Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 9 Ahugi á vísindum hefur alls ekki dvínað Eggert V. Briem 100 ára í DAG er ein öld liðin frá fæðingu Eggerts Vilhjálms Briem, fyrrver- andi flugmanns, uppfinninga- manns og sjálflærðs eðlisfræðings. Eggert fæddist að Goðdölum í Skagafirði þann 18. ágúst árið 1895, sonur hjónanna Steinunnar Pétursdóttur og séra Vilhjálms Briem sóknarprests þar. Eggert ólst upp við erfiðar aðstæður en nam vélaverkfræði í Þýzkalandi og í Bandaríkjunum og var jafn- framt fyrsti Islendingurinn sem tók atvinnuflugmannspróf, en það gerði hann í Bandaríkjunum þann 1. apríl árið 1930. Þekktastur er Eggert fyrir áhuga sinn á eðlisfræði og fleiri vísindagreinum. Eggert dvaldi lengi i Bandaríkjunum og stundaði þar lestur vísindarita af ákafa. Frá heimkomu sinni til íslands árið 1959 hefur hann stutt af rausnarskap við rannsóknir í raunvísindum hjá Háskóla Islands, en þær rannsóknir hafa ekki síður notið góðs af frjórri hugsun hans. Eggert dvelur nú í Hátúninu í Reykjavík, þar sem hann nýtur öldrunarþjónustu. Þar til fyrir um tveimur árum gat Eggert ferðast um að vild, en nú er líkaminn far- inn að bregðast honum lítillega. Andlega er hann hinn hressasti og heldur uppteknum hætti að Þjóðsöngurinn sung- inn á landsleik * Ahorfend- ur tóku vel undir ÞJÓÐSÖNGURINN var fluttur með nýstárlegum hætti á landsleik íslendinga og Svisslendinga sl. miðvikudag. I stað þess að leika þjóðsönginn af bandi var hann spilaður á hljómborð og tíu ungir leikarar leiddu sönginn. Textanum var dreift til áhorfenda, sem tóku vel undir. Snorri Finnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnusam- bands íslands, segir að Gunnar Helgason leikari hafi átt hug- myndina og komið henni á fram- færi við Hermann Gunnarsson, sem var kynnir á leiknum. „Páll Sigurhjartarson í Snigla- bandinu var fenginn til að leika undir og stjórna söngnum ásamt- tíu ungum leikurum," sagði Snor- ri. ,Ég held að ég megi fullyrða að flestir hafi verið ánægðir með útkomuna. Ahorfendur tóku vel undir og það hafa sjálfsagt aldrei eins margir sungið þjóðsönginn í einu. Þetta skapaði skemmtilega stemmningu.“ ■ Söngurinn var færður niður um eina áttund til að auðvelda áhorf- endum að syngja með. „Menn veltu því fyrir sér hvort athuga- semd yrði gerð við það að söngur- inn væri lækkaður, en enginn hef- ur fett fingur út í það ennþá,“ sagði Snorri. FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli EGGERT V. Briem heldur aldarafmæli sitt hátíðlegt í dag. fylgjast með áhugamálum sínum. Þegar blaðamann Morgunblaðsins bar að garði sat Eggert uppi við lestur nýjasta tölublaðs Jökuls, tímarits Jöklarannsóknafélagsins. Minningunni fagnað Hann sagði að sér fyndist engin sérstök ástæða til að óska svo gömlum manni til hamingju með að fylla eitt árið enn. Full ástæða væri til þess að gleðjast með börn- unum á þeirri stundu, sem þau hafa lagt eitt þroskaárið enn að baki. A afmælum aldraðs fólks fögnuðu menn aðeins minning- unni með afmælisbarninu. Og Eggert V. Briem á ríkulegar minningar að deila með samtíðar- fólki sínu; hann var í Þýzkalandi þegar fyrri heimsstyijöldin brauzt út, hann fékk „Spænsku veikina“ árið 1918, sem nærri varð honum að aldurtila, hann var frumkvöð- ull í flugi, hann starfaði við her- gagnaframleiðslu í Bandaríkjun- um á árum seinni heimsstyijaldar, svo að nokkrir áfangar langrar ævi séu nefndar. langa lífdaga sína sagði Eggert að sinn þátt í því ættu læknar, sem hefðu læknað kvilla er hefðu háð honum framan af ævinni. Vegna fæðingargalla var hon- um vart hugað líf sem barni. Hann var nærri því holgóma, en þó þetta hefði háð honum alla tíð var það ekki fyrr en hann var kominn á sjötugsaldur að læknir nokkur í Bandaríkjunum gerði á honum aðgerð sem læknaði meinið svo til alveg. Það kann líka að hafa sitt að segja, að Eggert hefur ekki notað tóbak í níutíu ár. Eitt sinn er hann var tíu ára gamall gætti hann systur sinnar sem oftar en hún var þá á fyrsta ári. Leiddist honum og ætlaði að hressa sig með því að fá sér tób- ak. Er skemmst frá því að segja að sú reynsla hans af tóbaki nægði honum til að hafa ekki áhuga á að neyta þess upp frá því. Einnig má vera, að sú stað- reynd, að hvorki kaffi né áfengi hafa freistáð Eggerts í hundrað ár eigi þátt í því að hann er svo hress sem raunin er - á aldaraf- Fólk er alltaf íGullnámunni: 73 milljónir Vikuna 10. til 16. ágúst voru samtals 72.963.546 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þar bar hæst Gullpottinn en einnig voru greiddir út veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur Upphæð kr. 11. ágúst Háspenna, Hafnarstræti 311.040 14. ágúst Flughótel, Keflavík 279.106 14. ágúst Flughótel, Keflavík 76.223 14. ágúst Háspenna, Hafnarstræti 93.076 14. ágúst Rauöa Ijóniö 51.883 16. ágúst Kringlukráin 232.090 16. ágúst Kringlukráin 77.913 16. ágúst Háspenna, Laugavegi 54.715 Staða Gullpottsins 17. ágúst, kl. 10:00 var 3.018.050 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf 150.000 kr. og Gullpottarnir (2.000.000 kr. og hækka sföan jafnt og þétt þar til þeir detta. að vinna Verðhrun á stökum númerum. kr. 3.000. Sumarpils - buxur - blússur. Nýjar haustvörur frá Daniel D. TBSS Opiö laugardag frá kl. 10-14. - Verið velkomin - neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. ■C 1 A Útimarkaður í Flash í dag W ÞíL^CaX í/*As3£aA+4^ Kjólar 1.990 Peysur 2.990 Buxur 1.490 Pils 1.490 Bolir 1 stk. 990 Bolir 2 stk. 1.490 stinkorovn. j lash Laugavegi 54, simi 552-5201 -1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.