Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Slagorð Miðflokksins óvinsælt í flokknum NJA-slagorð Miðflokksins mælist ekki alls staðar vel fyrir. Frambj óðendur neita „njá“-inu Kaupmannahöfn. Morgunblaðid. NJÁ-slagorð sænska Miðflokksins í kosningabaráttunni fyrir Evrópu- þingskosningarnar 17. september hlýtur dræmar undirtektir leiðandi flokksmanna. Tveir helstu frambjóð- endur flokksins eru báðir stuðnings- menn ESB og því ósáttir við að vera settir undir svo máttlaust slagorð. Þau Karl Erik Olsson og Karin Starrin, sem bæði hafa setið á Evr- ópuþinginu síðan um áramótin, eru bæði ósátt við að segja „Njá“ við Evrópusamstarfinu, eins og flokk- urinn vill. Þau eru einlægir stuðn- ingsmenn ESB-aðildar og álíta að slagorð flokksins eigi illa við þau og afstöðu þeirra, auk þess sem það lýsi ekki stefnu flokksins. Hún ein- kennist meðal annars af því að styrkja einstök svæði og ákvörðun- arrétt þeirra. Miðflokkurinn býður fram þijá lista til Evrópuþingskosninganna. Olsson og Starrin eru efst hvort á sínum listanum, meðan Hans Lind- kvist, sem leiddi baráttuna gegn ESB-aðild, er efstur á þriðja listan- um. Bildt gagnrýnir Evrópustefnu CARL Bildt, formaður sænska Hægriflokksins, gagnrýndi í vik- unni stjórn jafnaðarmanna harðlega fyrir hvemig hún hefur haldið á málum innan Evrópusambandsins frá því að Svíar gerðust þar aðilar um áramótin. Á blaðamannafundi sagði hann nauðsynlegt að Svíar létu meira til sín taka en raunin hefðu verið til þessa innan ESB. Bildt gagnrýndi m.a. Göran Pers- son fjármálaráðherra fyrir að hunsa ítrekað fundi evrópskra fjármála- ráðherra og taka sér þess í stað frí. Þetta hefði grafið undan trausti á Svíum innan Evrópusambandsins og dregið verulega úr áhrifum þeirra. Þá gæti Jafnaðarmanna- flokkurinn, sem væri klofinn í af- stöðu sinni til ESB-aðildar ekki heldur tryggt Svíum nægileg áhrif innan valdastofnana sambandsins. Á blaðamannafundinum var Bildt spurður að því hvers vegna Evrópu- sambandsaðildin hefði ekki komið efnahagslífi Svíþjóðar til góða. Sagði hann efnahagsvanda Svía vera hmmtailbúinn. „Evrópusam- bandinu er ekki um að kenna held- ur Göran Persson," sagði Bildt. Bildt sagði að brýn nauðsyn væri á því að Svíar tækju þátt í efnahagslegum og peningalegum samruna ESB-ríkjanna (EMU) ef þeir ættu að ná tökum á efnahags- málum sínum. ESB vill eftirlit með kjarnorku- tilraunum Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins vonast til að væntan- legur fundur kjarnorkusérfræðinga ESB-ríiq'a með frönsku stjóminni muni útkljá hvemig hátta megi heimsóknum embættismanna ESB til Mururoa-rifs, þar sem Frakkar framkvæma kjarnavopnatilraunir sínar. í bréfí framkvæmdastjómarinnar til Michel Barniers, Evrópumálaráð- herra Frakklands, sem gert var opinbert á miðvikudag, er lagt til að á fundinum skuli umhverfísáhrif tilraunanna einnig rædd. í síðustu viku féllust Frakkar á að leyfa óháðum vísindamönnum, þar á meðal vísindamönnum á veg- um Evrópusambandsins, að heim- sækja tilraunasvæðið að tilraunun- um loknum. Að fá aðeins aðgang að tilraunasvæðinu eftir að tilraun- irnar hafa verið gerðar finnst fram- kvæmdastjórninni ófullnægjandi og er nú að kanna hvað möguleika hún hefur á afskiptum af framkvæmd þeirra. Lögsaga framkvæmda- stjórnarinnar óviss Vandinn liggur í túlkun 34. greinar EURATOM-samningsins, sem fjallar um kjamorkumál aðild- arlanda ESB. Greinin kveður á um, að þegar um „sérstaklega hættuleg- ar“ tilraunir er að ræða, sem muni hafa áhrif á yfírráðasvæði annarra aðildarríkja, sé samþykkis fram- kvæmdastjómarinnar icrafizt. Ekki hefur enn verið kveðið upp úr um þessa lögfræðilegu spum- ingu. Þess er beðið, að nokkrir meðlimir framkvæmdastjórnarinn- ar komi úr sumarfríi, sem verður í byijun september. Þegar þar að kemur verða tilraunirnar þegar hafnar. ERLENT Bosníiistjórn neitar að hitta Carl Bildt Za^reb. Reuter. HATTSETTIR embættismenn Bosn- íustjórnar neituðu í gær að hitta Carl Bildt, sáttasemjara Evrópusam- bandsins (ESB) og fyrrum forsætis- ráðherra Svíþjóðar, og sögðu að frið- artillögur hans væru úreltar. Króat- ar hafa einnig neitað að tala við Bildt og virðast tillögur Bandaríkja- manna nú vera efst á baugi í Bos- níu og Króatíu. Bildt hefur ekki verið sáttasemj- ari ESB í fyrrum Júgóslavíu nema í nokkrar vikur og nú þegar eru fréttaskýrendur farnir að hafa á orði að hann sé að sökkva í fen balkanskrar þrætubókar og refskák- ar stórveldanna. Ýmist lofaður eða gagnrýndur Bildt var ýmist lofaður sem maður hreinskilinn og staðfastur eða gagn- rýndur fyrir að vera barnalegur og hrokafullur þegar hann kom til starfa í júní. Þá var hann fullur orku og byijaði af krafti. Nú er haft eftir ónefndum stjórnarerindreka að Bildt finnist hann vera „skilinn út undan í augna- blikinu". Hann brást hins vegar kokhraust- ur við viðbrögðum Bosníumanna í gær og sagðist hvort sem er ekki Tillögur Banda- ríkjamanna víkja sendimanni ESB til hliðar hafa haft tíma til að tala við Mo- hamed Sacirbey, utanríkisráðherra Bosníu. Ein ástæða fyrir viðbrögðum Bosníustjórnar kann að vera að Bildt ræddi við serbneska aðskilnaðar- sinna í Genf í síðustu viku. Hins vegar var haft eftir bosnískum emb- ættismanni að tilgangurinn hefði verið að sýna samstöðu með Króöt- um, sem teldu Bildt óæskilegan. Móðgaði Króata Bildt tókst að koma sér úr náð- inni hjá Króötum þegar hann lýsti yfir vanþóknun sinni á ákvörðun stjórnvalda í Zagreb um að hrekja Serba brott frá Krajina-héraði í Króatíu með hervaldi og sagði að Franjo Tudjman forseti ætti á hættu að vera sóttur til saka fyrir stríðs- glæpi. Eftir atburði gærdagsins virð- ist hann hafa komið sér út úr húsi bæði í Zagreb og Sarajevo. Vandræði Bildts hófust hins vegar þegar Bandaríkjamenn höfnuðu samkomulagi, sem hann hafði gert við ráðamenn í Serbíu um að þeir viðurkenndu Bosníu. Sagt er að þá hafi Bildt verið kominn á fremsta hlunn með að segja af sér. Bildt viðurkenndi í gær að tillögur sínum hefði verið ýtt til hliðar, en skoraði á Bandaríkjamenn að taka nú af skarið. „Við í Evrópu höfum verið að þrýsta á Bandaríkjamenn að láta að sér kveða,“ sagði Bildt í Sarajevo. „Að minni hyggju er ekki hægt að knýja fram lausn án þriggja lykilaðilja; Bandaríkjamanna, ESB og Rússa. Lengi vel hefur ekkert bólað á Bandaríkjamönnum, en nú eru þeir mættir til leiks. Við höfum dregið okkur í hlé til að sjá hvort þeir geta fengið hjólin til að snúast.“ Forveri Bildts, breski jafnaðar- maðurinú David Owen, var einnig fullur sjálfstrausts þegar hann hóf störf, en þegar hann fór frá var hann sneyptur og sakaði Bandaríkin um að styðja friðarumleitanir sínar aðeins með hálfum huga. Þeir, sem eru kunnugir Bildt, segja að hann muni ekki una sér í aukahlutverki. Bretar og Frakkar vilja hins vegar að hann gegni starfi sínu áfram. Reuter Minningarathöfn í E1 Salvador BENDIK Eika, bróðir eins Norðmannanna, sem fórust þegar farþegaflugvél hrapaði í fjallshlíð í E1 Salvador fyrr í síðustu viku, set- ur hér norska fánann á slysstað. Sextíu og fimm manns fórust með vélinni og voru fimm Norðmenn þar á meðal. Svarti kassinn með upptökum úr stjórnklefa Boeing 737-vélarinn- ar hefur ekki fundist. Tsjetsjenskir skæru- liðar afvopnast Moskvu. Reuter. Efast um áhrif AZT á alnæmi Boston. Reuter. . BANDARÍSKIR vísindamenn birtu á miðvikudag niðurstöð- ur rannsóknar, sem gerð var á 1600 sjálfboðaliðum með alnæmisveiruna og leiddi í ljós að lyfið AZT heldur sjúkdómn- um ekki í skefjum þegar það er gefið á frumstigum hans. Könnunin, sem birt var í tímaritinu New England Jour- nal of Medicine, bætist við ýmsar aðrar rannsóknir, er gefið hafa til kynna að lyfið AZT sé ekki jafn áhrifamikið og talið var. Læknar hafa í nokkur ár gefið AZT um leið og sjúklingar hafa greinst með veiruna, sem veldur alnæmi. LEIÐTOGAR tsjetsjenskra skæru- liða héldu í gær áfram samningavið- ræðum sínum við Rússa. Enn blossa bardagar upp öðru hvoru á afmörk- uðum svæðum en sífellt fleiri skær- uliðar afhenda Rússum vopn sín, líkt og kveðið er á um í samkomu- lagi sem undirritað var í lok síðasta mánaðar. Vladimír Zorin, einn samninga- manna Rússa, sagði við Interfax- fréttastofuna að ástandið hefði skánað mjög í Tsjetsjníju og að skæruliðar í sex byggðum til viðbót- ar hefðu ákveðið að fara að for- dæmi íbúa bæjarins Zandak. Skær- uliðar þar afhentu Rússum vopn sín á miðvikudag. Talsmaður rússneska innanríkis- ráðuneytisins sagði hins vegar að komið hefði til harðra átaka við bæin Achkoi-Martar, suðaustur af höfuðborginni Grosní. Enn tekist á Einn Rússi féll í átökunum og sjö særðust, þar af sex er brynvörð bifreið þeirra ók á jarðsprengju. Fulltrúar jafnt Tsjetsjena sem Rússa héldu til Ackhkoi-Martar til að reyna að stilla til friðar þar á ný. 7'ass-fréttastofan sagði skæru- liða í mörgum helstu borgum Tsjetsjníju, s.s. Gudermes og Shali, hafa afhent vopn sín. Rússar hafa sett það skilyrði fyr- ir því að sveitir þeirra hverfi á brott frá Tsjetsjníju að skæruliðar af- vopnist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.