Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUD AGUR 18.ÁGÚST1995 35 leiktæki með okkur. Afa leið vel í sólinni. Þar naut hann sín vel, gat gengið nokkra klukkutíma á dag í yndislegu veðri með fjölskyldunni, vinum og kunningjum. Þannig leið afa vel. Síðastliðið sumar fóru foreldrar okkar í tveggja vikna frí til útlanda og dvöldu afi og amma heima hjá okkur á Hellu þann tíma. Það var ógleymanlegur tími fyrir okkur systkinin. Afi og amma ætluðu allt- af að heimsækja okkur í sumar en afi var aldrei nógu heilsuhraustur til þess að af því gæti orðið, en honum leið hvergi betur en þegar hann var kominn út fyrir bæjar- mörkin og gat verið úti í náttúr- unni. Þegar skólanum lauk í vor bað afi okkur að koma með ein- kunnabækurnar því hann vildi fá að vita hvemig við hefðum staðið okkur. Þegar við tókum þátt í íþróttamótum eða fótboltaleikjum og hann komst ekki til að fylgjast með hringdi hann strax að því loknu til þess að vita hvernig okkur hefði vegnað. Svona var afi. Hann vildi vera með í öllu sem við tókum okk- ur fyrir hendur. Afi kvaddi pkkur alltaf með kossi á kollinn. í dag kveðjum við afa í síðasta skipti. Elsku afi, við eigum eftir að hugsa oft til þín. Við vitum að þér mun líða vel í himnaríki. Bergrún, Andri Freyr og Fjóla Hrund, Hellu. Kvaddur er í dag góður vinur og samstarfsmaður í 29 ár. Ég man vel eftir þeim degi 1964 er Sigurð- ur kom til mín og sótti um vinnu. Hann var hár vexti myndarlegur maður og bauð af sér sérstaklega góðan þokka. Ég ákvað að ráða hann til starfa sem skrifstofustjóra, starfi sem hann gegndi þar til hann hætti að eigin ósk fyrir einu og hálfu ári síðan. Sigurður gladdist yfir því að hætta störfum, hlakkaði til að geta farið að gera ýmislegt það sem menn gjarnan fresta til efri áranna og sérstaklega til þess tíma er dag- legum skyldustörfum lýkur. En oft vill þetta fara á annan veg. Sá tími sem vonast er eftir að gefist til þessara óskastunda gefst ekki alltaf og svo fór nú. Hann var farinn að taka sér langa göngutúra á daginn, hafði keypt sér nýjan bíl og nú átti aldeil- is að fara að flakka um landið með Hrefnu sinni. En skjótt skipast veð- ur í lofti. Sigurður veiktist sl. haust og greindist með illkynja sjúkdóm sem alltof fljótt hafði betur. Frá því sjúdómur sá er varð Sig- urði að aldurtila greindist skiptust á skin og skúrir og þeir timar komu þegar smá von kviknaði um að svo- lítið meiri tími gæfist, en sú von brást. Hann var þakklátur fýrir þann tíma sem hann gat notið heima, því þar vildi hann vera í faðmi fjölskyldunnar. Óhjákvæmi- lega urðu sjúkrahúsvistir á milli, en þar sofnaði hann í faðmi Hrefnu. Þegar ég heimsótti Sigurð nokkrum sinnum í vetur varð okkur tíðrætt um þær miklu breytingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu og ekki síst í því fyrirtæki sem við höfðum unnið saman í svo lengi. Þeirra gömlu góðu daga var minnst þegar við Gunnar Oskars- son, sem var einn af máttarstópum hótelsins í um tvo áratugi en lést langt um aldur fram, stungum okk- ur gjarnan inn á skrifstofu til Sig- urðar og Jónu gjaldkera, í smá kaffisopa þar sem öll lífsins vanda- mál voru rædd og krufin til mergj- ar og að sjálfsögðu leyst. Þessar notalegu samverustundir gáfu smá hlé frá amstri dagsins en entust of skammt. Að mati Sigurðar fylgdi því eilíf- ur tímaskortur flestra þegar tölvu- öldin hélt innreið sína og sá tíma- sparnaður sem þeirri breytingu átti að fylgja. Slíkar stundir sátu þá gjarnan á hakanum. Sigurður var mjög traustur og vandvirkur maður, hafði mjög fal- lega og góða rithönd sem ekki var lítið atriði á þeim tíma sem allt bókhald var handskrifað og penninn aðalvopn skrifstofunnar. Stundum fannst mér að það væri kannski hægt að spara svolítinn tíma og gefa þá eitthvað eftir af áferðinni, „en það má ekki í virðulegum fyrir- tækjum“ var svar Sigurðar. Hann mat Hótel Sögu mikils og vildi veg og virðingu fýrirtækisins sem mest. Sigurður var mjög dagfarsprúður og þægilegur maður í allri um- gengni og það átti áreiðanlega illa við hann að standa í illdeilum enda vissi ég aldrei að til þess kæmi, en hann var fastur fyrir og hafði sínar ákveðnu skoðanir á hlutunum og lét þær gjarnan í ljós á sinn prúða hátt og oft með sínu góða skop- skyni. Hann lét oft í ljós efasemdir sín- ar um að öll sú fjárfesting sem átti sér stað í ferðaþjónustu, sérstak- lega í hraðri uppbyggingu hótela og veitingahúsa myndi skila þeim arði sem að var stefnt, enda kom það fljótt í ljós í mörgum og stund- um óþörfum gjaldþrotum að svo varð ekki. Okkur var líka tíðrætt um þá gæfu að eiga góða fjölskyldu sem stæði ávallt saman ekki síst ef eitt- hvað bjátaði á. Sigurður var mjög hamingjusam- ur maður í einkalífi sínu, átti frá- bæra eiginkonu sem var stoð hans og stytta alla tíð, hún var sannar- lega gæfa hans og bar hann mikla virðingu fyrir henni. Oft sagði Sig- urður með bros á vör ef eitthvað bjátaði á „hún Hrefna min bjargar þessu eins og öllu öðru.“ Þau hjón eignuðust sex efnilega syni sem hann talaði oft um og var mjög stoltur af, enda mátti hann vera það. Ég veit að Hrefna stend- ÞÓRHILDUR INGIBJÖRG SÖL VADÓTTIR + Þórhildur var fædd í Kjartans- staðakoti í Skaga- firði 29. febrúar 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Kefla- víkur þann 20. júlí síðastliðinn. Hún var gift Guðna Brynjólfssyni, fæddur 18. maí 1903, dáinn 31. maí 1985. Þau eignuðust þrjú börn, Maríu, Sölva og Ingimar, d. 1992. Útför Þórhildar Ingibjargar fór fram frá Kefla- víkurkirkju 28. júlí. SÁR söknuður fyllti huga minn þegar ég frétti af andláti Þórhildar vinkonu minnar og langar mig til að minn- ast hennar með nokkr- um orðum. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 32 árum þegar ég, þá ung og einstæð móðir leit- aði eftir gæslu fyrir ársgamla dóttur mína. Átti ég því mikla láni að fagna að fá þessa einstöku konu til að gæta stúlkunnar minnar og síðar tveggja sona minna. Það var happadagur í lífi mínu, því betri og hjartahlýrri manneskju hefði ég eicki getað fundið og reyndust þau hjónin Þór- hildur og Guðni mér og börnunum einstaklega vel og hélst okkar vin- ur ekki ein með alla þá góðu drengi sér við hlið. Það sýndi hug Sigurðar til fjöl- skyldunnar að hann hafði myndir af henni á náttborðinu hjá sér á spítalanum og var þá oft farið yfír hvernig hveiju og einu barna okkar beggja hafði vegnað því að ósjaldan bar það á góma hjá okkur í gegnum tíðina. Að leiðarlokum vill stjóm Hótels Sögu þakka Sigurði góð störf og starfsfólk þakkar langa og ánægju- lega samvinnu. Við Edda sendum Hrefnu og fjöl- skyldunni allri innilegustu samúðar- kveðjur með þakklæti fyrir tryggð og vináttu þeirra hjóna alla tíð. Konráð Guðmundsson. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran.) Þegar kær vinur er kvaddur koma upp í hugann margar góðar minningar, sem eru gulli dýrmæt- ari. Það er 31 ár síðan ég kynntist þeim Sigurði og Hrefnu, þá höfðu þau keypt íbúð í sama húsi og við hjónin, á Háaleitisbraut 41. Voru þau þá nýflutt til Reykjavíkur, eftir 9 ára búsetu á Stöðvarfírði þar sem Sigurður var kaupfélagsstjóri. Þá voru synir þeirra orðnir fímm og sá sjötti bættist svo við nokkrum árum síðar. Þarna hófst vinátta okkar og hefur varað síðan. Mikil og einlæg samheldni ríkti á heimilinu, þau mjög heimakær og heimilisbragur tií fyrirmyndar, en það var auðvitað mikið vinnuálag þar sem fjölskyldan var stór. Sig- urður var einstaklega dagfarsprúð- ur maður. Það var aldrei neinn æsingur eða hávaði, alltaf tími til að tala við alla, en samt allt í föst- um skorðum, sem kom sér vel með allan strákahópinn. Sigurður var ráðgjafi sona sinna, svo einlægir voru þeir við hann. Og hann fylgd- ist alla tíð vel með framgangi fjöl- skyldu sinnar og bar hag hennar fyrir bijósti og er hans nú sárt sakn- að. Þeim hjónum var gestrisnin í blóð borin. Það má segja að heimilið hafi verið miðstöð fyrir stóra fjöl- skyldu og mikinn vinaíjölda, og eru afkomendur þeirra og makar orðnir 30 talsins. Hrefna á 11 systkini á lifi og hvort sem var á Selfossi, Stöðvarfirði, Háaleitisbraut 41 eða Ljósalandi 23, þá voru alltaf hlaðin borð hvenær sem gesti bar að garði. Það var aðdáunarvert að kynnast þeim góðu tengslum sem voru milli Sigurðar og fjölskyldu og þeirra þriggja að Kirkjufeijuhjálegu í Ölf- usi, móður hans og stjúpföður og ' Júlíu móðursystur hans. Húsakynni voru að vísu ekki mikil í Ölfusinu en hjartarými og manngæska þeim mun meiri og dvöldust hjónin þar átta til dauðadags. Guðni maður Þórhildar lést fyrir tíu árum. Þór- hildur og Guðni voru mjög samrýnd hjón og barngóð með afbrigðum og kölluðu bömin mín þau afa og ömmu. Heimili þeirra var friðsælt og ríkti þar góður andi. Þórhildur var ætíð glaðlynd og skemmtileg í viðmóti og aldrei heyrði ég hana kvarta þótt á móti blési. Hún var mér mikill styrkur í einu og öllu og gat ég alltaf leitað til hennar og létt á mínu hjarta. Ég sem skrifa þetta mun alltaf minnast hennar sem einstakrar persónu, einnar af þeim sem maður hittir fyrir aðeins einu sinni á lífsleiðinni. Eg og fjöl- skylda mín kveðjum þessa heiðurs- konu með ást, virðingu og þakk- læti og sendum börnum, barnabörn- um og öðrum ástvinum, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Sofðu vært hinn síðasta blund, uns hinn dýri dagur Ijómar. Drottins lúður þegar hljómar, hina miklu morgunstund. (V. Briem) Guð blessi minningu hennar. Hrafnhildur Halldórsdóttir. oft með synina um hátíðir og þeir áttu alltaf vísa sumardvöl þar með- an ungir voru. Sigurður var einlæg- ur trúmaður, kom það best í ljós í erfíðum veikindum hans síðustu mánuði. Hrefna og fjölskyldan sýndi þá vel einhug sinn, hvort sem Sigurður dvaldi heima eða á Borgarspítalan- um og var hann ákaflega þakklátur læknum og hjúkrunarfólki, svo og fjölskyldu sinni fyrir alla umönnun við sig. Og vinir og vandamenn, sem mjög margir heimsóttu hann í veik- indunum, voru aufúsugestir. Eitt sinn sl. vetur sagði hann við mig „Vissulega hefði ég viljað fá nokkur ár í viðbót en ég hef svo margt að þakka og við fáum engu ráðið.“ Við Bent minnumst góðra stunda sem við höfum átt með Sigurði og Hrefnu, bæði heima og að heiman, þessar stundir eru okkur ómetan- legur fjársjóður í minningunni. Fyr- ir þetta allt þökkum við nú. Kæra vinkona Hrefna mín. Ég og mitt fólk vottum þér og fjölskyldunni innilega samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur við fráfall ástkærs eiginmanns og föð- ur. Guðrún Kr. Jörgensen. Með örfáum orðum langar mig að minnast Iátins vinar úr Amar- bælishverfínu. Hann hét Sigurður Gísli Guðjóns- son, en var kallaður Diddi af kunn- ugum, og mun ég nota það gælu- nafn í þessari grein. Hann ólst upp hjá móður sinni, Valgerði Sigurbergsdóttur og fóstra Bimi Sigurðssyni, en Bjöm var föðurbróðir minn. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að þessi hjón hafi verið einstaklega góðar manneskjur. Það var mikið lán hveijum þeim, sem átti þess kost að fá að dvelja á heimili hjónanna í Nýjabæ, slíkar úrvals manneskjur sem þau vom, og þeir vom margir, bæði ungir og aldnir, sem nutu þeirra góðu mann- kosta. Þegar ég man Didda fyrst var hann kominn talsvert fram yfir' fermingu. Mér fannst hann strax fyrirmynd annarra pilta, hrekklaus og hjálpsamur. Mér er það minnisstætt, þegar Diddi kom með konuefni sitt að Nýjabæ, þau vora bæði svo falleg. Konuefnið var Hrefna Guðmunds- dóttir frá myndarheimilinu Blesa- stöðum á Skeiðum. Hrefna var ákaflega hugguleg stúlka og ekki var Diddi síðri. Hann var fremur hár maður og samsvar- aði sér mjög vel og var á öllum aldursskeiðum mikið glæsimenni. ^ Hann gekk í Samvinnuskólann og varð starfsvettvangur hans ná- tengdur Samvinnuhreyfingunni. Hann starfaði m.a. hjá Kaupfélagi Ámesinga, síðan gerðist hann kaupfélagsstjóri á Stöðvarfirði. Síð- ustu áratugi var hann skrifstofu- stjóri á Hótel Sögu. Ég myndi segja að lífshlaup Didda hafí einkennst af hógværð, trúmennsku og heiðarleika. Þó að samgangur okkar hafí ver- ið mjög lítill eftir að við urðum full- tíða menn, þá hitti ég hann nokkr- um sinnum eftir að hann veiktist og kom einu sinni á heimili þeirra hjóna í Fossvoginum. Það var bjartur og fallegur dagur^ í byijun júní, þegar ég lét verða af þessari heimsókn. Þegar mig bar að garði var Diddi nývaknaður og virtist mér ég sækja fremur vel að þeim hjónum. Þau vom ákaflega róleg og yfírveguð, þrátt fyrir veik- indi Didda, og allt það sem yfír þau hafði dunið á síðustu missemm og mánuðum. Diddi leiddi mig um þennan „sælureit þeirra“, eins og hann SJÁNÆSTUSÍÐU^ t Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU KRISTÍNAR GUNNLAUGSDÓTTUR, Víðilundi 15, Akureyri. Steinunn Guðmundsdóttir, Björn Baldursson, Gunnlaugur Guðmundsson, Guðlaug Stefánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Kristinn Hólm, Guðrún Guðmundsdóttir, Hannes Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til ykkar allra, er heiðr- uðu minningu ÓLAFAR SIGURÐARDÓTTUR kennara, Lóurima15, Selfossi, við fráfall og útför hennar. Við geymum hlýjar samúðarkveðjurykkar. Hjörtur Þórarinsson, Sigrún Hjartardóttir, Björn Geir Leifsson, Hjörtur Geir Björnsson, Ólafur Hrafn Björnsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR Á. EDVARDSDÓTTUR, Bólstaðarhlfð 41. Jóhanna M. Guðnadóttir, Þorgeir Þ. Runólfsson, Edvard G. Guðnason, Kristfn G. Guðmundsdóttir, Sigurlaug Þ. Guðnadóttir, Óskar Hrafnkelsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.