Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég vann, mín bumba er minni en þín frú Gro . . . Markmið um losun kol- tvísýrings nást vart Hlutdeild olíu í upphitun húsa hefur lækkað úr 45% í 2% EKKI eru líkur á því að það mark- mið íslenskra stjómvalda náist að losun á koltvísýringi vegna inn- lendrar eldsneytisnotkunar árið 2000 verði ekki meiri en hún var 1990. íslensk stjómvöld skrifuðu und- ir viljayfirlýsingu þessa efnis en Jakob Björnsson orkumálastjóri segir að árið 1990 sé íslendingum afar óhagstæð viðmiðun í þessu efni því að þeir höfðu þá þegar dregið úr losun sinni á koltvísýr- ingi frá því sem hún hefði orðið án nokkurra ráðstafana. Árið 1973 vom 45% allrar elds- neytisnotkunar landsmanna vegna húshhunar en hún er nú aðeins 2%. Árið 1990 höfðu íslendingar þegar dregið úr losun sinni á koltvísýringi um 28% frá því sem hún hefði orðið án ráðstafana til að draga úr eldsneytisnotkun og raunar meira en það því að þá er ekki tekið tillit til annars olíu- sparnaðar en í húshitun einni. Með áðumefndum ráðstöfunum höfðu möguleikar íslendinga til að draga úr olíunotkun að stórum hluta þegar verið tæmdir áður en þeir skrifuðu undir viljayfirlýsing- una gagnstætt því sem á við um margar aðrar þjóðir. Líklega án fordæma í heiminum Eftir olíuverðshækkanirnar 1973-1974 og 1979-1980 gerðu íslendingar umfangsmiklar ráð- stafanir til að draga úr olíunotkun sinni, t.a.m. með almennum olíu- sparnaði t.d. i fiskveiðum en fyrst og fremst með því að nýta raf- magn og þó sérstaklega jarðhita til hitunar húsa í stað olíu. Mark- aðshlutdeild olíu í hitun húsa hefur lækkað úr um 45% árið 1973 í um 2% nú. Jakob segir að svona mik- il lækkun á hlutdeild olíu í hitun húsa á jafnsköminum tíma sé lík- lega án fordæma í heiminum. Það magn koltvísýrings sem gert er ráð fyrir að verði losað út í andrúmsloftið árið 2025, sam- kvæmt nýrri eldsneytisspá orku- spárnefndar, hefði þegar verið losað árið 1984 ef áðurnefndar ráðstafanir til að draga úr elds- neytisnotkun hefðu ekki verið gerðar. Morgunblaðið/RAX Hofsjökli strokið HOFSJÖKULL, skip Jökla hf., er nú í Reykjavíkurhöfn og verið að dytta að honum og mála. Birgir Ómar Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Jökla, segir að ágústmánuður sé einna rólegastur hvað flutninga varðar og því tækifærið gripið nú til þess að „strjúka" skipinu lítillega. Einnig eru lestar skipsins mál- aðar en til þess að kom- ast að þeim þarf að færa til vöru sem fer út á land þegar skipið legg- ur úr höfn næstkomandi mánudag. Það eru Við- ar Guðmundsson og Oddgeir Hjartarson sem munda penslana. Úthafsveidiráðstefnan Samningurinn hefur áhrif utan og innan lögsögu thafsveiðiráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna lauk á dögunum. Var það mál manna að það væri ekki síst formanni ráðstefn- unnar, Satya N. Nandan, að þakka hve vel tókst tii. Blaðamaður Morgun- blaðsins hringdi í Nandan þar sem hann er á fundi á vegum Sameinuðu þjóð- anna á Jamaika. - Hverju þakkarðu hinn góða árangur á úthafs- veiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna? „Allir gerðu sér grein fyrir að við yrðum að gera eitthvað varðandi stjórnun fiskveiða. Fiskistofnum hefur hrakað mjög hratt á mörgum stöðum. Deilur hafa magnast á höfunum um fisk- veiðar. Þegar menn gerðu sér grein fyrir að það var búið að þróa lausnir sem tóku á þessum vandamálum tóku þeir að leggja sig alla fram. Aðstæðurnar köll- uðu á aðgerðir og menn brugðust við og vildu ekki láta spyijast um sig að þeir væru á móti þessu.“ - En það var samt ekki laust við að fulltrúi Evrópusambandsins gerði fyrirvara í lokin? „Já, þeir höfðu fyrirvara varð- andi þann hluta samkomulagsins sem lýtur að fullnustu. Einkum höfðu þeir áhyggjur af því að það skyldi viðurkennt í samkomulag- inu að það gæti þurft að beita vopnavaldi. Þeim fannst að það ætti að vera hverri svæðisstofnun í sjálfsvald sett hvort hún leyfði slíkt. Eftir á reyndi ég að útskýra fyrir þeim að eftirlitsmenn munu undantekningarlaust verða á skipum hins opinbera sem ætíð eru vopnum búin að einhveiju leyti. Samkomulagið tryggir að vopnum verði einungis beitt þegar brýnt tilefni er til. Ég vona að þeir átti sig á því að það er betra að hafa slíkt ákvæði sem setur beitingu vopnavalds skorður held- ur en að láta þess að engu getið.“ - Ertu bjartsýnn á að sam- komuiagið gangi fljótlega í gildi? „Samkomulaginu hefur verið tekið fagnandi. Ég vona að mörg ríki muni undirrita samkomulagið frá og með 4. desem- ber næstkomandi eins og ráð er fyrir gert. Vonandi tekur það svo ekki langan tíma að uppfylla skilyrðið um að þijátíu ríki fullgildi samkomu- lagið, tvö til þijú ár duga von- andi.“ - Samkomulagið lýtur einungis að hluta fiskistofna heims. Hvað er unnt að gera til að auka vemd þeirra fiskistofna sem fyrír utan falla? „Raunar tel ég að samkomu- lagið taki til dijúgs hluta fiski- stofna heims. Ég andmæli því sem sum umhverfisvemdarsamtök halda fram að einungis 20% fiski- stofna heims falli þar undir. í raun mun áhrifa samkomulagsins gæta bæði utan og innan lögsögu strandríkja þótt meginefni þess varði úthöfin. Samningurinn tek- ur til deilistofna og flökkustofna sem fyrirfinnast bæði utan og innan lögsögumarka. Varúðar- reglan og ákvörðun heildarkvóta munu til dæmis gilda bæði utan og innan lögsögunnar varðandi viðkomandi stofn. Á endanum hvílir ábyrgðin á veiðum innan lögsögunnar á strandríkjunum. ►Satya N. Nandan var formað- ur sendinefndar Fiji á þriðju hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Á árunum 1983-1992 starfaði hann sem fulltrúi fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna á sviði hafréttarmála. Hann stýrði störfum nefnda er undirbjuggu stofnun Alþjóða- hafsbotnsstofnunarinnar og Al- þjóðahafréttardómstólsins. Hann hefur verið sendiherra Fiji hjá Evrópusasambandinu og formaður og taismaður ríkja Afríku, Karabíska hafsins og Kyrrahafs sem tengjast Evr- ópusambandinu með hinum svo- kallaða Lome-sainningi. Hafréttarsáttmálinn mælir fyrir um slíkt. Þess vegna þarf núna að auka þrýstinginn á strandríki að uppfylla skyldur sínar.“ - En þýðir þetta að strandríki hafí verið að afsala sér hluta full- veldis síns með úthafsveiðisam- komulaginu? „Nei, vegna þess að fullveldis- réttur þeirra nær ekki til þess að misnota auðlindir sínar. Margar strandþjóðir hafa ekki áttað sig á þessu vegna þess að þær hafa ekki áttað sig á þýðingu ha- fréttarsáttmálans.“ - En fram til þessa hafa strandríki getað hunsað þessar skyldur sínar án þess að það hefði nokkrar afleiðingar. Mun þetta breytast? „Vonandi. Hafrétt- arsáttmálinn hefur nú gengið í gildi. Hann gerir ráð fyrir leiðum til að bregðast við því ef strandríkið bregst skyldum sínum. Sífellt fleiri strandríki átta sig líka á því að ef þau gæta ekki auðlinda sinna eins og ætlast er til þá munu þær hverfa. Að hvaða gagni kemur þurrausin efnahagslögsaga?" - Það er nú til umræðu hér á íslandi hvort íslendingar ættu ekki að sækjast eftir því að fá dómara ínýja Hafréttardómstóln- um. Hvernig lfst þér á það? „Ég held það sé góð hugmynd því ísland heí'ur alltaf Iagt mikið af mörkum til þróunar hafréttar- ins. Þið hafið átt framúrskarandi fulltrúa á því sviði eins og Hans G. Andersen heitinn og Guðmund Eiríksson sendiherra sem á sæti í Alþjóðalaganefnd Sameinuðu þjóðanna og er mjög hæfur og nýtur alþjóðlegrar viðurkenning- ar. Ég hygg að samfélag þjóðanna muni horfa með áhuga á hvern þann sem þið bjóðið fram.“ Auka þarf þrýsting á strandríki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.