Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ __________________________________FRÉTTIR___________________ Matsmannafélag íslands gagnrýnir reglugerð um snjóflóðavarnir Tiltekin ákvæði fráleit ALVARLEG slys hafa orðið við samningu reglugerðar um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum sem ráðherra félagsmála undirrit- aði 2. ágúst sl., að sögn Gunnars Torfasonar, _ formanns Mats- mannafélags íslands. Matsmannafélagið hefur nú sent félagsmálaráðuneytinu ítar- legar athugasemdir vegna þess- arar reglugerðar, sem Gunnar seg- ist vona að leiði til skjótra við- bragða af hálfu ráðherra. I athugasemdum félagsins er bæði að finna harðorða gagnrýni á þau ákveði reglugerðarinnar sem félaginu finnst fráleit og bent á leiðir til úrbóta. Gunnar segir at- hugasemdimar nær einskorðast við endurskoð- un matsþáttar reglugerðarinnar, en ekki sé tekin afdráttarlaus afstaða til mismununar þeirrar sem felist í 6. grein laganna að mati félagsins. Þar er kveðið á um misháar greiðsl- ur til húseigenda á hættusvæði, eftir því hvort þeir búi áfram í sveitarfélaginu eða flytji burt. Alrangt fyrirkomulag í greininni er m.a. gert ráð fyrir að stað- greiðslumarkaðsverð húseigna utan hættu- svæðis skuli vera til viðmiðunar við kaup á húsum á hættusvæði. Rísi ágreiningur um það verð skuli kveðja til tvo matsmenn. Eigi húseig- andi hins vegar ekki kost á sambærilegri hús- eign í sveitarfélaginu, er heimilt að miða greiðslu við brunabótamat að viðbættu gatna- gerðargjaldi. Síðan segir að sé brunabótamat hærra en endurstofnverð skuli miða við endurstofnverð. Náist ekki samkomulag um verð skal vísa málinu til matsnefndar eignarnámsbóta. Sveit- arfélag skal annast greiðslur til húseiganda. „Eigi húseigandi ekki kost á sambærilegri húseign en vilji byggja nýtt íbúð- arhús í sveitarfélaginu, er bent á heimild til að miða greiðslur við brunabótamat húseignar að við- bættum nýjum gatnagerðargjöld- um. Þarna eru menn á villigötum. Brunabótamat á að endurspegla efnisleg verðmæti fasteignar. Fyrirkomulagið samkvæmt reglu- gerðinni er því alrangt, þar sem fremur á að bæta mönnum hús- eignir á markaðsverði, sem endur- speglar raunverulegt verðmæti þess. Hér er hins vegar verið að ræða um allt annan hlut en mark- aðsverð, auk þess sem gatnagerð- argjöld sveitarfélags ættu aldrei að verá hluti af bótagreiðslum ofanflóðasjóðs. Hvort sveitarfélag vill hygla íbúunum með niðurfellingu gatnagerðargjalda, á að vera. einkamál þess en ekki hvíla á öxlum opinbers sjóðs sem inniheldur skattfé almennings. Strax vakna líka spurningar um hvort sá húseigandi sem selur og flyst brott úr viðkomandi sveitar- félagi eigi einnig að fá greitt gatnagerðar- gjald. Á kannski einnig að mismuna þegnunum hvað þetta varðar," segir Gunnar. Ósamræmi verður mikið Samkvæmt ákvæðum greinarinnar þurfa þrír aðilar, húseigandi, sveitar- félag og ofanflóðasjóður að vera sammála um hvert sé staðgreiðslumarkaðsverð í hveiju til- viki. Að öðrum kosti á að dómkveðja tvo mats- menn af héraðsdómi í því umdæmi sem húseign er í. „Hér skapast mikill vandi ef tryggja á sam- ræmi í mati á markaðsverði. Héraðsdómar eru alls átta og í flestum dómumdæmum geta kom- ið upp voveifleg atvik sem kalla á dómskvaðn- ingu matsmanna til að ákveða markaðsverð húseigna. Reglugerðin kveður ekki á um hvort matsmenn skuli vera heimamenn eða ekki, sem skapar hættu á að til starfans veljist menn með mjög mismunandi hæfni, bæði hvað reynslu og kunnáttu snertir, frá einum tíma til annars og einu umdæmi til annars. Samræmi í mötum verður lítið eða ekkert,“ segir Gunnar. Félagið gerir ennfremur athugasemdir við 4. og 10. grein reglugerðarinnar. I fyrri grein- inni er kveðið á um að sveitarstjórnir annist samninga um kaup eða flutninga á húseignum. í seinni greininni segir að viðkomandi sveitar- sjóður sé eigandi keyptra húseigna en nýting þessara húseigna sé þó háð samþykki Almanna- varna ríkisins og lögreglustjóra. Hætta á hagsmunaárekstrum „Sveitarstjórnir hafa alltof mikilla hagsmuna að gæta til þess að geta annast þessa samninga- gerð við kjósendur sína. Veruleg hætta er á að til óeðlilegra hagsmunatengsla komi, enda byggðarlögin flest fámenn. Hér er verið að ráðstafa hundruðum milljónum og jafnvel millj- örðum af almannafé, þ.e. þeim 90% af kaup- verði sem ofanflóðasjóður greiðir en ekki fjár- munum sveitarsjóðs nema að litlu leyti. Auk þess er heimildarákvæði til lánveitinga úr ofanflóðasjóði fyrir þeim 10% af kaupverði sem sveitarfé- lögum ber að greiða. Síðarnefnda ákvæðið undirstrikar því miður einnig vel hversu óraunhæft það er í raun og veru að sveitarfélag sé samn- ingsaðili um kaup á húseignum fyrir almannafé, sem verða svo eign sveitarfélagsins." Gunnar segir ennfremur stóran galla á grein- argerðinni að ákvæði vantar um allar fasteign- ir aðrar en íbúðarhús, þar á meðal atvinnuhús- næði, atvinnutæki og útihús til sveita. Reglu- gerðin virðist einhverra hluta vegna miðast alfarið við þéttbýliskjarna. Gunnar Torfason „Bæta á húseignir á markaðs- verði“ Sigurður Óskursson lögg. fasteignasuli Suðurlandsbraut 16 símar 588 0150 og 588 0140 Fax 588 0140 ÓDÝRAR ÍBÚÐIR Lausar strax eða fljótlega. íbúðir fyrir skólafólk Kleppsvegur 83 fm 4. hæð 5 herb. 2,3 áhv. 6,5 millj. Hringbraut 62 fm 2. hæð 3 herb. 2,7 áhv. 5,0 millj. Ránargata 58 fm1. hæð 3 herb. 2,5 áhv. 5,7 millj. Öldugata 66 fm 4. hæð 4 herb. 3,1 áhv. 5,2 millj. Austurströnd 67 fm 4. hæð 2 herb. 3,8 áhv. 6,5 m./bílskýli/lyfta Vallarás 54 fm 5. hæð 2 herb. 2,4 áhv. 5,0 millj. /lyfta Rofabær 53 fm 2. hæð 2 herb. 2,8 áhv. 4,9 millj. Miklabraut 67 fm 3. hæð 4 herb. 2,0 áhv. 4,7 millj. /ósamþ. Jörðtil sölu Til sölu er góð bújörð í Grímsnesi með allri áhöfn og vélum. Um er að ræða u.þ.b. 380 ha lands á góðum stað í Grímsnesi, þar af um 45 ræktaðir. íbúðarhús, 252 fm, byggt 1955; fjós fyrir 24 gripi, með áburðarkj. og hlöðu, fjárhús fyrir 240 fjár og hlaða. Vélageymsla og refahús, 837 fm. Hesthús, 3 dráttarvélar og allar venjulegar heyvinnuvélar, 17 kýr og 130 ær, 20 gemsar, 3 hross. Greiðslumark í mjólk 43.000 I og greiðslumark í sauðfé 2.053 kg. Jörðinni fylgja ekki veiðiréttindi. Jörðin gefur ýmsa möguleika, svo sem ferðaþjónustu og skógrækt. Tilvalin jörð fyrir hestamenn. Ásett verð kr. 31.200.000. Nánarí upplýsingar eru á skrífstofu Lögmanna Suður- landi, Austurvegi 3, Selfossi; ekki í síma. Mál Sophiu Hansen rætt á þingi ÖSE ÖSE-ÞINGIÐ er þingmannasamtök aðildarríkja ÖSE, Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu. Árlegur fundur ÖSE-þingsins var haldinn í Ottawa dagana 4.-8. júlí sl. Fulltrú- ar Alþingis notuðu tækifærið til að hitta tyrkneska starfsbræður sína. Fundur var haldinn miðvikudaginn 5. júlí og sátu hann Pétur H. Blönd- al, formaður íslandsdeildarinnar, Guðjón Guðmundsson og Hjálmar Árnason og tyrknesku þingmennirnir UIuc, Giirkan og Ahmet Feyzi í nceöz. Tilefni fundarins var að ræða málefni Sophiu Hansen og dætra hennar. íslensku fulltrúarnir lögðu fram gögn frá utanríkisráðuneytinu og fóru yfir staðreyndir málsins. Bentu þeir tyrknesku starfsbræðrum sínum á að blettur félli á annars ágæt samskipti þjóðarinnar þar sem væri mál Sophiu og dætra hennar. Lofaði Ulu? Gurkan að kanna málíð þegar hann kæmi til Tyrklands. Undirstrikaði hann þá skoðun sína að ekki mætti hindra umgengni móður og barna. Dr. Ahmet Feyzi I nceöz kannaðist við rnálið og báðir kváðust þeir ætla að hafa samband við tyrkneskan lögfræðing Sophiu þegar heim væri komið. Aðilar voru sammála um að vera í sambandi til þess að fylgja málinu eftir og hafa íslensku fulltrúarnir þegar áréttað málið við tyrkneska starfsbræður sína. 33. þing SUS sett í dag ÞRÍTUGASTA og þriðja þing Sam- bands ungra sjálfstæðismanna verð- ur sett í dag í húsnæði Verkmennta- skólans á Akureyri. Þingið stendur í þrjá daga. Guðlaugur Þór Þórðarson formað- ur SUS setur þingið um klukkan 18, en að því loknu munu Svanhildur Hólm Halldórsdóttir formaður Varð- ar á Akureyri og Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins ávarpa þingið. Um kvöldið eiga þinggestir kost á að funda með ráðherrum Sjálfstæðis- flokksins í gryfju VMA. Nefndarstörf og þingfundir verða með hefðbundn- um hætti á laugardag og sunnudag, en að auki býðst gestum að sækja skoðunarferðir, dansleik í Sjallanum og hátíðarkvöldverð. Reiknað er með gengið verði til kosninga innan SUS um hádegi á sunnudag og þingi slitið síðdegis sama dag. Hvala- og fuglaskoðun að Eldey FERÐAFÉLAG íslands og Fugla- verndarfélag íslands efna sameigin- lega til hvala- og fuglaskoðunar- ferðar út af Reykjanesi sunnudag- inn 20. ágúst. Siglt verður skipinu Fengsæl frá Grindavíkurhöfn og verður haldið út að Eldey og víðar. Ferðin mun taka um 5 klst. og er brottför með rútu kl. 10 frá BSI eða mæting um borð í Fengsæli við Grindavíkurhöfn kl. 11. Sérfræðingur í hvölum frá Hafrannsóknarstofnun verður með í för og nokkrir sérfræðingar í fuglaskoðun. Skráning er á skrif- stofu Ferðafélagsins að Mörkinni 6. Fólk Framkvæmda- stjóri SÍY • FINNUR Sveinbjörnsson, skrif- stofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra við- skiptabanka. Hann tekur til starfa 1. septem- ber nk. Finnur Svein- björnsson er hag- fræðingur að mennt, Hann lauk háskólaprófum í Englandi (B.Sc.(Econ), University of Leicester) og Bandaríkjunum (M.Á. University of Minnesota). Finnur starfaði í fjár- málaráðuneytinu, fjárlaga- og hag- sýslustofnun 1984-1987 og Seðla- banka íslands 1987-1990. Frá 1990 hefur hann starfað í viðskiptaráðu- neytinu oggegnt starfi skrifstofu- stjóra frá júlí 1991. Innan ráðuneytis- ins hefur hann einkum farið með efnahagsmál, málefni fjármagns- markaðarins, gjaldeyrismál og fjár- festingu erlendra aðila. Finnur hefur verið varafulltrúi íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og bankar- áði Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu og formaður sérfræðinga- nefndar EFTA á sviði ijármálaþjón- ustu og fjármagnshreyfinga. Finnur er kvæntur Dagnýju Hall- dórsdóttur, framkvæmdastjóra. Þau eiga tvö börn. SKÚLI Helgason og Snorri Már Skúlason. Skúli Helgason flytur sig á Bylgjuna • SKÚLI Helgason, annar lengst starfandi starfsmaður Rásar 2, hefur ákveðið að ganga til liðs við ís- lenska útvarpsfélagið. Skúli mun stjórna nýjum síðdegisþætti á Bylgj- unni ásamt Snorra Má Skúlasyni, en þeir sáu sameiginlega um þætti á Rás 2 þegar hún hóf göngu sína árið 1983. Skúli segir margvíslegar ástæður fyrir því að hann söðli um í starfi, en þær helstar að honum gefist tækifæri til að vinna að nýjum og spennandi fréttatengdum þætti, sem eigi að vera tilraun til að vera með upplýst útvarp fyrir fóik sem vilji fylgjast með í stjórnmálum og menn- ingarmálum. „Möguleikinn á að vinna aftur með Snorra Má gerði útslagið, enda gjörþekkjum við hvor annan og unnum vel saman á sínum tíma,“ segir Skúli. Vitræn samkeppni góð Aðspurður segir hann að hvorki beri að líta að þessi um- skipti sem vantraust við dag- skrárstefnu Rásar 2 sem slíka né ríkisrekið útvarp. Sögusagnir um atgervisflótta frá Rás 2 séu orðum auknar og ástæður þeirra fáu ein- staklinga sem hafi hætt þar störfum séu afar misjafnar. „Ég fékk mörg ágæt tækifæri á Rás 2 og skil sáttur við samstarfs- menn mína á Ríkisútvarpinu, en þeir hafa vissulega gott af sam- keppni eins og aðrir og vonandi tekst okkur að veita þeim einhverja vit- ræna samkeppni. ÖIl vistaskipti fela líka í sér áskorun og áhættu, sem er hollt að reyna reglulega." Snorri Már Skúlason hefur verið fréttaritari Stöðvar 2 og Bylgjunnar í Danmörku seinustu ár, og snýr nú heim til starfa en áður en hann hélt utan starfaði hann á fréttastofu íslenska útvarpsfélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.