Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 19 ERLENT &®i?STUTT Harðlínu- maður ráðgjafi Jeltsíns BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, skipaði í gær harðlínu- manninn Nikolaj Jegorov ráð- gjafa sinn um innanríkismál. Ekki er nema mánuður síðan Jeltsín rak Jegorov úr emb- ætti ráðherra þjóðabrota. Jeg- orov stjórnaði hernaði Rússa í Tsjetsjníju stuttlega en var vikið frá í júní ásamt Viktor Jerín innanríkisráðherra og Sergej Stepasjín, yfírmanni öryggismála í Rússlandi. Fyrsta konan á Everest talin af ÓTTAST er að Alison Hargreaves, fyrsta konan til að klífa Everest-fjall hjálpar- laust, hafi farist i skriðu á K-2, hættulegasta fjalli Him- alaja-fjalla. Pakistanskur her- foringi sagði að Hargreaves hefði farist ásamt fylgdarliði í skriðu á leið niður af tindi næsthæsta fjalls heims, en ekki hefur fengist opinber staðfesting. Hargreaves vakti mikla athygli þegar hún kleif Everest ein og án súrefnis í maí. Hargreaves er bresk og tveggja barna móðir. Þýskir njósn- arar krefjast réttar síns TÓLF fyrrum njósnarar, sem fundnir hafa verið sekir um landráð fyrir að þjóna hinu aflagða Austur-Þýskalandi, kváðust á blaðamannafundi i gær ætla að áfrýja til Mann- réttindanefndar Evrópu í því skyni að fá dómunum hnekkt. Tólfmenningarnir njósnuðu fyrir austur-þýsku leyniþjón- ustuna, Stasi, í Vestur-Þýska- landi og hafa flestir afplánað dóma sína. Þeir segja að þeir geti ekki verið sekir um land- ráð vegna þess að ríkið, sem þeim sé gefið að sök að hafa svikið, sé ekki lengur til. Þýskur dómstóll úrskurðaði í maí að sækja mætti vestur- þýska njósnara til saka, en komst að þeirri niðurstöðu að útsendara Stasi í Austur- Þýskalandi væri ekki hægt að sækja til saka þar sem þeir hefðu ekki brotið lög lands síns. Insúlínplást- ur fyrir syk- ursjúka? VÍSINDAMENN við banda- ríska háskólann Massachus- etts Institute of Technology kveðast hafa sýnt fram á að gefa megi sykursjúkum insúlín með hátíðnihljóðbylgjum eða úthljóðum og losa þá þannig undan sprautunálinni. Aðeins efni úr smáum mólekúlum, þ. á m. tóbak, komast hæglega gegnum skinn, en úthljóðin gera skinnið gljúpt þannig að hægt er að gefa lyf á borð við insúlín með plástri. Niðurstöð- ur vísindamannanna birtust í nýjasta hefti tímaritsins Sci- ence. Gíslar aðskilnaðarsinna í Kasmír sagðir vera á lífi og við góða heilsu Pakistanar segja Ind- verja ábyrga Reuter LIK Norðmannsins Hans Christian Ostro, sem myrtur var af skæruliðum í Kasmír í síðustu viku, kom til Noregs í gær. Á myndinni má sjá nánustu ættingja hans taka við kistunni á Fornebu-flugvelli í Ósló. Srinagar, Islamabad. Reuter. ASEFF Ahmad Ali, utanríkisráð- herra Pakistan, sakaði í gær ind- versk stjórnvöld um að standa að baki gíslatökunni í Kasmír til að kynda undir ófriði í þessum heims- hluta. Fimm Vesturlandabúar voru teknir í gíslingu af kasmírskum aðskilnaðarsinnum í byrjun júlí og var einn þeirra, ungur Norðmaður, tekinn af lífi í síðustu viku. „Við hljótum að spytja okkur hvers vegna Indveijar settu þenn- an blóðuga sjónleik á svið,“ sagði utanríkisráðherrann á blaða- mannafundi. Hann sagði það vaka fyrir Indveijum að varpa rýrð á þá er berðust fyrir sjálfstæði Kasmír-héraðs og auka pólitískar vinsældir Narasimha Raos forsæt- isráðherra. Ali sagði að ryfu ind- verskar hersveitir á einhvern hátt friðhelgi Pakistan yrði því svarað með hefndaraðgerðum þegar í stað. Grunsamlegar kringumstæður Hann sagði það vekja furðu að gíslarnir hefðu verið teknir á svæði þar sem hersveitir Indveija héldu uppi öflugu eftirliti og að gísla- tökumennirnir hefðu krafist lausn- ar skæruliða er tilheyrðu samtök- um sem hefðu fordæmt gíslatök- una harðlega. Þá væri undarlegt að Indveijar hefðu ekki getað haft uppi á skæruliðunum, sem hefðu þó komið kröfum sínum á fram- færi í gegnum faxtæki og haft samband símleiðis við stjórnmála- menn í Pakistan. Hann sagðist telja líklegt að þegar þeim hentaði myndu Indveij- ar ráðast til atlögu gegn skærul- iðunum og þá yrðu þeir gíslar, sem enn væru á lífi, annaðhvort frelsað- ir eða drepnir og allir gíslatöku- mennirnir, nema nokkrir útvaldir, teknir af lífi. Þeir, sem ekki yrðu drepnir, yrðu síðan látnir koma fram í sjónvarpi „til að viðurkenna að þeir hefðu hlotið þjálfun í Pa- kistan og fengið þaðan vopn og búnað,“ sagði utanríkisráðherra Pakistan. Ríkisstjóri Kasmír sagðist í gær hafa heimildir fyrir því að gíslarn- ir fjórir væru á lífi og við góða heilsu. Hann sagði ekki koma til greina að verða við þeirri kröfu skæruliðanna að hafa fangaskipti þar sem að þeir vildu fá lausa harðsvíraða skæruliða, er efalítið myndu grípa til ofbeldisaðgerða hlytu þeir frelsi. Þá taldi hann ekki skynsamlega lausn að reyna að frelsa gíslana sökum þess hver erfiðar aðstæður væru í Himalaya-fjöllum. Reuter Sprengjutilræði á Spáni 40 manns særðust í sprengjutil- ræði við byggingu þjóðvarðliðs- ins í Armedo í norðurhluta Spánar í gær. Enginn særðist þó alvarlega, en um 30 bílar eyðilögðust og rúður brotnuðu í nálægum húsum vegna sprengingarinnar. Talið er að Aðskilnaðarhreyfing Baska (ETA) hafi verið að verki. Bermúda áfram nýlenda Breta Þrír fjórðu kjós- enda andvígir sjálfstæði Hamilton, Bermúda. Reuter. MIKILL -meirihluti kjósenda á Bermúda vill að eyjarnar verði áfram bresk nýlenda, samkvæmt niðurstöðum almennra kosninga sem fram fóru á eyjunum á mið- vikudag. Kjörsókn var 57%, en alls voru 38 þúsund manns á kjörskrá. Sjö- tíu og þrír af hundraði greiddu atkvæði gegn tillögu um að Bermúda lýsti yfir sjálfstæði, en 25% voru fylgjandi. Bermúda er elsta nýlenda Breta, og hefur lotið krúnunni frá 1684. Segir Swan af sér? Núverandi forsætisráðherra, Sir John Swan, hafði tilkynnt að hann myndi segja af sér ef sjálfstæðis- tillagan yrði felld. Stjórnmálaský- rendur segja að nú sé að bíða og sjá hvort Sir John standi við orð sín. Tillagan olli klofningi í Samein- aða Bermúdaflokknum, sem er við völd á eyjunum, og sagði Trevor Moniz, sem var andvígur sjálf- stæði að niðurstaðan væri mjög góð. „Hugmyndin um sjálfstæði er dauð næsta áratuginn,“ sagði hann. Leiðtogi stjórnarandstöðu- flokksins hafði hvatt kjósendur til þess að greiða ekki atkvæði, og kann það að vera skýringin á lít- illi kosningaþátttöku. Svört skýrsla dregur upp dökka mynd af hlutskipti kvenna í Kína „Þögul fórnarlömb s1jórnvalda“ Peking. Reuter. KÍNVERSKUM konum er rænt og þær seldar í þrælahald, neyddar til fóstureyðinga í sam- ræmi við opinbera stefnu um eitt barn á hveija fjölskyldu og vinna við ömurlegar aðstæður þar sem ofbeldi er allsráðandi, segir í skýrslu sem mannréttindasamtök birtu í gær. „Konur hafa verið hin þöglu fórnarlömb stefnu stjórnvalda sem hvetja til, eða lita fram- hjá mannréttindabrotum," segir í skýrslunni, sem ber titilinn „Milli hefðar og ríkis“, og er gefin út af samtökunum Mannréttindi í Kina, sem hafa aðsetur í New York. Hagsmunir flokksins ganga fyrir í skýrslunni, sem gefin er út nú í tilefni af ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Peking i næsta mánuði, er þess farið á leit að kínversk stjórnvöld láti af þeim sið að hagsmunir kommúnistaflokksins séu mikil- vægari en mannréttindi kvenna. Þá segir í skýrslunni að beiting laga sé enn háð tilviljun- um og geðþótta einstakra embættismanna og hagsmunum kommúnistaflokksins. Þótt hlutskipti kvenna hafi batnað verulega frá því kommúnistar komust til valda 1949, eru alvarleg brot á réttindum þeirra þó enn útbreidd, og hefur ástandið versnað síðan efnahagsumbætur á markaðsforsendum hóf- ust fyrir 16 árum, segir í skýrslunni. Þrátt fyrir að lög kveði á um dauðarefsingu þeirra sem stunda mannsal séu tugir þúsunda kvenna seldar sem eiginkonur, neyddar til að stunda vændi og myrtar ef þær veita mót- spyrnu. Ofbeldi á heimilum hafi lagt líf hundruða milljóna kvenna í rúst, en Kínveijar hafi lengst af neitað því að slíkur vandi væri fyrir hendi, með þeim afleiðingum að fórnarlömb geti hvergi leitað eftir stuðningi og undankomu. Neyddar til fóstureyðinga Sú stefna að hver fjölskylda megi einungis eignast eitt barn hafí orðið til þess að konur um allt Kína séu neyddar með líkamlegu of- beldi, sálrænum þrýstingi og fjárhagslegum refsingum til þess á láta eyða fóstrum eða fara í ófijósemisaðgerðir. Stefnan sé einnig ástæða þess að um hálf milljón meybarna „hverfur" á ári hverju, að því er talið er, vegna þess að þær eru aldrei skráðar, og að fóstrum sé fremur eytt ef þau eru kvenkyns, og barnamorðum og útburðum hafí fjölgað. Þá segir í skýrslunni að misrétti sé allsráð- andi á vinnumarkaðnum. „Konur eru ráðnar síðastar og reknar fyrst. Meginþorri atvinnu- lausra eru konur.“ Auk þess sem konur vinni við slæman og hættulegan aðbúnað verði þær í auknum mæli fórnarlöm kynferðislegrar misnotkunar. „Kínversk stjórnvöld hafa látið undir höfuð leggjast að virða réttindi kvenna til jafns við mannréttindi, og hafa oft fórnað réttindum kvenna fyrir önnur markmið sem talin eru mikilvægari," segir í skýrslunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.