Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Rannsókn- arleiðangur varðskips- ins Ingolfs Dagana 18. ágúst til 8. septem- ber verðu þess minnst með sýn- ingu í anddyri Norræna hússins að 100 ár eru liðin frá merkum rannsóknarleiðöngrum danska varðskipsins Ingolf til íslands, Grænlands og Færeyja árin 1895 og 1896. Að sýningunni standa Zoolog- isk Museum í Kaupmannahöfn, Líffræðistofnun Háskóla ís- lands og Norræna húsið. Sýningin í anddyrinu verður opnuð föstudaginn 18. ágúst kl. 17 og kl. 17.30 heldur Dr. Tor- ben Wolff fyrirlestur í fundar- sal Norræna hússins og nefnir: Ingolf-ekspeditionen for 100 ár siden. Den forste udforskning af dybhavet omkring Island. A sýningunni eru kynntar í máli, myndum og fjölda sýna af djúpsjávardýrum niðurstöð- ur leiðangranna, en þeir eru upphaf skipulegra sjávarrann- sókna við Island. Ritröðin The Danish Ingolf Expedition er merkilegasta heimild um lífríki sjávar á Islandsmiðum og ótvír- ætt einn merkasti minnisvarði um rannsóknarstarf Dana á ís- landi. Fyrirlestur Wolffs ■ Sýningin er hönnuð af Zoo- logisk Museum í Kaupmanna- höfn, undir stjórn Dr. Torben Wolff, en hann má telja einn þekktasta sjávardýrafræðing Tímarit • GLÆÐUR, tímarit um uppeldis- ogskólamál, er komið út. Tímarit- ið er gefið út af Félagi íslenskra sérkennara og kemur út tvisvar á ári. í tímaritinu er jafnan að finna margvíslegar fræðilegar greinar um uppeldis- og skólamál á öllum skólastigum. í þessu tölu- blaði eru ítarlegar greinar um þátt- töku bama með sérþarfír í al- mennum grunn- skólum skrifaðar af Gretari Marin- óssyni og Dóru S. Bjarnason. sem bæði eru dósentar við Kennarahá- skóla íslands. Stefán Baldursson, skrifstofustjóri menntamálaráðu- neytisins skrifar um hugmynda- fræði nýrra grunnskólalaga, Ragna Freyja Karlsdóttir, skóla- stjóri Dalbrautarskóla um kennslu ofvirkra barna, Jón Baldvin Hann- esson, skóiastjóri Síðuskóla á Ak- ureyri, fjallar um skólaþróun og skólamenningu, greint er frá nýj- um athugunarlista fyrir atferli leikskólabarna í grein Ingu Einars- dóttur, leikskólaráðgjafa á Akur- eyri ogLinda Udengárd þroska- þjálfi Ijallar um hegðunarerfið- leika fatlaðra bama og unglinga. í Glæðum er ennfremur birt viðtal við GuðrúnuJ. Haildórsdóttur, forstöðumann Námsflokka Reykjavíkur, undir fyrirsögninni Mikið spunnið í allt fólk. Þá ræðir Magni Hjáimarsson við Ágústu U. Gunnarsdóttur, námsráðgjafa í Menntaskólanum í Hamrahlíð, og fjallar um fatlaða nemendur í MH. Glæður hafa komið út frá árinu 1990. Tímaritið er að þessu sinni 72 bls. að stærð. Ritstjóri er Gunn- ar Saivarsson. Gunnar Salvarsson LISTIR Morgunblaðið/Golli TORBEN Wolff að undirbúa sýninguna í Norræna húsinu Dana. Hann hóf feril sinn sem fræðimaður um borð í rann- sóknaskipinu Galathea, sem stundaði djúpsjávarrannsóknir og sigldi í kringum heiminn á árunum 1950-1952. Jörundur Svavarsson, pró- ’ fessor í sjávarlíffræði við Líf- fræðistofnun Háskóla íslands, hefur annast undirbúning sýn- ingarinnar hér heima fyrir. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á fyrirlesturinn. Ovenjuleg notkun leirs við listsköpun Keramiklistakona sýnir skordýr í SÝNINGARSAL Art-Hún hóps- ins verður sýning á verkum banda- rísku keramiklistakonunnar Reg- ínu Gurland dagana 19. ágúst til 1. september. Regína Gurland, sem er 78 ára gömul, hefur vakið athygli vestan hafs fyrir óvenjulega notkun leirs við listsköpun. Hún hefur náð mjög góðum tökum á sérstakri tækni við gleijun er gerir henni kleift að skapa aukna dýpt og auka litaflóruna í verkum sínum en sú tækni kemur ekki síst fram í þeim óvenjulegu verkum sem hún mun sýna hér á landi á næstunni. Um er að ræða keramikskúlptúra af skordýrum í margfaldri upp- runalegri stærð sinni. „Við brennslu verkanna tekst Reginu að ná fram með undraverð- um hætti náttúrulegum eiginleik- um skordýranna sem sum hver eru með hrufótt yfírbragð meðan önn- ur bera skeljamyndanir á vængjum sínum. Listakonan lætur áhorf- endum eftir að þekkja hvaða skor- dýr er um að ræða hveiju sinni,“ segir í kynningu. Þá mun Regina einnig sýna fjöl- breytt úrval annarra verka sinna en mörg þeirra eru í eigu einka- eða opinberra safna í Bandaríkjun- um. Samhliða listsköpun sinni hef- ur hún kennt um nokkurra ára skeið við listaháskóla í New York. Regina Gurland hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín. Sýningin er til húsa að Stangar- hyl 7, 110 Reykjavík. EITT verka Reginu Gurland. Niöjatal Orms í Fremri-Langey BÓKMENNTIR Ættf ræði ORMSÆTT Niðjatal Orms Sigurðssonar bónda í Fremri-Langey og kvenna hans Steinunnar Jónsdóttur og Þuríðar Jónsdóttur. Ættfræðistofa Þorsteins Jónssonar tók saman. Þjóðsaga hf, 1994-1995. Ættir íslendinga. Niðjatal IX1-6,2.222 síður. Ritstjóm: Þorsteinn Jónsson. EINS OG sjá má á framanskráðu er þetta geysimikið ritverk, sex bindi, alls á þriðja þúsund blaðsíð- ur, í fremur stóru broti, tvídálka, eins og að sjálfsögðu öll rit í þessu safni. Ættfaðirinn, Ormur Sigurðsson f. 1748, d. 1834, bjó lengst af í Fremri-Langey 'á Breiðafirði. Sagt er að hann hafi átt tuttugu og íjög- ur börn, en ekki eru þekkt nöfn nema tuttugu þeirra. Með fyrri konu sinni, Steinunni, átti hann að visu aðeins tvo syni, Jóna tvo, og er mikill fjöldi niðja kominn frá þeim yngri. Með seinni konunni, Þuríði, 'átti hann átján börn. Eru komnir niðjar frá fjórtán börnum Orms; frá sumum fáir, en öðrum geysimargir. Þar sem ættin er lengst gengin fram er hún á níunda Iið frá ættforeldrun- um. Rit þetta er þannig til komið að einn af niðjum Orms, Halldór Krist- inn Kristjánsson, trésmiður og fræðimaður í Kópavogi (1915- 1988), hafði í áratugi safnað efni í niðjatal Orms forföður síns. Ári áður en hann lést lét hann hið mikla handrit sitt í hendur Þorsteini Jóns- syni, ættfræðingi, til frekari úr- vinnslu og útgáfu. Eins og vera ber er þetta ritverk með sama sniði og önnur rit í rit- safninu. Uppsetning niðjatalsins er með sama hætti. Upplýsingar eru allmikið staðlaðar og geysimikill fyöldi er mannamynda og raunar einnig talsvert af öðrum myndum. Hlýtur að hafa verið mikið verk að safna þeim öllum saman. í lok sjötta bindis er stuttur kafli um ættir Orms og kvenna hans. Nafnaskrá er löng, eins og vænta má í riti sem þessu. Hún er tæpar 200 bls. prentuð smáu letri og þremur dálkum á blaðsíðu. Eru fæðingarár við hvert nafn þar sem við á. í löngu niðjatali sem þessu má margt fróðlegt lesa ef grannt er skoðað. Þyrfti þó mikla yfírlegu til að fyalla um það að gagni. Ég nefni aðeins eitt. Hér er eins og í flestum niðjatölum að finna fágæt manna- nöfn, sem maður staldrar ósjálfrátt við. Ekki hef ég heyrt áður nöfnin Sigvöld, Magnelja, Oskheiður, Add- björg, Anney, Axelma, Eiðný, Ein- ína og Dagmann. Mun meira er um kvennanöfn af þessu tagi. Helgast það eflaust ef því að skírt er í höfuð karlmanna. Nafnið Ormur hefur ekki haldist vel í ættinni. í nafna- skrá er einungis fimmtán að fínna með því nafni og enginn fæddur á þessari öld. Steinunnar- og Þuríðar- nöfn eru hins vegar miklum mun tíðari. Maður saknar þess óneitanlega í svo miklu riti sem þessu að ekki skuli vera yfirlit um ijölda niðja í ættliðum, dreifingu þeirra innan- SÝNINGU á pappírsverkum Gun- hildar Skovmand í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar lýkur sunnudaginn 20. ágúst. Lista- konan, sem er vel þekkt í heima- landi sínu, hefur klippt myndir í pappír frá fjögurra ára aldri. Hún hóf sýningarferil sinn með sýn- ingu á Charlottenborg árið 1931 og hefur haldið fjölda einkasýn- inga, meðal annars í Norræna lands og utan og fleiri samantektir félagsfræðilegs eðlis. Þetta ætti að vera vel gjörlegt, þegar allar upplýs- ingar eru færðar í tölvur. í sumum niðjatölum í þessu safni hefur það raunar verið gert. Því fer fjarri að sá sem þetta rit- ar hafi grannskoðað niðjatalið í leit að villum og misfellum. Því verður ekki nefnt nema það sem augljóst er og ekki er það mikið. Sundurliðuð efnisskrá er yfir fyrstu bindin þijú. Af vangá hlýtur það að stafa að engin efnisskrá er yfir seinni helm- inginn. Eins og getur í formála er niðja- tal þetta ekki tæmandi. Gildir það einkum um þá sem sest hafa að erlendis. Þar vantar oft mikið í. Á bls. 1932 hlýtur að vera villa í staf- setningu nafns (seinni dálkur, 7a, 8a-c). Á einum stað fannst mér sem línur hlytu að hafa fallið niður neðst á síðu, væntanlega í umbroti. I svo stóru ritverki sem þessu, þar sem fjöldi ártala, dagsetninga og nafna er gífurlegur er óhjá- kvæmilegt að eitthvað sé um villur. Þær finna þeir helst sem eru af ættinni. En hvað sem því líður fer ekki á milli mála að hér er stór- merkt verk á ferðinni og þá ekki siður ritsafnið sem það er hluti af. Sigurjón Björnsson. húsinu í Reykjavík sumarið 1976. Viðfangsefni sín sækir Gunhild ýmist í ævintýri H.C. Andersen eða náttúruna. Listasafn Sigur- jóns er opið um helgar milli klukk- an 14 og 18. Fram til mánaða- móta ágúst-september er einnig opið mánudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld kl. 20-22. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Síðasta sýningarhelgi Gunhildar Sigurður Árni Sigurðsson I hverful- leika- hefðinni SIGURÐUR Árni Sigurðsson opnar í dag málverkasýningu í Gallerii Sævars Karls, Bankastræti 9. Sýningin mun standa yfir til 13. september og verður opin á verslunar- tíma, frá kl. 10—18 virka daga. Meginuppistaða sýning- arinnar eru 20 teikningar úr seríu sem heita „Leiðrétting- ar“. Málverk og teikningar Sig- urðar Árna Sigurðssonar iúta hverfulleikahefðinni svo að vitnað sé í franska listfræð- inginn Bernard Marcadé. Það virðist ekki augljóst að bera kennsl á nokkuð í verkum hans með ótvíræðum hætti. Allt má sjá og lesa frá ólíkum sjónarhornum. Vitanlega kannast maður hér og hvar við yrkisefni og Ieiðarstef í verkum hans; fjöll, vatn himin, dýr, jurtir ... En þessi fyrirbæri náttúrunnar leika einnig hlutverk ímynd- ana eða einfaldlega forma. Natúralisminn í þessum mál- verkum er nokkurs konar gildra. í öllum þessum mótíf- um leynast kynleg form þar sem teikningin er fléttuð sam- an við grunnlitinn og fígúr- una, karlmannlegt er pússað saman við kvenlegt. Svanur Kristbergsson og Börkur Arnarson Líkaminn og girndin MYNDIR girndarinnar nefnist sýning sem um þessar mundir er haldin í Helsingfors í Finn- landi. Hér er um að ræða al- þjóðlega sýningu 24 þekktra ljósmyndara og er efnið líkam- inn og hið líkamlega. Tveir íslenskir listamenn eiga verk á sýningunni, þeir Börkur Arnarson og Svanur Kristbergsson. í tengslum við sýninguna eru umræðufundir sem nokkrir listamannanna eru þátttakendur í. Sýningin stendur til 1. októ- ber í Listasafni Helsingfors (miðvikud.-sunnud. 11-18.30) og í Norrænu menningarmið- stöðinni, Sveaborg (þriðjud.- sunnud. 11-18). j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.