Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Bróðir okkar, ÞÓRÐURÞÓRÐARSON, Njálsgötu 35, lést á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 14. ágúst sl. Systkini hins látna. Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn, ANNA HRAFNDÍS ÁRNADÓTTIR, lést á vökudeild Barnaspítala Hringsins þann 11. ágúst 1995. Starfsfólk vökudeildar fær innilegar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning. Ágústa B. Jónsdóttir, Árni Júlíus Rögnvaldsson, Rögnvaldur Skúli Árnason, Arndís S. Árnadóttir, Jón E. Böðvarsson, Sigríður Júlíusdóttir, Rögnvaldur Ólafsson. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÓSKARSSON bóndi, Krossanesi, verður jarðsunginn frá Glaumbæjarkirkju laugardaginn 19. ágúst kl. 14.00. Sigurlaug Sigurðardóttir, Sigriður Sigurðardóttir, Björn Árnason, Ingibjörg Sigurðardóttir, Jan Raabe, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, ÁSLAUG BENJAMÍNSDÓTTIR fyrrv. simavörður hjá Reykjavíkurborg, Hjallaseli 43, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 18. ágúst kl. 13.30. Valfríður Gísladóttir, Einar Júlíusson, Gisli Einarsson, Július Karl Einarsson, Áslaug Einarsdóttir. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG SIGBJÖRNSDÓTTIR, Birkihlið 5, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 19. ágúst kl. 14.00. Haraldur Hannesson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður nriinnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LOVÍSU HELGU ÞORLÁKSDÓTTUR, Norðurbrún 1, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Svavar Berg Pálsson. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRU ÓLAFSDÓTTUR frá Hvítárvöllum. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks deildar 12G Land- spítalans. María Sigmundsdóttir, Ásgeir J. Guðmundsson, Sæmundur Sigmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. SIGURÐUR GÍSLI GUÐJÓNSSON + Sigurður Gísli Guðj'ónsson var fæddur 21. nóvem- ber 1924 í Reykj'a- vik. Hann lést i Borgarspítalanum 8. ágúst sl. Sigurður var sonur Valgerðar Sigurbergsdóttur, Kirkjuferjuhjá- leigu, Olfusi, og Guðjóns S. Jónsson- ar stýrimanns, frá Giljum í Mýrdal. Fósturfaðir Sigurð- ar var Björn Sig- urðsson, bóndi, Kirkjufeijuhjáleigu Olfusi. 9. nóvember 1946 kvæntist hann Hrefnu Guðmundsdóttur frá Blesastöðum, Skeiðum. Þau eignuðust sex syni. 1) Björn, f. 5.2/47,__ útibússtjóri Búnaðar- banka íslands, Hellu, giftur Vil- borgu Sigurðardóttur. Börn þeirra eru: Bergrún, Andri Freyr og Fjóla Hrund. Börn Björns frá fyrra hjónabandi eru: Sigurður Gísli, sambýlis- kona hans er Guðrún Jóhannes- dóttir og eiga þau einn son, Baldur Þór; og Vilborg Eva. 2) Guðjón, f. 19.10/48, skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði, giftur Veru Ósk Valgarðsdóttur kennara. Börn þeirra eru: Júlía, Þórhildur Rún og Sigurður Gísli. 3) Guðmundur Rafn, f. 15.8/55, lands- lagsarkitekt, um- sjónarmaður kirkjugarða, giftur Gígju Baldursdótt- ur myndlistar- manni. Börn þeirra eru: Birkir og Hrefna. 4) Atli Már, f. 21.3/57, lögreglu- maður. Hann á einn son, Sigurð Má. 5) Sigurður Valur, f. 8.9/60. 6) Kristján Örn, f. 18.3/69, við- skiptafræðingur. Hann á eina dóttur, Selmu Dögg. Sigurður lauk prófi frá Samvinnuskólan- um 1945, var skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Árnesinga 1945- 1954, kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Stöðfirðinga 1954-1963, skrifstofusljóri á Hótel Sögu í Rvík 1964-1993. Utför Sigurðar Gísla fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett verður frá Kotströnd að athöfn lokinni. GÓÐUR vinur og bernskufélagi frá unglingsárum okkar í Arnarbælis- hverfi í Ölfusi hefur kvatt þetta jarðneska líf. Diddi, en svo var hann nefndur af kunningjum, hafði lítið af föður sínum að segja, en hálfs annars árs fór hann með móður sinni austur að Ósgerði í Amarbælishverfi til bróður hennar, Steindórs og fjöl- skyldu hans. Þar dvöldu þau í góðu yfirlæti um tíma. Á næsta bæ var ungur maður, Björn Sigurðsson frá Króki, er varð á vegi ungu konunn- ar. Með þeim tókust ástir og saman gengu þau í hjónaband 28. okt. 1928. Þau hófu búskap að Borgar- koti (nú Ingólfshvoll) þetta ár og voru þar uns þau fluttu 1930 að Nýjabæ í Arnarbælishverfi. Þar bjuggu þau í 19 ár, en fluttu svo að Kirkjufeijuhjáleigu þar sem þau enduðu svo sína lífdaga. Ekki átti fyrir þeim að liggja að eignast börn saman svo Diddi naut þess að verða augasteinn þeirra beggja. Ávallt bar Diddi mikla ást og virðingu fyrir stjúpa sínum, sem var svo sannarlega gagnkvæm af hálfu Björns, því hann leit drenginn bók- staflega sem eigin son frá fyrstu tíð. Nítján ára hóf Diddi nám í Sam- vinnuskólanum er hann lauk svo á tveim árum með ágætiseinkunn. Á þessum tíma var hann til húsa hjá foreldrum mínum í nokkra mánuði og deildum við þá saman herbergi og fór vel á með okkur. Hann hóf störf á skrifstofu Kaupfélags Ár- nesinga og var þar um 9 ára skeið. Á Selfossi kynntist hann konu sinni, Hrefnu Guðmundsdóttur frá Biesa- stöðum á Skeiðum, mikilli mann- kostakonu. Þau giftust 9. nóvember 1946 og höfðu því átt að baki tæp 49 ár í hjónabandi er hann féll frá. Árið 1954 bauðst Didda kaupfé- lagsstjórastarf austur á Stöðvarfirði og þar bjuggu þau hjón í 9 ár. 1963 fluttu þau svo til Reykjavík- ur. Vorið eftir varð hann skrifstofu- stjóri á Hótel Sögu og því starfi gegndi hann til áramóta ’93/’94. Þessi ferill hans sýnir Ijóslega að menn hafa haft trú á honum og treyst honum fyrir ábyrgðarstörf- um. Ekki efa ég að hann hafí kom- ið sér vel við samstarfsfólk sitt, svo vel tel ég mig hafa vitað hvem mann hann hafði að geyma, þessi dagfarsprúði maður. Margs er að minnast frá þeim tíma er Diddi ólst upp í Nýjabæ. Ég átti þess kost að dvelja hjá afa mínum og ömmu í Króki nokkur sumur þessi árin. Ekki fór hjá því að ég kynntist þessu ágæta fólki í Nýjabæ. Við vorum jafnaldrar. Stjúpfaðir hans og faðir minn voru bræður og mikill vinskapur var ávallt á milli fjölskyldna okkar. Það yrði of langt mál að fara að rifja upp í smáatriðum samveru okkar þarna á Hólnum, leiki okkar, veiðar í lækjum og ám, útreiðar á hestum heimilanna í sambandi við færslur á mat og drykk á engjarnar, en þær voru á svipuðum slóðum. Oft hleyptum við hestunum og veitti þá ýmsum betur. Það voru unaðs- legir tímar, sem við höfum ávallt minnst með gleði er fundum okkar hefur borið saman. Oft tíndum við upp bæina á Hólnum í tali okkar er þá voru átta talsins, fólkið er þar lifði, atburði og annað það er í hugann kom. Mannlífíð í Hverfínu var með ágætum, samvinna fólks og greiðvikni til staðar þegar á þurfti að halda, sem sagt til fyrir- myndar. En nú býr þarna enginn, allir bæirnir horfnir, aðeins rústir á stöku stað. Þetta er lífið, menn koma og fara. Við vorum sammála um það að hvergi var Ölfusið feg- urra en séð af Arnarbælishól. Undir það síðasta var heilsa Didda farin að gefa sig svo hann mátti fara varlega með sig. Hann stundaði mikið göngur um nágrenn- ið þegar tími gafst til og heilsan leyfði. Sl. haust greindist Diddi með skæðan sjúkdóm er heggur dijúg skörð í mannlífið, beinkrabba, er sjaldan eða jafnvel aldrei gefur eft- ir þótt mikilli tækni og vísindum sé beitt til að vinna bug á honum. Nú reyndi á sem fyrr hve hann átti góða að, dugmikla konu er stóð sem klettur við hlið hans seinustu mánuðina er hann átti með fjöl- skyldu sinni, trygga syni er voru traustir við hlið móður sinnar við það að létta honum lifið eins og hægt var. Það er eftirsjá að góðu fólki þeg- ar það kveður. Eg þakka Sigurði Gísla áratuga kynni og votta Hrefnu, sonum þeirra og öðrum aðstandendum dýpstu samúð okkar hjóna við fráfall þessa ágæta drengs. Blessuð sé minning hans. Magnús Þorbj'örnsson. Elsku afi okkar. Með þessum fáu orðum langar okkur til að minnast þín. Við höfum lengi kviðið þeim degi er þín nyti ekki lengur við og við finnum fyrir miklum söknuði í hjarta okkar. Við vitum þó að núna líður þér vel. Afi veiktist fyrir tæpu ári, en gerði ávallt lítið úr veikindum sín- um. Hann leiddi alltaf samtalið á jákvæðari brautir. Afí og amma hafa alltaf búið í Ljósalandi frá því við munum eftir okkur og hefur það ætíð verið miðstöð fjölskyldunnar. Þangað er alltaf gott að koma þó svo að einmanalegt verði án afa. Að sjá hann ekki inni í stofu og heyra hann gera að gamni sínu við okkur eins og honum einum var lagið og vara litlu barnabömin við stiganum, það verður dálítið erfítt að venja sig við. Jólaboðin eru okk- ur mjög ofarlega í huga þar sem við dönsuðum í kringum jólatréð og nú verður nærveru afa sárt sakn- að. Afi var mikill fjölskyldufaðir og mjög jákvæður persónuleiki sem vildi allt fyrir okkur gera. Nú er hlutverki hans hér á jörðu lokið og við munum minnast allra ánægju- stundanna með honum. Elsku afí okkar, við munum ætíð geyma góða minningu um þig í hjarta okkar. Við biðjum guð að geyma þig. Þín barnabörn. Vilborg Eva Björnsdóttir, Júlía Guðjónsdóttir, Þórhildur Rún Guðjónsdóttir Sigurður Gísli Guðjónsson. Tengdafaðir minn er látinn og ég sit og renni huganum yfir þann tíma sem ég þekkti þennan mæta mann. Sigurður Gísli var ekki asa- maður. Hann gekk rólega um gólf, talaði hægt og af varkárni um hvert málefni. Undir rólegheitunum kraumaði hins vegar kímnin og átti hann til að lauma út úr sér, öllum að óvörum, einhverri lúmskri fyndni sem tók okkur hin yfirleitt dágóða stund að átta okkur á. Hann hafði gaman af að spjalla um allt milli himins og jarðar, ekki síst við barnabörnin. Hann ræddi gjarnan við fótboltafríkin í fjölskyldunni um stöðuna í deildinni og horfði á fót- boltann í sjónvarpinu með þeim. Þá heyrðust nú oft hljóð úr horni, ýmist fagnaðaróp eða eitthvað tuld- ur um klaufaskap og þess háttar. Sigurður var mikill göngumaður. Hann fór gjarnan í langar göngu- ferðir, t.d. um Elliðaárdalinn. Þegar hann kom í sveitina til okkar sleppti hann því aldrei að ganga um mýrar og móa. Þó svo að Sigurður kysi að búa í borg var hann alltaf mik- ill sveitamaður í sér. Með reglulegu millibili fór hann niður í „hverfi" í Ölfusinu og gekk um æskuslóðirn- ar. Þar átti hann mjög góða æsku þótt ekki væri ríkidæminu fyrir að fara. Sigurður lagði mikið upp úr því að synir sínir gengju mennta- veginn. Hann langaði sem ungur maður að fara í menntaskóla en fjárhagur leyfði það ekki. Því var Samvinnuskólinn valinn sem hann gat lokið á tveimur árum. Sama metnað bar hann ávallt í bijósti fyrir barnabörnum sínum og hvatti þau óspart til dáða. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Sigurði Gísla og fengið hann sem tengdaföður. Megi hann hvíla í friði. Vera Ósk Valgarðsdóttir. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snert- ir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syng- ið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gef- ur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." Elsku afi okkar, Sigurður Gísli Guðjónsson lést 8. ágúst, sjötur að aldri, eftir erfið veikindi síðastliðna mánuði. Okkur systkinin langar að þakka honum fyrir allar góðu sam- verustundimar sem við áttum með honum. Þegar við komum að heim- sækja afa og ömmu, var vel passað upp á að öllum liði vel og fengju nóg að borða, því enginn mátti fara svangur úr Ljósalandi. Við áttum því láni að fagna að vera.með afa og ömmu í tvígang á Kanaríeyjum. Þar áttum við margar góðar stund- ir saman. Afi taldi það ekki eftir sér að spila mini-golf eða koma í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.