Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 23 AÐSEIMDAR GREIIMAR Krjúptu með mér á Kili, Hermann RÉTT nýkomin af fjöllum rakst ég á grein í Mbl. 9. ágúst sl. eftir Hermann Sveinbjörnsson sem hann nefnir „Svört náttúruvernd". Greinin, sem er svar við grein eft- ir Hjörleif Guttormsson, er full af fúkyrðum og sleggjudómum. Þekkjandi Hermann sem hinn ljúf- asta mann get ég mér þess til að greinin sé skrifuð í þeim tilgangi einum að efla umræðu og skoðana- skipti um náttúruvernd og ásýnd lands. Sé sú tilgáta rétt fagna ég skrifum Hermanns og verð strax við áskoruninni en þótt ég hafi margt við málflutning hans að athuga mun ég aðeins nefna eitt. í upphafi máls síns skilgreinir Hermann óvin: „Hugmyndafræði þeirra hefur á seinni árum oft verið nefnd „svört náttúruverncT“ því svartir sandar og blásnir melar eru þessu fólki kærari en gróður sem upp hefur komist með aðstoð mannsins. “ Ekki veit ég við hveija þarna er átt, en einhvernveginn finnst mér að talað sé til mín. í heimi offjölgunar eru Islendingar mikil forréttindaþjóð. Þeir búa í stóru og stijálbýlu landi þar sem fjöl- breytileiki náttúrunnar fær enn notið sín. Slíkt land leggur óneit- anlega skyldur á herðar þegnum sínum, þeir bera ábyrgð gagnvart náttúrunni og lífinu. í nálægum löndum finnst ekki lengur lófastór blettur ómanngerður. Víst er þar búsældarlegt og því hugsanlega „mannvænt umhverfi,, svo notuð séu orð Hermanns. En ósköp sýn- ist mér nú mikil þröngsýni fólgin í því að aðeins það sé mannvæn- legt sem að gagni getur komið fyrir ákveðna búskaparhætti. Mikið líkar mér vel við orðið „uppgræðsiuframkvæmdir“ sem Hermann notar oft í grein sinni. Það lýsir svo miklu betur því sem verið er að gera en orðið upp- græðsla. Mannskepnan er svo ótrúlega athafnasöm og afköstin eftir því. Einhvernveginn finnst mér að með því að beita „varúðar- reglu“ mætti koma í veg fyrir margvísleg mistök og spara mikla ijármuni. I sumar skoðaði ég flóð- garða sem Danir byggðu við suð- vesturströnd Jótlands árið 1984. Þeir komu svo sannarlega að gagni og meira en það. Þeir breyttu líka öllu dýralífi á svæðinu. Fyrir tveimur árum réðust Danir og Evrópubandalagið í það sameigin- lega verkefni að búa til sölt vötn fyrir innan flóðgarðana til að lokka fuglana aftur á þessar slóðir og breyta dýralífi í fyrra horf. Kostn- aður við verkefnið er um einn milljarður D.kr. og skiptist til helminga á milli þeirra. Kostnað- arsamar aðgerðir til að endur- heimta náttúruna en virðast ætla að hjálpa. Framræsla mýra hér á landi í því skyni að rækta gras, sem nú er engin þörf fyrir, er gott dæmi um stórtækar „framkvæmdir“. Ég er ekki svo vel að mér að ég viti hvort hægt sé að endurheimta mýrarnar og landkosti þeirra, þar með talið fuglalíf, jafnvel fugla í útrýmingarhættu, en sé það hægt er það áreiðanlega dýrt. Énn er haldið áfram og stór- felldri tækni beitt við að breyta ásýnd lands og jarðargæðum, hér má nefna áburðar- og frædreif- ingu úr flugvélum svo ekki sé minnst á lúpínuna, blessaða eða hábölvaða, allt eftir því hvar hana er að finna. Þegar aðrar þjóðir leggja sig fram um að viðhalda jölbreytileika tegunda og gæta pess að erfðaeiginleikar sem engin sjáanleg not eru fyrir nú glatist ekki um alla framtíð, glutrum við íslending- ar niður genum vegna skammsýni. Islendingar eru bjartsýnir, þeir eru stórhuga, þeir eru at- orkusamir. Með hjálp stórvirkra véla sá þeir melgras- og lúpínu- fræi um fjöll og firn- indi og dreifa áburði með flugvélum. Víða má greina víðiráka í hlíðum eftir áburðar- gjöf, melgrasskúfa og bláa lúpínufláka á ör- m i I ■■ m | Guðrún Hallgrímsdóttir æfum. Er það sú ásýnd landsins sem við kjósum? í grein sinni skrifar Her- mann: „Þessvegna er það grundvallaratriði að áhangendum svartrar náttúru- verndar takist ekki að bregða fæti fyrir ís- lenskt ræktunarfólk og vinna þannig gegn velsæld þjóðarinnar. “ Kijúptu með mér á Kili, Hermann. Rýndu með mér í smávaxinn gróður hijóstrugra Rýndu með mér í smá- vaxin góður og hrjóst- ruga mela, segir Guð- rún Hallgrímsdóttir, sem hér svarar Her- manni Sveinbjömssyni. mela. Sjáðu hvílíkur fjöldi plöntu- tegunda berst þar fyrir lífi sínu. Mikið yrði landið okkar fátæklegra ef þar væri aðeins að fínna gras og sinu. Komdu með mér á Kollu- múluheiði. Það gerir ekkert þótt hann rigni, við ætlum bara að horfa niður fyrir okkur og skoða gijótið. Enginn hnullungur er öðr- um líkur, það stirnir á þá í rigning- unni. Sérhvert skref færir okkur inn í nýjan töfraheim. Lötraðu með mér yfir Látra- heiði. Hún er gróðursnauð á að sjá, en líttu á flögubergið, þakið fléttum í öllum heimsins litum, þvílík náttúrurusmíð, þvílíkt und- ur. Segðu mér nú alveg satt, Her- mann, er velsæld þjóðarinnar í hættu ef þessar náttúruperlur og aðrar keimlíkar fá að standa, óbornum kynslóðum til yndisauka? Höfundur er verkfræðingur. Útsalan er áfullu... ...með allt að 70% afslætti! Mikið úrval af húsgögnum, húsbúnaði og nytjahlutum fyrir heimili. Dæmi um verð: O — & <Z> {/) CJ Húsgögn í Habitat eru unnin úr ræktuðum skógi eingöngu. Úrval glervöru úr endurunnu gleri. • París-glösin vinsælu. 6 í pakka kr. 650 • Púðar frá kr. 1.230 • Gardínur frá kr. 3.300 • Deniro 2ja sæta sófi kr. 42.750 • Deniro stóll kr. 26.550 • Úrval garðhúsgagna. Meðal annars: • Elba stóll kr. 2.320 • Elba borð kr. 5.200 • Elba bekkur kr. 4.720 Dettur þú í 100.000 króna lukkupottinn? Einn einstaklega heppinn viðskiptavinur mun detta í lukkupottinn og hljóta gjafakort frá Habitat að verðmæti 100.000 krónur - svo fremi að hann svari einni laufléttri spurningu í útsöluleiknum. Þú finnur góðar hugmyndir að heimili 1 Habitat. habitat Laugavegi 13 - Sími 562-5870 Opið virka daga 10.00-18.00 og á laugardögum 10.00-14.00. [•jSSl-' TIL ALLT AÐ 24 K TIL ALLT AÐ 36 MANA0A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.