þegar spænskur fólksflutningabíll valt á hrað- braut í suðurhluta Frakklands um miðnætti á sunnudag. Björgunarmenn bera hér einn hinna slösuðu. Farþegar x bíln- um, sem sést í bakgrunni, voru alls 57, flestir spænsk, frönsk og hollensk ungmenni, á leið frá Amsterdam til Barcelona. Bíl- stjórinn, sem er spænskur, var yfirheyrður af lögreglu, en fregnir herma að hann hafi sofnað við stýríð. Slysið átti sér stað norður af borginni Avign- on. Að sögn lögreglu rakst bíll- inn á vegrið þegar hann var að fara fram úr vörubíl og valt um 70 metra leið. Nokkur hundruð slökkviliðs- menn og tugir lækna voru með- al björgunarmanna sem komu á staðinn, þar sem beita þurfti klippum til þess að ná fólki út úr bílnum. Fjórir fórust og 25 slösuðust er slóvakískur fólksflutninga- bíll lenti í árekstri við franskan vörubíl í héraðinu Meuse í norð- urhluta Frakklands í gær. Þrjár konur fórust þegar rúta féll um 10 metra fram af hraðbraut skammt frá Barcel- ona í gær. Tuttugu og tveir slös- uðust. Bílstjóri rútunnar missti stjórn á henni þegar hjólbarði sprakk á bíl sem hann var að fara framúr. Neil Kinnock, samgöngu- málafulltrúi Evrópusamband- ins, sagði í gær að reglugerð um sætisbelti og styrk farþega- sæta í fólksflutningabílum skráðum í Evrópusamband- slöndunum tæki væntanlega gildi í október á næsta ári. Reglugerðin ætti að tryggja að viðeigandi sætisbelti væru í rút- um og fest sem skyldi, ennfrem- ur væru ákvæði um hversu sterk sjálf sætin skyldu vera. Húshrunið í Suður-Kóreu Fannst á lífi eftir níu sólarhringa Seoul. Reuter. Loftárás á kirkju Útvarpsstöð Tígranna sagði að herflugvélar stjórnarinnar í Colombo hefðu á sunnudag varpað sprengjum á kirkju kaþólskra í Nav- ali, skammt norðan við Jaffna-borg. 65 hefðu farist og rúmlega 100 særst. í kirkjunni hefðu aðallega verið heimilislausar fjölskyldur. Alls hefðu um 150 óbreyttir borgarar fallið í sókn stjórnarhersins og 300.000 orðið að flýja heimili sín. Prestur safnaðarins í Jaffna, faðir Emanuel, hefði fordæmt árásina á kirkjuna sem hefði fylgt í kjölfar viðvarana stjórnvalda er beðið hefðu fólk um að halda sig heima eða leita skjóls í opinberum byggingum. TUTTUGU og eins árs gömlum námsmanni var á sunnudag bjargað úr rústum verslunarhúss í Seoul í Suður-Kóreu, eftir að hafa legið í níu og hálfan sólarhring grafinn í rústum byggingarinnar. Björgunar- menn voru löngu búnir að gefa upp alla von um að finna fleiri á lífi og þeim brá því í brún þegar þeir urðu hans varir er verið var að grafa upp lík úr rústunum. Maðurinn, Choi Myong-Sok, var í kjallara verslunarinnar er bygg- ingin hrundi en þar var hann í híuta- Andófsmaður handtekinn í Kína Fær að hitta bandarískan ræðismann Peking. The Daily Telegraph. AÐALRÆÐISMAÐUR Bandaríkj- anna í Kína, Arturo Macias, hitti í gær andófsmanninn Harry Wu, sem kínversk stjórnvöld hafa haft í haldi síðan 19. júní. Á laugardag var til- kynnt að Wu yrði ákærður í Kína fyrir njósnir. Fulltrúi bandaríska sendiráðsins í Kína greindi frá því í gær að Macias hefði hitt Wu í gær, en ekki fengust frekari fregir af fundinum. Wu flúði frá Kína til Bandaríkj- anna fyrir 10 árum og er bandarísk- ur ríkisborgari. Hann var 19 ár í kínverskum fangabúðum vegna and- ófs og eftir að hann var látinn laus 1985 hefur hann einbeitt sér að skrif- um um kínversk fangelsi og meint mannréttindabrot innan veggja þeirra. Svartur listi Samkvæmt leynilegum, „svörtum endurkomulista" sem lögregla í Kína hafði og mannréttindasamtök gerðu uppvíst um fyrr á þessu ári var Wu einn af 49 „meðlimum andófssam- taka erlendis", sem innflytjendaeftir- litsmenn áttu að hafa sérstakar gæt- ur á og meðhöndla með ákveðnum hætti. Þá sem töldust „persónur í flokki eitt“ samkvæmt listanum átti að handtaka um leið og þeir komu til Kína. „Persónum í flokki tvö“ átti að neita um landvist og snúa aftur til þess lands sem þær komu frá. „Persónum í flokki þrjú“ átti að bregðast við eftir því sem aðstæður kröfðust hveiju sinni. Wu var í þeim flokki. Hann kom til Kína frá Kazak- hstan 19. júní og var handtekinn vegna gruns um að vegabréf hans væri ekki sem skyldi, og héfur verið haldið í einangrun síðan. Ferðafélaga hans var vísað úr landi. Ekki var látið uppi hvar Wu var í haldi og hann fékk ekki að tala við banda- ríska embættismenn, og er þetta brot á samkomulagi milli landanna. Stirð samskipti Kína og Bandaríkjanna Samkvæmt tilkynningum frá kín- verskum stjórnvöldum verður réttað í máli Wus í borginni Wuhan, í Hu- bei-héraði, og á hann yfir höfði sér líflátsdóm, eða að minnsta kosti langa fangelsisvist. Enn er of snemmt að segja til um hver dómurinn mun verða, en ekki leikur vafi á að stjómvöld í Peking vilja færa sér mál hans í nyt. Bæði er, að yfirvöld vilja refsa Wu, sem fyrrum ríkisborgara Kína, fyrir að hafa sagt umheiminum frá því sem átti sér stað í kínverska „gúlaginu“, en allar upplýsingar um það teljast ríkisleyndarmál. En ekki er síður mikilvægt fyrir kínversk stjórnvöld að Wu er banda- rískur ríkisborgari og kemur sér vel fyrir þau að hafa hann í haldi nú þegar samskipti Bandaríkjanna og Kína em stirð vegna heimsóknar forseta Tævans, Lee Teng-hui, til Bandaríkjanna. Þegar Bill Clinton, Bandaríkjafor- seti, hreyfði engum andmælum við einkaheimsókn Tævansforseta til Bandaríkjanna í síðasta mánuði brugðust Kínveijar við með því að binda enda á fundahöld fulltrúa ríkj- anna og kölluðu sendiherra sinn í Washington heim. Síðan hófst í opin- berum málgögnum kínverskra yfír- valda mikil herferð gegn Bandaríkj- unum. Kínversk yfírvöld hefðu því varla getað haft hendur í hári Wus á heppi- legri tíma. Forseti Kína, Jiang Zem- in, varaði við því fyrir nokkrum dög- um, að Bandaríkjamenn „hlytu að gjaída þess“ að hafa veitt Tævansfor- seta leyfi til þess að koma til Banda- ríkjanna. * Reuter CHOI Myong-Sok myndar sigurtákn með fingrunum á bráðamóttöku spít- alans sem hann var fluttur á. starfi sem sölumaður í skódeild barna. Tvær konur sem voru í kjall- aranum lifðu einnig hrunið af en þær drukknuðu er slökkviliðsmenn- sprautuðu vatni á elda sem kviknuðu í rústunum. Choi var illa haldinn af vökvatapi og hafði lést um tæp sex kíló er hann fannst. Hann var þó nægilega hraustur til að treysta sér til að ræða við blaðamenn og sagðist hafa reynt að sofa sem mest til að láta tímann líða. Erfiðasta augnablikið sagði hann hafa verið er önnur kvenn- anna tveggja greindi hon- um frá því að hún væri að deyja. „Ég vildi ræða við einhvern. Það var enginn til að tala við,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.