Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ komst sjálfur að orði um heimili sitt, bæði fallegan gróðurreit og glæsileg vel búin húsakynni. Þau höfðu auðsjáanlega lagt á sig mikla vinnu til að koma sér svo vel fyrir, en þama höfðu þau líka átt yndislegan tíma, ásamt sonum sínum. Síðan röbbuðum við dálítið sam- an og snerist það samtal aðallega um löngu liðna tíma tengda Nýjabæ, þá er hann var unglingur, en ég bam. Ekki ætla ég að tíunda það sam- tal í smáatriðum, en þó langar mig að drepa á örfá atriði, sem vom honum ofarlega í huga. Vil ég þá fyrst nefna komu ömmu hans og afa á heimilið í Nýjabæ, þeirra Ámýjar Eiríksdóttur og Sigurbergs Einarssonar. Didda þótt ákaflega vænt um að móðir hans og fóstri skyldu hafa þá aðstöðu að geta veitt ömmu hans og afa skjól síðustu æfiár þeirra, en þegar hér var komið sögu vom þau orðin öldmð og örþreyttar manneskjur, eftir langt og strangt starf við að koma sínum stóra barnahópi til manns við erfiðar að- stæður austur í V.-Skaftafellssýslu. Þó ekki hafi verið hátt til lofts eða vítt til veggja í Nýjabæjarbað- stofunni, var Bjössi ekki í vandræð- um með að útbúa þar vistarvemr, sem nægðu gömlu hjónunum. Þar gat Ámý hellt á könnuna út af fyr- sig. Þessi litli heimur virtist nægja þeim. Kröfurnar vora ekki miklar á þessum tímum. Litli glugginn í vesturenda þess- ara hýbýla var ekki stór, svona tvö fet á kant, en ævinlega var hlýtt og bjart í kringum þessar öldnu manneskjur, það get ég borið um, því oft sat ég í fanginu á þeim sem lítill hnokki og hlýddi á sögur eða ýmsan fróðleik af vömm þeirra, meðan Bjössi og Vala vora í fjósinu. Diddi minntist einnig á afmælis- dag Bjössa, sem var 22. ágúst. Sá dagur var ævinlega hátíðisdagur í Nýjabæ. Á þessum tíma stóð venju- lega yfír engjasláttur. Þennan dag lagaði Vala heitt súkkulaði, sem síðan var hellt á litla flösku handa hverjum manni. Því næst var hver flaska sett í sokk, til að halda súkkulaðinu lengur heitu, og svo voru tveir og tveir sokkar bundnir saman og lagðir yfir þægan hest, ásamt meðlæti. Fékk ég stundum að færa fólkinu þetta góðgæti á engjarnar. Fleira bar á góma, en ég læt hér staðar numið. Er við sátum þarna og spjölluðum saman, gat ég ekki annað en dáðst að, hve vel gerður þessi maður væri. Hann var helsjúk- ur, en sat þama svo æðmlaus og traustur. Um leið og ég þakka honum liðn- ar samverastundir úr æsku, sendi ég konu hans og fjölskyldu samúð- arkveðjur. Steindór Hjartarson. Þú Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt þótt hverfi sólin bjarta ég halla mér að þínu föðurhjarta. Ég lít í anda liðna tíð, er ég minnist góðs vinar og frænda, Sig- urðar Gísla. Okkar kynni em orðin löng, öll á einn veg ljúf og góð, ekki síst nú í seinni tíð, er slakna tók á lífsins amstri. Móðir hans Valgerður, systir föður míns kom með hann komungan á heimili for- eldra minna, fyrst í Reykjavík og síðan að Ósgerði í Ölfusi. Við höfð- um mikið dálæti á litla frænda, hann varð fljótt fyndinn og skemmtilegur og ekki minnkaði aðdáunin á honum, er tekin var mynd af honum og henni stillt út hjá Lofti ljósmydnara. Lífið tekur breytingum hjá Völu frænku og Didda, er Vala giftist Birni Sigurðs- syni frá Króki í Arnarbælishverfi. Þau byija búskap í Borgarkoti, nú Ingólfhvoli og em þar í tvö ár, er þau flytja að Nýjabæ í Arnarbælis- hverfi og ólst Diddi þar upp við mikið ástríki foreldra sinna og ann- arra. Bjössi reyndist honum sem besti faðir og var' það gagnvkæm vætnumþykja. Diddi sagði mér oft að honum gæti ekki þótt vænna um Bjössa þótt hann hefði verið faðir hans, enda Björn öðlingsmað- ur. Það urðu þáttaskil hjá okkur í Ósgerði, er faðir minn féll frá árið 1930. Móðir mín bregður búi 1931. Þá um vorið lölluðu tvær systur upp Arnabælishólinn, önnur 4 ára hin 14 ára á Ieið í kaupavinnu til Völu og Bjössa í Nýjabæ. Þar biðu svo sannarlega vinir í varpa, ég átti eftir að vera þar í sjö sumur, en Dóra systir viðloðandi meira og minna fram á unglingsár. Alli bróð- ir minn var þar líka sumardrengur eitt eða tvö sumur. Svo það voru alltaf sterk tengsl á milli okkar, þó svo af eðlilegum ástæðum breyttust aðstæður hjá mannskapnum, sumir fóra í aust- ur, aðrir fóm í suður, eins og geng- ur. Diddi frændi fór í Samvinnuskól- ann. Að honum loknum fór hann að vinna á skrifstofu Kaupfélags Árnesinga á Selfossi. Það er oft talað um brúðkaup aldarinnar, en fyrir mér er aðeins eitt sem kallast því nafni. Það var er Guðmundur bóndi á Blesastöðum og kona hans Kristín létu gifta þijár dætur sínar á einu bretti í Skíðaskálanum í Hveradölum, 9. nóvember 1946. Séra Sigurbjörn Einarsson, síðar biskup, gaf brúðhjónin saman. Brúðhjónin eru: Sigurður G. Guð- jónsson og Hrefna Guðmundsdótt- ir, Aðalsteinn Steindórsson og Svanlaug Guðmundsdóttir, Þor- finnur Tómasson og Magnea Guð- mundsdóttir. Þessu fólki hefur vegnað vel í lífinu, eignast marga afkomendur, alla vel framgengna og er nú frændi minn sá fyrsti, sem kveður af þessum brúðkaupssystkinahóp, sjötugur að aldri. Diddi og Hrefna bjuggu á Sel- fossi um skeið, þar fæddust þrír elstu synirnir, Björn, Guðjón og Guðmundur Rafn. Síðan liggur leiðin til Stöðvarfjarðar, er Sigurð- ur tók við kaupfélagsstjórastöðu þar, dvelja þar í níu ár og þar eign- ast þau yngri synina þijá, Alta Má, Val og Kristján. Svo lá leiðin til Reykjavíkur, er hann gerðist skrif- stofustjóri á Hótel Sögu og vann þar í 30 ár. Diddi og Hrefna ráku sjoppu til margra ára, sem Hrefna hafði veg og vanda af, en þau voru búin að selja fyrirtækið áður en Diddi veiktist. Þau hjónin áttu glæsilegt heimili að Ljósalandi 23, þangað var gam- an að koma, þar leið öllum vel, enda húsráðendur léttir og skemmtilegir. Allir eru synirnir ljúfir og góðir menn og afkomenda- hópurinn orðinn stór. Nú er elsku frændi allur, eftir 10 mánaða erfið veikindi þó með hléum á milli. Hann æðraðist ekki og kvartaði aldrei, var alltaf á léttu nótunum með alla hluti, svo að fólk undraðist sálarró hans og þrek. Fjölskyldan studdi hann eins og hægt var og sýindi honum eins mikla umhyggju og ástsúð og í þeirra valdi stóð. Elsku Hrefna mín, við þessi þáttaskil bið ég þér og þínu fólki allrar Guðs blessunar. Þið voruð hamingjusöm hjón og þakklát fyrir lífið. Hér era fluttar kærar kveðjur frá systkinum mínum, þau þakka liðna tíð. Nú kveð ég þig elsku frændi og þakka fyrir allt gamalt og gott. Guð veri með þér á eilífðar- braut. Guðríður Steindórsdóttir (Dudda frænka). tlAOAUGLYSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Lausar stöður Nokkrar stöður lögreglumanna og ein staða tollvarðarvið embættið eru lausartil umsóknar. Umsóknum skal skila til skrifstofu minnar fyrir 1. september nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu minni. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, 15. ágúst 1995. Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara Sjúkraþjálfun Kópavogs, Hamraborg 12, Kópavogi, óskar eftir starfskrafti til aðstoðar sjúkraþjálf- urum eftir hádegi frá 1. sept ’95. Sérstaklega er óskað eftir starfskrafti eldri en 30 ára, sem hefur skipulagshæfileika og á auðvelt með að umgangast fólk. Umsóknir, ertilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 22. ágúst 1995, merktar: „A - 4719“. Selá/Vopnafirði Lausar stangir dagana 27/8-31/8. Upplýsingar veitir Jón Sandholt í vinnusíma 568 3884 og heimasíma 554 0001. Vertfðarbátur óskast Við auglýsum eftir vertíðarbát, helst með kvóta, fyrir fjársterkan kaupanda. Skipasalan Ársalir hf., sími 562-4333. Einbýlis- eða raðhús Einbýlis- eða raðhús óskast til kaups á Stór- Reykjavíkursvæðinu . Má vera á byggingar- stigi. Hluti kaupverðs greiðist með mjög góðri einbýlishúsalóð í Skerjafirði. Ahugasamir hafi samband við fasteingasöl- una Húsakaup í síma 568-2800. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Sel- fossi, þriðjudaginn 22. ágúst 1995, kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Borgarheiði 18, Hveragerði, þingl. eig. Hörður Ingólfsson, gerðar- beiðandi Lífeyrissjóður starfsm. ríkisins. Eyrarvegur 11-13, Selfossi, þingl. eig. Hreiðar Hermannsson, gerðar- beiðandi Bæjarsjóður Selfoss. Gagnheiði 40, hlutar 1-2, 2-1, 2-2 og 2-4, Selfossi, þingl. eig. Hreið- ar Hermannsson, gerðarþeiðendur sýslumaðurinn á Selfossi, Lands- banki íslands 0112, Iðnlánasjóður, Örn Hauksson, Trésmiðja Akra- ness hf. og Bæjarsjóður Selfoss. Grashagi 5, Selfossi, þingl. eig. Guðlaug Ásgeirsdóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, Kristín Guðmundsdóttir og Lífeyris- sjóður verslunarmanna. Grashagi 6, Selfossi, þingl. eig. Valdimar Bragason 'og Hafdís Mar- vinsdóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður bókagerðarmanna og Byggingarsjóður ríkisins. Jörðin Minni-Borg, Grímsn., þingl. eig. Hólmar B. Pálsson, gerðar- beiðendur sýslumaðurinn á Selfossi, Búnaðarbanki (slands og fs- landsbanki hf. 0582. Laufskógar 9, Hveragerði, þingl. eig. Sveinbjörg B. Jónsdóttir, gerðar- beíðendur sýslumaðurinn á Selfossi og Sameinaði lífeyrissjóðurinn. Lyngheiði 18, Hveragerði, þingl. eig. Ingibjörg Erna Þórðardóttir, gerðarbeiðandi islandsbanki hf. 0586. Merkigarður, Stokkseyri, þingl. eig. Helgi Valur Einarsson, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Reykjabraut 3, Þorlákshöfn, þingl. eig. Selma Hrönn Róbertsdóttir, gerðarbeiðendur Lögmenn Suðurlandi og sýslumaðurinn á Selfossi. Skógarspilda úr landi Drumboddsstaða, Bisk., þingl. eig. Kristján Stef- ánsson, gerðarbeiðendur Hitaveita Reykjavíkur og Marksjóðurinn hf. Suðurbrún 8, Flúðum, Hrun., þingl. eig. Harji Kjartansson, gerðar- beiðandi sýslumaðurinn á Selfossi. Votmúli I, Sandvíkurhr., þingl. eig. Alþert Jónsson og Freyja Hilmars- dóttir, gerðarbeiðandi Þór hf. Sýslumaðurinn á Selfossi, 17. ágúst 1995. Tré og runnar í garðplöntustöðinni Nátthaga, Ölfusi, fæst úrval trjáa og skrautrunna, m.a. brárunni, eik, beyki, álmur og gullregn, ásamt alls konar sígrænum „krúttrunnum", alparósum, klifurplöntum og berjarunnum. Einnig 6 víði- tegundir af harðgerðum úrvalsstofnum, ræktaðar í 2ja lítra pottum fyrir síðsumar- og haustgróðursetningar og staði sem mikið mæðir á. Opið alla daga kl. 10-19. Sími 483 4840. SAMIIANI) UNCRA ýlÁLFST/EOISMANNA XXXIII sambandsþing Sambands ungra sjálf- stæðismanna 18.-20. ágúst á Akureyri Okkar framtíð Föstudagur: 14.00-18.00 Skráning þingfulltrúa hefst í VMA (Verkmenntaskólanum á Akureyri). 18.00-19.15 Setning sambandsþings SUS í VMA. Formaður Samþands ungra sjálfstæðismanna, Guðlaugur Þór Þórðarson, setur þingið. Ávarp Svanhildar Hólm Valsdóttur, formanns f.u.s. Varðar á Akureyri. Ávarp formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Odds- sonar, forsætisráöherra. 19.30- 20.20 20.30- 22.20 22.30- 23.30 24.00 Kvöldverður í fþróttahöllinni; nautakjötspottréttur með hrísgrjónum, salati, brauði og kartöflugratíni. Fundur þinggesta með ráðherrum Sjálfstæðisflokks- ins í Gryfju VMA. Móttaka í boði gestgjafa í Góða dátanum, í sama húsi og Sjallinn. Geysigleði að eigin vali. Laugardagur: 7.00-10.00 10.00-12.30 12.30- 13.30 13.30- 17.00 17.00-19.00 20.00 24.00 Morgunveröur. Nefndastörf. Hádegisverður; rjóma-, skinku- og rækjupasta með ostabrauði. Nefndastörfum og þingfundi haldið áfram. Skoðunarferð. Hátíðarkvöldverður í Sjallanum, þríréttuð máltið. Rjó- malöguð grænspergilssúpa, kókoshjúpaðar lamba- lundir með gljáðu grænmeti og mildri piparsósu, app- elsínufrómas með rjómatoppi. SUS-dansleikur í Sjallanum með stórhljómsveitinni KOL. Sunnudagur: 7.00-10.00 Morgunverður. 10.00-12.00 Þingfundur og nefndastörf. 12.00-13.00 Hádegisverður, blómkálssúpa og brauð. 13.00-17.00 Þingstörf, kosningar og þingslit að þeim loknum. Nefndafundir og sjálft þinghaldið fer fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Þinggjaldið er 2.500 krónur. *í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.