Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Morgunblaðið/Árni St. Bjömsson
ÞRJÚ skip á fjörum. Stálskipið á myndinni lengst til vinstri hefur verið dregið upp í fjöruna á Rifi og ryðgar þar niður. Það hefur víða farið og heitið mörgum nöfnum,
síðast Árfari. Gissur hvíta rak upp í Vatnsfirði og er þar enn, eins og sést á myndinni í miðjunni og lengst til hægri sést skipsflak í fjörunni í Grundarfirði, engum til ánægju.
Ryðga eða grotna
á fjöram
FJÖLDI ónýtra báta og stærri
skipa liggur á fjörum um land
allt. Bæði eru þetta skip sem lent
hafa í óhöppum og rekið upp en
í seinni tíð hefur það færst í
vöxt að skip séu úrelt ogþeim
lagt með þessum hætti. Mörg
þessara skipa eiga sér merka
sögu, að minnsta kosti fyrir þá
sem átt hafa skipin eða verið í
áhöfnum þeirra en sjaldnast eru
þau augnayndi þar sem þau
ryðga eða grotna niður í fjörum
landsins. Ámi St. Björnsson sjó-
maður á togaranum Vigra frá
Reykjavík tekur gjarnan myndir
af skipum þegar hann er á ferða-
lögum um landið og hér með eru
þrjú sýnishorn úr skipsflakasafni
hans frá sumrinu.
Að læra meira
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 27. ágúst nk., fylgir blaðauki
sem heitir Að læra meira. í þessum blaðauka verður fjallað um þá
fjölbreyttu möguleika sem eru í boði fyrir þá sem vilja stunda
einhvers konar nám í vetur. Efnisval verður fjölbreytt og sniðið að
þörfum ungra sem aldinna. Fjallað verður jafnt um styttri námskeið
sem Iengri námsbrautir.
Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að
tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 21. ágúst.
Nánari upplýsingar veitir Dóra Guðný Sigurðardóttir, sölufulltrúi í
auglýsingadeild, í síma 569 1171 eða með símbréfi 569 1110.
-kjarni málsins!
MIKIÐ var um handarmeiðsl
í aflahrotunni í Smugunni í
fyrra enda þurfti að vinna
mikinn afla á stuttum tíma.
Þórshöfn
„TiIsTós
og lands“
TIL SJÓS og lands, ljós-
myndasýning fréttaritara
Morgunblaðsins, verður opn-
uð í kvöld á veitingastofunni
Hafnarbarnum á Þórshöfn.
Þar verða myndirnar til 27.
ágúst.
Myndirnar á sýningunni
eru verðlaunamyndir úr ljós-
myndasamkeppni Okkar
manna, félags fréttaritara
Morgunblaðsins. Hafa þær
verið á ferð milli staða á
landsbyggðinni undanfarna
mánuði, síðast á Café Karol-
ínu á Akureyri.
Myndirnar eru íjölbreyttar
að efni, meðal annars af vett-
vangi frétta og fólks í leik og
starfí. Nokkrar myndir tengj-
ast sjósókn og sú mynd sem
valin var besta mynd keppn-
innar er af áhöfn bandarísku
björgunarþyrlanna sem björg-
uðu skipverjum af Goðanum
í Vöðlavík.
Sömu
störf á
öðrum
vettvangi
Sigurpáll Scheving
læknir fer með
Óðni í Smuguna
„ÞETTA er auðvitað allt annar
vettvangur en störfin eru þau
sömu,“ segir Sigurpáll Scheving
læknir sem fer með varðskipinu
Óðni til starfa fyrir íslenska sjó-
menn í Smugunni í Barentshafi.
Brottför Óðins hefur verið frestað
um einn dag, skipið fer klukkan
10 í fyrramálið.
Sigurpáll hefur að undanförnu
unnið á gjörgæsludeild Borgarspít-
alans og hyggur á framhaldsnám
í haust. Hann segist hafa ákveðið
að slá til þegar það var orðað við
hann að fara í Smuguna, hann
hefði verið á milli starfa. Svo þekki
hann margt starfsfólk hjá Land-
helgisgæslunni í gegn um störf sín
sem læknir á þyrlu Gæslunnar.
Forsetaherbergi breytt
í sjúkrahús
Að undanförnu hefur verið unn-
ið að lagfæringum á sjúkraher-
bergi Óðins og búnaði í ljósi reynsl-
unnar frá Smuguferð skipsins fyr-
ir ári. Sigurpáll segir að auk þess
væri verið að gera herbergið inn
af sjúkrastofunni, sem nefnt er
forsetaherbergið, að litlu sjúkra-
húsi. Þar mætti hafa veikt fólk sem
þyrfti að vera undir handaijaðri
læknis eða sjúklinga sem skipið
þyrfti að flytja. „Ég held að aðstað-
an sé mjög góð. Það er komin
ákveðin reynsla á þetta og búið
að laga hlutina í ljósi hennar,“
segir Sigurpáll.
Við undirbúning sinn segist
hann njóta reynslu Sigurðar Krist-
inssonar sem var „héraðslæknir í
Smugulæknishéraði" í fyrri ferð
Óðins. Hann segir að störfin í
Smugunni séu mikið til þau sömu
og hann þekki frá slysadeild Borg-
arspítalans, mikið væri um hand-
arslys og svo almenn veikindi.
Ekki hræddur við að
verða sjóveikur
Sigurpáll segist ekki hafa tök á
því að vera í Smugunni nema í
mánuð eða sex vikur. Ef útlit verði
fyrir lengra úthald muni félagi
hans úr þyrlulæknasveitinni leysa
hann af síðustu vikurnar. Sigur-
páll er Eyjamaður og segist ekki
vera hræddur við sjóveikina. Hann
hafi nokkuð farið á sjó og aldrei
orðið sjóveikur.