Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 31
1 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PÉTUR JÓNSSON 4- Friðrik Pétur * Jónsson fædd- ist í Bolungarvík 21. mars 1921. Hann lést á Land- spítalanum 12. ág- úst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elísabet Bjarnadóttir hús- móðir, f. 9. 1895, d. 26. ágúst 1980, og Jón Guðni Jónsson, sjómaður, bóndi og verkstjóri í Bolungarvík, f. 20. janúar 1899, d. 5. janúar 1958. Pétur var elst- ur af sjö systkinum. Systkini Péturs eru Ingibjörg Jóna kjólameistari, f. 1923, búsett í Reykjavík, Guðmundur Bjarni, fyrrverandi framkvæmda- sljóri Vélsmiðju Bolungarvík- ur, f. 1927, búsettur í Bolung- arvík, Guðrún Halldóra hús- móðir, f. 1928, búsett í Garðabæ, Georg Pétur, f. 1931, andaðist á fyrsta ári, Sólberg, sparisjóðsstjóri í Bol- ungarvík, f. 1935, búsettur í Bolungarvík, Karitas Bjarney kjólameistari, f. 1937, búsett í Reykjavík. 24. desember 1943 kvæntist Pétur eftirlifandi eiginkonu sinni, Fjólu Ólafsdóttur, f. á Kleifum í Skötufirði 10. júní 1922. Foreldrar hennar voru María Rögnvaldsdóttir og Ólafur Hálfdánsson. Pétur og Fjóla áttu sex börn. Þau eru: 1) Friðgerður, útgerðarmaður, nú búsett í Ólafsvík, f. 11. októ- ber 1943, gift Magnúsi Snorra- syni útgerðarmanni. Þau eiga fimm börn og sjö barnabörn. 2) Jón Guðni, skipstjóri Bol- ungarvík, f. 23. mars 1947, kvæntur Ester Hallgrímsdótt- ur húsmóður. Þau eiga fjögur börn og fimm barna- börn. 3) Hálfdán Ólafur, fiskmats- maður á Siglufirði, f. 23. mars 1947, kvæntur Kristrúnu Ástvaldsdóttur. Þau eiga þijú börn. 4) Jónas Sigurður, útgerðarmaður í Ólafsvík, f. 26. nóv- ember 1948, kvæntur Þórunni Sigurðardóttur skrifstofumanni. Þau eiga þrjú börn en fyrir átti Sigurður eitt barn með Guðrúnu Ólafsdóttur. 5) Elísa- bet María, verslunarmaður í Bolungarvík, f. 30. desember 1949, gift Jakobi H.S. Ragnars- syni útgerðarmanni. Þau eiga fjögur börn. 6) Fjóla, skrif- stofumaður, búsett í Noregi, f. 23. desember 1957, gift Arn- ulf Eriksen bifvélavirkja. Þau eiga tvö börn. Pétur fór ungur til sjós og var á sjó fyrstu hjúskaparár sín, en gerðist siðan bóndi á Breiðabóli í Skálavík. Bjó hann þar í nokkur ár, síðan í Þjóð- ólfstungu og loks í Meiri-Hlíð í Bolungarvík. Er þau hjón hættu búskap fluttu þau til Bolungarvíkur þar sem Pétur stundaði sjóinn í fyrstu en gerðist síðan vélamaður hjá Ishúsfélagi Bolungarvíkur. Síðustu árin bjuggu Pétur og Fjóla í Þorlákshöfn en stund- uðu jafnframt grásleppuút- gerð frá Seyðisfirði við ísa- fjarðardjúp á sumrin. Útför Péturs Jónssonar fer fram frá Þorlákshafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukk- an 14. Mig litla kveðju langar til að senda þegar lýkur þinni veru hér á jörð, nú morgundöggin ljúfum geislum laugar litla húsið þitt við SeyðisQörð. Og betjalyng í brekku hnípið stendur er birta dagsins skyndilega dvín. En þegar um Djúpið sólargeislar glitra með gleði í hjarta vil ég minnast þín. Hvíl í friði, hafðu þökk fyrir allt. Kveðja frá tengdadóttur. Ester Hallgrímsdóttir.. Það má segja að sorgin og gleðin hafi mæst þegar okkur bárust þær dapurlegu fréttir að föðurbróðir minn Pétur Jónsson hefði kvatt þetta líf 12. ágúst sl. Við vorum stödd í fallegri sveit, á Hrauni á Ingjaldssandi í brúðkaupi bróður míns og mágkonu. Það var svo gott hvað við vorum mörg samankomin úr fjölskyldunni, við gátum veitt hvert öðru stuðning, grátið dálítið og glaðst yfir því um leið að hann þurfti ekki að líða leng- ur og svo rifjuðum við upp góðar minningar um hann Pétur. Þetta kom okkur ekki á óvart því við vissum að hveiju dró. Pési frændi var búinn að vera mikið veikur und- anfarnar vikur og lá á Landspítalan- um þegar hann kvaddi, umvafinn íjölskyldu sinni, henni Fjólu sem fylgt hefur honum gegnum þykkt og þunnt, í farsælli sambúð í rúm 50 ár, og bömunum þeirra. Faðir minn, Guðmundur Bjarni og Pétur voru alla tíð mjög nánir bræð- ur og miklir vinir. Kannski af því að þegar þeir voru litlir sváfu þeir alltaf í sama rúmi. Og svo voru þeir svo líkir, bæði í útliti og eðli sínu að ég held að okkur frændsystkinun- um, systkinum mínum og börnum Péturs hafi alltaf fundist að við ætt- um pabba í þeim báðum. Litlu dæt- urnar mínar sem Pétur var alltaf sérstaklega hlýr og elskulegur við hafa oft talað um hve afi og Pési frændi væm líkir. Þeir voru meira að segja svo sam- stíga bræðurnir að þeir fóra með stuttu millibili til London í hjartaað- gerð og gerði sú lífsreynsla þá ennþá samrýndari. Þeir fengu sér tjaldvagna um svip- að leyti og ferðuðust í mörg sumur um landið þvert og endilangt á Volvó- unum sínum með tjaldvagnana og rnömmu og Fjólu, sem leyfðu þeim alltaf að halda að þeir réðu öllu. Oft hafa verið rifjuð upp skemmtileg atvik úr þessum ferðum, ekki síst þegar eitthvað bilaði úti í óbyggðum og hvernig bræðurnir björguðu mál- unum með hugviti sínu og öllum græjunum sem vora í skottinu. Seinna byggðu þeir sér sumarbústaði í Djúpinu, Pétur á Uppsalaeyri og pabbi í Hafnardal. Hann Pétur settist ekkert í helgan stein á Uppsalaeyrinni. Þar hóf hann grásleppuútgerð ásamt Fjólu sinni. Hann sótti sjóinn en hún sá um verk- unina í landi. Þegar grásleppuvertíð- inni lauk tók við berjavertíðin. Þau vora svo samhent hjónin, tíndu ber á daginn og hreinsuðu á kvöldin og það vora margir sem nutu góðs af. Aðalbláberin hennar Fjólu voru sko ekki af verri endanum. Ég man fyrst eftir Pésa frænda þegar hann var bóndi í Meiri-Hlíð. Þá var alltaf sól. Allir að hjálpa til við heyskapinn og mikið að gera. Við Beta Mæja að sækja og reka beljurnar, tína sóleyjar og háma í okkur súrblökur. Allir bræðurnir á traktorum með allskyns heyvinnslu- tæki bæði framaná og aftaní. Allt gátu þeir, bakkað langar vegalengd- ir og beygt, með fullhlaðna heyvagna aftaní. I dag þegar ég fer að hugsa betur um þetta, þá sé ég að þessi stóru frændur mínir hafa ekkert ver- ið mjög stórir, kannski 11-12 ára. Og öllu þessu stjórnaði hann Pési frændi. Skrýtið að það skuli alltaf hafa verið sól. En hann Pési frændi var ekki einn bóndi í Meiri-Hlíð. Hún Fjóla var líka bóndi þar, ekki síður en hann. Þau voru með um 200 fjár og 20 kýr mjólkandi og heimilið var stórt, svo mörgu var að sinna. Ekki hefur hún Fjóla getað leyft sér að skreppa í ljós eða nudd til að slappa af, eins og þykir sjálfsagt í dag. Ifyrir um áratug fluttu þau til Þorlákshafnar. Þar leið þeim svo vel. Þau keyptu sér fallegt raðhús og komu sér vel fyrir. Þar var þeim tekið af miklum hlýhug og allir vora svo góðir við þau. Og þar skein sólin alltaf og snjóaði ekkert á vetuma. Það fannst þeim Bolvíkingunum lúx- us. í dag þegar við kveðjum Pétur Jónsson hinstu kveðju, færi ég sér- stakar þakkir til Fjólu og Péturs frá foreldrum mínum fyrir samfylgdina öll árin og allar ánægjustundirnar sem þau hafa átt saman og aldrei bar neinn skugga á. Sjálf vil ég kveðja Pétur frænda minn með virðingu og þökk fyrir alla hans elskusemi við mig frá því ég man eftir mér. Ég bið Guð að styrkja þig, Fjóla mín, og frændsystkini mín og votta ykkur innilega samúð mína. Elísabet Guðmundsdóttir. Fallinn er nú frá góður frændi og mikill vinur, föðurbróðir minn Pétur í Meiri-Hlíð. Mínar bernskuminning- ar era flestar tengdar honum. Ein sú fyrsta er að ég hafði komið seint heim á Sólbergi um kvöld frá Meiri- Hlíð, og hafði beðið mömmu að vekja mig snemma daginn eftir, því ég ætlaði að ná Pétri frænda við Kaup- félagið þegar hann kæmi með mjólk- ina morguninn eftir, en móðir mín vildi láta mig hvílast og þóttist ekki vita hvort Pétur væri kominn með mjólkina þegar ég vaknaði, en við þau svör þaut ég niður í Kaupfélag og sá að Pétur var búinn að koma, en ég þekkti förin eftir Hanomaginn, og þá var ekki annað að gera en að hlaupa frameftir. í Meiri-Hlíð rak Pétur stórt bú og myndarlegt og búnaðist honum vel, var glöggur maður á sauðfé og bústofn, átti mjög afurðargott fé og góðar mjólkurkýr. Pétur var alltaf kátur og hress og geislaði af honum fjörið hvar sem hann fór, sagði skemmtilega frá og hló hátt og smitaði út frá sér með léttleika sínum og kátínu. Ég hænd- ist fljótt að Pétri, hann leyfði manni að elta sig um allt, út í fjós, uppí Qárhús og út um öll tún, gera við girðingar, gá að sauðfé, en Pétur var mikill fjármaður og annálaður kletta- maður og var oft leitað til hans ef kindur Vora í ógöngum enda ef Pétur sat á dráttarvél eða var ekki mjög niðursokkinn í störf var hann að horfa til fjalla, gá að kindum og þessi eiginleiki fylgdi honum alla tíð. Oft hef ég hugsað um af hverju ég hændist að Pétri, hann leyfði manni að vinna með sér þótt lítill væri og kenndi manni og lét mann hlíða. Stórt kúabú var í Meiri-Hlíð, og einn dag þegar ég kom heim frá því að reka kýrnar fannst bónda ég hafa verið fljótur í för, ég hafði ekki farið nógu langt þ.e.a.s. þær fóra ekki í besta hagann, hann sagði mér að nú myndi hann fara með flaggstöng fram að Kolum, og á morgnana ætti ég að hífa upp flagg, en á kvöldin átti ég að taka flaggið niður, þetta var hans aðferð til að kenna og hún dugði vel. Ein minning í mínum huga lýsir Pétri vel, en kvöld eitt skrapp Fjóla kona Péturs af bæ sem gerðist mjög sjaldan, en Pétur átti að sjá um að koma mér og Fjólu litlu í háttinn, Fjóla litla var í nýrri peysu, fallegri peysu rauðri með bláu út- prjóni og háum kraga, sem lá þétt að hálsi hennar, nú Pési fer að hátta og nær Fjólu ekki úr peysunni, nú voru góð ráð dýr ekki var hægt að láta bamið sofa í peysunni og enn er reynt en ekkert dugir, þá tekur Pési upp vasahnífinn og ristir niður kragann og niður á bringu og leyst- ist þar sem málið, en þetta lýsir Pétri svolítið vel að deyja ekki ráða- laus. Hjá Pétri og Fjólu var gott að vera, Fjóla alltaf tilbúin til hjálpar ef á þurfti að halda en hún átti sinn þátt í því að þeim búnaðist vel með sínum dugnaði og eljusemi. Milli Pétur og föður míns Guðmundar var ákaflega kært, en þegar um hægðist hjá þeim komu þeir sér báðir upp sumarhúsum í fæðingarsveitum eig- inkvenna sinna og hittust þau oft í djupinu og áttu saman ánægjustund- ir. Elsku Fjóla, nú hefur þú mikið misst, þið Pétur unnuð mikið saman alla tíð, bæði í búskapnum og síðan í Seyðisfirðinum þar sem þið höfðuð búið ykkur sælureit og höfðuð alltaf nóg að starfa, en lífið gefur og lífið .iioeenöþbuD tu'IiíIO .briiíg'ioH ni<l -burnBB icgolinni immcVl go ■mnno FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 31 tekur og við það verðum við að sætta okkur. Ég, fjölskylda mín og allt mitt fólk vottum Meiri-Hlíðar fjölskyld- unni og hennar fólki okkar dýpstu samúð á þessum tímamótum. Jón Guðni. í dag kveðjum við Pésa frænda okkar með söknuði. Pétur, höfuð ættarinnar, átti um margt fjölbreytta ævi. Við kynntumst honum sem bónda, útgerðarmanni, landverka- manni, sumarbústaðareiganda og fjölskylduföður. Pési var hláturmild- ur og frábær frásagnargáfa hans, blönduð innileik og ómengaðri kímni, fékk alla sem á hann hlýddu til að brosa og hlæja með. Þannig laðaði hann alla að sér hvort heldur var á vinnustað eða í fjölskylduboðum. Ffyrstu minningar okkar með Pésa era frá þeim tíma þegar hann var bóndi í Meirihlíð. Seinna þegar hann var útgerðarmaður fór hann oft með okkur á bátnum sínum Ölver í Leira- fjörð. Margar þessara ferða voru eftirminnilegar vegna ýmissa ævin- týra, því Pési dó áldrei ráðalaus þeg- ar vandamálin komu upp og hló jafn- an að. Þegar Pési fór að draga við sig almenn störf lagði hann aldeilis ekki árar í bát. Þá hófst sumarbústaðar-, beija-, hafnargerðar- og grásleppu- tímabilið. Hann og bræður hans era einstaklega lagnir við að finna verk- efni, sem engum öðram getur dottið í hug. Öllum þótti gaman að koma við í Seyðisfirðinum og taka þátt í þessum verkefnum með honum. Ekki má gleyma gestrisni þeirra Péturs og Fjólu hvar sem þau áttu heima. Við og fjölskyldur okkar erum þakklát fyrir alla vináttu og tryggð hans, sem aldrei mun gleymast. Inni- legar samúðarkveðjur sendum við Fjólu, bömum og tengdafólki. Systkinin Miðstræti 9. Pétur Jónsson ólst upp á glaðværa myndarheimili á Sólbergi í Bolunga- vík og var elstur sex systkina. Á heimilinu var myndarskapur og vinnusemi allsráðandi. Pétur var því ekki gamall þegar hann fór að hjálpa til við störfin. Hann hóf ungur sjómennsku og stundaði búskap um áratugaskeið. Og víst er það að oft var vinnudag- urinn langur og lítið sofið um sum- amóttina þegar ná þurfti inn heyjum, endurbyggja gripahús og sinna öðr- um sveitastörfum. En þannig var það líka oft með hans kynslóð að mikla vinnusemi þurfti til að komast sæmilega af. En í búskapnum stóð hann aldeilis ekki einn með sína góðu konu Fjólu sér við hlið. Dugnaður barnanna sex kom snemma í ljós og hefur fylgt þeim í þeirra störfum í lífinu. Kynni mín af Pétri hófust fyrir rúmum tveim áratugum en urðu mest síðustu þijú sumur þegar ég varð nágranni hans í Seyðisfirðinum. Á Uppsalaeyri við Seyðisijörð höfðu Pétur og Fjóla byggt sér sum- arbústað og undu sér þar við grá- sleppuveiði og beijatínslu. Þar sem áður hafði verið hvalveiðistöð Norð- manna varð sumarparadís Fjólu og Péturs. Þar var margt handtak unn- ið við að koma upp aðstöðu til útgerð- ar og annars sem til þarf. Svo komu börnin, tengdabömin og barnabörnin í heimsókn og þá gekk mikið á bæði í leik og starfi. Gleði og vinnusemi þessa hóps getur verið mikil og heyr- ist j)á stundum hátt. Á Uppsalaeyri var gott að koma og fá kaffi og kleinur, góð ráð sem aldrei voru spöruð eða lánað það sem gleymst hafði að taka með í sumar- bústaðinn. Sama var hvenær komið var alltaf var jafn vel tekið á móti manni og athugasemd við það eitt gerð að farið hafi verið framhjá án þess að koma við. Heimsóknirnar era orðnar margar og fyrir þær skal þakkað hér. En um leið og ég bið Fjólu, börnum hennar og öðrum ástvinum guðs blessunar óska ég þess að þau megi eiga mörg ánægjuleg sumur í sumar- bústaðnum á Uppsalaeyri við fjörð- inn fagra. Björgvin Bj. • Fleirí minningargreinar um PéturJónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bflasala Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 MMC Lancer EXE '91, blár, sjálfsk., ek. aðeins 51 þ. km., spoiler, rafm. í rúðum o.fl. V. 920 þús. Toyota Corolla 1.6 GLi Sedan '93, grár, 5 g., ek. 51 þ. km., rafm. í rúðum, samlæs- ingar. V. 1.100 þús. Toyota Celica Supra 2.8i ’84, hvítur, 5 g., álfelgur- o.fl. 170 ha. Gott eintak. V. 490 þús. m Suzuki Vitara JLX '91, sjálfsk., ek. 59 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Gott eintak. V. 1.190 þús. Nissan Sunny SLX 1600 Sedan '91, ek. 75 þ. km., silfurgrár, sjálfsk., rafm. í rúð- um. V. 880 þús. Sk. ód. Suzuki Swift GTi '88, ek. 61 þ. km., rauð- ur, 5 g., mjög gott eintak. V. 430 þús. Sk. ód. Mazda 323 F GTi '90, ek. 76 þ. km., rauð- ur, samlæs., rafm. í rúðum. V. 1.050 þús. Sk. ód. Daihatsu Charade TS '88, rauður, mikið yfirfarinn, ek. 123 þ. km. V. aöeins 250 þús. MMC Pajero Turbo Diesel langur '86, ek. 147 þ. km., 31 “ dekk. Sk. á dýrari jeppa t.d. D.cap. Daihatsu Charade TX '87, 3ja dyra, ek. aðeins 76 þ. km., 5 g. V. 220 þús. Ford Econoline 150 9 manna '91, sjálfsk., ek. 50 þ. km. V. 1.750 þús. Ford Ranger STX 4x4 Cap '92, 5 g., ek 60 þ. km. V. 1.490 þús. Hyundai Accent GS '95, 5 g., ek. 12 þ. km. V. 1.020 þús. Nissan Bluebird SLXi hlaðbakur '88, g., ek. 126 þ. km. Toppeintak. V. 690 þús. „Nýr bfll“ Suzuki Sidekick JXi 16v '95 steingrár, 5 g., óekinn. V. 1.950 þús. Nýr bfll! Renault Safrane 2.2 Vi '94, steingrár, sjálfsk., ek. aðeins 1600 km. rafm. í öllu, fjarst. læsingar o.fl. V. 2.650 þús. Sjaldgæfur sportbfll Nissan 300 ZX V-6 '85, m/T-Topp, 5 g., ek. 135 þ. km., rafm í rúðum o.fl. V. 1.200 þús. MMC Colt 1.6 GLXi '92, hvítur, sjálfsk. ek. aðeins 14 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fl. Reyklaus bfll. V. 1.100 þús. Grand Cherokee Laredo 4.0L '95, vín rauður, m/öllu, ek. 8 þ. km. V. 3,8 millj. Hyundai Pony LS '93, 4ra dyra, 5 g., ek. 37 þ. km. V. 780 þús. Toyota Lite Ace (bensín) '90, sendibíll ek. 70 þ. km. V. 650 þús. Toyota Hi Lux D.Cap SR-5 m/húsi '93, g., ek. 42 þ. km., grár, 31“ dekk, álfelgur. V. 1.980 þús. Citroen CV 2 braggi 86, rauður/svartur, 5 g., ek. 96 þ. km. Mjög gott útlit. V. 270 þús. Ford Econoline 150 9 manna '91, sjálfsk. 8 cyl. (351), ek. 50 þ. km. V. 1.750 þus. Citroen BX 1600 TZS '91, grár, 5 g., ek 69 þ. km., V. 890 þús. Nissan Sunny SR Twin Cam '88, 5 g ek. 120 þ. km. (ný tímareim), sóllúga, spoiler o.fl. Tilboðsv. 490 þús. Ford Explorer Eddie Bauer '91, dökkblár, 5 d., ek. 58 þ.km., álfelgur, sóllúga o.fl. V. 2,7 millj. Sk. ód. Ódýrir bílar á tilboðsverði Citroen BX 14E ’87, 5 g., ek. 140 þ. km mikið endurnýjaður. V. 350 þús. Tilboðsv 230 þús. Ford Escort 1100 '86, ek. 106 þ. km 250 þús. Tilboðsv. 195 þús. Citroen CX 2000 '82, 5 g., góð vél, ný- skoðaöur. V. 195 þús. Tilboðsv. 125 þús. Chervrolet Monza 1.8 SLE '86, sjálfsk, ek. 135 þ. km. V. 230 þús. Tilboðsv. 160 þús. Mikil eftirspurn: Vantar góða bfla á sýningarsvæðið. A- -fUJ/í 1 30 0198 rruibni}li9v mo go iqiBvnöjs i murujqsjljjJloi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.