Morgunblaðið - 11.07.1995, Síða 34

Morgunblaðið - 11.07.1995, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BENEDIKT STEINGRÍMSSON + Benedikt Krist- ján Steingríms- son fæddist á Sauðárkróki 14. júlí 1926. Hann lést í Reykjavík 1. júlí og fór útför hans fram frá Árbæjarkirkju 7. júlí. Áfram skriður æviknör, engu skal þó kvíða. Handan hafs í vonarvör vinir okkar bíða. Þetta vísukom kom mér í hug þegar mér barst andlátsfregn vinar míns Benedikts Steingrímssonar. Benni, eins og hann var jafnan kallaður fæddist á Sauðárkróki en fluttist komungur til Vestmannaeyja með foreldrum sínum, Hallfríði Ingibjörgu Kristjánsdóttur og Steingrími Bene- diktsyni, skólastjóra í Vestmannaeyj- um. Þau eignuðust sjö böm, sex drengi og eina stúlku sem þau misstu korn- unga. Benni, sem var þeirra elstur ólst upp í Eyjum og lauk þar barna- og gagnfræða- námi. í Eyjum dvaldist Benni við ýmis störf til ársins 1946 en fluttist þá til Reykjavíkur og hóf þar störf hjá Raf- magnseftirliti ríkisins. Þar starfaði hann sam- viskusamlega allt til ársins 1993, eða hátt í hálfa öld. Benni var nokkuð hár maður og vel vax- inn, svipurinn hreinn og drengilegur. Hann var hógvær í framgöngu og gjaman gmnnt á fölskvalausu bros- inu, þegar á hann var yrt. Benni var vel gefinn maður. Hann hafði gott vald á móðurmálinu, og var því gott að leita til hans þegar efa bar að í þeim efnum. Hann var unnandi góðra bóka og fagurra lista. Tónlistin var honum dijúg dægradvöl og hann lék prýðisvel á píanó og gítar. Hann stillti strengi sína reglubundið mörg undanfarin ár við samspil þriggja góðvina sinna. Það var notalegt að kóma í litla sumarbústaðinn til þeirra hjóna við Hafravatn. Þar litu þau vonglöð til komandi ára, þegar annríki dagsins hamlaði ekki lengur að njóta þar næðis og unaðar útiverunnar við vatnið. Á þeirra framtíðarvonir brá skyndilega skugga þegar Benni veiktist alvarlega síðla árs 1993 og varð að ganga undir mjög erfiðar aðgerðir í ársbyijun 1994. Nokkmm bata náði Benni þó furðu fljótt eftir aðgerðimar og hefur þar vafalaust hjálpað til hans heilbrigða líferni og heilsurækt. Vonir fóru því að glæðast á ný. Því miður reyndist þetta þó aðeins svikahlé. Um síðastliðin ára- mót varð ljóst að ekki yrði við vágest- inn ráðið. Þó Benna væri orðið ljóst hvert stefndi þá reyndi hann að hamla á móti meðan getan leyfði. Þegar ég talaði síðast við hann, fyrir til þess að gera stuttu síðan, og innti hann eftir líðan svaraði hann stillilega og eins og hló við: „Maður reynir að standa meðan stætt er“. Og það gerði Benni. Við Benni störfuðum saman um langt árabil. Sú samvera var ánægju- leg og með öllu hnökralaus, enda var hann með afbrigðum dagfarsprúður maður og hallaði aldrei á aðra, hvorki í orði né verki. Benni var þeirrar gerðar að hann ávann sér vináttu hvar sem hann fór. Fyrir okkar löngu og góðu kynni kveð ég þennan mæta dreng með þökk og virðingu. Villa mín. Við hjónin vottum þér, bömum þínum og öðmm aðstand- endum dýpstu samúð okkar. F. Hraundal. + Hildiþór Lofts- son, fæddist i Gröf í Miðdal í Dala- sýslu, 17. ágúst 1905. Hann lést á Selfossi 3. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Loftur Magnússon og Jó- hanna Guðný Guðnadóttir. Þau eignuðust þrettán börn og tólf þeirra komust upp. Tvö af þeim eru á lífi í dag. Þau eru Málfríður og Hörður. Hildiþór kvæntist Aðalheiði Guðnadóttur og eign- uðust þau tvær dætur, Fjólu, f. 23. ágúst 1932, maður hennar er Sigurður Sighvatsson og eiga þau fjögur börn, og Onnu, f. 20. janúar 1934. Hildiþór og Aðal- heiður slitu sambúð. Útför hans fer fram frá Selfoss- kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. AFI er dáinn. Ekki hefði ég trúað því að þetta tómarúm myndaðist innra með mér þegar afi dó. Við afí gerðum svo margt saman í gegnum súrt og sætt. Afi var dugnaðarfork- ur. Fyrstu minningar um afa vom þegar hann kom á Engjaveginn á gamlárskvöld, sprengdi kínveija við misjafnar undirtektir, en alltaf fann hann bandamann í mér. Afi rak söluskála undir Ingólfs- fjalli í mörg ár. Oft fómm við bræð- umir þangað hjólandi, eða á puttan- um, til þess að hjálpa honum, t.d. við að hreinsa planið o.fl. Afí hafði mikla veiðibakteríu. Margar voru veiðiferðimar sem við fómm í saman. Minnis- stæðastar era þó ferð- irnar sem við fórum vestur í Dali. í þeim ferðum sagði afi mér margar sögur, meðal annars þegar hann missti föður sinn sjö ára gamall og fjölskyldan sundraðist. Þá gerði maður sér grein fyrir því að lífið hans afa hafði ekki alltaf verið dans á rósum. Alltaf talaði afi vel um Dala- menn. Þegar afi fór að eld- ast, fómm við margar verslunarferðir til útlanda. Afi var kaupmaður af lífi og sál í áratugi. Þeir era ekki margir kaupmennirnir sem fara einir í verslunarferðir til útlanda 87 ára að aldri, og með tak- markaða málakunnáttu. Mörg skondin atvik komu fýrir í þessum ferðum, sem ég mun geyma í minn- ingunni. Þegar við Agga fómm að byggja húsið okkar í Reyrhaganum, fylgdist afi vel með og ekki lét hann sig muna um það að múra bílskúrinn að innan, þá hátt á áttræðisaldri. Þegar við eignuðumst dætur okkar var afi tíðari gestur hjá okkur en áður og upp frá því var hann alltaf hjá okkur á aðfangadagskvöldum, ánægður eftir erfiða jólaverslun. Það fyrsta sem dætur okkar spurðu um, þegar þær fréttu að lang- afi þeirra væri dáinn var: Verðum við þá ein um jólin? Já, svona er lífið. Afi, við viljum þakka þér fyrir all- ar stundimar sem við áttum saman. Guð blessi þig. Hjalti, Ragnheiður, Þórhildur og Gunnhildur. HILDIÞOR LOFTSSON ATVIN N M3AUGL YSINGAR Apple-umboðið hf. óskar eftir að ráða sölumann Leitað er að dugmiklum sölumanni sem hef- ur áhuga á tölvubúnaði og hugbúnaði tengd- um Apple- og Macintosh-tölvum. Starfssvið sölumanns felst í beinni sölu til viðskiptamanna, mati á markaðsmöguleik- um og vinnu með samstarfsmönnum að því að sölu- og þjónustumarkmið fyrirtækisins náist. Viðkomandi þarf að vera þægilegur í sam- skiptum, hafa frumkvæði í sölumálum, ná- kvæmur í vinnubrögðum og tilbúinn að leggja sig allan fram. Viðkomandi þarf að hafa stúdentspróf eða hliðstæða menntun og æskilegt er að hafa einhverja reynslu í sölu- og markaðsstörfum. í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar upplýsingar sem trún- aðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur, er að ofan greinir, er boðið að senda inn um- sókn til KPMG Sinnu hf. fyrir 15. júlí 1995. □□DQsinna hf. REKSTRAR- OG STJÓRNUNARRÁÐGJÖF Bæjarhrauni 12, Sími 565-3335 220 Hafnarfjörður Myndriti 565-1212 KPMG Sinna hf. veitir ráðgjöf á ýmsum sviðum stjórnunar- og starfs- mannamála og einnig sérhaefða ráðningarþjónustu. KPMG Sinna hf. er i samstarfi við KPMG Management Consulting. Bakarf Aðstoðarmaður óskast Bakarinn á horninu óskar eftir aðstoðar- manni í bakarí. Vaktavinna. Upplýsingar gefur Magnús í síma 557 1222. Brekkubæjarskóli, Akranesi Gangavörður Laus er til umsóknar staða gangavarðar í Brekkubæjarskóla, Akranesi. Um er að ræða 50% starf. Umsóknarfrestur er til 24. júlí nk. og skal umsóknum skilað á bæjarskrifstofurnar, Still- holti 16-18, 3. hæð, á eyðublöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar veitir bæjarritari í síma 431 1211. Bæjarritarinn á Akranesi. Tónlistarskóli Vopnafjarðar Tónlistarskóli Vopnafjarðar auglýsir eftir skólastjóra og kennara við skólann. Ráðið er í störfin frá og með 1. ágúst 1995. A síðasta skólaári stunduðu um 40 nemend- ur nám við skólann. Hér er um að ræða skemmtileg og krefjandi störf fyrir metnaðar- fulla einstaklinga á stað, þar sem félagslíf er fjölbreytt og menningarlíf í blóma. Umsóknum skal skila til Vilmundar Gíslason- ar, sveitarstjóra, fyrir 15. júlí, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í síma 473 1122 eða 473 1210. Frá fræðslustjóra Reykjanesumdæmis Staða aðstoðarskólastjóra við Smáraskóla í Kópavogi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30. júlí nk. Allar upplýsingar gefur skólastjóri, Valgerður Sn. Jónsdóttir, í síma 554 6100. Fræðslustjórinn íReykjanesumdæmi. Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki Hjúkrunarforstjóri Staða hjúkrunarforstjóra við Sjúkrahús Skag- firðinga á Sauðárkróki er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst nk., en stað- an veitist frá 1. október nk. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendartil Birgis Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra sjúkrahússins. Nánari upplýsingar veita framkvæmdastjóri og hjúkrunarforstjóri í síma 455 4000.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.