Morgunblaðið - 18.07.1995, Side 2

Morgunblaðið - 18.07.1995, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Innkaupastofnun um 3. áfanga framkvæmda við Rimaskóla Morgunblaðið/Árni Sæberg STJÓRN Innkaupastofnunar hefur Iagt til að fram fari opið útboð vegna 3. áfanga framkvæmda við Rimaskóla. Tvær álmur hafa þegar verið byggðar en í þriðja áfanga verður reist tengi- bygging milli þeirra sem hýsa mun félags- og stjórnunaraðstöðu. Sjómaður sóttur með þyrlu VEIKUR sjómaður í áhöfn Sigurbjargar ÓFl frá Ólafsfirði var sóttur á þyrlu Landhelgis- gæslunnar, TF SIF, um miðjan dag í gær, þar sem skipið var að veiðum á svokölluðu Hampiðj- utorgi, 140 mílur vestur af land- inu. Sjómaðurinn er að sögn lækn- is ekki alvarlega veikur. Þrír tímar liðu frá því þyrlan lagði af stað þar til hún lenti við Borgarspítalann. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgis- gæslunni er það nálægt því lengsta sem hægt er að fjúga þyrlunni í einni lotu. Claes kem- ur ekki Opinberri heimsókn Willys Claes, aðalframkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, til íslands hefur verið aflýst. Heimsóknin var fyrir- huguð 19. og 20. þessa mánaðar og samkvæmt frétt frá utanrík- isráðuneytinu er ástæða afboðun- innar ástandið í Bosníu. Lagt til að fram fari opið útboð STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar samþykkti í gær einróma að leggja til við borgarráð að opið útboð fari fram vegna 3. áfanga framkvæmda við byggingu Rimaskóla. Alfreð Þorsteinsson, for- maður stjórnarinnar, sagði ekki hafa komið til greina að semja beint við verktaka, Istak hf., um verkið. Hann kveðst ekki eiga von á öðru en að borgarráð fari að tillögu Innkaupa- stofnunar. Ef flýta átti framkvæmdum átti að bjóða fyrr út „Við töldum að ekkert mælti með því að semja beint við verktaka í þessu tilviki," sagði Alfreð. „Hér er um tiltölulega stórt verkefni að ræða sem ýmsir aðilar geta boðið í ef þeir fá tækifæri til þess.“ Kostnaðar- áætlun vegna þess hluta 3. áfanga sem til greina kom að bjóða ekki út hljóðar upp á 70 milljónir króna. Alfreð sagði að hefðu menn viljað flýta verkinu hefði átt að bjóða umræddan áfanga út fyrr í sumar eða í vor. „Það er óþægilegt að láta stilla sér svona upp við vegg vegna tímapressu." Alfreð fullyrti að enginn ágrein- ingur væri um málið í borgarstjórn. Hann sagði að borgarráð og skóla- málaráð verði að taka ákvörðun um það hvenær útboð verði auglýst. Að hans mati væri líklegast að útboð fari ekki fram fyrr en eftir áramót og verkið verði unnið í fyrsta lagi næsta vor. Á borgarráðsfundi í síðustu viku var rætt um að bjóða ekki út þetta verk heldur semja beint við verk- taka. Það sjónarmið studdi Sigrún Magnúsdóttir oddviti borgarstjórn- arflokks R-listans, með því að fram- kvæmd við skólabygginguna gæti lokið fyrr en áætlað var því hægt yrði að hefja verkið strax í sumar. Einnig hefði tilboð ístaks hf. í 2. áfanga verksins verið hagstætt og því eftirsóknarvert að semja við fyr- irtækið um 3. áfanga á svipuðum kjörum. Ekki náðist í Sigrúnu Magn- úsdóttur í gærkvöldi. Hafnarfjarðarbær Nýtt ' tækniráð BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar sam- þykkti í síðustu viku að skipa fram- kvæmda- og tækniráð og hagræðing- ar- og spamaðarráð. Jafnframt voru fimm menn valdir í álviðræðunefnd. Kosið verður í ráðin tvö á fundi bæjarráðs 27. júlí nk. Að sögn Jó- hanns G. Bergþórssonar bæjarfull- trúa voru tillögur um framkvæmda- og tækniráð mótaðar í tíð fyrri meiri- hluta og hluti af endurskoðuðu stjórnskipulagi en hugmyndir um hagræðingar- og spamaðarráð fram komnar við myndun nýja meirihlut- ans. Rekstrar- og tækniráði er ætlað að taka á því sem lýtur að verklegum framkvæmdum, undirbúningi þeirra, tengingu skipulags við framkvæmdir o.fl. en hagræðingar- og spamaðar- ráð tekur á öðrum þáttum rekstrar. Að sögn Jóhanns munu þau væntan- lega vinna saman að gerð þriggja ára framkvæmdaáætlunar skv. sveit- arstjómarlögum. Verksvið beggja ráða er að reyna að takast á við vandamál í rekstri bæjarfélagsins og vera bæjarráði til ráðgjafar. Að sögn Jóhanns er gert ráð fyrir að hagræðingar- og sparn- aðarráð verði skipað bæjarfulltrúum en framkvæmda- og tækniráð skipað tæknimenntuðum mönnum. Neyðarsendar ekki sérlega öruggír 5-600 sendar fara í gang ár hvert MJÖG mikið er um að neyðarsendar fari í gang án þess að um neyð sé að ræða. Hjalti Sæmundsson, aðal- varðstjóri hjá stjómstöð Landhelg- isgæslunnar, segir að stjómstöðin fjalli um á milli fímm og sexhundr- uð slík tilvik á hveiju ári og aðeins um 1% þeirra upplýsist. Það sem af er þessu ári hefur Landhelgis- gæslan fengið og fjallað um um 350 skeyti. Hjalti segir neyðarmerkin yfír- leitt berast í gegnum gervihnetti sem gangi um jörðina á milli pól- anna. Þeir sendi tilkynningar til jarðstöðva sem aftur sendi þær til viðkomandi björgunarmiðstöðva. Landhelgisgæslan og flugstjórnar- miðstöðin hafí þessi mál til umfjöll- unar í sameiningu og fá þær til- kynningar frá nær öllu íslenska flugumsjónarsvæðinu. Neyðarsending frá loðnuskipi Neyðarmerki, sem Flugleiðavél á leið frá Keflavík til Stokkhólms nam snemma á laugardagsmorgun norðnorðaustur af Færeyjum, reyndist vera í björgunarbát um borð í norsku loðnuskipi. Sam- kvæmt upplýsingum sem stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk á laug- ardag mun þetta vera í þriðja sinn sem þessi sami sendir fer í gang af sjálfu sér. Dönsk eftirlitsflugvél, sem send var af stað frá Færeyjum, fann sendinn um tvöleytið á laugardag. Hann reyndist vera í nýjum björg- unarbáti um borð í norska loðnu- skipinu Strand senior, norðaustur af Færeyjum á svipuðum slóðum og flugvélar og gervihnettir höfðu miðað út. Eftirlitsskip fór að Strand senior til að skoða sendinn. Menn geri sér grein fyrir alvöru málsins Hjalti Sæmundsson segir nauð- synlegt að menn geri sér grein fyr- ir alvörunni sem fylgi neyðarsend- ingum. Hann segir alltaf brugðist við eins og um raunverulega neyð væri að ræða og allar ráðstafanir gerðar til að fínna hvaðan merkið berst, þar til annað kemur í ljós, en óneitanlega geti það sljóvgað viðbrögð björgunaraðila þegar langstærstur hluti neyðarmerkja er ástæðulaus fyrir utan að því fylgi gífurlegur kostnaður að senda leit- arflugvélár og leitarskip af stað. Morgunblaðiö/Bjöm Blöndal pjzz. $kjz:s í i : . n . m ■ NF- f Xjj TVÆR Fokker-50 vélar, í eigu SAS Commuter, dótturfyrir- tækis SAS, voru til skoðunar í viðhaldsstöð Flugleiða á Kefla- víkurflugvelli í gær. Stórskoð- un var að ljúka á annarri þeirra í gær og að hefjast á hinni og því hittist svo á að vélarnar voru í skýlinu á sama Stórskoðun fyrir SAS tima. Á síðasta ári sá viðhalds- deild Flugleiða um stórskoðun á þremur Fokker-50 flugvélum fyrir norskt flugfélag og ný- lega náði félagið samningi við S AS um stórskoðun á þremur Fokker-50 vélum. í samningn- um eru fyrirheit um skoðun á fleiri vélum, en flugfélagið á 22 Fokker-50 vélar. Verðmæti samningsins er 20-30 milljónir íslenskra króna. Útgerð togarans Más kærir framferði norskra sljórnvalda til EFTA Meint brot á frelsi til að kaupa og selja þjónustu SNÆFELLINGUR hf„ útgerðarfé- lag togarans Más SH frá Ólafsvík, hefur kært til Eftirlitsstofnunar EFTA þá ákvörðun norskra stjórn- valda að meina togaranum að leggj- ast að bryggju við Honningsvág í Norður-Noregi í síðustu viku. Togarinn kom til Noregs úr Smugunni til að fá net skorið úr skrúfu. Voru forsendur Norðmanna þær að skipið hefði veitt úr stofni sem ágreiningur væri um nýtingu á og vísuðu norsk stjórnvöld til reglugerðar sem sett var árið 1968 og breytt í fyrra. Réttur til þjónustu I kærunni segir að kærandi telji að aðgerðir norskra yfírvalda brjóti í bága við III. kafla samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sér- staklega 36. grein samningsins. Sú grein fjallar um rétt ríkisborgara einhvers aðildarríkisins um að veita þjónustu á yfírráðasvæði einhvers samningsaðila og segir orðrétt: „Innan ramma ákvæða samnings þessa skulu engin höft vera á frelsi ríkisborgara aðildarríkja EB- og EFTA-ríkja til að veita þjónustu á yfírráðasvæði samningsaðila, enda þótt þau hafi staðfest þau í öðru aðildarríki en sá sem þjónustan er ætluð.“ Segir Hjörtur B. Sverrisson, lögfræðingur útgerðarinnar, að greinin hafi yfírleitt verið túlkuð sem réttur til að kaupa og selja þjónustu. þ.e. í frelsinu til að bjóða þjónustu felist frelsi til að leita þjón- ustu hvar sem er á Evrópska efna- hagssvæðinu. Telur útgerðarfyrir- tækið að norska reglugerðin sé ósamræmanleg þessu atriði. Hjörtur segist ekki vita hvenær megi búast við svari frá Eftirlits- stofnuninni. Óskað hafí verið eftir skjótri afgreiðslu málsins en hann segist vita að áhugi sé á málinu hjá stofnuninni og því vonist kæru- aðilar til að úrskurður falli fljótlega. Brýtur í bága við norsk lög Að sögn Hjartar telur útgerðin að reglugerðin brjóti einnig í bága við norsk lög. „Lögin segja til um að hægt sé að banna löndun," seg- ir hann, „en reglugerðin rýmkar mjög heimild norskra stjómvalda til að neita mönnum um þjónustu og banna aðgang að landhelgi Nor- egs. Svavar Þorsteinsson, útgerðar- stjóri Más, segir að ekki hafí verið tekin ákvörðun um hvort málið verði kært til norskra dómstóla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.