Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Vinningstölur miövikudaginn: 16. 08.1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING Q 6 af 6 2 22.490.000 C1 5 af 6 LÆ+bónus 0 349.714 0 5af6 3 91.590 Ei 4af6 238 1.830 ri 3 af 6 r*J+bónus 850 220 ffjR Uinningur: tór Aöaltöiur: 36 ) í 42 I 47 BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa vlku: 46.227.024 á ísl.: 1.247.024 UPPLYSINQAR, SÍMSVARI 01- 68 15 11 LUKKULlNA 90 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MtD fYRIRVARA UM PRCNTVIU.UR cTnraAtl lftr. -kjarni málsins! o o X < X Þrefaldur pottur!!! - Leikur einn! Fáðu pér miða fyrir kl. 20.20 á laugardaginn. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Gott frí í Svíþjóð BORGHILDUR Thors hringdi og langaði að segja frá því að hún hefði verið svo heppin að dvelja í hálf- an mánuð á nýju hóteli sem íslensk kona, Iris Eggerts- dóttir, rekur í Blekinge- héraði í suður-Svíþjóð, í litlu þorpi sem heitir Gungvala. Þama er yndis- lega fallegt, skógar og vötn, hjólreiðastígar og skemmtilegar gönguleiðir í allar' áttir og au> þess er fínn golfvöllur og helsta laxveiðiá Svíþjóðar, Nörr- um, í næsta nágrenni. Veðráttan var einstaklega góð, sólskin og hiti og ekki síður en væri maður á Spáni eða Mallorca. Ferðasaga úr Breiðafirði NÚ í BYRJUN ágúst ákvað hluti af fjölskyld- unni að nú skyldi skoða Flatey á Breiðafirði en minnstu munaði að það yrði Bijánslækur sem skoðaður var í staðinn. Lagt var af stað með flóabátnum Baldri frá Stykkishólmi miðvikudag- inn 2. ágúst og fjölskyldan naut þess að horfa í kring- um sig og ekki síst 6 ára hnáta, sem sá alltaf eitt- hvað nýtt, sem vakti at- hygli hennar. Svo kom að því að skip- ið lagði að bryggju á Flat- ey, og eitthvað var verið að flytja vörur í land. Svo allt í einu verða þau vör við að skipið er að sigla frá bryggjunni og rétt ná að gera vart við sig og kom- ast í land ásamt þremur öðrum farþegum, sem ekki höfðu áttað sig á þessum flýti. Og komin í land, ósköp ánægð að vera kom- in til Flateyjar, og horfa á eftir skipinu bmna frá landi, en hvað er að ske, allt í einu fer skipið að bakka aftur að bryggjunni og í land stígur erlent par með lítið barn. Hefði nú ekki verið ráð, að einhver af skipshöfninni hefði haft það starf að fýlgjast með hversu margir keyptu farmiða út í Flatey og vekti athygli á því með fyrirvara, að nú væri skipið að leggja að bryggju og hefði aðeins mjög stuttan stans, svo það væri eins gott að koma sér frá borði. Það hlýtur að vera hægt að hafa eitthvert skipulag á því að ferðafólkið, sem vill skoða Flatey og von- andi verða þeir sem allra flestir, viti hversu skamm- an tíma það hefur til að koma sér í land, og svo væri líka auðvitað mjög hagstætt ef maður ætlar að Bijánslæk, að kaupa aðeins far til Flateyjar, sem sennilega er eitthvað ódýrara, ekki myndi nú útgerðin græða mikið á því. Sækjum ísland heim! Islenskt ferðafólk. Tapað/fundið Hringur tapaðist GULLHRINGUR tapaðist við Meðalfellsvatn 20. júlí sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 568 9487. Belti tapaðist FÖLGRÆNT, breitt jakkabelti tapaðist laugar- daginn 5. ágúst hjá L.A. Café eða nágrenni. Finn- andi vinsamlegast hringi í síma 557 7058 eftir ki. 19. Úr fannst í Laugarnesapóteki KVENMANNSÚR fannst í Laugamesapóteki í síð- ustu viku. Eigandi getur vitjað úrsins þar. Hálsmen töpuðust TVÖ gullhálsmen með plötum töpuðust á þjóðhá- tíð í Eyjum. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 557 3379. Gæludýr Tóbías er týndur SVARTUR, stór fresskött- ur með hvítar hosur og hvíta bringu týndist úr Breiðholtinu föstudaginn 4. ágúst sl. Hann er eyma- merktur en var ekki með ól. Ef einhver hefur séð Tóbías er hann vinsamlega beðinn um að hringja í síma 551 1374 eða 557 1815 því -hans er sárlega saknað. Með morgunkaffinu Pennavinir Þú sagðir að þú vildir ekkert í afmælisgjöf! Ást er. 8-19 að fínna Qársjóð. TM Reg. U.8. P«t. Ofl — a> riflht* reserved (c) 1995 Loe Angelos Tlmes Syodlcata TÓLF ára lettnesk stúlka með áhuga á tónlist: Alise Sirone, 226007 Riga, Kuldigas ieia 31/33-4, Latvia. BANDARÍSK kona, sem býr í Svíþjóð og hefur mik- inn áhuga á garðyrkju, einkum rósarækt, vill skrif- ast á við íslenska rósarækt- endur. Hún er ritstjóri blaðs Rósaræktarfélags Svíþjóð- ar, Rosenbladet og er að læra íslensku: Denise Andersson, Spireav&gen 14, S-703 75 Örebro, Sverige. ÞRÍTUGUR Ghanamaður með áhuga á íþróttum og tónlist: Michael Bentil-Arthur, c/o Fisheries Depti, CRF 130 “Aboso“ P.O. box 52, Elmira, Ghana. ELLEFU ára Ghanapiltur með áhuga á fótbolta, borð- tennis, lestri, póstkorta- söfnun o.fl.: Adamu Salifu, Holy Quran J.S.S., P.O. Box 319, Agona Swedru, Ghana. Víkveiji skrifar... AÐ vakti athygli skrifara í vik- unni er hann heyrði fréttir þess efnis að 1200-1400 Svisslend- ingar hefðu komið til landsins til þess að fylgjast með landsleik ís- lands og Sviss í knattspyrnu í fyrra- kvöld. Stemmningin í stúku Laug- ardalsvallarins hefur því trúlega ver- ið alþjóðleg þó veðrið hafi verið rammíslenskt. Það rifjaðist upp í þessu sam- bandi að hingað til lands komu síðastliðið vor á bilinu 200-400 er- lendir áhorfendur til að fylgjast með heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik. Tölur um fjölda erlendra gesta á HM hafa verið nokkuð á reiki, en ekki er fjarri lagi að ætla að fjórum sinnum fleiri erlendir gest- ir hafí komið til að horfa á fótbolt- ann á miðvikudag. x x X KUNNINGJAKONA skrifara, sem er áskrifandi að Stöð 2, kvartaði yfír dagskrá stöðvarinnar í sumar, sem hún sagði vera lélega og um þverbak hefði keyrt í byijun ágústmánaðar og fram yfir verslun- armannahelgi. Skrifari er ekki dóm- bær á þetta sjónarmið, en hefur reyndar heyrt það úr fleiri áttum. Auk þess kvartaði konan yfír því að hefti með dagskrá stöðvarinnar í ágúst hefði ekki borist henni fyrr en hún gerði athugasemdir þegar átta dagar voru liðnir af mánuðinum. Vissulega sýnist sitt hveijum um dagskrárefni fjölmiðla, en Stöðvar- menn hljóta að taka athugasemdir sem þessar til skoðunar. x x X KYLFINGAR þessa lands, sem stöðugt verða fleiri, urðu margir hveijir að sætta sig við lak- ari velli fram eftir sumri en verið hefur undanfarin ár vegna óhagstæðs veðurfars í fyrravetur og vor. Um- sjónarmaður eins vallanna á suðvest- urhominu sagði að aðstæður á mörg- um vallanna hefðu verið með ólíkind- um erfiðar og sem dæmi nefndi hann að á hans velli hefði frost verið við jörð samfellt í 120 daga í fyrravetur. Mikil vinna beið því vallarstarfs- manna er sumarið loksins kom og óþolinmæði klúbbfélaga hefur eflaust gert þeim lífið leitt. Nú þegar um mánuður er eftir af stuttu keppnistímabili kylfinga em vellir loksins orðnir góðir og kalblettir hafa vikið fyrir grænum fingrum og miklu starfí. Þetta á ekki síst við um völlinn í Grafar- holti, sem fór illa út úr tíðarfarinu á útmánuðumn. Það er þó fleira en framfarirnar í gróðurfari sem vekur athygli þegar komið er á Grafar- holtsvöll, ekki síst myndarleg upp- bygging við tjarnir og teiga á vellin- um. Þeir sem þar hafa komið að málum eiga hrós skilið fyrir fallega vinnu. xxx FRAMKVÆMDASTJÓRI FÍB, Runólfur Ólafsson, hefur skrif- að eftirfarandi bréf til Víkveija vegna skrifa í þessum pistli síðastlið- inn þriðjudag: „Iðgjöld bílatrygginga hér á landi eru fyrst og fremst há vegna þess að tryggingafélög áætla að tjón verði mun dýrari en þau eru í raun. Þessi vinnubrögð hafa félögin stundað árum saman. Mismuninum safna tryggingafélögin I bótasjóð, sem nú er kominn í 12 milljarða af lögboðn- um ökutækjatryggingum. Þessar greiðslur eru teknar úr vasa bíleig- anda en bíleigendur ráða engu um þessa peninga. Bókfært tjón tryggingafélaganna vegna umferðarslysa er að jafnaði upp á 2,5 milljarða króna á ári. Bótasjóðir upp á 12 milljarða eru í engu samræmi við tjónin, sem betur fer. Álykta má að vaxtatekjur af þessum sjóði séu vel yfir 1 milljarður króna árlega. Það er rétt hjá Víkveija að íslend- ingar þurfa að temja sér meiri aga í umferðinni. Vafalítið eru fleiri slys hér á landi en víða erlendis. Hins vegar eru engar samanburðarhæfar tölur til um þetta, því umferðaróhöpp eru skráð með mismunandi hætti í hveiju land. Þessi ályktun byggist því frekar á tilfinningu okkar sem höfum bæði ekið erlendis og hér á landi. Umferðaróhöpp eru of algeng hér á landi en þau skýra engan veginn 50-100% hærri iðgjöld bílatrygginga hér en í nágrannalöndum okkar. Það gerir bótasjóðurinn hins vegar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.