Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 37 EGGERT V. BRIEM AFMÆLISBARNIÐ, Eggert V. Briem,í bollaleggingum með Svein- birni Björnssyni, nú háskólarektor, og Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor, sem látinn er fyrir nokkrum árum. FYRIR Eggert móðurbróður minn er ein öld smástærð, enda eru vís- indi sjónarhóll hans. Þegar hann er inntur eftir því, sem á daga hans hefur drifíð, svarar hann kurteislega, en frekar áhugalaust. Þetta eru liðnir tímar. Það er fram- tíðin, sem skiptir máli. Hvað hægt er að læra af því sem liðið er, hvernig nýta megi reynslu og rann- sóknir til að lifa af næstu öld. Síðustu mánuðina hefur Eggert hugsað mikið um breytingar á veð- urfari, fyrirsjáanlega hlýnun, og afleiðingar hennar. Hann er þess fullviss að aukinn hiti við miðbaug valdi uppgufun, heitt, rakt loft valdi aukinni úrkomu, og snjókomu á heimskautasvæðunum. Því sé ný ísöld í uppsiglingu. Fyrir nokkrum vikum stakk hann upp á því við mig, að við íslendingar fengjum okkur land einhvers staðar á upp- blásnu og örfoka svæði sunnar á hnettinum til að eiga þar athvarf, þegar hér verður óbyggilegt vegna kulda. Eggert telur ekki ólíklegt að örfoka land á suðlægari breidd- argráðum verði brátt gósenlönd á ný, því þar fari að rigna, þegar uppgufun eykst. Hann hefur líka haft brennandi áhuga á hafstraum- um og reki íss og trjáviðar. Og nú er hann að reyna að útvega sér bækur um líffræði. Hann hefur áhuga á fæði silungs, og langar til að hefja mýflugnarækt, til að auka afrakstur veiðivatna. Fyrr í sumar barst honum í hendur skýrsla um geislakolsmæl- ingar í miðbæ Reykjavíkur, þar sem tvö af hverjum þremur sýnum virðast vera eldri en landnám Ing- ólfs. Þegar Eggert sá tölurnar sagði hann af bragði að fyrir landn- ám Norðmanna hefði verið hér fólk, sem sá sér hag í því að fá heiðursmanninn Ingólf til að ger- ast landvarnarmann gegn öðrum víkingum, úr því að þeir voru bún- ir að fínna landið. Frumbyggjarnir hefðu fengið honum stórt landnám, og til að ginna hann til Reykjavík- ur hafí þeir flutt öndvegissúlurnar þaðan, sem þær rak á land, og fleytt þeim inn á víkina. Þetta er aðeins sýnishom af frjórri hugarstarfsemi manns, sem líkamlega virðist vera að tapa glím- unni við Elli kerlingu. Þar til fyrir örfáum árum bjó Eggert einn í íbúð sinni í Suðurgötunni, að vísu í sama húsi og systurdóttirin Kristín, og hugsaði alveg um sig sjálfur. Þegar hann fótbrotnaði aftók hann með öllu hjálp frá ættingjum, útbjó sér poka, sem hann hengdi um hálsinn og dró sjálfur að vistir, þótt hann væri með tvær hækjur. En þá var hann bara hálfníræður. Löngu síðar varð að ráði að Eggert skipti um „rúm“ við ungan nafna sinn. Sá fékk íbúðina, en Eggert eldri varð heimilismaður hjá Kristínu, systur minni. Þetta var þungbært fyrir mann, sem aldrei hafði verið upp á aðra kom- inn, en varð ekki umflúið. Við systkinin kynntumst Eggert ekki fyrr en á sjötta og sjöunda áratugnum, þegar hann fór að venja komur sínar „heim“ eftir áratuga dvöl í Bandaríkjunum. Hann hafði þá komið sér upp lífs- munstri, sem við skildum ekkert í. Hann át helzt ekki annað en fisk og hafragraut, og bragðbætti kost- inn með lýsi og fíflablöðum. Þess- um mat varð honum gott af og var þá ekki að láta svokallað „góð- gæti“ spilla heilsunni, enda varð honum ekki misdægurt. En hann var eingöngu sparsamur við sjálfan sig. Við aðra hefur hann alltaf verið höfðingi, og bauð til dæmis mér og Steinunni, þriðju systur- inni, til Þýzkalands sumarið 1958. Eggert flutti ekki alfarinn heim fyrr en ákvæði í erfðaskrá konu hans bundu hann ekki lengur í Bandaríkjunum. Hann var þá um sjötugt, tilbúinn að deyja, hafði losað sig við mestallar jarðneskar eigur sínar, og var staðráðinn að kaupa ekki einu sinni á sig föt framar. En vistaskiptin létu á sér standa og að síðustu var hann til- neyddur til að fata sig upp. Þessi afstaða Eggerts til lífsins, að afla meira en eytt er, safna ekki um sig dóti, heldur losa sig við allt, sem hann getur án verið, lýsir karakternum vel. Afrakstur- inn af ævistarfi sínu hefur hann lengi notað til að styðja Háskóla íslands. Ég óska Eggert til hamingju með afmælið og vonast til að hitta hann jafnhressan á næstu öld. Hildur Bjarnadóttir. Þegar menn settust að á bisk- upsstólum til foma og lögðu með sér fé, voru þeir aufúsugestir og kölluðust próventukarlar. Háskól- inn hefur átt slíkan próventukarl í nær 40 ár. Eggert V. Briem kynntist pró- fessor Þorbirni Sigurgeirssyni á fyrstu dögum Eðlisfræðistofnunar Háskólans 1958. Þeir Þorbjöm og Eggert náðu vel saman. Þorbjöm gat svalað forvitni Eggerts um margvísleg fyrirbæri náttúmnnar og leiðbeint honum um lesefni til að glíma við þær gátur sem á hann sóttu. Vestan hafs hafði Eggert lengi reynt að ná eyrum lærðra manna en lítinn hljómgrunn fund- ið. Eggert hreifst af starfi Þor- bjarnar og lærisveina hans og vildi styrkja það af bestu getu. Stofnun- in átti engan bíl til mælingaferða. Eggert sendi Þorbimi bíl sinn að vestan og sagði hann betur kominn hjá Þorbimi. Seinna gaf hann Raunvísindastofnun torfærubifreið til fjallaferða. Hann veitti styrki til kaupa á sveiflusjá sem var grundvallartæki til mælinga og tækjasmíði. Hann gaf tæki til Mössbauermælinga, ljósnema fyrir ljósstrik- og segulhermumælingar á veilum í hálfleiðurum og tæki til myndgreininga. Á sviði jarðeðlis- fræði var áhugi Eggerts einkum tengdur jöklum. Hann styrkti frumvinnu sem leiddi til smíði ís- sjár til að kortleggja landslag und- ir jöklum, rannsóknarstöð á Gríms- fy'alli, borun eftir gufu þar til að framleiða rafmagn fyrir rannsókn- artæki og til hitunar skála Jökla- rannsóknarfélagsins á Grímsfjalli, smíði bræðslubors til að bora í gegnum íshellu Grímsvatna og gaf snjósleða og lorantæki til jökla- ferða. Eggert styrkti fyrstu til- raunir með örtölvur og forritun þeirra. Sú reynsla varð undirstaða í þróun rafeindavoga sem síðan byltu hér starfsháttum í físk- vinnslu og lögðu grundvöll að fyrir- tækinu Marel hf. ÖIl þessi verkefni styrkti Eggert vegna áhuga sem hann hafði sjálf- ur á efninu og hann naut þess að taka þátt í brautryðjandastarfí. Styrkir hans voru sérlega mikil- vægir þar sem hér var oftast um tvísýn viðfangsefni að ræða, sem fáir vildu styðja fyrr en meira var vitað og árangur var tryggur. Styrkir hans brutu ísinn og ruddu þessum verkefnum greiða braut. Eggert hefur notið þess að sjá árangur af stuðningi sínum. Én hann hefur jafnframt sjálfur verið ríkur af hugmyndum og notið þess að kynna þær fyrir yngri mönnum sem hann hefur hvatt til dáða. Ein athyglisverðasta ábending hans varðar eina grundvallarforsendu eðlisfræðinnar, hraða ljóssins. Eggert hefur réttilega bent á að enginn hefur í raun mælt ljóshrað- ann í eina stefnu. Allar mælingar eru gerðar þannig að ljós er látið fara fram og til baka. Sá ljóshraði sem þannig er mældur er meðal- hraði beggja leiða, en þar gefa menn sér að hraðinn fram sé hinn sami og hraðinn til baka. Þessu vill Eggert ekki una nema það sé sannað með mælingum. Énginn hefur enn treyst sér til þeirra. Eggert er mikill áhugamaður um virkjanir vatnsfalla. Hann hef- ur gert tillögu um virkjun Gríms- vatna sem jafnframt kæmi í veg fyrir Skeiðarárhlaup. Hann vill sameina vötn frá Brúaijökli og Dyngjujökli í miðlunarlóni á Jök- ulsdalsheiði og veita vatninu norð- ur í Vopnafjörð til virkjunar. Ætla mætti að með hundrað ára aldri væri Eggert orðinn saddur lífdaga og leiður á brölti vísinda- manna. Ekkert er þó fjær honum. Hann á sér þann draum að mega enn ganga vestur á Mela til að ræða áhugamál sín við yngri menn og fylgjast með gangi rannsókna. Megi hann njóta þeirrar ánægju sem lengst. Sveinbjörn Björnsson. Þá er kollegi Eggert V. Briem orðinn eitt hundrað ára og nær aldarfjórðungur frá því hann hóf að grúska í jöklafræðinni. Það var við upphaf Heimaeyjargossins þegar prófessor Þorbjörn Sigur- geirsson þurfti að dveljast lang- tímum í Eyjum við hraunkælingu. Eggert fór þá að forvitnast um hvað þeir sem heima sátu á Raun- vísindastofnun Háskólans voru að fást við. Þannig hófust kynni okk- ar og næsta vor verða 20 ár frá fyrstu jöklaferð okkar, sem endaði með því að við yfirgáfum tjaldbúð- ir á Tungnaáijökli, þótti orðið ólíft á jöklinum vegna rigninga og gengum niður af glerhálum jöklin- um, tíu km leið, óðum síðan yfír Tungnaá og örkuðum loks á þurru landi en allblautir í skjól í Jökul- heimum. Við vorum hins vegar ánægðir með árangurinn, upphaf íssjármælinga, sem Eggert síðan kom á legg með því að kosta tækjasmíði Marteins Sverrissonar, verkfræðings, og Ævars Jóhann- essonar, tækjafræðings. Síðar sóttum við búnað okkar á jökul- inn, þar á meðal svefnpokann, sem systur hans gerðu úr æðardúni og lambsull árið 1921. Sá poki fylgdi Eggerti í öllum jöklaferðum hans fram undir lok síðasta áratugar og kom sér oft vel á Grímsijalli meðan hann, Þorbjörn og Jón Sveinsson, tæknifræðingur, unnu að því að koma þar upp hitaveitu og raforkuveri. Heima á Raunvísindastofnun hefur Eggert grúskað í jöklafræði af þeirri glóð og þörf fyrir að auka skilning sinn sem er grundvöllur að vísindum. Þar hefur innsæi hans, framsýni og áhugi á fram- förum skilað miklum árangri. Haf- inn yfír kapphlaup um efnisleg gæði og hversdagsamstur, sáttur við sjálfan sig hefur hann ekki síst veitt starfsfélögum af sjálfum sér og bætt mannlífið á Raunvís- indastofnun. Eitt hundrað ára hef- ur Eggert lifað um tíundahluta íslandssögunnar. Það hefur hann gert af mikilli list, svo að við eiga orð Lao-Tse: „Himinn og jörð eiga sér langa ævi, vegna þess að þau lifa ekki sjálfum sér. Þess vegna munu þau haldast. Þannig er hinn vitri - hann tranar sér ekki fram og verður fyrir því fremstur; hann hirðir ekki um sjálfan sig, en hlýt- ur samt langa ævi. Mun það ekki stafa af því, að hann lifír ekki sjálf- um sér? Þess vegna getur hann fullkomnað starf sitt.“ Helgi Björnsson. Þingvéllir þjóðgarður Dagskrá þjóðgarðsins um helgina. Laugardagur 19. ágúst. 15.00 Ævintýraferö um Suð- urgjár. Náttdruskoöun með Ijóðrænu ívafi. Tekur 2 klst. Hafiö með ykkur skjólföt og nesti. Hefst við Valhöll. Sunnudagur 20. ágúst. 11.00 Helgistund í Hvannagjá. Leikir, söngur og náttúru- skoöun fyrir börn. Tekur 1 klst. 14.00 Guðsþjónusta í Þingvalla- kirkju. 15.30 Þinghelgarganga. Gengið um Almannagjá og hugað að þinghaldi til forna. Hefst við Þingvallakirkju og tekur 1 klst. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins er ókeypis og öllum opin. Nánari upplýsingar á skrifstofu landvarða í þjónustumiðstöð og í síma 482 2660. FERÐAFELAG © ÍSLANDS MrtRK/NN/ 6 - S/MÍ 568-2533 Fræðsluferð á Hekluslóðir tileinkuð árbók F.í. 1995 18.-20. ágúst Ferðin er sérstaklega tileinkuð árbókinni 1995, „Á Hekluslóð- um", sem erfróðleg og glæsileg bók sem allir ættu að eignast og lesa. I ferðinni verður hægt aö velja á milli lengri gönguferða eða styttri göngu- og skoðunar- ferða. Fararstjórar verða jarö- fræöingarnir Árni Hjartarson, höfundur bókarinnar, og Sig- mundur Einarsson. Svefnpoka- gisting í Laugalandi, Holtum. Sundlaug á staðnum. Brottför kl. 18.00. ítarleg ferðaáætlun liggur fyrir á skrifstofunni. Ferðin er í samvinnu við Hið is- lenska náttúrufræðifélag. Far- miðar á skrifstofunni. Landmannalaugar - Þórsmörk. Nokkur sæti laus í síðustu ferð- irnar. Brottför föstudagskvöld og miðvikudagsmorgna, 5 og 6 daga ferðir. Styttri ferðir: Laugardagur 19. ágúst kl. 08.00. 1) Gönguferð á Ok. 2) Skfðaganga á Þórisjökul. Sunnudagur 20. ágúst. a) Kl. 08.00 Hveravellir. Stansaö 2-3 klst. b) kl. 13.00 Lækjarbotnar - Tröllabörn, fjölskylduganga. Brottför frá BSÍ, austanmegin. Ferðafélag Islands. Dagsferð laugard. 19. ágúst Kl. 08. Hekla, 1.491 m.y.s., er eitt virkasta eldfjall íslands. Áætlaður göngutími er 8 tímar. Verð kr. 2.500/2.700. Dagsferð sunnud. 20. ágúst Valin leið úr Þórsmerkurgöngu 1990. Bæjargil - Selgil. Brottför í ferðirnar frá BSÍ, bensínsölu. Miðar við rútu. Helgarferðir 18.-20. ágúst. 1. Fimmvörðuháls 18.-20/8. 2. Fimmvörðuháls, tvær ferðir 19.-20/8. 3. Básarvið Þórsmörk 18.-20/8. Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 20. ágúst Ný spennandi ferð Sigling frá Grindavik að Eldey Hvala- og fuglaskoðun Brottför með rútu kl. 10.00 (verð 4.500 kr.) eða mæting við Grindavíkurhöfn kl. 11 (verð 3.500 kr.). Siglt með skipinu Fengsæl. Ferðin, sem tekur um 5 klst., er í samvinnu við Fugla- verndarfélag íslands. Sérfræðingar í hvölum og fuglum verða með. Skráning á skrifstofu Ferðafé- lagsins. Takmarkað pláss. Ferðafélag islands. TILSÖLU Stjörnuspá Frístundar ágúst 1995 Mánaðarspá fyrir öll merkin. Ársspá og einkenni Ijónsins. Áhrif tunglsins á hjónabönd og sambúð. Fæst á næsta blaösölustað. _______________BRIDS___________________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Dregið í 4. umferð bikarkeppni Bridssambands íslands DREGIÐ var í fjórðu umferð bikarkeppni Brids- sambands íslands miðvikudaginn 16. ágúst en þá var öllum leikjum lokið í þriðju umferð. Í fjórðu umferð spila saman: 1. Sv. Estherar Jakobsdóttur - sv. Samvinnuferða-Landsýn 2. Sv. Hjólbarðahallarinnar - sv. Roche 3. Sv. Potomac - sv. VÍB 4. Sv. Sigurðar Vilhjálmssonar - sv. Landsbréfa Frestur til að spila fjórðu umferð er til og með sunnudeginum 10. sept. Undanúrslit verða síðan spiluð laugardaginn 16. sept. og úrslitin sunnudaginn 17. sept. Undanúr- slit og úrslitin verða spiluð í Þönglabakka 1. ----------------♦ ♦ ♦----- Ferming í Breiða- bólstaðarkirkju FERMINGARGUÐSÞJÓNUNSTA verður í Breiða- bólstaðarkirkju á Skógarströnd nk. sunnudag 20. ágúst kl. 14. Prestur er sr. Gunnar Eiríkur Hauks- son. Fermd verður: Sólveig Anna Þorvaldsdóttir, búsett í Zagreb í Króatíu en heldur nú til á Breiða- bólstað í Skógarstrandarhreppi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.