Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 41 Frá Jóni Jónssyni: í MORGUNBLAÐINU frá 30. maí sl. er bréf frá Reyni Eyjólfssyni varðandi skýringu á nafninu Mygludalir, en tilefni bréfsins það sem ég sagði og ekki sagði í gönguför á Búrfell þann 17. s.m. Bréfritari er ekki sáttur við mína skýringu og er þá vissulega jafnt á komið með okkur að hvorugur er sáttur við skoðun annars. Það má vel heita glappaskot af mér að nefna kísilgúr í þessu sam- bandi því það á ekki við fyrr en leifar kísilþörunganna hafa náð að mynda setlag, en slíkt er ekki þarna að sjá á yfirborði. En því notaði ég þetta orð að ég veit að það þekkja allir. Ekki vildi ég þreyta fólk með því að nánar gera grein fyrir minni skoðun á upp- runa nafnsins. Svæði þetta, í heild, Símaskráin - upplagt efni í gesta- þrautir Frá Óttari Kjartanssyni: í FYRIRSÖGN þessa pistils tek ég mér það bessaleyfi að seilast til orða sem Þorsteinn Sæjnundsson, stjörnu- fræðingur, notar í skarpri grein um símaskrána okkar „Nokkur orð um símaskrána" og birtist í Morgunblað- inu 12. ágúst sl; Þorsteinn hittir að vanda naglann á höfuðið þegar hann fjallar um margvíslega annmarka á þessari mest lesnu bók á íslandi, þar sem saman er komin fjölbreytt flóra af villum, ónákvæmni, skipulagsleysi og rugli, sem ekki skal fjölyrt um hér, þótt auðvelt væri að auka þar ýmsu við dæmasafn Þorsteins. Eitt af því sem Þorsteinn gagnrýn- ir er skipting skráarinnar í nafna- og atvinnuskrá, sem reynist vera með ólíkindum handahófskennd og höfuðverkur notendum og vafalaust útgefendunum líka. Hver hefur ekki lent í því að fletta sitt á hvað í báð- um skránum áður en hann finnur það sem að er leitað — ef hann þá finnur það. Hér vil ég koma á framfæri, eða öllu fremur ítreka, hugmynd sem fleiri hafa vafalaust velt fyrir sér, um annars konar skiptingu á skránni í tvær bækur en þá sem plagar okk- ur nú um stundir: Símaskráin árið 1995 er samtals 1192 blaðsíður, sem skiptist í 720 blaðsíðna nafnaskrá og 472 blað- síðna atvinnuskrá. Þessi skipting verði lögð af. Hinsvegar verði tekin upp ný einföld skipting skráarinnar sem felst í því að símaskrá Reykja- víkur og nágrennis verði látin skipa eina bók og í annarri bók verði skrá landsbyggðarinnar ásamt gulu síð- unum o.fl. Fyrrnefnda bindið yrði þá um 640 blaðsíður og hið síðara ná- lægt 550 blaðsíðum, miðað við stærð skráarinnar í ár. Þetta yrðu heppileg hlutföll og skiptingin þeim kostum gædd að enginn þyrfti lengur að velkjast í vafa um í. hvort bindið skal seilast þegar fletta þarf upp á símanúmeri. ÓTTAR KJARTANSSON, Kópavogsbraut 100, Kópavogi. GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR KETILL MÖRKINNI 3 • SlMI S88 0640 KR. 7.600 BRÉF TIL BLAÐSINS Myglan í Mygludölum einkennist af samfelldu graslendi ofan á hrauni, einfaldlega af grónu hrauni. Jarðvegsmyndun á þessu svæði ætla ég að orðið hafi á þann veg, sem nú skal greina. Endur fyrir löngu mun grunnvatn hafa staðið þarna hátt í sprungum og hraunbollum og náð a.m.k. tímabundið að mynda tjarnir, en slíkt er kjörsvæði fyrir kísilþör- ungagróður. Þarna hafi því fljót- lega myndast kísilgúrlag, sem þétti hraunið, eða öllu heldur hraunin, því þau eru þarna a.m.k. 2, en líklega 3. Eftir það kom annar vatnagróður til og loks jarð- vegur nokkuð blandaður áfoki. Með borun gegnum jarðlögin mætti auðveldlega leiða í ljós hvort þetta er rétt eða ekki. Ætti þá að bora í dýpstu laut. Mér sýn- ist að bréfritari mætti vel endur- skoða hugmynd sína um jarðvegs- myndun á þessum stað og helst, með nokkurri varúð, nota orðið „áreiðanlega". Skoðun mín á upp- runa nafnsins er byggð á eftirfar- andi: Ég kom þarna fyrst fyrir mörgum árum, löngu áður en ég hafði heyrt nafnið. Auðsætt var að þá hafði vatn nýlega staðið þar í lægstu lautum, sigið niður, en í grasinu var eftir hvít slikja sem, hvað lit varðar, minnti nokkuð á myglu. Þegar ég, löngu síðar, heyrði um þetta örnefni, fannst mér það koma óvenju vel heim við það, sem ég hafði séð. Sennilega var þarna um að ræða Melosira- tegundir kísilþörunga, en þar tengjast sellurnar saman í langar keðjur. Ljóst er að þarna er grunn- vatnsstaða að jafnaði há og nær tímabundið til yfirborðs í tjörnum. Nú fer grunnvatnsstaða lækkandi og ekki þætti mér ólíklegt að svona nokkuð mætti nú fínna í grasi í Helgadal, sem nýlega er komið á þurrt. Líka ætla ég að sjá megi ljósa rönd í jarðvegi í bökkum Kaldár og hvítt lag á steinum og klöppum við ána. Þetta eru kísilþörungar, væntanlega einkum tegundir sem fremst er að finna í köldu, tæru vatni. Að bera fyrsta landnáms- manninum á brýn sérvisku er óvið- felldið. Með okkur öllum bludnar nokkur sérviska, kunnum bara mismunandi vel með að fara. Hún er vandmeðfarin vandakind, sem þarfnast taumhalds og stjórnunar. Mér kemur Ingólfur fyrir sem grandvar maður, sem í hógværð fól örlög sín æðri máttarvöldum. Fóstbróðir hans bauð þeim birginn og tapaði. JÓN JÓNSSON, Smáraflöt 42, Garðabæ. Verið velkomin! í stöðvum Landsvirkjunar! Komið og kannið Landsvirkjun Búrfells-, Hrauneyjafoss-, og Sigöldustöð. Laxárstöðvar og Kröflustöð. Opið hús laugardaginn 19. ágúst kl. 13-17. Þá verða eftirtaldar stöðvar til sýnis:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.