Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 13 * Ibúar við Strandgötu Enn kvartað yfir ónæði BÆJARRÁÐ Akureyrar fjallaði á fundi sínum í gær um bréf Önnu Dóru Gunnarsdóttur og Eiríks Krist- inssonar, Strandgötu 45, þar sem þau ítreka kvartanir yfir hávaða og ónæði frá veitingastaðnum Við Poll- inn. Einnig er því mótmælt að öðrum veitingastað við Strandgötu verði veitt vínveitingaleyfí. í öðru bréfi, sem undirritað er af sex íbúum í Strandgötu 45, er farið fram á að gerð verði grenndarkönnun áður en veitt verði vínveitingaleyfí til nýs veitingastaðar við Strandgötu, en eins og komið hefur fram er ver- ið að innrétta nýja krá skammt frá veitingastaðnum Við Pollinn. Bæjarráð telur ekki forsendur fýr- ir grenndarkynningu en leggur til að bæjarstjóm kjósi fjögurra manna starfshóp til þess að gera tillögur um stefnumörkun varðandi leyfí til reksturs vínveitinga- og skemmti- staða í bænum. Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfull- trúi Alþýðubandalags, óskaði að það yrði bókað að hún teldi slæmt að grenndarkynning hefði ekki farið fram þegar bygginganefnd veitti vil- yrði fyrir breyttri starfsemi í Strand- götu 53 og í svipuðum tilvikum. Að öðru leyti tók hún undir nauðsyn þess að mörkuð verði skýrari stefna varðandi leyfí til vínveitinga og skil- yrði, sem sett eru í slíkum leyfum t.a.m. í sambandi við afgreiðslutíma. Göngnferð um Fossdal SKIPULÖGÐ gönguferð í Fossdal undir fararstjórn verður farin næsta laugardag, 19. ágúst, farið verður frá Syðri Á. Þetta er fjórða ferðin í röð skipu- legra gönguferða sem Ferðamálaráð Ólafsfjarðar og Skíðadeild Leifturs standa fyrir í sumar. Fossdalur er ystur af dölum Ólafs- fjarðar og er mjög þægileg gönguferð þangað og útsýni gott bæði á leiðinni og eins í dalnum sjálfum, m.a. að Hvannadalabjargi og Múlanum. Gangan tekur um eina klukkustund. LANDIÐ OCB *BDBpafll Þorvaldur Þorsteinsson í Glugganum Vikuna 18.-24. ágúst sýnir Þorvaldur Þorsteinsson í Glugganum, sýningarrými Listasumars í verslunarglugga Vöruhúss KEA á Akureyri. Þar sýnir hann ljósmyndaseríu sem áður hefur birst almenningi undir nafninu „Svipmyndir úr safni ímyndaðrar heildar“. Þorvaldur stundaði mynd- listarnám við Myndlistaskól- ann á Akureyri 1977-81, síðar við Myndlista- og handíðaskóla íslands og í Hollandi. Hann starfar sem myndlistarmaður og rithöfundur og hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér heima og eriendis. Um þessar mundir kemur hann við sögu á sýning- um í Finnlandi, Hallormsstað- arskógi, á Seyðisfirði og Kjar- valsstöðum. Tvö verk hafa ver- ið sett á svið eftir Þorvald; Skilaboðaskjóðan í Þjóðleik- húsinu og Maríusögur í Nem- endaleikhúsinu. Morgunblaðið/Amór Tvöfalt afmæli á Djúpuvík í SUMAR eru liðin 60 ár frá því síldarverksmiðjan í Djúpavík tók til starfa og í júlí sl. voru liðin 10 ár frá opnun Hótels Djúpavíkur hf. og verður þess minnst helgina 18.-20. ágúst. Veisluhlaðborð verður á hótelinu föstudags- og laugardagskvöld og skemmtir Hörður G. Ólafsson, hljómlistarmaður frá Sauðárkróki, gestum meðan á borðhaldi stendur og síðar um kvöldið. Kl. 22 bæði kvöldin verður flutt dagskrá sem kallast Djúpavíkurævintýri. Dag- skráin er flutt af Leikfélagi Hólma- víkur undir stjórn Sigurðar Atla- sonar. Djúpavíkurævintýrið er blanda af skáldskap og veruleika skrifað af Vilborgu Traustadóttur upp úr leikriti hennar Eiðrofi, sem fjallar um síldarárin í Djúpavík. Einnig verður á laugardaginn boðið upp á skoðunarferð um síldarverksmiðjuna og handverks- markaður verður í tjaldi. Að mark- aðnum standa handverkshópar úr Ámeshreppi og frá Hólmavík. Af- mælishátíðinni lýkur á sunnudag- inn með því að gestum gefst aftur kostur á að skoða verksmiðjuna og síðan verður á boðstólum kaffi- hlaðborð á hótelinu. Hátíðarguðs- þjónusta í Alfta- neskirkju HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNU STA verður sunnudaginn 20. ágúst í Álftaneskirkju á Mýrum í tilefni af því að nú er endurgerð kirkjunn- ar lokið. Þá verður þess einnig minnst að á síðasta ári voru liðin 90 ár frá vígslu kirkjunnar. Sr. Árni Pálsson, sem þjónað hefur Borgarprestakalli síðastliðin fimm ár en hefur nú látið af emb- ætti, mun kveðja Álftanessöfnuð við þetta tækifæri. Að lokinni messu verður kirkju- gestum boðið að þiggja veitingar. ALFTANESKIRKJA á Mýrum. Yargur í þúsundatali Garði - Mjög mikið hefir verið um vargfugl í bænum undan- farna daga og eru tún undirlögð. Fuglinn sækir í ánamaðkinn sem kemur upp á yfirborðið í miklum rigningum sem verið hafa undan- farna daga og enda hinir síðar- nefndu ævi sína þar með í tug- þúsunda tali. Mest ber á grámávi og veiði- bjöllu og er fuglinn svo kræfur í ætisleitinni að hann kemur inn i garða. Oft eru það ungarnir, sem sækja næst híbýlunum og getur verið kynlegt að sjá til- burði þeirra til flugtaks þegar að þeim er komið. Morgunblaðið/Hallgrímur Hús utan um aðveitustöðvar Grundarfirði - í sumar hefur verið' unnið að þvi að reisa nýstárleg hús utan um aðveitustöðvar þær sem eru í bænum. Það er RARIK á Vesturlandi sem hafði forgöngu í því að hanna þessi hús sem Loft- orka í Borgamesi reisti úr einingum en Vírnet, einnig úr Borgamesi, hannaði þökin. Þetta em falleg hús og sóma sér betur en gömlu stöðvarnar sem voru utan í staurum. En erfiðlega hefur tekist að hanna hús sem prýði er af og er framtak RARIK á Vest- urlandi lofsamvert. Myndin var tek- in við uppsetningu á einu húsanna. Nu eru s^i^Nus^bui Stærsta tækni- og tölvusýning þessarar aldar verður haldin í Laugardalshöllinni 28. sept.-1. okt. nk. Nú eru síðustu forvöð fyrir þá sem vilja vera með á sýningunni að panta sýningarbás. Hringdu í framkvæmda- stjórn sýningarinnar og pantaðu einhvem af þeim básum (sjá teikningu) sem eru númeraðir. Aðrir básar eru seldir. FRAMKVÆMDASTJÓRN Guðni Sigfússon Bjarni Þór Jónsson Sýningakerfi hf Sigtúni 9-105 Rvk. Sími 551-9977 Bréfsími 551-9927 vis íslenska íslensk 103 nenntanetlC forritaþróun . Skrifvélin | 56 | 58 | 60 54 Prentsmiðjan Póstur 53 Oddi og síml Spari- >pai sjóðir T.B. Tækni- búnaður Marg- imiölun Raflind Töivuskóii Rvk. Tölvu- setrið T.O.K. Lindín Mlðlun Hug- búnaður Búnaðar- bankinn Ortöivutækni B.T.Tölvur íslandsbanki Heimilistæki Tækni- vörur Kerfl G.S.S. Radióstofan Hugur For- rítun Bóksaia stúdenta Strengur Visa ísland \tfrv 24 23 Nýherji - 21 25 r 20 ~1 13 12 10 11 ANDDYRI STORSYNING I LAUGARDALSHOLL 28. SEPT. - 1. OKT. 1995 iVNnoNiSAionv oiwabo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.