Morgunblaðið - 18.07.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ1995 23
__________AÐSENDAR GREINAR____
Russel-lúpína á Nýja-Sjá-
landi og alaskalúpína í
þjóðgarðinum í Skaftafelli
Stéttin
erfyrsta
skrefið
inn...
Alaskalúpína raskar
gróðurframvindu í
Morsárdal, segja Aðal-
heiður Jóhannsdóttir
og Snorri Baldursson,
hún kæfir lágvaxnar
plöntur og minnkar fjöl-
breytni tegunda.
í BYRJUN júlí kom til landsins
Alicia Warren, líffræðingnr og sér-
fræðingur í 'auðlindastjórnun, við
rannsóknastöðina í Twizel skammt
frá Mt. Cook-þjóðgarðinum á Nýja-
Sjálandi. Eiginmaður hennar, Ric-
hard Ayers, var með í för, en hann
hefur m.a. sérhæft sig í meðferð
illgresiseyðandi efna. Alicia Warren
veitir forstöðu umfangsmiklu verk-
efni um verndun sérstæðs lífríkis
jökuláraura á vatnasviði Waitaki-
árinnar, en þar eru m.a. varpstöðvar
mjög fágætra vaðfuglategunda. Höf-
uðmarkmið þessa verkefnis er að
hefta hraðfara útbreiðslu innfluttra
plöntutegunda, einkum hrökkvíðis
og Russel-lúpínu (ættingja alaska-
lúpínu), sem spilla búsvæði vaðfugl-
anna. Nýsjálendingarnir höfðu við-
komu hér á leið sinni til Evrópu í
því skyni að kynna sér útbreiðslu
alaskalúpínu hér á landi og ræða við
íslenska sérfræðinga um leiðir til
þess að ná tökum á útbreiðslu henn-
ar í þjóðgarðinum í Skaftafelli.
Alaskalúpína var flutt til íslands
snemma á fimmta áratugnum frá
Alaska. Hún hefur reynst öflugt upp-
græðslutæki og allra jurta duglegust
þeirra sem hér hafa verið reyndar
við að klæða sanda og örfoka land
og mynda nýjan jarðveg, sem svo
víða er af skornum skammti. Vegna
þessa hefur alaskalúpínu verið sáð
um allt land. Á undanförnum áratug
hafa ýmsir óæskilegri eiginleikar
alaskalúpínu verið að renna upp fyr-
ir mörgum sumarbústaðaeigendum
og öðrum umsjónarmönnum lands,
sem gjarnan vilja halda í náttúrulegt
gróðurfar. Þeir sjá að lúpínan er
ekki einungis bundin við gróðurlaus
svæði heldur leggur hún undir sig
fjölbreytilegan lággróður á áraurum,
melum og holtum, lyngmóa og blóm-
lendi og breytir í einsleitar breiður
sem viðhaldast áratugum saman.
Alaskalúpínan er því, eins og margar
aðrar plöntutegundir, nytjaplanta
þar sem hún á heima en illgresi þar
sem hún á ekki við.
Á sjötta áratugnum var lúpínu sáð
í jaðra Bæjarstaðarskógar í Morsár-
dal innan núverandi þjóðgarðs í
Skaftafelli í því skyni að hefta upp-
blástur þar. Fyrstu áratugina bar lít-
ið á lúpínu, enda sauðfjárbeit á svæð-
inu. Landsvæðið var lýst þjóðgarður
árið 1967 og beit að fullu aflétt af
því um miðjan áttunda áratuginn.
Fljótlega eftir það tók lúpína að
breiðast út í skóginum og nágrenni
hans. Árið 1982 féll mikil aurskriða
í gegn um skóginn sem flýtti veru-
lega fyrir útbreiðslu lúpínunnar niður
á aura Morsárdals. Nú er talið að
útbreiðslusvæði lúpínu í þjóðgarðin-
um sé a.m.k. 25 ha.
Einn megin tilgangur með stofnun
þjóðgarða er að taka frá fyrir fram-
tíðina landsvæði þar sem náttúran
fær að þróast eftir eigin lögmálum
án afskipta mannsins. Markmiðið
með stofnun þjóðgarðs í Skaftafelli
var m.a. að vernda gróðurfar svæðis-
ins, sem er með því fjölbreytilegasta
og gróskumesta sem fyrirfinnst á
landinu. Innan þjóðgarðsins finnst
Ljósmyndir/Snorri Baldursson.
ALASKALÚPÍNAN er glæsileg jurt og góð þar sem hún á heima, en illgresi í þjóðgarðinum í Skaftafelli,
nálægt helmingur allra íslenskra
blómpiantna, þar á meðal allar inn-
iendar tegundir brönugrasa. Birkið í
Bæjarstaðarskógi er landsþekkt
vegna stærðar og vaxtarlags og hef-
ur skarað fram úr öðru ísiensku birki
í skógrækt víðast hvar á landinu.
Eftir friðun Bæjarstaðarskógar hófst
náttúruleg endurnýjun frá fræi á
gróðurlitlum melum og aurum í ná-
grenni skógarins. Jafnframt hefur
átt sér stað hraðfara framvinda ann-
ars gróðurs, m.a. fyrir tilstilli bauna-
grass (niturbindandi ogjarðvegsbæt-
andi tegund eins og lúpínan), sem
breiðst hefur hratt út á svæðinu eft-
ir friðun.
Neikvæð áhrif alaskalúpínu á
gróðurframvindu í Morsárdal felast
einkum í eftirfarandi: Hún raskar
náttúrulegri framvindu gróðurs á
svæðinu og spillir þar með einu aðal-
markmiði friðlýsingarinnar. Hún
kæfir lágvaxnar blómplöntur þannig
að fjölbreytni plöntutegunda á svæð-
inu minnkar verulega, a.m.k. tíma-
bundið. Eftir að hún hefur myndað
þéttar breiður kemur hún í veg fyrir
eðlilega endurnýjun birkis frá fræi.
(Á hinn bóginn hefur hún greinilega
jákvæð áhrif á vöxt birkiplantna sem
fyrir voru á svæðinu.)
Ef ekkert verður að gert í Bæjar-
staðarskógi og nágrenni hans má
búast við því að alaskalúpína muni
á næstu áratugum breiðast um allar
hlíðar og undirlendi Morsárdals og
berast þaðan með Morsá og Skeiðará
um Skeiðarársand og þar með talið
um allt undirlendi þjóðgarðsins. Af
þessum sökum hefur Náttúruvernd-
arráð tekið þá umdeildu ákvörðun
að reyna að uppræta lúpínu í þjóð-
garðinum. Undanfarin þijú sumur
hefur lúpína í Morsárdal verið slegin
á miðju sumri, en ljóst er að þær
aðgerðir eru allt of veigalitlar til að
hefta framrás hennar.
Það var því mikill fengur að fá
ofangreinda sérfræðinga frá Nýja
Sjálandi, sem reynslu hafa af baráttu
við aðra skylda lúpínutegund, Russ-
el-lúpínuna, á svæði sem um margt
svipar til Morsárdals. Niðurstaða
þeirra, eftir skoðunarferð í Bæjar-
stað og nágrenni, er sú að vandamál-
ið sé af svipaðri stærðargráðu og í
Mt. Cook-þjóðgarðinum. Það sé við-
ráðanlegt, en kosti mikið átak og
fjármuni og að beita þurfi áhrifarí-
kari aðgerðum en slætti, þ.m.t.
illgresiseyðandi efnum. Náttúru-
verndarráð hefur að undanförnu
skoðað til hvaða aðgerða réttlætan-
legt og nauðsynlegt sé að grípa.
Meðal annars er nú hafinn undirbún-
ingur við gerð mats á umhverfis-
áhrifum vegna notkunar illgresiseyð-
andi efna í þjóðgarðinum.
Aðalheiður er framkvæmdastjóri
Náttúruverndarráðs og Snorri er
formaður Skaftafellsnefndar
Náttúruverndarráðs.
Mjög gott verð.
STÉTT
HELLUSTEYPA
HYRJARHÖFÐI 8
112 REYKJAVÍK
SÍMI 577 1700-FAX 577 1701