Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ J. RAGNHILDUR BRYNJÓLFSDÓTTIR + Jóhanna Ragn- hildur Brynj- ólfsdóttir eða Ragnhildur eins og hún var kölluð fæddist á Sjónar- hóli á Vatnsleysu- strönd 28. október 1917. Hún andaðist á Landspítalanum 10. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Brynj- ólfur Olafsson frá Uxahrygg í Lan- deyjum, f. 20 apríl 1875, d. 18. sept. 1959, og kona hans Jónína Sig- ríður Jónsdóttir frá Vestur- holti Eyjafjöllum, f. 3. sept. 1877, d. 13. júlí 1934. Börn Brynjólfs og Jónínu voru Olaf- ía Margrét, f. 21. júní 1908, d. 31. okt. 1941, Andrés, f. 1910, d. sama ár, Andrea Dagbjört, f. 6. maí 1912, d. 31. júlí 1968. Uppeldissonur þeirra Sveinn Samúel Samúelsson, f. 28. júlí 1922. Hálfbróðir Ragnhildar er Rúnar Brynjólfsson af seinna hjónabandi Brynjólfs, f. 5. okt. 1936. Hans móðir var Guðrún Árnadóttir, f. 10. júní 1898, d. 4. maí 1975. Hinn 31. desember 1938 gift- ist Ragnhildur Þórarni Stein- þórssyni, f. 6. júní 1909, d. 26. jan. 1966. Hann ólst upp á Þor- valdsstöðum á Bakkafirði. Þau áttu sitt heimili í Reykjavík, síðast á Kleppsvegi 38. Dætur þeirra eru tvær: 1) Erna, f. 5. ágúst 1938, d. 10. maí 1980. Fyrri maður hennar var Guðmundur Arons- son, f. 3. ágúst 1936. Seinni maður Halldór Bjarnason, f. 14. okt. 1942. Þeirra sonur er Þórarinn Halldórs- son, f. 28. mars 1973. Einnig áttu þau óskírðan son, f. 28. nóv. 1971, d. 3. des. sama ár. 2) Margrét Jónína, f. 13. apríl 1948, gift Sigurfinni Vilmundarsyni, f. 10. maí 1947. Þau eru búsett í Efsta-Dal og eiga eina dóttur, Kristrúnu, f. 4. mars 1968. Maki hennar er Guðmundur Böðvar Böðvarsson, f. 18. mars 1966. Þeirra börn eru Krist- björg, f. 17. maí 1991, og Ragn- ar Ingi, f. 30. apríl 1994. Syst- urdóttir Ragnhildar, Erla Sig- urðardóttir, f. 29. des. 1929, d. 21. jan. 1995, átti heimili hjá henni og Þórarni eftir lát móð- ur sinnar Ólafíu Margrétar. Börn Erlu eru Ólafur, Guð- ríður, Júníus, Bryndís, Sigrún og Þórarinn Guðjónsbörn. Þessi sex systkin voru Ragn- hildi mjög kær og leit hún á þau sem sín eigin barnabörn og þeirra börn eins og sín langömmubörn. Utför Ragnhildar fer fram frá Fossvogskirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. MIG langar að minnast hennar ömmu Rögnu með nokkrum línum. Nú er hún komin til afa, sem hún heiðraði svo iðulega með blómi við myndina af honum öll þau ár sem hún bjó ein. Ég veit að henni líður þar vel. Mér er efst í huga þakklæti að hafa fengið að kynnast ömmu Rögnu. Hún var manneskja sem mikið er hægt að læra af. Amma leitaðist við að sjá það jákvæða í öllum hlutum og hún beið ekki eft- ir að hlutirnir gerðust heldur hófst þegar handa af mikilli elju ef verk- efni lágu fyrir. Hún var ætíð hress og ung í anda og fylgdist þannig með nýjum tímum að í mínum huga Varð hún aldrei gömul. Á sínum búskaparárum höfðu amma og afi ekki mikið handa á milli en amma var sérlega lagin við að gera gott úr litlu. Þetta sáum við í fínasta bakkelsi sem hún bak- aði úr ódýru hráefni og fjölskyldan þekkir orðið úr uppskriftirnar henn- ar ömmu Rögnu. Heimilið var alltaf skínandi og fallegt þótt hún þyrfti að vinna allan daginn til að sjá fyr- ir fjölskyldunni á þeim árum sem afi var veikur. Alla tíð lagði hún sig í líma við að hafa fjármálin í lagi og láta enda ná saman sem hefur ekki alltaf verið auðvelt. Amma saumaði föt á sig og fjöl- , skylduna. Hún var alltaf með handavinnu uppi við og hún saum- aði, heklaði og pijónaði ófáa flíkina á mig og dúkkurnar mínar. Undan- farin ár hefur hún pijónað sokka, vettlinga og fínar peysur á mig, unnusta minn og börnin okkar. Eg sá um daginn að heima í Maríu- bakkanum bíða fallegar ókláraðar, fjórbanda peysur á langömmubörn- in. Amma bróderaði margar fínar myndir sem prýða heimili hennar og nokkrar úr afgöngunum af þeim að auki. Amma sagði sjálf að henni fyndist hún alltaf þurfa að hafa Wthvað á milli handanna og ég man eftir tímabili þar sem sjón- varpssokkar runnu út úr höndunum á henni fyrir framan sjónvarpið. Amma var íþróttamanneskja og einn af stofnendum FH. Þar var hún í sýningarflokki í fimleikum og spilaði handbolta. Henni þótti sér- >staklega gaman að fylgjast með handboltakeppnum í sjónvarpi og síðast á Landspítalanum nú í vor. Amma var sterk og liðug og það er ekki langt síðan ég man að amma lagði sig saman með lófa í gólf. Amma var elegant kona og hafði yndi af að vera fín og vel til fara og ber klæðaskápurinn hennar þess glöggt merki. Stundvísi vildi hún líka viðhafa og varla man ég eftir því að það þyrfti að bíða eftir ömmu. Það var gott að vera hjá ömmu Rögnu og þakklæti er okkur báðum barnabörnum hennar í huga þegar við minnumst þeirra ára sem við á sitthvorum tíma bjuggum hjá henni. Hún stjanaði við okkur á alla kanta og vildi okkur alltaf það besta svo ofdekrun var nærri sanni. Amma eldaði bragðgóðan mat og þegar við komum að austan í erilsama bæjarferð var ekki við annað kom- andi en fá hjá henni veislumat fyr- ir heimferð. Þetta eru notalegar stundir sem sitja eftir í minning- unni. Amma stóð fyrir því að halda utan um afkomendur foreldra sinna með ættarmótum. Þar var hún hrókur alls fagnaðar, létt og kát eins og alltaf og með húmorinn í lagi. Þessar samkomur hafa gefið okkur góðar minningar og styrkt fjölskylduböndin og þeim verður að viðhalda. Ömmu þótti erfitt að vera ein Iangtímum saman í Reykjavík og dvaldist því oft fyrir austan hjá mömmu. Þegar hún var ein í Maríu- bakkanum höfðu þær Erla systur- dóttir hennar daglega samband og var henni visst öryggi í því. Eftir að Erla lést í byijun þessa árs tók Bryndís dóttir hennar við þessu hlutverki og var amma henni því þakklát. Undanfarnir mánuðir hafa verið ömmu erfiðir, það veit ég eftir að hafa fylgst með hvernig henni versnaði af veikindum sínum. Mamma annaðist hana og sat hjá henni síðustu mánuðina sem var ömmu mikils virði því hún vildi hafa sína nánustu hjá sér í þessari þrekraun. En aldrei vildi hún kvarta þótt verkirnir sæktu á og aldrei glataði hún reisn sinni. Hjúkrunar- fólkið á deild 11-E á Landspítalan- um reyndist henni yndislegt í erfið- um veikindum sem og Dúna, Rún- ar, Óli og fleiri sem litu svo oft inn til að stytta daginn hjá mömmu og henni. Ég kveð Ömmu Rögnu með sökn- uði í trausti þess að henni líði nú vel hjá fólkinu sínu sem þegar er farið til betri staðar. Guð blessi minningu hennar. Kristrún Sigurfinnsdóttir. Það ríkir vissulega hryggð meðal ættingja og vina Ragnhildar Brynj- ólfsdóttur nú þegar hún hefur kvatt þessa jarðartilvist. En jafnframt er hugurinn fullur þakklætis, bæði vegna þess að erfiðu veikindastríði er lokið og síðan vegna þeirra hug- ljúfu minninga sem allir sem hana þekktu geyma með sér. Ragna hafði oft á orði í sínum veikindum að hún væri mjög sátt við að kveðja. Lífið hefði gefið henni margt til þess að gleðjast yfir og ekki kviði hún þeim vistaskiptum sem hún vissi vel að væru í vænd- um. Það er einmitt þetta jákvæða við- horf sem mér fínnst að hafi ein- kennt lífshlaup systur minnar. Hún fékk þó sannarlega sinn skerf af áföllum sem komið geta fyrir ein- staklinginn á lífsgöngu sinni. Ragna er aðeins 17 ára þegar hún missir móður sína og það má nærri geta hve erfítt það er fyrir ungling á hennar aldri. Tveimur árum síðar kemur móðir mín, Guðrún, inn á heimili þeirra og samband þeirra var ávallt mjög gott. Ung giftist Ragna Þórarni Stein- þórssyni, miklum sómamanni. Ég minnist þess vel hve gaman var þegar þau komu í heimsókn í Strandarhúsið í Hafnarfirði, því þeim fylgdi alltaf glaðværð og smit- andi hlátur. Stundum var farið í ferðalög og djúpt í endurminningunni sitjum við í „boddýbfl“ á leið til Þingvalla ásamt Döggu systur og hennar fjöl- skyldu. Það var sannarlega glatt á hjalla. Þær systur voru þijár og eru nú allar látnar. Ólafía lést árið 1941 og Dagbjörg lést 1968. Þau Ragna og Þórarinn eignuð- ust tvær dætur, Ernu og Margréti Jónínu. En eins og áður sagði var lífið ekki alltaf dans á rósum og Þórarinn missti snemma heilsuna þó aldrei drægi hann af sér né kvartaði. Hann lést langt um aldur fram, aðeins tæplega sextugur. Og enn eitt áfallið varð þegar eldri dóttir hennar, Erna, lést að- eins 42 ára að aldri. Ef til vill hefur samband þeirra mæðgna Rögnu og Margrétar styrkst enn frekar við þessi erfiðu áföll. Ragna dvaldi langdvölum hjá dóttur sinni og manni hennar Sig- urfinni Yilmundarsyni, sem Ragna mat alla tíð ákaflega mikils. Þau búa í Efstadal í Laugdælahreppi og talaði Ragna oft um það hve vel henni liði í sveitinni og þar naut hún samvista við þau sem voru henni kærust og þar voru ömmu- börnin tvö, Kristrún og Þórarinn, sonur Ernu, sem þau hjón tóku að sér eftir andlát hennar. Þó fjölskylda Rögnu væri ekki stór er samt vel við hæfi að tala um stórfjölskyldu hennar. Samband hennar við systurbörn sín var mjög gott og sérstaklega tengdist hún náið þeim Erlu, dóttur Ölafíu, og Guðjóni manni hennar og börnum þeirra öllum. Erla lést fyrr á þessu ári úr sama sjúkdómi og sat Ragna langdvölum við sjúkrabeð hennar. En samband þeirra mæðgna, Rögnu og Margrétar var einstakt. Það hefur vakið aðdáun og virðingu okkar sem fylgdumst með erfiðu veikindastríði systur minnar síðustu mánuði hvernig Margrét annaðist móður sína. Segja má að hún hafi ekki vikið frá móður sinni mánuðum saman og reynar hélt hún til á spít- alanum síðustu dagana þar til yfir lauk. Ragnhildur Brynjólfsdóttir skilur eftir sig góðar minningar og hún kvaddi sátt við guð og menn. Við Dóra sendum Margréti og Sigurfinni, Kristrúnu og fjölskyldu hennar og Þórarni innilegar samúð- arkveðjur um leið og við vitum að hugljúfar minningar draga úr sár- um söknuði. Rúnar. Andlát náins ættingja kemur allt- af jafn illa við okkur, jafnvel þótt við vitum að hveiju stefnir. Ég hélt að ég væri viðbúinn, en hver er það? Ragna frænka hefur alltaf ver- ið til staðar síðan ég man fyrst eft- ir mér, hvemig á ég nú að sætta mig við það að hún sé það ekki leng- ur? Ég minnist þess þegar ég var lítill, mamma og Ragna voru alltaf svo samrýndar. Eitt lítið dæmi um það eru jóla- og áramótaboðin, Ragna sá um fjölskylduboðin á ann- an í jólum en mamma á nýársdag. Mínar fyrstu minningar af jólaboð- unum eru frá því þegar Ragna og Doddi bjuggu í Bergstaðastræti. Ég man líka, að ég velti því oft fyrir mér hvort ég gæti ekki eiginlega sagt að Magga væri systir mín, svo mikill var samgangurinn milli íjöl- skyldnanna. Eftir að báðar systumar voru orðnar ekkjur ferðuðust þær mikið saman, og þá var það oftar en ekki Ema sem keyrði þær á „MoskanunT um landið. Þær fóru líka saman í sína fyrstú utanlandsferð sumarið 1966, þá „tóku þær það með trompi" og lögðu undir sig Mið-Evrópu, ferð- uðust til Luxemborgar, Frakklands, Þýskalands, Sviss, og gott ef ekki Ítalía var með líka! Mömmu entist ekki aldur til að ferðast frekar til útlanda, en Ragna lét það ekki aftra sér, meðal annars'var hún rétt ný- komin úr ferðalagi til Spánar í til- efni af sjötugsafmæli sínu, þegar hún nokkrum dögum seinna kom samferða bræðrum mínum og þeirra fjölskyldum að heimsækja mig til Svíþjóðar þegar ég varð fertugur. Allir hrifust af ferskleika hennar og kátínu, snyrtimennsku og dugn- aði til allra verka. Enginn sem hitti hana af okkar kunningjum í Svíþjóð vildi trúa því að hún væri orðin sjö- tug! Ég held að það hafi verið þá, sem börnin okkar fóru að velta því fyrir sér, hvort ekki væri hægt að kalla hana „vara-ömmu“, eða bara hreinlega ömmu, enda hefur hún um árabil verið sameiningartákn innan fjölskyldunnar og ættarmót hafa verið ákveðin í samráði við hana sem „höfuð ættarinnar", nú síðast fyrir rúmu ári síðan. Átti hún þá orðið erfitt um gang, en það hamlaði henni ekki, hún mætti á ættarmótið með staf við hönd og var hrókur alls fagnaðar. Þess vegna var líklega svo erfitt að sætta sig við og skilja, hve lengi hún þurfti að þjást áður en hún fékk hvíldina, bæði á sjúkrahúsi og einnig heima í Efstadal, þar sem Magga hjúkraði henni af miklum dugnaði með hjálp fjölskyldunnar. Kallið kom á fimmtudaginn var, og mikið ósköp er tómt að hugsa til þess að hún er ekki lengur hér. Þrátt fyrir söknuðinn sem þjakar okkur öll, erum við samt glöð og fegin að vita að nú líður henni vel, hún er komin í ný heimkynni, þar sem eilíft ljós lýsir henni og á móti henni tóku Doddi, Erna og öll hin, sem voru farin á undan henni. Elsku Magga, Siffi, Doddi, Kristrún og fjölskylda, ég bið algóðan Gúð að styrkja ykkur. Blessuð sé minning Rögnu frænku. Ef á mínum æfivegi ástvinum ég sviptur er, Guðs son mælir; Grát þú eigi, geymdir eru þeir hjá mér, aftur gefa þér skal þá, þar, sem hel ei granda má. (H.Hálfd.) Brynjar Dagbjartsson. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snert- ir mig og kvelur. En þegar þið hlæ- ið og syngið með glöðum hug, lyft- ist sál mín upp í móti til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf.ók.) Þín Berglind. Elsku frænka, eins og þú varst alltaf kölluð af okkur og okkar fólki. Erfið er kveðjustundin svo fljótt eftir að við kvöddum mömmu. Aðeins var hálft ár á milli ykkar og það er okkar trú og huggun að hún mun taka á móti þér. Nú rifjast upp ýmislegt í huga okkar allra, allar þær ánægjustund- ir sem við áttum sem börn í jólaboð- unum á Kleppsveginum, því jóla- boðin þín frænka voru engum lík. Og seinna meir ef eitthvað var um að vera í fjölskyldunni, var alltaf sagt, mamma, pabbi og frænka því alltaf vildum við að þú værir með. Frænka mín, ef eitthvað átti að fara eða gera þá varst þú manna fyrst að segja já, og taka þátt svo létt og kát, hvort sem það var ferðalag eða skemmtun. Ófáar voru stundirnar hjá okkur sem börn og unglingar er við komum til þín í mat í hádegi eða bakkelsi um miðj- an daginn og að ógleymdum skons- unum þínum frænka. Frænka okkar, við kveðjum þig með miklum söknuði og minningin um þig mun alltaf vera sterk í hjarta okkar. Elsku Magga, Siffi, Kristrún og Doddi, megi Guð styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. (Þýð.S. Egilsson) Kveðja, Guðríður, Bryndís, Júníus og Þórarinn. Þegar ég horfi til baka, þá kem- ur í ljós að margar af mínum bestu minningum eru tengdar Frænku. Oft tók hún mig með sér í ferða- lög, þennan litla snáða sem vissi varla hvað sveit var. Hún fór með mig í Landeyjarnar og að Klausturhólum til Nínu frænku. En það var erfitt að kenna borgar- drengnum sveitasiði, og þegar snáðinn uppgötvaði það að mjólkin kom úr kúnum þá drakk hann ekki mjólk í nokkur ár. Þessar ferðir með Frænku eru mér ógleymanlegar. Ég gat sjaldan skýrt fyrir öðrum tengsl mín við Frænku. Hún var að vísu ömmusystir mín, en hún var miklu meira. Frænka og mamma voru líkari nánum systr- um. Og að öllum öðrum ólöstuðum þá held ég að mamma hafi verið hennar besta vinkona. Ef eitthvað var um að vera í fjölskyldunni í seinni tíð, þá komu þau saman Frænka, mamma og pabbi. Mér er það minnisstætt þegar mamma og Frænka sögðu mér frá því þegar ég var að koma í heiminn. Sjúkra- bíllinn mættur á staðinn, allir komnir inn, Doddi heitinn stóð í dyragættinni á inniskónum til að kveðja, en sagði síðan; „Ég kem bara líka með.“ Þetta sýnir að við vorutp öll ein stór fjölskylda. Jólaboðin hjá Frænku og Dodda á jóladag voru hluti af okkar bernsku, því tilhlökkunin hjá okkur systkinunum var svo mikil að þegar við vorum búin að opna jólapakk- ana, þá sögðum við; „Hvenær för- um við til Frænku?“ Þegar við Frænka vorum að rifja upp liðna tíð í sumar, þá kom glampi í augun og við héldum áfram að tala og tala, því við áttum svo margar sameiginlegar minn- ingar. Þegar mamma veiktist í vetur, þá var Frænka hennar stoð og stytta eins og þær voru hvor ann- arri alla tíð. Og þegar mamma dó þá leið ekki langur tími þar til Frænka var orðin alvarlega veik. Hún háði erfiða baráttu, en var alltaf sú fallega Frænka sem ég mun minnast. Hjartans þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, þennan borgar- dreng. Élsku Magga, Kristrún og fjölskyldur, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra. Olafur Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.