Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIG URBJORN PÉTURSSON + Sigurbjörn Pét- ursson fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð 20. des- ember 1926. Hann lést á Landakots- spítala 10. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Valrós Baldvins- dóttir, f. 1887, d. 1958 og Pétur Jón- asson, f. 1880, d. a 1943. Systkini hans voru: 1) Brynhild- ur, f. 1910, 2) Bald- ur, f. 1916, 3) Þór, f. 1919, d. 1953, 4) Jóhanna, f. 1921. Sigurbjörn kvæntist 27. september 1952 Jónínu Arna- dóttur frá Hjalteyri, f. 17. ág- úst 1927. Foreldrar hennar voru Þóra Stefánsdóttir, f. 1891, d. 1981 og Árni Jónsson, f. 1882, d. 1950. Dætur Sigur- björns og Jónínu eru 1) Þóra, bókasafnsfræðingur, f. 23. mars 1953 gift Þórði Valdi- marssyni, viðskiptafræðingi, f. 1950. Börn þeirra: Björn Þór Sigbjörnsson, dagskrárgerðar- maður, f. 1972, í sambúð með Ástríði Þórðardóttur, við- skiptafræðingi, f. 1967, Katrín, f. 1976, María, f. 1982. 2) Snjólaug, hjúkr- unarfræðingur, f. 20. febrúar 1956 gift Magnúsi Guð- mundssyni, raf- eindavirkja, f. 1954. Börn þeirra: Sigur- jón, f. 1982, Ragn- heiður Guðrún, f. 1985. 3) Valrós, iðjuþjálfi, f. 9. nóv- ember 1958 gift Halldóri Guð- mundssyni, tæknifræðingi, f. 1955. Börn þeirra: Egill, f. 1985, Edda, f. 1987, Fríða, f. 1994. Sigurbjörn lauk stúdents- prófl frá Menntaskólanum á Akureyri 1947 og prófi í tann- lækningum frá Háskóla Islands 1954. Hann starfaði sem tann- læknir á Dalvík og í Reylqavík. Utför Sigurbjörns verður gerð frá Fossvogskirkju i dag kl. 15. ÞAÐ VAR sérstakt að dvelja á Hjalteyri í sumar. Það var eins og eitthvað vantaði í þetta litla sjávar- þorp við Eyjafjörð. Það var líka þannig, afí var ekki þar eins og venjulega þegar ég sótti þorpið heim. Hann átti við veikindi að stríða sem komu í veg fyrir að hann gæti farið norður og sinnt sumarverkunum. Sótt sjóinn og gert annað það sem hann var van- ur að gera. Það var hinsvegar allt eins og það átti að vera þegar ég fór þang- að í fyrra, afi á sínum stað. Hann stundaði útgerðina sína, lagði rauðsprettunet og renndi fyrir þorsk. Stundum bar vel í veiði, netin voru full og það beit á hvern krók og þá var kátt á eyrinni. Stundum var ekkert að hafa og þá var bara vonað að það gengi betur næst. Hjalteyri var líf og yndi afa míns og flestar mínar minningar um hann tengjast henni. Afi gerði ýmislegt til að gera mig sjófæran. Hann gaf mér björg- unarvesti og bússur þegar ég var -*enn bamungur og þannig var ég gjaldgengur háseti um borð í Þór. Stundum fékk ég líka að vera stýri- maður en afi var alltaf skipstjórinn sem sagði hvar skyldi rennt fyrir næst. A unglingsárunum fór það svolítið í taugarnar á mér að fá engu ráðið en aldrei hvarflaði að mér að hreyfa andmælum við því sem hann sagði, það var allt svo satt og rétt þegar betur var að gáð. Þó að Hjalteyri hafí skipað stór- an sess í lífi afa, var líka ýmislegt annað sem hann hafði mætur á. Hann fylgdist alla tíð vel með frétt- um, hlustaði á útvarp og las blöð. Krossgátur og aðrar þrautir máttu - ekki framhjá honum fara og spila- stokkur var gjaman innan seiling- ar. Þá hafði hann gaman af skák og þó að við gerðum lítið af því að tefla saman fór hann stundum með mig á stórmót inná Loftleiðir, þegar frægir kappar vom meðal þátttakenda. íslenskt mál var afa hugleikið og frá því að ég komst til vits og ára ræddi hann við mig um ýmsar ambögur sem hann heyrði í útvarpi eða sá á síðum blaða. Tel ég mig búa vel að þeim samtölum okkar. .A Það verður öðruvísi að vera á Hjalteyri eftir að afi er fallinn frá. Tómlegra. Ég verð ekki vakinn framar með þeim orðum að fiskur- inn bíði ekki í allan dag. Nú er það annarra að taka við skipstjórninni. Með afa mínum er genginn góð- ur vinur. Blessuð sé minning hans. Björn Þór Sigbjörnsson. Hann var drengur góður - setn- ing sem lýsir vel mági mínum og kæmm vini, Sigurbirni Péturssyni tannlækni frá Hjalteyri, sem lést 10. þessa mánaðar og er í dag kvaddur hinztu kveðju. Drengskapur hans kom gleggst fram í umhyggju fyrir öðrum, hversu vel hann reyndist öllum sem til hans leituðu, lagði ríka áherzlu á að ekki hallaði á þá sem við hann skiptu, bar að því er virtist hag og líðan annarra fremur fyrir bijósti en sjálfs sín. Hann hafði mikla sam- úð með öllum sem áttu erfitt og undir högg að sækja, reyndi eftir megni að koma til hjálpar þar sem hjálpar var þörf, átti í slíkum tilvik- um aðeins eina höndina - þá sem gaf - ekki hina sem tók við endur- gjaldi. Sigurbjörn var mikill Norðlend- ingur og þá einkum Hjalteyringur. Reykjavík var honum einungis gisti- staður þaðan sem hugurinn stefndi ávallt ,heim“ - þ.e. til Hjalteyrar. Meðan hann var tannlæknir á Dal- vík fór hann alltaf heim til Hjalteyr- ar að loknum vinnudegi, um 20 km, jafnt sumar sem vetur, sama hvem- ig viðraði. Komst hann þá oft í hann krappan í vetrarhríðum, en það aftraði honum ekki, hann fékk sér bíl sem rann gegnum eða yfir flesta skafla, heim skyldi hann kom- ast. Auðvitað var það ekki einungis staðurinn, sem dró hann til sín þá, heldur fjölskyldan, sem unni honum mjög - og sú ást var gagnkvæm - hans mikilhæfa eiginkona og þijár afar vel gerðar dætur. Sigurbjörn og systkini hans erfðu hús foreldra sinna á Hjalteyri, Ás- garð, sem reistur var á sama tíma og síldarverksmiðjan tók þar til starfa og þar bjuggu Sigurbjörn og fyölskylda meðan þau störfuðu fyrir norðan. Systkini Sigurbjarnar dvöldust þá gjarnan hjá þeim á sumrin. Svo þegar fjölskyldan flutt- ist suður fyrir um 20 árum var Ásgarður alltof stór sem sumarbú- staður og var því seldur, en systkin- in keyptu og gerðu upp gamla hús- ið, æskuheimili sitt, þar sem þijú yngri systkinin voru fædd. Það hafði á verksmiðjutímanum verið nýtt fyrir skrifstofur og þurfti end- urbóta við og breytinga til að koma þvl í fyrra horf, sem var gert. Það hús hefur frá því það var reist ver- ið nefnt Péturshús og stendur þarna á sjávarbakkanum. I því húsi hafa systkinin dvalizt með fjölskyldum sínum undanfarin sumur og þar var Sigurbjörn í essinu sínu. Að honum hvarflaði jafnvel eftir að hann veikt- ist í janúar síðastliðinn, að hann hresstist nægilega til þess að geta séð Péturshús, þó ekki væri nema í nokkra daga. Af því varð þó ekki. Áhugamál Sigurbjamar Péturs- sonar náðu harla langt út fyrir það svið sem hann hafði valið sér að starfa á, tannlækningarnar. Meðal annars var hann góður sagnfræð- ingur enda allra manna minnugast- ur. Vitaskuld var saga Hjalteyrar kjörsvið hans í sagnfræðinni og hafði hann safnað að sér öllum til- tækum gögnum um það efni. Full- yrði ég að engir hafa hvorki fyrr né síðar vitað meira en hann um uppbyggingu og þróun þessa við- felldna eyfírzka sjávarþorps. Fyrir fáum árum var gerð sjónvarpsmynd um Hjalteyri og sögu hennar og hefur hún verið sýnd í sjónvarpi, að minnsta kosti tvisvar sinnum, og vakið athygli. Sigurbjöm var að sjálfsögðu aðalheimildarmaður og viðmælandi myndgerðarmannsins, enda er myndin svo vel heppnuð bæði að efni og skipulagi að mörg kauptún og bæir á íslandi munu óska sér að eiga álíka mynd um sína sögu. Sigurbjörn Pétursson er allur, en minning drengskaparmannsins sér- stæða mun lifa í hugum þeirra sem þekktu hann. Við hjónin, Jóhanna systir hans og ég, vottum Jónínu konu hans, dætrunum þremur og barnabömunum átta djúpa samúð. Tíminn síðan hann veiktist hefur verið þeim erfíður. Og hann hefur einnig verið okkur hjónunum erfið- ur. Við höfum bæði misst kæran bróður og vin. Sigurbjörn var rhikill vísnamað- ur, kunni ógrynni vísna og orti sjálf- ur en fór dult með það. Mér fínnst vel við eiga að enda þessar línur með vísu eftir frænda hans, Símon Dalaskáld, sem hann mælti fram þegar hann leit Hjalteyri í fyrsta sinn fyrir rúmum 100 árum: Hjalteyri, í boga björt, breiðist fram í víði, hana Drottinn hefur gjört hagleiks meður prýði. Blessuð sé minning Sigurbjarnar Péturssonar. Eiríkur Hreinn Finnbogason. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinb. Egilss.) Mig langar til að minnast elsku afa Bödda með nokkrum orðum. Mér finnst svolítið erfítt að ímynda mér að samverustundir okkar verði ekki fleiri og þeirra mun ég sárt sakna, en nú streyma um hugann góðar minningar og þá er stutt í brosið. Afi var ósköp heimakær svo að þegar ég leit inn þá var hann venju- lega heima og var svona eitthvað að bauka eins og hann sagði sjálf- ur. En hann hafði alltaf tíma fyrir mig og það leið ekki á löngu áður en brauðið var farið að ristast og við sátum í eldhúsinu og ræddum um daginn og veginn og skiptumst á fréttum. Hann hlustaði á það sem var að gerast hjá mér og ég fékk að heyra nýjustu tíðindi, bæði utan úr heimi og af fjölskyldunni því afi fylgdist grannt með öllu. Hann sagði alltaf svo vel og skemmtilega frá og sögunum hans frá liðinni tíð og æskuárunum hafði ég sérstaklega gaman af. Sumar heyrði ég oft en það var bara betra. Afi hafði góða kímnigáfu og í eld- húsinu var jafnan hlegið dátt. Við höfðum það líka að fastri venju þegar ég var í heimsókn að spila Kasínu en þá var aðalskemmt- unin reyndar fólgin í því að þræta um hvort okkar væri nú lélegra og þegar amma var heima hló hún og hristi höfuðið yfir vitleysunni í okk- ur. Afi gat oft verið mjög stríðinn og ég lærði fljótt að svara um hæl en setning eins og: „Æ þú ert nú svo vitlaus Kata mín“ var orðin hinn hlýlegasti frasi. Ég bar mikla virðingu fyrir skoð- unum afa og oft leitaði ég álits hjá honum ef eitthvað var að vefjast fyrir mér. Hann hafði ætíð ánægju af því ef hann gat eitthvað hjálpað, til dæmis varðandi nám og var hann yfirleitt vel heima-á hvaða sviði sem um ræddi, sérstaklega ef það snerti móðurmálið sem hann hafði yndi af að velta fyrir sér. Ef kom fyrir að hann hafði ekki fullkomin svör handa mér fór hann að grúska. Það boðaði venjulega komu vors- ins fyrir mér þegar afí fór að ókyrr- ast og iða í skinninu eftir að kom- ast á sjó á æskuslóðunum norður á Hjalteyri. Það sagði hann það al- besta og tilhlökkunin skein úr and- litinu. Hann undi sér best sem næst hafinu og þegar þau amma fluttu á Tjarnarbólið fannst honum það mikill kostur að sjá út á sjóinn heiman úr stofu. En þetta vor leið öðruvísi en öll önnur og nú hefur afí fengið hvíldina og er kominn þangað sem honum líður betur. Líf- ið heldur áfram en minningin um góðan vin og ástríkan afa mun fylgja okkur um ókomna daga. Elsku ömmu Jonnu bið ég guðs engla um að vaka yfir og vernda. Eg þakka fyrir allar þær dýr- mætu stundir sem ég fékk notið með afa Bödda. Blessuð sé minning hans. Katrín. Mig langar til að minnast kærs frænda, móðurbróður míns, Sigur- björns Péturssonar, eða Bödda eins og hann var kallaður af flestum. Böddi greindist með krabbamein fyrir nokkrum mánuðum og ekki reyndist unnt að snúa við þeirri þróun sem þá var hafín. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í nánu sambandi við Bödda og Jonnu, Jónínu Árnadótt- ur, konu hans. I mínum huga voru Böddi og Jonna alltaf eitt. Framan af æsku minni bjuggu Böddi og Jonna í sömu húsum og foreldrar mínir. Það má því nærri geta að samgangur var mikill og líf okkar tvinnaðist á margan hátt saman. Litlir heimagangar geta eflaust verið þreytandi fullorðnu fólki en aldrei minnist ég annars en að ég væri aufúsugestur hjá Bödda og Jonnu hversu göfugt eða ógöfugt sem erindið væri. Sama var uppi á teningnum eft- ir að þau fluttu „heim“ til Hjalteyr- ar. Þá dvaldi ég hjá þeim um lengri eða skemmri tíma og alltaf var mér faðmurinn opinn. Ég minnist Bödda fyrst og fremst sem góðs vinar. Hann brosti að misvitlausum uppátækjum og studdi gott framtak. Þannig var fyrsti knattspyrnubúningur minn Þórsbúningur Bödda og mikils- verður vísir að frímerkjasafni kom frá Bödda. Örlæti Bödda var meira en flestra. Hann kunni betur listina að gefa en þiggja. Gamansemi Bödda var einstök og stutt í stríðnina sem alltaf var þó góð og ljúf. „Nú ertu eins og mamma þín,“ var honum tamt að segja ef honum tókst að_ kalla fram hjá mér skapbrigði. Ég gat þó goldið í sömu mynt með því að draga heim með mér flækingsketti því Böddi óttaðist fátt meira í líf- inu en loðna ferfætlinga. Þótt tannlækningar væru ævi- starf Bödda var hugurinn líklega meira bundinn við sjóinn. Böddi fæddist inn í síldarævintýrið á Hjalteyri og hafði alla tíð mikinn áhuga á síld og sjómennsku. Hann var manna fróðastur um starfs- hætti síldaráranna og naut ég þess oft að sitja með honum og heyra hann segja frá síldarárunum og liðinni tíð á Hjalteyri. Böddi var manna fróðastur um hvort tveggja og hefði ég viljað að samveru- stundir sem þessar hefðu orðið fleíri. Það er gott að hafa kynnst og eignast að vini ljúfling eins og Bödda. Mér er mikið þakklæti í huga þegar ég minnist hans. Jonnu, dætrunum Þóru, Snjó- laugu og Valrósu, tengdasonum og barnabörnum sendi ég sam- úðarkveðjur. Þeirra missir er mik- ill. Pétur J. Eiríksson. Elsku afí okkar Böddi er dáinn. Við eigum eftir að sakna hans mik- ið. Okkur dettur margt í hug þegar við minnumst hans, bæði hér í Reykjavík og ekki síður á Hjalt- eyri, því þar leið honum best. Við fískverkunarborðið fyrir utan Pét- urshús stóð hann oft, milli þess sem hann kenndi okkur að dorga og bjó til færi handa okkur. Hann gekk stundum með okkur um Eyrina, þar sem hann þekkti hvern einasta stein og sagði okkur sögur frá í gamla daga. Hann vissi allt um Hjalteyri. Stundum fór hann með okkur á sjó, á bátnum sínum, honum Þór. Það er ekki hægt að minnast afa án þess að detta í hug krossgátur og myndagetraunir. Afí sendi oft lausnir í okkar nafni og fengum við því oft send verðlaun. Afa þótti gaman að spila á spil og var því oft spilað þegar við kom- um í heimsókn. Hann sagði oft áður en við byrjuðum að spila: „Sá vinnur sem tapar“. En samt vann hann okkur oft. Afí var mikill Hjalteyringur og honum fannst að Hjalteyri og Eyja- Q'örðurinn væri fallegasti staður á landinu, hann þyrfti því ekki að fara neitt annað, þarna væri best að vera. Afi minn! Þú varst svo mikið veikur, en núna líður þér vel. Elsku amma Jonna. Guð styrki þig og geymi. Blessuð sé minning afa Bödda. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sængjnni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthúsum) Sigurjón, Ragnheiður Guð- rún, María, Egill, Edda, Fríða. Að fæðast — lifa — deyja. Þessi áfangaskipti jarðneskrar tilvistar okkar fáum við engu ráðið um. Við vitum fullvel, að eitt sinn skal hver deyja. Éngu að síður kveinkum við okk- ur, þegar dauðinn, sjálfur loka- áfanginn, kveður dyra og hrífur brott einhvern sem stendur okkur nær og okkur þykir vænt um. Svo er nú, þegar nýtt skarð er höggvið með fráfalli Sigurbjörns Pétursson- ar tannlæknis í stúdentaárganginn okkar frá M.A. — árið 1947. 50 ára stúdentsafmælið er skammt undan og við gerumst göm- ul og grá. En við höldum áfram hópinn og látum engan bilbug á okkur finna, þegar við hittumst til árlegs fagnaðar og kyijum Ramma- slag Stephans G. af litlu minni til- þrifum en í morgunsöng forðum á Sal í gamla M.A. Með Sigurbirni, sem við í okkar hópi kölluðum aldrei annað en Bödda, áttum við sameiginlegan fjársjóð minninga frá glöðum menntaskólaárum — þegar sólin skein í heiði, þótt hann rigndi. Við tengdumst þá vináttuböndum, sem hafa haldið fram á þennan dag. Við minnumst Dimittenta-kvöldsins okkar, þegar Böddi ávarpaði frönskukennafann, öðlinginn Þór- arin Björnsson, — á frönsku með elegans. Við minnumst skíðaferð- anna í Utgarð og ævintýralegrar fjallgöngu á Súlur, sem bekkurinn okkar, 4. bekkur M—B hlaut sem 2. verðlaun frá skólanum, einn frí- dag, fyrir góða tímasókn og stund- vísi. 1. verðlaun, tvo frídaga, hrepptu garparnir í 4. bekk A, sem bættu um betur og klifu sjálfan Kaldbak í hæstu hæðir. — Eða hef- ir nokkurt okkar gleymt hringdans- insum í kringum rauðkyntan risaofn frá gólfí til lofts í gömlum her- bragga, sem næturstað austur á Jökuldal í fimmta-bekkjar ferðalag- inu okkar um Austurland. (Jafngildi útskriftarferða nýstúdenta í dag — til fjarlægra heimsálfa). Að sjálf- sögðu heiðraði Austfjarðaþokan okkur með nærveru sinni en hún skyggði ekki baun á ferðagleðina. — Hve lengi gæti ég haldið áfram? Böddi var drengur góður, vin- sæll og skemmtilegur félagi, gat rifið af sér lúmska brandara, þegar sá gállinn var á honum. í rauninni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.