Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lögreglan á ísafirði upplýsir fíkniefnamál Handtekin með 78 gr af fíkniefnum LÖGREGLAN á ísafirði yfir- heyrði um helgina níu manns vegna ýmissa lögbrota, þ.á m. fíkniefnakaupa og -neyslu, inn- brots, skemmdarverka, bílþjófn- aðar og fleira. Lögreglumenn á eftirlitsferð í ísafjarðardjúpi sl. laugardags- kvöld sáu þar bifreið á ferð sem þeir könnuðust við að hafa tekið skráningarnúmer af skömmu áður. Bifreiðin var komin með G-númer á laugardagskvöld. í viðræðum við ökumann kom fram að hann hafði ekið bifreið- inni númerslausri til Reykjavíkur þar sem hann stal númeraplötum af bifreið á bílasölu. Við leit í bifreiðinni fundust rúmlega 77 grömm af hassi og tæpt gramm af amfetamini. Við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn að hafa farið til Reykjavíkur til að kaupa fíkniefni, 84 grömm af hassi og 1 gramm af amfetamíni. Við rannsókn málsins voru þrír aðilar aðrir handteknir og yfirheyrðir. Við rannsókn málsins kom einnig fram að fólk væri á leið til ísafjarðar frá Reykjavík til að skemmta sér en hefði lent í hrakningum á leiðinni. Lögregl- an á Hólmavík var beðin um að svipast um á þjóðveginum út frá Hólmavík. Fimm manns fundust um klukkan 22 á sunnudags- kvöld, þrír piltar og tvær stúlk- ur, þar sem þau höfðu brotist inn í vinnubúðir Vegagerðarinnar á Arngerðareyri. Voru þau öll meira og minna undir áhrifum áfengis og fíkniefna. í fórum þeirra fundust tæp 11 grömm af amfetamíni, tæp 22 grömm af hassi og tvær töflur af al- sælu. Aðkoman var Ijót eftir inn- brotið í vinnubúðirnar. Allt var á ljá og tundri og höfðu skemmdirnar mest verið unnar með ruddalegri og sóðalegri umgengni. Fólkið er á aldrinum 17 til 23 ára. Bifreiðin sem þau voru á var óökufær eftir að hafa verið ekið á kind í Lágadal, sem drapst. Fólkið var allt handtekið af Hólmavíkurlögi-eglunni. Sótti lögreglan á ísafirði það inn á Morgunblaðið/JHE AÐKOMAN í vegavinnuskúr Vegagerðarinnar var ljót. Tóm- atsósu og öðrum matvælum hafði verið atað á veggi og gólf. Eins og sjá má á neðri myndinni þökkuðu ungmennin fyrir sig. Arngerðareyri og flutti til ísa- Bolungarvík til að vista hluta fjarðar vegna rannsóknarinnar. fólksins þar sem fangageymslur Leita þurfti til lögreglunnar í á ísafirði voru fullar. Leikarar hjá Ríkisútvarpinu Verkfall staðið í fjóra mánuði VERKFALL leikara hjá Ríkisút- varpinu hefur nú staðið í tæpa fjóra mánuði, eða frá 29. mars síðastliðn- um og hefur engin hreyfing verið á samningaviðræðum milli deiluað- ila seinustu vikur. Leikarar höfnuðu tilboði því sem RÚV lagði fram 8. maí sl., á framhaldsaðalfundi sem haldinn var sama dag, og hafa ekki fengið svar við gagntilboði sínu sem sent var til ríkissáttasemjara um miðjan júní að sögn Eddu Þórarins- dóttur, formanns Félags íslenskra leikara. „Það er skelfilegt að ekki hefur verið nein leiklist í Ríkisútvarpinu í tæpa fjóra mánuði," segir Edda. Deilan fór á borð ríkissáttasemj- ara um svipað leyti og verkfallsboð- un leikara varð ljós, en frá miðjum júní hefur ekkert gerst í deilunni. RÚV hafði hljóðritað nokkur verk fyrir verkfall sem stofnunin útvarp- aði fyrst eftir að það hófst, en hef- ur hins vegar ekki heimild til að taka upp nýtt efni eða endurflytja gamalt. Meðal þess sem hefur fallið niður er hádegisleikritið og upptök- um á lestri á Hinu ljósa mani, mið- hluta íslandsklukku Halldórs Lax- ness, var slegið á frest. Hörður Vilhjálmsson, fjármála- stjóri RÚV, kveðst eiga von á að viðræður hefjist aftur að loknum sumarleyfum í ágústmánuði. Faglegum gæðum hrakað Aðspurður um viðbrögð hlustenda við verkfalii leikara segir Hörður að reynt hafi verið að finna annað efni en skylt sem fyllt hafi í skörð- in, en ekki hafi borist neinar kvart- anir. Edda segir greinilegt að fagleg- um gæðum alls upplesturs í þáttum RÚV hafi hrakað síðan verkfall hófst, enda annist atvinnuleikarar hann ekki, auk þess sem hún hafi heyrt óánægjuraddir frá þáttar- gerðarmönnum stofnunarinnar sem geti ekki notfært sér krafta leikara sökum ástandsins. „Við stríddum við það lengst af tímanum að fara með samningana yfir á annað kerfi, þar sem greitt væri í heilum eða hálfum dögum í staðinn fyrir línufjölda í handritum. Það gekk ekki upp hjá okkur. Síðan reyndum við að ná saman í gamla kerfinu til áramóta, en það tókst ekki heldur. Of mikið skilur að,“ segir Hörður. Hvorki Edda né Hörður vildu meta kröfur leikara í krónum eða prósentum en Hörður kvaðst telja að seinasta tilboð RÚV hefði verið hægt að meta til 8% hækkunar. Edda segir leikara óska eftir launa- hækkunum fyrir lægst launuðu leikarana og leiðréttingu á greiðsl- um, en frá því síðasti samningur var gerður 1987 hafi leikarar ekki hlotið hækkanir annarra stétta í mynd orlofsuppbóta og desember- uppbótar, svo eitthvað sé nefnt. Meingallaður samningur Laun leikara hjá RÚV miðast m.a. við línufjölda í handritum, stærð hlutverka og fjölda æfinga. „Gamli samningurinn er mein- gallaður. Ef við tökum sem dæmi leikara sem er með stórt hlutverk upp á 300 línur í fámennu verki sem kallar á fáar æfingar og fáa upp- tökudaga, getur hann verið með mun lægri tekjur fyrir vikið en leik- ari með jafnmargar línur í fjöl- mennu leikriti sem kallar á margar æfingar og marga upptökudaga getur haft sæmilegar tekjur. Við viljum umbylta samningnum á þann hátt að leikara væri tryggð ákveðin lágmarkstrygging fyrir sína vinnu, þ.e. vissan fjölda æf- inga fyrir hlutverk af ákveðinni stærð. Einnig vildum við setja inn heimavinnuálag sem ykist í sam- ræmi við stærð hlutverka og að æfing reiknaðist ekki t.d. sem tveir og hálfur tími, heldur hálfur eða heill dagur eftir atvikum," segir Edda. Aðspurður um fullyrðingar þess I efnis að Ieikarar fái lág laun fyrir vinnu sína hjá RÚV segir Hörður ástæður vera margvíslegar. „Ef við- skiptin gætu verið meiri myndu kjörin þykja alveg viðunandi, en það hefur verið verulega þrengt að leik- listardeildinni undanfarin ár,“ segir hann. Forsætisráðherra ætlar að skoða reglugerð um krókabáta í kjölfar athugasemda sjómanna Athugasemdir smábáta- sjómanna flækja kerfið DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist ætla að taka til jákvæðrar skoðunar athugasemdir smábáta- sjómanna, en forystumenn þeirra gengu í gær á hans fund og ósk- uðu eftir því að hann beitti sér fyrir breytingum á nýrri reglugerð sjávarútvegsráðherra um veiðar krókabáta. Davíð lagði áherslu á að málið væri á forræði sjávarút- vegsráðherra. Hann sagði að smá- bátasjómenn væru að fara fram á breytingar sem gerðu eftirlit með veiðum þeirra enn erfiðara. „Forystumenn smábátaeigenda gengu á minn fund til að gera at- hugasemdir við tiltekna þætti reglugerðarinnar. Eg mun hafa samband við sjávarútvegsráð- herra, sem er staddur í Bremen, í dag [þriðjudag] og fara yfir málið með honum. Málið er algerlega á forræði sjávarútvegsráðherrans samkvæmt íslenskri stjórnskipun. Ég hef ekki stjómskipulega heim- ild til að taka fram fyrir hendumar á honum né hef áhuga á að gera það. Þama eru nokkur atriði sem þeir vilja að séu skoðuð og mér finnst sjálfsagt að það verði gert og farið verði yfir þetta á nýjan leik. Menn eru ekki að tala um að fjölga tonnum heldur ákveðna þætti sem m.a. lúta að öryggisþátt- um,“ sagði Davíð eftir fundinn. Forsætisráðherra sagðist hafa tekið það skýrt fram við forystu- menn smábátasjómanna að hann gæti engu lofað um hvort reglu- gerðinni yrði breytt. „Ég tel hins vegar ekki annað boðlegt en að taka athugasemdir af þessu tagi til jákvæðrar skoðunar og sjá hvort hægt er að koma á móts við þær.“ Eftirlit flókið Davíð sagðist ekki taka undir gagnrýni smábátasjómanna um að sjávarútvegsráðherra túlkaði lögin mjög þröngt með útgáfu reglu- gerðarinnar. „Sjávárútvegsráð- herrann hefur fengið mjög vanda- samt verkefni. Honum var fengið það verkefni að fylgja eftir lögum um útfærslu á veiðikerfi smábáta, sem gerir kröfu til gríðarlega flók- ins eftirlitskerfis. Hann hefur ekki áhuga á að flækja það kerfi enn meira. Ef þessi viðsnúningsregla yrði sett myndi ekki liggja fyrir að bátur sem væri farinn á sjó væri farinn á sjó. Það yrði ekki ljóst fyrr en séð yrði hvort hann myndi snúa til baka innan tveggja til þriggja klukkutíma. Þetta myndi því flækja enn mjög erfitt eftirlits- kerfi.“ Forsætisráðherra sagði að smá- bátasjómenn myndu fá svör við athugasemdum sínum mjög fljót- lega. Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri Landssambands smábátasjó- manna, sagði mikilvægt fyrir smá- bátasjómenn að fá svör sem fyrst þar sem frestur til að tilkynna hvort sjómenn velja banndagakerf- ið eða sóknarmarkið rynni út 1. ágúst nk. Sanngirnismál Athugasemdir smábátasjó- manna beinast fyrst og fremst að tveimur þáttum. Annars vegar vilja þeir að sóknardagur verði skil- greindur 24 klukkustundir og mið- að verði við upphaf veiðitúrs óháð því hvenær sólarhringsins lagt er úr höfn. Reglugerðin gerir ráð fyr- ir að sóknardagur miðist við sólar- hring, mælt frá miðnættis til mið- nættis. Hins vegar vilja smábát- asjómenn að tekið verði tillit til ófyrirsjáanlegra atvika sem upp geta komið í sjósókn, s.s. bilana, skyndilegra veðurbreytinga o.fl. Slík atvik skerði ekki sóknardaga þeirra. Þetta kalla þeir viðsnún- ingsreglu. „Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir smábátasjómenn, ekki síst þá sem eru á litlu bátunum. Þetta er bæði sanngirnismál og öryggisat- riði. Þegar sóknardagarnir eru orðnir þetta fáir eins og er í dag vegur hver dagur mjög mikið. Smábátasjómenn mega t.d. aðeins vera á sjó í einn mánuð yfir sumar- mánuðina fjóra.“ Örn sagði mörg dæmi um að smábátasjómenn færu á sjó að kvöldi til og kæmu inn snemma að morgni. Hann nefndi sem dæmi að smábátasjómenn við Faxaflóa fengju umtalsvert hærra verð á mörkuðum fyrir ferskasta fiskinn og þess vegna hefðu margir farið út að kvöldi og landað skömmu áður en uppboð á fiskmörkuðum hæfust. Örn hafnaði því að þær breyting- ar sem smábátasjómenn væru að i fara fram á kölluðu á mikið og j flókið eftirlit. „Það er fyrir hendi tölvubúnaður sem er beintengdur 1 við allar hafnarvigtir landsins og þær eru tengdar Fiskistofu. Það er örugglega hægt að samnýta þann búnað við þetta eftirlit. Þetta er vel framkvæmanlegt.“ Örn viðurkenndi að eftirlit með bátum yrði erfiðara ef hin svokall- aða viðsnúningsregla yrði sett, en það væri eftir sem áður vel fram- kvæmanlegt. Hann minnti á að i banndagakerfið væri búið að vera | í gildi í 11 ár og ekki væru dæmi um að menn væru að róa á bann- dögunum. Smábátasjómenn væru ekki lögbijótar. Leiðrétting ÞAU leiðu mistök urðu í frétt á bls. 6 í gær um nýja reglugerð um stjórn fiskveiða, að ummæli Arnar I Pálssonar í miðjum aftasta dálki ) voru eignuð Ara Eðvald. Eru hlut- i aðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.