Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þrjár stúlkur leyndust á meðan fimm þjófar létu greipar sópa
Morgunblaðið/Sverrir
ERNA Magnúsdóttir og Sigríður Berglind Birgisdóttir læstu sig
inni í herbergi, ásamt Guðrúnu Lind Gísladóttur, á meðan þjóf-
arnir létu greipar sópa um Botnsskála.
Framkvæmdastj óri Almannavarna ríkisins
Vamargarðar
ekkí útilokaðir
Komust
ekki í síma
vegna ótta
„ VIÐ læstum okkur inni og bið-
um á meðan þeir rótuðu frammi.
Við ætluðum að hringja eftir
hjáip, en fundum ekki lykilinn
að skrifstofunni. Þegar ailt var
um garð gengið var lykillinn
auðvitað á sínum stað, en við
vorum svo hræddar að við fund-
um hann ekki, sama hvernig við
leituðum,“ sagði Erna Magnús-
dóttir, starfsstúlka í Botnsskála
í Hvalfirði í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Hún og tvær starfsystur henn-
ar urðu fyrir þeirri óskemmti-
iegu reynslu, að fimm menn brut-
ust inn í veitingaskálann í fyrri-
nótt og stálu ýmsum vörum, á
meðan þær biðu skelfingu lostn-
ar í áfastri íbúðarálmu.
Stúlkumar þijár, Eraa, sem
er 16 ára, jafnaldra hennar Guð-
rún Lind Gísladóttir og Sigríður
Berglind Birgisdóttir, 18 ára,
vom í fastasvefni þegar þjófarn-
ir birtust.
„Við vöknuðum við hávaða um
kl. 4 um nóttina,“ sagði Ema.
„ Við fómm á fætur til að kanna
hvaða læti þetta væm og þegar
við komum fram sáum við að
steini hafði verið kastað í gegn-
um rúðu á útihurð hússins og
fimm náungar voru að brjótast
inn. Þá læstum við íbúðarálm-
unni, fóram allar inn í svefnher-
bergi og læstum því líka. Við
ætluðum að vísu að reyna að
hringja á hjálp, en fundum alls
ekki lykiiinn að skrifstofunni, því
við voram svo hræddar."
Eraa sagði að eftir drykklanga
stund hefðu þær heyrt vélarhljóð
og talið að mennirair væru farn-
ir. „Þegar við fórum út úr svefn-
herberginu heyrðum við aftur
einhvera hávaða frammi og bið-
um enn. Ég held að mennirnir
hafi verið 20-25 mínútur á staðn-
um.“
Lögreglan sat fyrir þjófunum
Þegar Erna, Guðrún Lind og
Sigríður Berglind voru vissar um
að mennirnir væru á brott hlupu
þær sem fætur toguðu að sumar-
bústað skammt frá, þar sem Þor-
steinn Magnússon, sem rekur
Botnsskála, býr. „Ég reikna með
að þjófamir hafi ekki gert sér
grein fyrir að einhver væri í
húsinu," sagði Þorsteinn. „Þeir
stálu skiptimynt, sígarettum og
sælgæti, en stelpurnar sáu i
hvora áttina þeir óku, svo lög-
reglan í Reykjavík sat fyrir
þeim.“
Erna hefur starfað í Botns-
skála í allt sumar. Aðspurð hvort
hún væri smeyk eftir þessa
reynslu sagði hún svo ekki vera.
„Ég hef aldrei lent í öðru eins,
en það verður allt í lagi með
okkur. Við björgum okkur.“
GUÐJÓN Petersen, framkvæmda-
stjóri Almannavarna ríkisins, segir
að varnargarðar hafi enn ekki ver-
ið útilokaðir fyrir ofan núverandi
byggð í Súðavík. Öll áform manna
þar vestra miðast þó við að varnar-
garðar verði ekki reistir heldur
flytjist byggðin á svæði það sem
skipulagt hefur verið innar í firðin-
um.
Félagsmálaráðherra setti nýverið
reglugerð um varnir gegn snjóflóð-
um og skriðuföllum á grundvelli
laga sem samþykkt voru í vetur á
Alþingi. Þar er að finna reglur er
ráða miklu um framtíð byggðar í
Súðavík.
Samkvæmt reglugerðinni er
meginreglan sú að reisa eigi varnar-
garða til að fyrirbyggja tjón af völd-
um snjóflóða en þó megi fallast á
að ofanflóðasjóður og viðkomandi
sveitarfélag kaupi upp hús ef það
telst hagkvæmara til að tryggja
öryggi íbúanna.
Öll gamla byggðin á
hættusvæði
Guðjón Petersen segir að nýtt
snjóflóðahættumat fyrir Súðavík
liggi nú að mestu fyrir og sam-
kvæmt þvi er öll gamla byggðin eða
því sem næst á hættusvæði. Samt
sé of snemmt að útiloka varnar-
garða.
Samkvæmt lögum frá Alþingi og
reglugerðinni sé það nú í höndum
sveitarstjórnar að gera tillögu um
hvort reisa eigi varnargarða fyrir
ofan kauptúnið eða hvort kaupa
eigi hús þar upp. Tillögur sveitar-
stjómar þarfnast svo samþykkis
Almannavarna, sem fer yfir fram-
kvæmda- og kostnaðaráætlanir og
sannreynir gildi þeirra, og staðfest-
ingar félagsmálaráðherra.
„Það koma eflaust til með að
vakna ýmsar spurningar," segir
Guðjón. „Ef við gefum okkur að
það verði talið hagkvæmara að
kaupa upp húsin en að verja, þá
em samt eftir opinberar byggingar
og atvinnufyrirtæki sem þyrfti að
veija. Þá spyija menn sig hvað það
kosti og borgar sig þá ekki að veija
allt? Þetta eru allt spurningar sem
við eigum eftir að fá þeirra tillögur
um.“
Gengið út frá flutningi
byggðar
Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri í
Súðavík segir að verið sé að reikna
út kostnað af gerð varnargarða eins
og reglugerðin geri ráð fyrir og
niðurstöðu sé að vænta fyrir mán-
aðamót. Hann segir að gengið sé
út frá því í Súðavík að varnargarð-
ar verði ekki reistir. Sé það grund-
vallað á fyrri útreikningum sem
byggðust á minni flóðum heldur en
í nýja hættumatinu og bentu til
þess að það kostaði hálfan milljarð
að reisa varnargarð fyrir ofan þorp-
ið, garð sem þó hefði ekki verið
fyllilega öruggur.
Nýju reglugerðarinnar var víðar
beðið en í Súðavík því meðal ann-
ars á ísafirði, Hnífsdal, Flateyri,
Patreksfirði og Siglufirði ræðst
framtíð byggðar á snjóflóðahættu-
svæðum einnig af henni.
VSÍ óskar eftir fundi með
starfsmönnum álversins hið fyrsta
Viðbrögð vald-
ið vonbrigðum
VINNUVEITENDASAMBAND ís-
lands mun í dag óska skriflega eftir
fundi með fulltrúum starfsmanna í
álverinu í Straumsvík við fyrsta
tækifæri, en síðasti fundur aðila var
á mánudaginn var.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, sagði að það
hefði valdið þeim feikiiegum von-
brigðum að hafa engin viðbrögð
fengið frá fulltrúum starfsmanna
önnur en illmælgi í fjölmiðlum þar
sem þær hugmyndir sem þeir hefðu
lagt fram hefðu verið affluttar.
„Við hljótum að kalla eftir fundi
með þessum forystumönnum hið allra
fyrsta, þannig að hægt sé að gera
upp hvort það eigi að leita samninga
í fjölmiðlum eða í viðræðum milli
hagsmunaaðilanna," sagði Þórarinn.
Hann sagði að á fundinum hefðu
menn verið sammála um að ræða
ekki efnislega um málið í fjölmiðlum
og hann hefði átt von á þvi að starfs-
menn tækju sér nokkra daga til að
fjalla um málið í sínum hópi áður
en framhald yrði á fundarhöldum,
„en endurtekin illmælgi í fjölmiðlum
um hugmyndir okkar og óskir um
viðræður gera það auðvitað afar
brýnt að taka upp beinar viðræður
okkar i milli og ef þörf gerist fara
fram með þessar hugmyndir til að
sýna og upplýsa menn um í hveiju
þær felast. Við teljum að þannig sé
um hnúta búið að þess muni fá
dæmi ef nokkur á íslenskum vinnu-
stað að starfsmönnum sé tryggt við-
líka öryggi og þessar tillögur ganga
út frá.“
Hann sagði að í þeim hugmyndum
sem VSÍ/ISAL hefði lagt fram á
fundinum væri fullkomlega frá því
gengið að enginn af starfsmönnum
Islenska álfélagsins myndi missa
vinnu sína né neins í kjörum sínum.
Tveir laumufar-
þegar með Norrænu
TVEIR laumufarþegar voru um
borð í Norrænu, sem kom til
Seyðisfjarðar í gærmorgun. Voru
þeir sendir áfram með feijunni.
Annar þeirra hafði keypt far-
miða frá Björgvin í Noregi til
Þórshafnar í Færeyjum en þegar
sást til hans um borð eftir að
lagt var úr höfn í Færeyjum áleið-
is til íslands vöknuðu grunsemdir
um að ekki væri allt með felldu.
Var hans leitað um borð en þeg-
ar hann fannst ekki var útlend-
ingaeftirlitið látið vita.
Þegar til Seyðisfjarðar kom
reyndist maðurinn skilríkjalaus
en félagi hans með fölsuð skil-
ríki.
Morffunblaðið/Árni Sæberg.
Vatnsborð hefur lækkað mjög í Rauðavatni eins og þessi mynd sýnir sem tekin var í gær.
Litlar rigningar í vetur segja til sín hjá Vatnsveitu Reykjavíkur
Lægsta gnmnvatns-
staða í júní í tíu ár
GRUNNVATNSSTAÐA í vatnsbóli
Reykvíkinga í júnímánuði hefur
ekki verið jafnlág í a.m.k. 10 ár.
Afar óvenjulegt er að grunnvatns-
staðan sé svona lág í júní, en hún
nær að jafnaði lágmarki í ágúst.
Ástæðan fyrir þessu er lítil úrkoma
í vetur og vor. Síðustu vikur hefur
mikið rignt og hefur grunnvatns-
staðan hækkað um 60 sentimetra
síðan í júní.
Guðmundur Þóroddsson vatns-
veitustjóri telur ekki ástæðu til að
hafa áhyggjur af grunnvatnsstöð-
unni.
Grunnvatnsstaða í vatnsbólum
Reykvíkinga sveiflast nokkuð milli
mánaða. Venjulega er staðan góð
á vorin eftir að snjóa hefur leyst.
Að jafnaði lækkar grunnvatnsstað-
an þegar líður á sumarið og nær
lágmarki í ágúst. Þróunin í ár hefur
verið óvenjuleg því að staðan náði
lágmarki í júní, en hefur síðan batn-
að. Minna var um rigningar í vetur
en oft áður og þó að talsvert hafi
snjóað virðist sem stór hluti snjóar-
ins hafí gufað upp í vor í stað þess
að rigna niður í jarðveginn.
Vatnsrennsli minnkar
í Elliðaám
í tengslum við kýlaveikina, sem
greinst hefur í laxi í Elliðaánum,
hefur verið bent á að lítið vatns-
rennsli í ánum eigi þátt í að örva
smit, en vatnsrennslið í sumar hefur
verið aðeins fjórðungur af meðal-
rennsli. Það er nú aðeins rúmlega
hálfur annar rúmmetri á sekúndu.
Garðar Þórhallsson, formaður
Elliðaárnefndar Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, telur að ein af ástæð-
unum fyrir minnkandi rennsli Ell-
iðaánna sé vatnstaka Vatnsveitu
Reykjavíkur. Hann segir að Stanga-
veiðifélagið hafi miklar áhyggjur
af þróun mála og flest bendi til að
vatnstakan sé að vinna mikið tjón
í Elliðaárdalnum.
Guðmundur vísar því á bug að
vatnstaka Vatnsveitu Reykjavíkur
valdi minnkandi rennsli í Elliðaám.
Hann bendir á að á svæði Vatns-
veitunnar rigni að meðaltali 25
rúmmetrar á sekúndu. Vatnsveitan
noti 0,8 rúmmetra af vatni á sek-
únda, en meðalrennsli Elliðaánna
sé um 4 rúmmetrar á sekúndu.
Hann segir að ástæðan fyrir minna
rennsli í Elliðaánum sé einfaldlega
miklir þurrkar.