Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 18. ÁGLIST 1995 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Endurreisum Menningarsj óð MENNINGARSJÓÐUR útvatps- stöðva komst skyndilega í fréttirnar í siðustu viku þegar einn stjórnar- manna, Guðlaugur Þór Jónsson, skor- aði á stjórnvöld að leggja hann nið- ur. Ásta R. Jóhannesdóttir tók svo í sama streng í laugardagsblaði Mbi. og bauðst til að veita honum náðarhöggið sjálf. Hvorki Guðlaugur né Ásta sjá sér ástæðu til að Ijalla um með hvaða hætti á að auka framboð á vönduðu inn- lendu sjónvarpsefni. Því tilgangurinn með stofn- un Menningarsjóðs var að efla innlenda dag- skrárgerð, ekki að standa undir 25% af rekstri _ Sinfóníunnar, eins og Ásta segir. Það átti að vera aukahlut- verk sjóðsins. í áranna rás varð það aukahlut- verk að aðalhlutverki. Upphaflega runnu 17% af tekjum hans til hljómsveitarinnar, en nú ríf- lega helmingur. Endurreisum Menningarsjóð Einfaldasta og áhrifaríkasta meðal- ið til að efla innlenda dagskrárgerð er að fmna Sinfóníunni annan tekju- stofn og endurreisa Menningarsjóð. Leggja þarf niður styrki til sjónvarpsstöðvanna, segir Anna Th. Rögnvaldsdótt- ir, og beina þeim til sjálf- stæðra framleiðenda. Hann er fjármagnaður með 10% gjaldi á auglýsingar í ljósvakamiðlum og ég er ekki viss um að almenningur í land- inu sé jafn frábitinn þeirri tilhögun og þau Guðlaugur og Ásta. Sjónvarps- stöðvar eru reknar á fákeppnismark- aði og tilvalið að þær leggi fáein pró- sent af tekjum sínum í nýsköpunarsjóð á sviði dagskrárgerðar. En vera má að einhver hafí tillögur að hentugri tekjustofni. Nýsköpun í dagskrárgerð Lögin um Menningarsjóð eru mis- heppnuð, enda samin í einhverju ráð- leysi og dáðleysi sem kom yfir menn þegar einkaréttur ríkisins á ljósvaka- miðlun var afnuminn 1986. En nú eru aðstæður gjörbreyttar. Árið 1992 var gerður sérstakur samningur um aðild íslands að Media áætlun ESB um eflingu kvikmynda- og dagskrár- gerðar. Þetta er áætlun sem boðar umskipti í evrópskum dagskráriðn- aði. Breyttir framleiðsluhættir eru að færa íslendingum tækifæri á sviði dagskrárgerðar sem þá óraði ekki fyrir árið 1986. En þau tækifæri nýtast ekki nema lögum um Menn- ingarsjóð sé breytt. Þær lagabreyt- ingar eru einfaldar. Það þarf að breyta stjórnarfyrirkomulagi og það þarf að leggja niður styrki til sjón- varpsstoðvanna sem slíkra, og beina þeim ti! sjálfstæðra framleiðenda. Menningarsjóður þarf að vera óháður Það er mjög brýnt að úthlutunar- valdið sé í höndum fagmanna sem hafa innsýn í dagskráriðnaðinn. Sjóð- urinn þarf á starfsmanni að halda sem veit hvers íslensku sjónvarps- stöðvarnar óska eða vænta af sjóðn- um; hann þarf að sækja ráðstefnur, námskeið og helstu markaði fyrir sjónvarpsefni og afla sér þekkingar, t.d. á fjármögnunarleiðum, og miðla henni til kvikmynda- og dagskrár- gerðarmanna. Hann þarf að fjalla um umsóknir jafnóðum og þær berast, vera fær um að marka sjóðnum metn- aðarfulla úthlutunarstefnu og gera strangar kröfur til umsækjenda, er verði þeim hvatning til að vanda til þeirra verkefna sem þeir sækja um styrk til. Hann þarf að gera átak í að bæta handritsgerð og þróun verk- efna, sem eru stærstu brotalamirnar i innlendri dagskrárgerð. Og síðast en ekki síst, hann þarf að geta unnið heill og óskiptur að því að framfylgja markmiðum sjóðsins. Núverandi skipan mála er sú að RÚV og einkareknar stöðvar eiga hvor sinn fulltrúa í þriggja manna stjórn, sem einnig sér um úthlutun. Þessi tilhögun hefur reynst frámunalega illa. Þetta er ekki meint sem sneið til þeirrar stjómar sem nú situr. Hún hefur unnið vel og m.a. sett sjóðnum starfsreglur, sem er forsenda þess að hægt sé að meta umsóknir skipulega. Það er meira en allar fyrri stjómir sjóðsins hafa afrekað samanlagt. Sljórnvöld eiga að efla sjálfstæða framleiðendur Það er ekkert vit í að nota peningana til að styrkja sjón- varpsstöðvamar; það era sjálfstæðu framleiðendumir sem koma með er- lent fjármagn inn í landið. Þeir hafa aðgang að þeim sjóðum og áhættu- lánakerfum sem Island er aðili að, ekki sjónvarpsstöðvamar. Efling inn- lendrar dagskrárgerðar veltur á meira fjármagni. Við verðum að nýta okkur þær fjáröflunarleiðir sem bjóð- ast og það getum við ekki nema efla sjálfstæða framleiðendur. Það er beinlínis óæskilegt að styrkja sjónvarpsstöðvar. Þótt fjár- máladeildir séu fylgjandi styrkjum, er ekki víst að dagskrárdeildum sé mikill akkur í að fá þá. Það er hætt við að árvissir styrkir úr Menn- ingarsjóði hafi í för með sér niður- skurð á fjárveitingum til dagskrár- deilda. Styrkir úr Menningarsjóði mega ekki verða þess valdandi að sjónvarpsstöðvarnar verji minna af sínu aflafé til dagskrárgerðar en þær gerðu ella. Það er hagkvæmt að sjónvarps- stöðvarnar nýti mannafla sinn, tæki og aðstöðu eins vel og unnt er, til dagskrárframleiðslu. Til að svo megi verða þurfa þær að tryggja dagskrár- deildum sínum fjárhagslegt öryggi til að skipuleggja framleiðsluna 2-3 ár fram í tímann. Minna má það ekki vera. Þær eiga ekki að þurfa að elt- ast við sjóði á ári hveiju. Það er tímasóun og vitleysa og tíðkast hvergi á byggðu bóli. Ákvarðanataka úti í bæ Menningarsjóður veitir ekki fram- leiðslustyrki nema önnur hvor inn- lendu sjónvarpsstöðvanna hyggist taka verkin til sýninga og kaupa sýn- ingarréttinn. Það er því ekki rétt sem Ásta R. Jóhannesdóttir segir, að ver- ið sé að færa dagskrárvaldið út í bæ. Sjálfstæðir framleiðendur þurfa vit- anlega fyrst og fremst að hugnast dagskrárstjórum sjónvarpsstöðv- anna. Takist þeim það, geta þeir sótt um styrk. Það er algjör misskilningur að hagsmunir sjónvarpsstöðvanna felist í því að framleiða sem mest sjálfar. Stöðvamar þurfa að bera allan kostn- að af gerð þess dagskrárefnis sem þær framleiða sjálfar. En bjóðist þeim dagskrárefni frá sjálfstæðum fram- leiðendum kaupa þær einungis sýn- ingarréttinn, sem er mun ódýrari kostur. Sjónvarpsstöðvunum er mikill hag- ur í því að innlendum framleiðslufyr- irtækjum vaxi fiskur um hrygg; því öflugri sem þau verða, þeim mun meira verður stöðvunum úr því fé sem þær hafa til ráðstöfunar. Hljóðvarp Menningarsjóður útvarpsstöðva er fjármagnaður af öllum ljósvakamiðl- um og veitir framlög til dagskrár- gerðar í sjónvarpi og hljóðvarpi. Ég fjalla hér einungis um framleiðslu sjónvarpsefnis og sleppti því að minn- ast á hljóðvarp til að íþyngja textan- um ekki um of. Höfundur er kvikmyndagerðar- maður. Anna Th. Rögnvaldsdóttir UXI95 frá sjónarhóli heilsugæslunnar Haukur Matthildur Valdimarsson Pálsdóttir AÐ LOKINNI tón- listarhátíðinni UXI 95, sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri nú um nýliðna versl- unarmannahelgi, þykir okkur undirrituðum ástæða til að gefa landsmönnum innsýn í þann þátt sem að okk- ur starfsfólki heilsu- gæslunnar sneri. Það var í júní sem fyrstu fréttir bárust af væntanlegri útihátíð á Kirkjubæjarklaustri, þeirri fyrstu sinni teg- undar á staðnum. Um árabil hafa ferðamenn fjölmennt að Klaustri um verslun- armannahelgi en fjölskyldufólk og erlendir ferðamenn hafa verið mest áberandi í þeim hópi. Það var því vissulega í vændum bæði kvíðvæn- legt og spennandi verkefni að tak- ast á við, þar sem bjartsýnustu menn spáðu komu tíu til fimmtán þúsund unglinga. Samningum við tónleikahaldara miðaði hægt fram- an af og var því ekki hægt að skipu- leggja móttökuna fyrr en vel var liðið á júlímánuð. Heilsugæslan á Klaustri Á Klaustri er H1 heilsugæslu- stöð með lækni, hjúkrunarforstjóra, ljósmóður og ritara. Þessi mann- skapur sinnir að öllu jöfnu rúmlega sex hundruð manna héraði sem staðsett er milli Sanda. Að vísu margfaldast íbúatalan flestar helg- ar yfir sumartímann vegna ferða- manna án þess að aukið sé við mannafla á heilsugæslustöðinni. Það var því ljóst að talsvert þyrfti að auka þjónustugetuna á væntan- legum tónleikum ef vel ætti að vera, ekki vegna tónleikanna eða unglinganna sem kæmu til með að sækja þá, heldur vegna hins mikla fjölda sem búist var við að sýndi sig. Alls störfuðu fjórir hjúkrunar- fræðingar og fjórir læknar ásamt fimm sjúkraflutningamönnum við heilsugæslu þá sjötíu og tvo tíma sem hátíðin stóð yfir. Auk þess var unnið í nánu samstarfi við björgun- arsveitarmenn á staðnum. Komið var upp sjúkramóttöku á móts- svæðinu þar sem unnt var að sinna öllu því helsta sem uppá kom. Al- varlegri tilfelli voru send á heilsu- gæslustöðina, sem er í þriggja kíló- metra fjarlægð frá mótssvæðinu, en þar er m.a. aðstaða til að taka röntgenmyndir, framkvæma ein- faldar blóð- og þvagrannsóknir, gifsa og hafa fólk tímabundið und- ir eftirliti. Eiturlyf Aðsóknin að tónleikunum var mun minni en búist var við. Ástæð- ur þess eru ekki ljósar, en ýmsir telja að fjölmiðlaumræðan fyrir samkomuna hafi haft neikvæð áhrif á aðsóknina. Talað var um dóphátíð; alsæla og amfetamín flytu um í stríðum straumum og að þeir sem ekki hefðu ánetjast slíkum efnum, myndu gera það á hátíðinni. Það er því afar skiljan- legt að unglingar sem eru afhuga slíku og foreldrar sem vilja allt til vinna að halda börnum sínum frá fíkniefnum tækju stefnuna annað. Reynslan sýndi að flkniefna- Upp til hópa, segja Haukur Valdimarsson og Matthildur Páls- dóttir, eru krakkarnir myndarlegir, vel inn- rættir, opnir, heiðarlegir og skemmtilegir. nðysla var lítil á einhveijum mæli- kvarða sem lögreglan notar. Það er hins vegar alvarlegt umhugsun- arefni að starfsmönnum heilsu- gæslunnar bárust endurtekið frétt- ir af mönnum sem buðu unglingun- um eiturlyf „frítt“, þ.e.a.s. reyndu að tæla þau til að verða fastir við- skiptavinir. Nokkrir unglingar létu glepjast og upplifðu vonda vímu sem síðan leiddi til heimsóknar í sjúkramóttökuna. Starfið Fyrsti sólarhringurinn í sjúkra- móttökunni var annasamastur því þá leituðu flestir sér aðstoðar vegna meiðsla í kjölfar áfloga og annars ofbeldis. Eftir það var aðalverkefn- ið að sinna snúnum eða brotnum ökklum, ýmiss konar verkjum, bijóstsviða í kjölfar landadrykkju og sólbruna vegna þeirrar einmuna veðurblíðu sem ríkti alla helgina. Samvinna við björgunarsveitir, starfsfólk Rauða kross hússins, Stígamótakonur og lögreglu var með miklum ágætum og unnu allir að því sem einn maður að vaka yfir velferð unglinganna. Það var athyglivert að sjá hvemig allt þetta fólk umgekkst unglingana með ró- semd og virðingu þrátt fyrir tals- vert annríki á köflum. Cheerios kynslóðin Það er álit okkar sem stjórnuðum heilsugæsluhópnum á þessari um- töluðu hátíð um verslunarmanna- í í i l I 1 í ! I í \ \ i ! I Börn og mannréttindi í TILEFNI af þeirri umræðu sem hefur fylgt í kjölfarið á sýn- ingu myndarinnar „Biðsalir dauðans" í ríkissjónvarpinu lang- ar mig til að leggja orð í belg um mannréttindi barna. Ég læt það liggja á milli hluta hvað mér fannst um myndina sem heimilda- mynd en hún hlýtur að gefa tilefni til þess að alþjóðasamtök, sem láta sig varða mann- réttindi og velferð barna, kanni málið bet- ur og leggi sitt eigið mat á meðferð og stöðu stúlkna í Kína. Reyndar ættu mannréttindasamtök almennt að veita mannréttindabrotum á börnum meiri gaum en þau hafa gert. Með tilkomu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hefur þó orðið nokkur breyting þar á undanfarin ár. Síðastliðið haust stóðu Barna- heill fyrir ráðstefnu sem bar heitið „Mannréttindi barna“. Þannig vildu samtökin leggja áherslu á að börn eiga sín eigin réttindi, þau eiga rétt á skólagöngu, heilsugæslu, umgengni við báða foreldra o.s.frv. Einstaklingum, stofnunum og yfir- völdum ber skylda til að tryggja börnum þessi réttindi eins og þau eru sett fram í Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna og í íslenskum lög- um. Velferð barna á sem sagt ekki bara að mótast af almennum og oft óljósum velvilja eða ölmusu heldur af ákveðnum mannrétt- indum. Fullorðnir eiga síðan að kenna börnum eftir því sem hæfir aldri þeirra og þroska að réttindum fylgja ætíð ákveðnar skyldur. Sýning myndarinnar „Biðsalir dauðans“ vakti upp tilfinningar sem erfitt er að lýsa. Fyrstu viðbrögð voru einhvers konar sam- bland af reiði, sorg en ekki síst magnleysi. Sú spurning vaknar ætíð við aðstæður sem þessar; hvernig hægt sé að vera svona grimmur og tilfinningasljór fyrir þjáningum meðbræðra sinna eða í þessu tilviki meðsystra sinna. Marg- ir hljóta einnig að hafa spurt sjálfan sig; hvað get ég _gert til að hjálpa þessum börnum? I heimsbókmennt- um og sagnfræðibókum má margt lesa um grimmd mannsins og til- fínningalegan sljóleika og ætti því ekki að koma á óvart. En það er alveg sérstaklega erfitt að sætta sig við þessa eiginleika mannsins þegar í hlut eiga varnarlaus börn, jafnvel kornabörn. En grimmd og alvarleg mannréttindabrot gagn- vart börnum eru algeng um allan heim. Jafnvel má fullyrða að enginn Grimmd og alvarleg mannréttindabrot gegn börnum, segir Kristín Jónasdóttir, eru algeng um allan heim. þjóðfélagshópur verði fyrir jafnm- iklum og alvarlegum mannréttinda- brotum og börn. Einn helsti bölvald- urinn er fátækt og fáfræði sem oft er náinn fylgifiskur fátæktarinnar. Vart þarf að fjölyrða um áhrif stríðsátaka á líf og velferð barna. Sýning myndarinnar „Biðsalir dauðans“ vakti athygli okkar á mjög neikvæðum afleiðingum ein- bimisstefnu kínverskra yfirvalda. Ekki skildi ég myndina svo að það væri stefna yfirvalda í Kína að út- rýma stúlkubörnum heldur að þau ( lokaðu augunum fyrir þeim afleið- ingum sem einbirnisstefnan hefur á líf kínverskra stúlkubarna. Nær alls staðar í heiminum eru börn gróflega vanrækt, yfirgefin og oft seld. Nútíma þræíahald felst fyrst og fremst í þrælahaldi á börn- um í ýmiss konar verksmiðjum og öðrum vinnustöðum. Hver hefur ekki heyrt talað um götubörnin t.d. í Suður-Ameríku sem mörg hver sjá fyrir sér með vændi og svo . mætti áfram telja. Helst viljum við • loka augunum og láta sem þetta Kristín Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.