Morgunblaðið - 18.07.1995, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Frænka mín,
GUÐLAUG STEFÁNSDÓTTIR,
Skipasundi 43,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 16. júlí.
Unnur Þ. Guðlaugsdóttir.
t
Eiginmaður minn,
ÓSKAR BJÖRIMSSON
fyrrv. deildarstjóri á Skattstofunni,
Hvammsgerði 2,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum laugardaginn
15. þessa mánaðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnþóra Björgvinsdóttir.
Faðir okkar, t ÁSGEIR Þ. ÓLAFSSON fyrrv. héraðsdýralæknir, Borgarnesi,
er látinn. Börn hins iátna.
Móðir okkar, t RANNVEIG EYJÓLFSDÓTTIR, Ásvallagötu 53,
lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 16. júlí.
Börnin.
t
Móðir okkar,
GUNNHILDUR KRISTINSDÓTTIR
frá Saurbæ,
Eyjafjarðarsveit,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 15. júlí.
Börn hinnar látnu.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
HALLDÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 16. júlí.
Óli J. Sigmundsson,
Ingþór Haraldsson, Þorbjörg Danfelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, t GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR
handavinnukennari,
Stigahlið 2,
er látin. Anna Gísladóttir, Margrét Gísladóttir, Sigrún Gísladóttir, Gestur Gíslason.
t
Bróðir minn og mágur,
ÓLAFUR ÓLAFSSON
frá Hallsteinsnesi,
Fögrukinn 5,
Hafnarfirðí,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 14. júlí.
Þorbergur Ólafsson,
Olga Pálsdóttir.
MARGRÉT
STEINGRÍMSDÓTTIR
-4- Margrét Stein-
• grímsdóttir
fæddist á Víðivöll-
um í Fnjóskadal 27.
mars 1912. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Seli á
Akureyri 8. júlí síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram
frá Akureyrar-
kirkju í gær, mánu-
daginn 17. júlí.
MARGRÉT Stein-
grímsdóttir móður-
systir mín er látin, 83 ára að aldri.
Hún var lengst af við góða heilsu
en síðustu mánuðir voru henni
erfiðir.
Þegar ég rifja upp æviferil henn-
ar verður mér fyrst hugsað til
æskuheimilisins að Végeirsstöðum
í Fnjóskadal, sem þau systkinin
áttu svo góðar minningar um og
sögðu stundum frá. Þar var torfbær
með timburgafli og töluvert klædd-
ur að innan, tvílyft hús að hluta
og tréstigi upp. Ábúandinn á undan
afa hét Kristján og var góður smið-
ur. Mátti sjá þess merki á húsa-
kynnum öllum. Vatn var leitt í tré-
stokk inn í bæinn úr bæjarlæknum.
Börnunum þótti það mikið undur.
Á Végeirsstöðum var sungið á
hveiju kvöldi. Afi minn, Steingrím-
ur, spilaði á orgelið en hann var
organisti þar í sveit. Þegar söngn-
um var lokið las hann fyrir heimilis-
fólkið, mest úr bókum sem voru
fengnar að láni og voru látnar
ganga á milli bæja í dalnum. Eg
man vel hvernig afi las. Lesturinn
var hrífandi og eðlilegur. Hlustand-
inn hvarf strax inn í söguna.
Það er fallegt í Fnjóskadalnum.
í september 1920 var Steingrímur
í göngum en Tómasína amma mín,
sem gekk með Brynhildi, var ein
heima með börnin þegar hún tók
léttasóttina. Nú voru góð ráð dýr.
Ljósmóðirin var á Víðivöllum, hin-
um megin við ána. Tómas, tíu ára,
var sendur að Veisu að biðja bónd-
ann þar um að sækja hana, syst-
urnar Þórhiidur og Margrét hjálp-
uðust að við að huga að mömmu
sinni og reyndu að svæfa Ingu,
fjögurra ár. Allt gekk þetta að
óskum, en varð þeim systkinum
minnisstætt. Nú eru Végeirsstaðir
löngu komnir í eyði. Vöxtur skóg-
arins hefur breytt útliti dalsins en
á efri árum fóru systkinin stundum
með kaffi með sér, settust í lyngi
vaxna laut og minntust æskuár-
anna. Margrét var níu ára þegar
fjölskyldan flutti til Akureyrar
vorið 1921.
Þegar ég man fyrst eftir mér
bjuggum við í Hrafnagilsstræti 6,
húsi sem faðir minn byggði. Afi
og amma bjuggu á efstu hæðinni
og systurnar höfðu herbergi í
kjallaranum en þær voru allar íjór-
ar heima þegar flest var. Mér þótti
þetta afar skemmtilegt heimili, afi
og amma alltaf tiltæk og ijölskyld-
an öll mjög samrýnd. Systurnar
voru allar í kórum, einum eða fleiri,
og faðir minn líka. Á hátíðarstund-
um var sungið margraddað og vel.
3
LCGSTCINRR
sp *= r3 Guðmundur j Jónsson | F. 14.11.1807 L D. 21. 3. 1865
* ■ ' '.-í 1 SÍMI:
í Groníl s/f ! HELLUHRAUN14 220 HAFNARFJÖRÐUR 565 2707 FAX: 565 2629
Píanó voru á báðum
hæðum og mikið not-
uð. Ljósmyndir frá
þessum árum sýna
Margréti í fimleikum,
handbolta og í tennis
og á veturna var
venjulega einhver
þeirra systra að leika
í leikriti hjá Leikfélagi
Akureyrar.
Árið 1943 eignaðist
Margrét son sinn,
Tómas Inga Olrich,
sem eftir það varð mið-
punktur tilveru henn-
ar. Margrét rak á þess-
um árum saumastofu, hannaði og
saumaði kjóla og lagði allt í lífsvið-
urværið og uppeldi sonarins. Hún
var harðdugleg, ráðagóð, glaðvær
og skemmtileg. Hún gætti þess að
soninn vantaði ekkert og væri helst
betur til fara en önnur börn. Um
tíma flutti Margrét út í Brekkugötu
þar sem saumastofan var.
Árið 1951 fluttu afi og amma,
Margrét, Tómas Ingi og Brynhildur
út í Þingvallastræti og seinna í
Byggðaveg. Ingibjörg og Ragnhild-
ur voru þar líka til heimilis þegar
þær voru ekki fjarverandi vegna
náms eða kennslu. Heimili þeirra
var alltaf fallegt, bæði í þrengslun-
um í Hrafnagilsstræti og þegar
rýmkaðist um og þangað var alltaf
yndislegt að koma.
Á þessum árum söðlaði Margrét
um og þær systur, hún og Brynhild-
ur, hófu rekstur tískuverslunar á
Akureyri sem þær ráku í mörg ár
af miklum myndarskap.
Uppeidishiutverki Margrétar var
ekki lokið þó Tómas Ingi væri upp
vaxinn og langskólagenginn, því
alla tíð hafði hún hönd í bagga
með uppeldi dætra Tómasar af
fyrra hjónabandi. Þær voru henni
miklir gleðigjafar.
í gegnum lífið naut Margrét
samfylgdar Brynhildar systur
sinnar svo til óslitið. Líf þeirra var
svo samtvinnað að varla verður
um aðra rætt án þess að minnast
á hina. Brynhildur hefur alla tíð
verið hvers manns hugljúfi og
hjálpaði systur sinni eftir að heils-
an tók að bila eins og henni einni
er lagið.
Við hjónin þökkum Margréti
tryggð hennar og elskusemi við
okkur alla tíð. Við vottum Tómasi
Inga, Nínu og dætrunum innilega
samúð.
Blessuð sé minning Margrétar
Steingrímsdóttur.
Stefán Hermannsson.
Ekki var maður almennilega
kominn til Akureyrar fyrr en mað-
ur hafði heilsað upp á Systur, litið
við á heimilinu sem áður var svo
fjölmennt og ijörugt, og hélt áfram
að vera fjörugt þó þær yrðu bara
tvær eftir, Magga og Birina. í
hugum barnanna sem þær tóku
fagnandi eru þær svo samtvinnað-
ar að sjaldan kemur önnur upp í
hugann án þess að hin skjóti þar
upp kollinum líka.
Þegar við bræðurnir munum
fyrst eftir þeim ráku þær saman
búðina með drottningarnafninu,
Regínu, sem stóð upphaflega þar
sem Gilið mætir Hafnarstræti, en
færðist síðar niður á hornið á
Skipagötu, eins og til að kankast
á við nöfnu sína sem kom á sumr-
in og lagðist við akkeri úti á Pollin-
um: skemmtiferðaskipið Regina
Maris. Ríki Möggu var baka til,
þar saumaði hún, stytti og síkk-
aði, þrengdi og víkkaði, forkur til
verka, en gaf sér þó alltaf tíma til
að gantast við þá sem litu inn,
stundum út um annað munnvikið
ef hitt var fullt af títuprjónum.
Hún Magga var glettin kona, kvik
og skemmtileg, talaði hratt og
sagði alltaf það sem hún meinti.
Hún var prakkari í sér, án þess
að vera beint stríðin, hafði lag á
að særa engan og gerði mest at
í sjálfri sér. Þegar á reyndi stóð
hún eins og klettur með sínu fólki,
verndaði og studdi son sinn og
sonardæturnar sem ólust að
nokkru leyti upp á heimili þeirra
systra.
Veturinn sem leið var erfiður
tími í lífi Möggu. Nú er komið
sumar.
Jón Hallur og Hermann.
Hún var alltaf nefnd Magga
Steingríms, þegar ég var að vaxa
úr grasi á Akureyri. Margrét Stein-
grímsdóttir hét hún og bjó þá
ásamt fleiri systrum, foreldrum og
mági í næsta húsi við heimii for-
eldra minna í Hrafnagilsstræti 8.
Húsið hafði Hermann Stefánsson
reist en hann var þá kvæntur elstu
systurinni, Þórhildi. Hermann var
mikill íþróttafrömuður á Akureyri,
kennari við MA og söngvari. Syst-
urnar voru auk Margrétar, Ingi-
björg söngkona, sem er látin, Bryn-
hildur leikkona og Ragnhildur leik-
stjóri. Tómas bróðir þeirra var þá
farinn úr foreldrahúsum. Foreldr-
arnir voru Tómasína Tómasdóttir,
systir Jónasar tónskálds á Isafiði
og Steingrímur Þorsteinsson. Tóm-
asína var einhver yndislegasta
kona, sem ég minnist frá uppvexti
mínum, broshýr, mild og vildi öllum
vel. Steingrímur var alvarlegri
fannst mér sem unglingi en greind-
ur maður, og mig minnir að hann
væri með föður mínum í karlakór,
sem Hekla nefndist og fór í söng-
för til Noregs fyrstur ísl. karlakóra
árið 1905. Það var mikil tónlist
stunduð á heimilinu og oft ómaði
þaðan söngur. Allar systurnar voru
mjög tónelskar og höfðu fallega
söngrödd. Margrét var engin eftir-
bátur, söng alla tíð og ég man
hana fyrst syngjandi í Kantötukór-
Björgvins Guðmundssonar og síð-
ast er ég sá hana fyrir röskum
tveim árum var það í Hlíð er kór
aldraðra söng þar við hátíðarmessu
undir stjórn frænku minnar Sigríð-
ar Schiöth frá Lómatjörn. Þá
fannst mér Margrét falleg eins og
fyrrum en létt eins og fis og næst-
um gagnsæ einsog líkaminn væri
á förum og eftir væri aðeins þessi
glaða _og fallega sál, alltaf syngj-
andi. Ég frétti að við síðustu hátíð-
armessu, eftir að hún var komin í
Sel og var orðin rúmföst, hafi hún
sungið alla sálmana með kórnum
og ekki bara fyrsta vers heldur öll
vers allra sálmanna. Hún kunni
einhver ósköp af ljóðum og lögum
og hvílíkt ríkidæmi fyrir aldraða
manneskju. Það gleymist ekki,
hvað þær systur voru fallega bún-
ar þegar þær fóru saman á tón-
leika eða í leikhús og horfði ég oft
á hópinn með mikilli aðdáun.
Margrét var saumakona á Akur-
eyri meðan ég þekkti hana og hún
var ekki nein venjuleg saumakona,
heldur snillingur í höndum og
smekkvís svo af bar. Hún saumaði
nokkrum sinnum á mig og það
voru fallegar flíkur sem vöktu eft-
irtekt hvar sem ég fór. Hún var
mikil leikfimisskona ung og var
með sýningarflokki er Hermann
stjórnaði. Margrét var mikil og góð
danskona og mér er minnisstæð
skólahátíð í MA þegar ég sá hana
dansa tangó við Hermann mág
sinn, einn glæsilegasta mann, sem
ég hefi séð á dansgólfi. Hún var
eins og filmstjarna í feiknafalleg-
um kjól og dansaði tangóinn fram-
úrskarandi fallega. Nú er hún far-
in þessi góða kona sem var í þópi
þeirra er settu svip á Akureyri í
uppvexti mínum. Hún eignaðist
son með norskum manni, Tómas
Inga Olrich, sem nú er alþingis-
maður og má nærri geta hve mik-
ill augasteinn hann var móður
sinni. Hann var lítill drengur, þeg-
ar ég flutti burt og nú eru honum
sendar einlægar samúðarkveðjur
norður yfir heiðar og öllu fólki
Margrétar og þakkað fyrir góðu
gömlu kynnin. Blessuð sé minning
hennar.
Anna S. Snorradóttir.