Morgunblaðið - 18.07.1995, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ferdinand
Ég trúi því ekki að ég sitji hérna í eyðimörkinni Hlusti á „hana“ segja...
hjá Steini og hlusti á hann segja ævisögu sína... afsakaðu...
BREF
ITL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Umdeildir dómar
í skaðabótamálum
Frá Jóni Erlingi Þorlákssyni:
DÓMAR Hæstaréttar frá 12/1 1995
og Héraðsdóms Reykjavíkur frá
20/6 sl. hafa orðið að umræðuefni
í ijölmiðlum að undanfömu. Ástæð-
an er sú að í dómunum voru stúlkum
dæmdar lægri slysabætur en piltar
mundu hafa fengið fyrir sams konar
áverka. Munurinn stafar af því að
stúlkum eru áætlaðar lægri tekjur
en piltum. Þetta þykir mörgum hin
mesta ósvinna.
Ég tek undir undir það að í þessu
felist ranglæti og því þurfi að breyta.
En málið er flóknara en svo að mis-
ræmi verði leiðrétt með einum dómi
eða tveimur.
Það hefur lengi verið reglan hér
að slysabætur væru háðar tekjum
hins slasaða árin fyrir slys, og er
þá átt við fullorðið fólk, sem farið
er að vinna fyrir tekjum. Því meiri
tekjur þeim mun hærri bætur fyrir
sama áverka. Þessi regla er konum
óhagstæð vegna þess að þær hafa
gegnumsnejtt lægri tekjur en karlar.
Ef umræddir dómar hefðu gengið
út á það að unglingsstúlkan skyldi
fá sömu bætur og piltur, eins og
flestum mun finnast eðlilegt, þá
hefði orðið til nýtt misræmi milli
hennar annars vegar og hins vegar
stúlku sem komin er út á vinnumark-
aðinn og vinnur fyrir miðlungstekj-
um eða lægri.
Það virðist því sem dómstólamir
hafí átt um tvo kosti að velja, báða
vonda. Annars vegar að láta mis-
rétti milli pilta og stúlkna haldast,
eða búa til nýtt misræmi milli ungl-
ingsstúlkna annars vegar og fullorð-
inna kvenna hins vegar. Dómararnir
völdu fýrri kostinn.
Skaðabótalögin sem tóku gildi 1.
júlí 1993 leiðrétta misræmið milli
pilta og stúlkna. En þá er hætt við
að síðara misréttið komi upp, því
að bætur til þeirra sem komnir eru
út í atvinnulífíð verða eftir sem áður
háðar tekjum.
Ég hef komist að þeirri niðurstöðu
við skoðun á miklum fjölda slysa-
mála að slysabætur eigi ekki að fara
eftir tekjum. Yfírgnæfandi meiri-
hluti slysa, sem bætt eru, eru þess
eðlis að ekkert bendir til að tjón
hinna slösuðu sé í hlutfalli við tekjur
þeirra. Flest slysin valda illa skil-
greindum tekjumissi, svo sem áverk-
ar á hálsi og baki. Stundum má jafn-
vel færa að því rök að lág-launamað-
urinn verði fyrir meira tapi en sá
sem hærri hefur tekjurnar.
í bók sem ég gaf nýlega út, Slysa-
bætur og íslensk skaðabótalög, held
ég því fram að aðalreglan eigi að
vera sú að slysabætur séu óháðar
tekjum, en fari eingöngu eftir áverk-
anum sem orðið hefur. Þá verður
ekkert misræmi af því tagi sem fyrr
er nefnt.
Ég er sannfærður um að slík aðal-
regla um staðalbætur muni henta
vel við uppgjör yfírgnæfandi meiri-
hluta tjóna. Én undantekningar geta
verið, þar sem víkja þarf frá staðlin-
um. Má sem dæmi nefna ef píanó-
leikari missir fíngur. í slíkum tilvik-
um má leggja þá skyldu á herðar
þeim sem slasast að sanna að hann
verði fyrir meira tjóni en algengt
er af sama áverka.
JÓN ERUNGUR ÞORLÁKSSON,
Skólagerði 22, Kópavogi.
A öðrum stjörnum
- og þessari
Frá Þorsteini Guðjónssyni:
HÉR KEMUR nokkuð handa lærðum
mönnum og þó auðskilið hveijum
manni:
Sólin stendur kyrr á himni og er
á hraðri ferð; þetta er hægt að stað-
hæfa með réttu frá ýmsum sjónar-
miðum og hrekja með rökum jafn-
oft, og verður þó dagljóst yfír þessu
myrka og torskilda máli um hreyf-
ingu og kyrrstöðu. Hvaðeina sem
staðhæft er, er rétt og rangt. Það
er sjálfur Herakleitos, hinn myrki
og torskildi, sem staðhæft hefur
þetta, með réttu og röngu. En aldrei
hefði Kerakleitos sagt að rangt og
rétt væri jafngott né að það væri
sama hvort er. Slíkt er ekki annað
en flatneskja, stílleysi.
Ég skil ekki í honum doktor Helga
að taka ekki eftir því, að Herakleit-
os komst næst því allra fornspekinga
að skitfa eðli drauma líkt og hann
sjálfur gerði; Stóumenn fylgdu hon-
um víst eitthvað eftir í þessu. Ugg-
laust hefur Helgi vitað þetta, en
ekki talið nógu nákvæmt hjá þeim,
til þess að tæki því að minnast á
það. Meira lét hann með Stjörnu-
Odda (ca. 1075-1145), sem komst
nærri því að uppgötva draumgja-
fasambandið. Pýþagóras hafði hann
í hávegum, og þó allra mest fyrir
setninguna um að „sálir manna'og
dýra væru komnar frá stjörnunum".
Þar þykir mér reyndar Herakleitos
komast feti framar, því hann segir
bert, og án þess að stilla upp gagn-
stæðu, að „lífið sé neisti frá efni
stjarnanna". Því betur sem menn
íhuga þá setningu, því betur skilja
þeir hve stórkostlegur sannleikur er
í henni fólginn.
Sumar uppgötvanir eru svo
óvæntar, að margir verða blindir
af því að líta í ljóma þeirra. Jafnvel
skrifuð orð, sem á blaði standa,
dyljast þeim. Lærður maður, sem
hafði verið að lesa í Ennýal doktors
Helga, fór að segja mér, að setning-
in eftir Pýþagóras, (um að sálir
manna og dýra væru komnar frá
stjörnunum) gæti ekki verið rétt
eftir höfð: sérfræðingar væru búnir
að fínkemba öll grísk fornrit svo
rækilega að þar væri ekkert eftir.
Það gæti ekki verið að íslendingur
hefði fundið þetta. Ég fór á kon-
ungsbókhlöðuna í Kaupmannahöfn,
fékk með Hippolytus biskup og fann
setninguna; skildi jafnframt af
hverju Diels og öðrum snillingum
fornmálanna hafði dulist hún:
kaflinn var um talnadulspeki, og
allir höfðu gefíst upp á því stagli —
nema doktor Helgi. Hann komst alla
leið, og fann setninguna.
ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON.
Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.