Morgunblaðið - 18.07.1995, Page 12

Morgunblaðið - 18.07.1995, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Gæðastjórnun í menntakerfinu Ráðstefna á vegum: Fræðsluskrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra Gæðastjórnunarfélags Norðurlands Háskólans á Akureyri Menntaskólans á Akureyri Verkmenntaskólans á Akureyri Akureyri 25.-26. ágúst 1995 Staður: Verkmenntaskólinn á Akureyri Föstudagur 25. ágúst. kl. 9.00 Setning Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri Ávarp verndara Frú forseti Vigdís Finnbogadóttir Ávarp menntamálaráðherra Björn Bjarnason Fræðileg undirstaða gæðastjórnunar Straumar og stefnur í gæðastjórnun Fyrirlesari: Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs og kynningarmála, Eimskips Fræðileg undirstaða gæðastjórnunar Fyrirlesari: Dr. Ármann Ingólfsson, dósent Háskólanum á Akureyri Starting up a quality system for Swedish schools - some experiences Fyrirlesari: Mats Söderberg, skola och barnomsorg, Svenska Kommunforbundet Gæðastjórnun í grunnskólum Promoting Quality in Schools: towards a model for school improvement Fyrirlesari: Mel West, University of Cambridge, Institute of Education Fagmennska kennara og mat á skólastarfi Fyrirlesari: Dr. Ólafur Proppé, prófessor við Kennaraháskóla íslands Gæði skóla frá sjónarhóli skólastjórnenda Fyrirlesari: Jón Baldvin Hannesson, skólastjóri Síðuskóla Vettvangsábyrgð: fagmennska, frumkvæði og forysta sem grundvöllurmenntunarframfara. Fyrirlesari: Benedikt Sigurðarson, uppeldisfræðingur og skólastjóri Gæðastjórnun í framhaldsskólum Gæðastjórnun í Iðnskólanum í Reykjavík: tildrög, framkvæmd og árangur Fyrirlesari: Gísli Bachmann, gæðastjóri Iðnskólans í Reykjavík How to create an effective school. Experiences from Finland Fyrirlesari: Kauko Hámáláinen, University of Helsinki, Vantaa Institute for Continuing Education Hvernig skila gæði framhaldsskóla sér í háskóium? Fyrirlesari: Dr. Friðrik H. Jónsson, dósent í sálfræði Gæðastjórnun í háskólum Ytri og innri viðskiptavinir háskóla: aðferðir við að mæta væntingum þeirra og kröfum Fyrirlesari: Sigurður Jóhannesson, stjórnfræðingur Markviss gæðastjórnun Fyrirlesari: Runólfur Smári Steinþórsson, lektor Háskóla Islands Total quality management at Aston University (U.K.) Fyrirlesari: Marlene Clayton, Aston University, Director, Staff Development. Laugardagur 26. ágúst. Gæðastjórnun í grunnskólum Tillaga að gæðakerfi leikskóla Fyrirlesari: Jónína Lárusdóttir, leikskólakennari Altæk gæðastjórnun á leikskóla Fyrirlesari: Snjólaug Pálsdóttir, leikskólastjóri Gæðastjórnun og skólastarf Fyrirlesari: Smári Sigurðsson, lektor Háskólanum á Akureyri Gæðastjórnun í framhaldsskólum Umbótastarf í framhaldsskóla Fyrirlesari: Hjálmar Árnason, alþingismaður Samningsstjórnun, árangurs- og gæðamat Fyrirlesari: Aðalsteinn Eiríksson, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík Gæðastjórnun í háskólum Gæðastjórnun í kennslustofunni Fyrirlesari: Ólafur Jakobsson, sérfræðingur Háskólanum á Akureyri. Væntingar nemenda til háskólanáms Fyrirlesari: Smári Kristinsson, stjórnfræðingur. Væntingar atvinnulífsins til menntunar í gæðastjórnun Fyrirlesari: Baldur Hjaltason, framkvæmdastjóri Lýsis hf. Evrópskt tilraunaverkefni um mat á háskólamenntun Fyrirlesari: Dr. Arnór Guðmundsson, sérfræðingur, menntamálaráðuneytinu. íslenska menntakerfið íslenska menntakerfið Fyrirlesari: Stefán Baldursson, skrifstofustjóri menntamálaráðuneyti. Horft til framtíðar - pallborðsumræður Þátttakendur: Ármann Ingólfsson, Marlene Clayton, Mats Söderberg, Mel West, Kauko Hámáláinen og Þorkell Sigurlaugsson Ráðstefnan er ætluð skólastjórnendum, kennurum og öllu áhugafólki um skólamál. Ráðstefnugjald er kr. 7000,- og eru kaffiveitingar og hádegis- verður innifalinn í ráðstefnugjaldinu. Að kvöldi 25. ágúst verður hátíðarkvöld- verður í Bláhvammi fyrir ráðstefnugesti og þarf að skrá sig sérstaklega í hann (verð kr. 3.000.-). Tekin hafa verið frá herbergi á góðum kjörum á Hótel Eddu, Akureyri 461-1434 og í Kjarnalundi (Hótel Harpa) s: 461-1400. Þeim sem óska eftir gistingu er bent á að sjá sjálfir um bókun á viðkomandi hótelum og láta þess getið að þeir muni sitja ráðstefnuna. Skráning á ráðstefnuna er á aðalskrifstofu Háskólans á Akureyri í síma 463-0900 og lýkur henni 1. ágúst. Ráðstefnugjald greiðist við afhendingu ráðstefnugagna á ráðstefnustað. AKUREYRI Eyþór Pétursson í Baldursheimi Aftur á byrjunarreit FORELDRAR barna í Skútustaðá- skóla, þeir sem búa við sunnanvert Mývatn, höfnuðu tillögu sveitar- stjómar um tilraun til skólahalds til fjögurra ára og lögðu fram grein- argerð með atkvæði sínu. Þar kemur fram að tillögu sveit- arstjórnar sé ekki hægt að meta sem samkomulag heldur einhliða tillögu sveitárstjórnarinnar þar sem engu megi breyta. Þar sé auk held- ur vikið verulega frá hugmyndum starfshóps sem sent hefði frá sér skýrslu um skólamálin. Hafnað er löngum biðtíma yngstu nemenda að lokinni kennslu fram að heim- keyrslu, tekið fram að óljóst sé hvernig fyrirhugað sé að meta fjög- urra ára áætlunina, engar tillögur komi fram um vegabætur eða stytt- ingu aksturstíma í skóla og tillagan feli ekki í sér neina framtíðarlausn eða fyrirheit sem varði hag nem- enda heldur sé hún einungis frestun á ríkjandi ástandi. Reynum eitthvað annað Eyþór Pétursson í Baldursheimi, talsmaður foreldra barna við Skútu- staðaskóla, sagði að með ákvörðun sveitarstjórnar 13. júlí væru málin einfaldlega komin á ný á byijunar- reit. Menn stæðu nú í svipuðum sporum og í fyrrahaust, jafnvel væri staðan nú verri en þá, málin hefðu farið í hring og nú hefði hon- um verið lokað. „Ég hef ekki trú á því að við sættum okkur við þessa niðurstöðu. Við hljótum að reyna eitthvað annað. Þar er um ýmsar leiðir að ræða en ég get ekki sagt til um það hver verður valin. Það hefur ekki verið athugað ennþá, enda lá niðurstaða sveitarstjórnar ekki fyrir fyrr en á fimmtudaginn var. Þetta getur til dæmis verið spurning um það hvað við fáum til baka frá hreppnum, hvort hugsan- legt verður að reyna einkaskóla eða eitthvað slíkt. Ef ráðuneytið sam- þykkir að verði einkaskóli á Skútu- stöðum er sá möguleiki fyrir hendi að kennaramir verði launaðir af ríkinu, en það breytist svo 1996 þegar allt verður fært til sveitarfé- laganna og þá er spurningin hvað verður gert, hvort þetta mál lendir þá utan við kerfið. En fleira kostar peninga í rekstri skóla, til dæmis aksturinn og húsnæðið. Jöfnunar- sjóður sveitarfélaga greiðir akstur og mötuneyti nú og spurningin er hvað hann gerir, hvort hann fellir niður greiðslur til Skútustaða- hrepps eða er tilbúinn að koma inn í þetta dæmi okkar. Þetta og annað þarf að fá á hreint.“ LJÓSMYNDASAMKEPPNI *Áskillnn er réttur til aö nota verölaunamyndirnar 1 auglýsingum. Þú færð upplýsingar og þátttökuseðil í næstu búð. Skilafrestur er til 31. ágúst 1995.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.