Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 4
 4 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þjófnaðarleiðangur til Drangsness og Hólmavíkur Stolið fyrir tvær milljónir ÞJÓFAR létu greipar sópa á Drangs- nesi og Hólmavík í fyrrinótt. Á Drangsnesi var brotist inn í hrað- frystihúsið, verslun kaupfélagsins og söluskála Skeljungs og á Hólma- vík í verslun kaupfélagsins. Lögregl- an á Hólmavík telur líklegt að utan- bæjarmenn í þjófnaðarleiðangri hafi verið á ferðinni og metur tjónið á hátt í tvær milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Hólmavík var tilkynnt um innbrot í hraðfrystihúsið á Drangs- nesi um kl. 5 í fyrrinótt, en þá höfðu starfsmenn, sem voru að koma til starfa, tekið eftir að farið hafði verið Hæstiréttur Arnljótur Björnsson skipaður dómari FORSETI íslands hefur að til- lögu dómsmálaráðherra skipað Amljót Bjömsson prófessor dómara við Hæstarétt íslands frá 11. ágúst 1995. Arnljótur fæddist í Reykjavík 31. júlí 1934. Hann lauk stúdentsprófi fráMR 1954, kandídats- prófi í lög- fræði frá Há- skóla íslands 1959 og stundaði framhaldsnám í sjórétti og vátryggingarétti við Norrænu sjóréttarstofnunina 1967 til 1968. Hann stundaði rann- sóknir í skaðabóta- og vá- tryggingarétti í Bandaríkj- unum árin 1974, 1978 og 1984. Amljótur hefur verið pró- fessor við lagadeild HI frá ár- inu 1971, en árið 1989 var hann um skeið settur hæsta- réttardómari. Hann er kvænt- ur Lovísu Sigurðardóttur og eiga þau fjögur böm. Arnljótur er skipaður í stað Þórs Vilhjálmssonar, sem lét af störfum við Hæstarétt 1. júlí sl., en hann situr nú í EFTA dómstólnum í Genf. Auk Arnljóts sóttu um stöðuna Bjöm Þ. Guðmundsson pró- fessor og Hjördís Hákonar- dóttir héraðsdómari. Arnljótur Bjömsson inn í húsið. Þaðan var tölvubúnaði stolið. Lögreglan kannaði hvort farið hefði verið inn á fleiri stöðum og reyndist svo vera, í söluskála Skelj- ungs og verslun Kaupfélags Stein- grímsfjarðar. Á bensínstöðinni hurfu 30-50 þúsund krónur, sælgæti og tóbak og í kaupfélaginu um 200 þús- und krónur í peningum, auk ávísana, geisladiska og nýrra birgða af tób- aki, sem metnar eru á um 100 þús- und krónur. Þegar hér var komið sögu hafði lögreglan samband við Hólmavík og bað menn þar að kanna hvort brot- ist hefði verið inn. í ljós kom að farið hafði verið inn í verslun kaupfé- lagsins þar, brotinn upp stór pen- ingaskápur og teknar á þriðja hundr- að þúsund krónur, hljómtæki, tjald, töskur og haglaskot. Líkt og í Drangsnesi voru nýjar birgðir af tóbaki, fyrir 3-400 þúsund krónur, einnig teknar. Þjófarnir ófundnir Lögregian á Hólmavík sagði að miklar skemmdir hefðu verið unnar í innbrotunum, sérstaklega þó á Hólmavík. Þjófamir höfðu ekki fund- ist síðdegis í gær. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir FILIPPUS H. Birgisson, verkstjóri í hraðfrystihúsinu á Drangs- nesi við tölvuskjá, sem þjófarnir skildu eftir. Tölvuna sjálfa og lyklaborðið tóku þjófarnir, sem og prentara. 1.000 fleiri atvinnu- lausir í júlí en í fyrra ATVINNULAUSIR í júlímánuði voru 5.436 sem jafngildir 3,8% af áætluðum mannafla á vinnumark- aði og hefur atvinnuleysi í júlímán- uði ekki áður mælst jafnmikið. At- vinnulausir karlar vóru 2.157 eða 2,6% og konur 3.279 eða sem jafn- gildir 5,5%. Að meðaltali eru um eitt þúsund fleiri atvinnulausir í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra. Atvinnulausm fækkar hins vegar frá júnímánuði um rúmlega 1.500, en atvinnuleysi í júní var 5% af mannafla á vinnumarkaði. síðustu 12 mánuði hafa að meðaltali 6.408 verið atvinnulausir eða sem nemur 4,8% af mannafla á vinnumarkaði en 6.209 manns voru að meðaltali atvinnulausir allt árið 1994. Minni fiskafli og færri átaksverkefni í frétt frá vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins segir að meira atvinnuleysi í júlí í ár en í fyrra skýrist af minni fiskafla og færri átaksverkefnum í atvinnumál- um en í fyrra. Þá segir að búást megi við að atvinnuleysi verði svip- að í ágústmánuði eða aukist ef til vill eitthvað víðast hvar á landinu og geti orðið á bilinu 3,8 til 4,2% í mánuðinum. Atvinnuleysi minnkar alls staðar á landinu, en hlutfallslega minnkar það mest á Austurlandi og Suður- landi. Mest er atvinnuleysið hlut- fallslega á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi í júlí nú er minna á Norðurlandi eystra, Vestfjörðum og á Vesturlandi en í júlí fyrra, en það er meira annars staðar. ísland í sjötta sæti af 174 löndum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÍSLAND er sjötta land í röðinni í yfirliti um það hvar best er að lifa ef mið er tekið af lífslíkum, menntun og tekjuskiptingu. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um þróun, sem kynnt var í gær. Skýrslan er tii undirbúnings ráð- stefnunni í Peking og því eru þar margar upplýsingar er varða stöðu kynjanna. Þar kemur meðal annars fram að sænskar konur njóta mests jafnréttis. ísland er ekki í því yfirliti. Á yfírliti yfír þróun miðað við líf- slíkur, menntun og tekjuskiptingu er Kanada efst á lista, þar sem 1 er gefinn hæst og 0 lægst. Kanada fær 0.950 stig, en næst á eftir koma Bandaríkin, Japan, Holland, Finn- land og svo ísland með 0.933 stig. Noregur fylgir íslandi, Svíþjóð er í 10. sæti og Danmörk ekki fyrr en í 16. sæti. ♦ ♦ ♦ Rúllubaggaplast 40% hækkun milli ára VERÐ á rúllubaggaplasti til bænda er hátt í 40% dýrara í ár en það var í fyrra, en talið er að verðið hafi náð hámarki og fari jafnvel lækkandi þegar líður á haustið. Að sögn Jóhannesar Guðmunds- sonar hjá Ingvari Helgasyni hf., sem er einn stærsti innflytjandi rúllubag- gaplasts hér á landi, kostar hver plas- trúlla nú um 6.000 krónur með virðis- aukaskatti, en í fyrra var verðið um 4.700 krónur. Hver rúlla dugar að meðaltali á 22-24 heyrúllur, en ekki er óalgengt að bændur kaupi um 50 slíkar plas- trúllur. Kostnaður ríkissjóðs vegna húsnæðiskerfis 33 milljarðar frá 1988 Mögulegt hefði verið að styrkja hvern þann sem keypti íbúð í fyrsta skipti um 2,8 milljónir að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar formanns SUS KOSTNAÐUR ríkissjóðs vegna húsnæði- skerfisins nemur 33,4 milljörðum króna frá árinu 1988 miðað við verðlag seinasta árs, samkvæmt útreikningum Sambands ungra sjálfstæðismanna sem kynntir voru í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson formaður SUS segir þetta þýða að mögulegt hefði verið að styrkja hvem þann íbúðarkaupanda sem var að kaupa íbúðarhúsnæði í fyrsta skipti um tæpar 2,8 milljónir króna að meðaltali. Guðlaugur segir að rekstrarkostnaður Húsnæðisstofnunar ríkisins frá árinu 1988 nemi þremur milljörðum króna miðað við verðlag seinasta árs. „Ef gert er ráð fyrir að framlag ríkis- sjóðs til Byggingarsjóðs verkamanna hafí numið 8,9 milljörðum á sama tíma, og að vaxta- og húsnæðisbætur hafi numið 17,8 milljörðum króna, hefur ríkisvaldið beint eða óbeint þurft að greiða 33,4 milljarða króna til húsnæðismála frá árinu 1988. Lán voru veitt tii 33.500 íbúða í félagslega og almenna húsnæðiskerfinu á þessu fyrr- greinda tímabili og hefði því beinn styrkur ríkissjóðs til íbúðarkaupenda geta numið tæplega 900 þúsund krónum að meðaltali við hver íbúðarkaup," segir Guðlaugur. Hið opinbera stærsti leigusalinn í úttekt SUS á húsnæðiskerfinu kemur fram að frá árinu 1981 til loka ársins 1994 hafí verið byggðar 20.118 nýjar íbúðir á landinu og af þeim hafí 4.597 verið félags- legar. Lántakendur í félagslega kerfinu í aldurshópnum 24 ára og yngri hafi árið 1993 verið 100% fleiri en þeir voru árið 1989, og í aldurshópnum 25-29 ára hafi þeir verið 90% fleiri. Er það niðurstaða SUS að á undanfömum árum hafí verið unnið skipulega að því að eyðileggja séreignakerfíð. Ungu fólki sé gert nær ókleift að komast að í almenna kerfinu og því ýtt í félagslega kerfíð þrátt fyrir að vera með ágætis laun og eignastöðu. Vísað er til þess að eignarréttur í félags- I lega kerfínu sé mjög óljós, eignamyndun fólks í kerfinu sé neikvæð fyrsta 21 árið á lánum til 43 ára, og eina leiðin til að eign- ast íbúð í þessu kerfí sé því að búa áratugi í henni. Eignin sé að vísu eign í þeim skiln- ingi þar sem hún erfíst ekki, þannig að eignamyndun sé raunverulega ekki mögu- leg í félagslega kerfinu. Hið opinbera sé því að af fullum krafti að koma sér upp íbúðarhúsnæði víðsvegar | um landið og segja megi að það sé orðið langstærsti leigusali á markaðnum með tæplega 9.000 íbúðir í leigu. Skuldir að sliga sveitarfélög Bent er á að skuldir sveitarfélaga vegna félagslegra íbúða hafi numið um 5,3 millj- örðum króna árið 1994, eða sem nemur um 20 þúsund krónur á hvert mannsbam í land- inu. Skuldir sveitarfélaganna vegna félags- legra íbúða séu um 16% af skuldum sveitar- félaga að meðaltali, en skuldir vegna bygg- ingar félagslegra íbúða séu einn stærsti vandi minni sveitarfélaga, og nú sé svo | komið að innlausnarskyldan sé að sliga mörg þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.