Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ JHwgmiÞlftfrife STOFNAÐ 1913 s ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRUMKVÆÐI CLINTONS BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, sýnir pólitískt hug- rekki, og um leið umtalsverða framsýni, er hann ræðst nú til atlögu við hina voldugu tóbaksframleiðendur Banda- ríkjanna. Forsetinn hefur lagt til að reglur um sölu tóbaks til ungmenna verði hertar mjög, með það að markmiði að minnka tóbaksneyzlu ungra Bandaríkjamanna um helming á næstu sjö árum. Tillögur Clintons byggjast á þeim grunni, að nikótín í tóbaki sé fíkniefni, enda hefur margoft verið sýnt fram á vanabindandi áhrif efnisins. Með aðgerðum þeim, sem hann leggur til, á að þrengja að réttarstöðu tóbaksframleiðenda, sem í 40 ár hafa unnið öll mál, sem höfðuð hafa verið gegn þeim vegna-skaðsemi reykinga, eins og fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær. Skaðsemi reykinga fer ekki á milli mála. I áðurnefndri fréttaskýringu kemur fram að heilbrigðisstofnanir um allan heim hafi fagnað frumkvæði Clintons. Þar segir jafnframt að talið sé að þijár milljónir manna um allan heim deyi á ári hveiju úr sjúkdómum, sem rekja megi til reykinga, og óttazt sé að sú tala hækki í tíu milljónir innan næstu fjöru- tíu ára. Haft er eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar að helmingur þeirra, sem byija að reykja á tánings- aldri og halda því áfram fram eftir ævinni, sé líklegur til að deyja af völdum þessa hættulega ávana. Tóbaksframleiðendur hafa það til síns máls, að hver og einn ákveður hvort hann reykir eður ei. Máttur auglýsinga er hins vegar mikill, ekki sízt þegar ungt fólk á í hlut. Það skýtur skökku við að á sama tíma og framleiðendur flestr- ar vöru hafa þurft að sæta ströngum reglum um heilbrigði og að forðast notkun eiturefna, komist öflug iðngrein upp með að framleiða og auglýsa eiturefni sem neyzluvöru. Frumkvæði Clintons hefur vakið heimsathygli og verður vonandi stjórnvöldum í fleiri ríkjum tilefni til aðgerða. ís- lenzk stjórnvöld mættu gjarnan íhuga þá staðreynd að ríkis- sjóður — í krafti einokunar á tóbakssölu — hagnast um gífurlegar fjárhæðir vegna tóbaksnotkunar. Unglingar standa undir stórum hluta tóbaksneyzlunnar og kannanir sýna að erfiðlega gengur að uppræta reykingar meðal ungs fólks á íslandi. Aðgerðir Bandaríkjastjórnar ættu því að verða íslenzkum stjórnvöldum fordæmi til að skera upp herör gegn reykingum unglinga og stórefla upplýsingamiðl- un og áróður í því skyni. MIKILVÆGT HEIM- SKAUTSSAMSTARF FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlandanna hafa lýst yfir stuðningi við stofnun Norðurheimskautsráðs, sem fara á fram í Kanada á næsta ári. Eins og fram kemur í fréttaskýringu Morgunblaðsins í dag eiga heimskautsríkin margvíslega sameiginlega hagsmuni. Þjóðir norðurhjarans eiga margar hveijar allt sitt undir nýtingu auðlinda við- kvæmrar náttúru. Menning þeirra og lífshættir markast af hinni erfiðu sambúð við náttúruöflin. Það er þess vegna eðlilegt og jákvætt, að mest áherzla sé lögð á umhverfismál í drögum að stofnyfirlýsingu Norðurheimskautsráðsins. Skoða verður samstarf heimskautsríkjanna í alþjóðlegu ljósi. Talið er að hækkun hitastigs vegna gróðurhúsaáhrif- anna myndi verða enn meiri við heimskautin en um miðbik jarðar. Ríkin á norðurslóðum eiga þess vegna mikið undir gerð alþjóðlegra samninga, sem stuðla til dæmis að því að minnka mengun í andrúmslofti. Samningar um bann við losun úrgangsefna í sjó, bann við kjarnorkutilraunum og um meðferð geislavirks úrgangs skipta þjóðirnar við heim- skautið jafnframt miklu máli. Það hlutverk Norðurheim- skautsráðsins að tala máli þeirra í öðrum alþjóðastofnunum og -samtökum, verður afar mikilvægt ef rétt er á haldið. Kjarnorkuvígbúnaður Rússa og brotalamir í kjarnorkuör- yggismálum eru alvarlegar hættur á norðurslóðum. Örygg- is- eða afvopnunarmál eru ekki á fyrirhuguðu starfssviði Norðurheimskautsráðsins, enda líta væntanleg aðildarríki öryggishagsmuni sína ólíkum augum. Formlegt samstarf stjórnvalda þessara ríkja í Norðurheimskautsráðinu mun þó vonandi, eins og allt annað alþjóðlegt samstarf, auka gagnkvæman skilning og stuðla að því að dregið verði úr vígbúnaði á norðurslóðum. Stofnun Norðurheimskautsráðs fyrirhuguð á næsta ári MÁLEFNI frumbyggja, sem lifa á því að nytja viðkvæma náttúru, verða til umfjöllunar í Norðurheimskautsráðinu. Aherzla á samstarf í umhverfismálum Stofnun Norðurheim- skautsráðs Norðurland- anna, Kanada, Rúss- lands og Bandaríkjanna er áformuð á næsta ári og drög að stofnyfirlýs- ingu liggja nú fyrir. _ Olafur Þ. Stephensen segir samstarf um vemd viðkvæms um- hverfís norðurhjarans og sjálfbæra nýtingu auðlinda verða helzta verkefni hinnar nýju stofnunar. ORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlandanna lýstu á fundi sínum á Ilulissat { Grænlandi fyrr í vikunni yfir stuðningi við stofnun Norður- heimskautsráðs, og verða Norður- löndin fimm stofnríki ráðsins ásamt Rússlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Norðurheimskautsráðið verður ekki stofnað fyrr en í marz á næsta ári, en þá hefur verið boðað til stofnfundar í bænum Inuvik, í Inúítabyggðum Kanada. Ríkin umhverfís norðurheimskaut- ið eiga margt sameiginlegt. Flest eru þau stór og strjálbýl. Loftslagið er svipað, atvinnuvegir eru um margt líkir (ekki sízt nýting auðlinda sjáv- ar) og umhverfið er viðkvæmt og þarfnast nærgætinnar umgengni. Öll ríkin, að íslandi undanskildu, eru byggð annars vegar fólki af vestur- evrópskum uppruna og hins vegar frumbyggjum, sem eiga sérstæða menningu og atvinnuhætti og hafa á síðari áratugum vaknað til vitundar um sérstöðu sína og réttindi, jafn- framt því sem skilningur á sjónarmið- um þeirra hefur aukizt meðal stjórn- valda í viðkomandi ríkjum. Margvíslegt samstarf nú þegar Heimskautslöndin hafa um all- langt skeið átt með sér ýmiss konar samstarf, einkum varðandi heim- skautarannsóknir og umhverfismál. Þekktasta dæmið er umhverfisvernd- aráætlunin AEPS (Arctic Environ- mental Proteetion Strategy), sem undirrituð var í Rovaniemi í Finn- landi 1991 af fulltrúum Norðurland- anna, Rússlands, Kanada og Banda- ríkjanna. Áætlunin miðar að vernd dýra og plantna á heimskautssvæð- unum, eflingu rannsókna á áhrifa- þáttum í umhverfinu á norðurslóðum, samræmingu og eflingu viðbragða við umhverfisslysum og vernd norð- urhafa. Annað dæmi er samstarf samtaka frumbyggja á heimskautssvæðum. Þrenn samtök eru öflug- ust; Ráðstefna Inúíta, Samaráðið og Samtök frumbyggja í Norður- Rússlandi, Síberíu og byggðunum við Berings- haf. Frumbyggjasamtökin hafa aukið samstarf sín á milli á síð- ustu árum, ekki sízt eftir að Rúss- land varð opnara gagnvart umheim- inum en var á Sovéttímanum. Þau tengjast áðurnefndri AEPS-áætlun og fjármagnar danska stjórnin skrif- stofu frumbyggjasamtakanna í Kaupmannahöfn. Miklu fleiri alþjóðleg samtök, samningar og rannsóknaverkefni, á vegum opinberra aðila og einkaaðila í ýmsum ríkjum, tengjast heim- skautssvæðunum. Nefna má alþjóða- samninga um varnir gegn mengun hafanna, kjamorkuslysum og öðrum umhverfisslysum og aðra náttúru- verndarsáttmála. Stofnanir á borð við Norður-Atlantshafssjávarspen- dýraráðið (NAMMCO), Alþjóðahval- veiðiráðið, Alþjóðahafrannsóknaráð- ið og fiskveiðinefndir Norður-Atl- antshafs (NEAFC og NAFO) taka mikilvægar ákvarðanir varðandi nýt- ingu auðlinda í norðurhöfum. Vantar „regnhlífarstofnun" Margs konar pólitískt samstarf ríkjanna á norðurhjara er jafnframt fyrir hendi, til dæmis Barentshafs- ráðið, Norðurlandaráð og vestnor- ræna samstarfið. Hins vegar hefur skort alþjóðlegar stofnanir, sem hafa það hlutverk að sameina og sam- ræma samstarfið á heimskautssvæð- unum öllum, og í sem flestum mála- fiokkum. Árið 1989 lagði kanadíska ríkisstjórnin fram tillögu um stofnun Norðurheimskautsráðs, sem myndi verða „regnhlífarstofnun“ fyrir margar aðrar stofnanir, samninga og samkomulög og stuðla þannig að þróun heimskautssvæðanna. Sér- staklega átti ráðið, að tillögu Kanadamanna, að einbeita sér að umhverfis-, efnahags- og félagsmál- um. Ríkin umhverfis heimskautið, önn- ur en Bandaríkin, tóku tillögum Kanadamanna vel, og sama má segja um samtök frumbyggja. Bandaríkja- menn voru í vafa um starfssvið og umboð ráðsins og óttuðust að stofnun þess myndi fela í sér margvíslegan tvíverknað. Önnur heimskautsríki töldu að ráðið yrði tæplega stofnað án þátttöku Bandaríkjanna. Á vettvangi Norðurlandaráðs var tillögum Kanadamanna fagnað og Norðurlanda- ráð hefur þrisvar sam- þykkt ítarlegar ályktanir um eflingu heimskauts- samstarfsins. I framhaldi af þeim hefur verið unnið að stefnumótun um heimskautssam- starfið á vettvangi norrænu ráð- herranefndarinnar. Halldór Ásgríms- son, núverandi utanríkisráðherra, beitti sér ötullega fyrir því innan Norðurlandaráðs að Norðurheim- skautsráðið mætti verða að veruleika og átti hann meðal annars frum- kvæði að því að boðað var til ráð- stefnu heimskautsríkjanna í Reykja- vík fyrir réttum tveimur árum. Á ráðstefnunni kom fram vilji til þess að ráðið yrði stofnað, en bandarískir fulltrúar sóttu hana ekki. Undanfarin misseri hafa Kanada- menn eflt mjög áróður sinn fyrir stofnun ráðsins og skipað sérstakan sendiherra í heimskautsmálum, sem er Mary Simon, fyrrverandi forseti Alþjóðaverzlunarráðsins. Banda- ríkjastjórn hefur látið af andstöðu sinni við áformin og samþykkti í lok síðasta árs stefnumótun í heim- skautsmálum (US Arctic Policy), þar sem sérstök áherzla er lögð á um- hverfismál, varðveizlu og sjálfbæra nýtingu auðlinda- heimskautssvæð- anna, hagsmuni frumbyggja og efl- ingu rannsókna og _ eftirlits með ástandi umhverfisins. í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar segir að til þess að hægt sé að mæta auknum þörfum fyrir samstarf á sviði um- hverfismála, þurfi sterkari alþjóða- stofnanir. Bandaríkin muni því taka þátt í að koma á „formlegri stefnu- mótunarvettvangi" heimskautsþjóð- anna. Drög að stofnyfirlýsingu liggja fyrir Bandaríkjamenn vilja þó ekki að Norðurheimskautsráðið starfi sam- kvæmt alþjóðlegum samningi, heldur vilja þeir samþykkja „yfirlýsingu" um stofnun ráðsins. Drög hennar liggja nú fyrir, en geta átt eftir að breytast á því rúmlega hálfa ári, sem er í boðaðan stofnfund. í drögunum er aðaláherzlan lögð á umhverfismál. Vikið er að mikil- vægi norðurheimskautssvæðanna fyrir umhverfi jarðarbúa og sem sér- staks vistkerfis. Þar segir einnig að á síðustu árum hafi ýmsum verkefn- um verið hrundið af stað til að leit- ast við að vernda viðkvæma náttúru heimskautslandanna og þau þurfi á stuðningi að halda. Kveðið er á um verndun og varðveizlu hinnar einstöku náttúru heimskautssvæðanna og vikið að hinu sérstaka sambandi frumbyggjanna og annarra ibúa ríkjanna við náttúruna. Áherzla er lögð á að nýting hinna mörgu auðlinda á norðurslóðum eigi sér stað með sjálfbærum hætti. Ekki umfangsmikil stofnun Norðurheimskautsráðið verður ekki umfangsmikil stofnun, að minnsta kosti ekki í upphafi. Gert er ráð fyrir fámennri skrifstofu, sem aðildarríkin skiptist á um að reka, en framlög til ráðsins verða frjáls. Ráðið sjálft mun ekki hrinda í fram- kvæmd þeim stefnumálum, sem þar verða samþykkt, heldur verður það hlutverk ríkisstjórna aðildarríkjanna, hverrar um sig. Gert er ráð fyrir að ráðið komi saman að minnsta kosti annað hvert ár, og mun formennska í því færast á milli aðildarríkjanna á tveggja ára fresti. Allar ákvarðanir verður að taka samhljóða — sem er oft uppskrift að getuleysi og útvötn- uðum samþykktum í alþjóðasam- starfi. Það kann þó að vega upp á móti að aðildarríkin verða fá. Auk ríkjanna átta, sem mynda ráðið, eru áðurnefnd þrenn frum- byggjasamtök „fastir þátttakendur" í starfi þess og hafa þannig aðgang að flestum fundum, málfrelsi og til- lögurétt. Aukinheldur má bjóða ríkj- um, ríkjasamtökum, alþjóðastofnun- um og fijálsum félagasamtökum, sem tengjast heimskautssamstarf- inUj áheyrnaraðild. Áformað er að AEPS-samstarfið renni saman við Norðurheimskauts- ráðið við stofnun þess, auk þess sem það verður hlutverk ráðsins að beita sér fyrir nýjum samstarfsáætlunum, t.d. á sviði sjálfbærrar þróunar og rannsókna. Á meðal einstakra markmiða Norðurheimskautsráðsins er að starfa að hagsmunum heimskauts- ríkjanna innan alþjóðlegra stofnana og samtaka og stuðla að góðri fram- kvæmd alþjóðlegra samninga, sem snerta heimskautssvæðin. Kjarnorkuvandinn í Rússlandi aðkallandi Eitt helzta vandamálið, sem blasir við Norðurheimskautsráðinu, er sú ógn sem viðkvæmri náttúru stafar af kæruleysislegri um- gengni við kjamorku í Rússlandi. Rússar hafa notað freðmýrarnar sem urðunarstað fyrir geisla- virkan úrgang og sprengt kjarnorkusprengjur í til- raunaskyni við Novaja Zemlja. Að- búnaði í kjarnorkuverum er víða ábótavant og margir óttast að ámóta slys og þegar kjarnorkukafbáturinn Komsomolets sökk við Bjarnarey geti haft hrikalegar afleiðingar fyrir lífríki hafanna. Ryðgandi vígtól á Kólaskaga eru sömuleiðis tifandi tímasprengja að margra mati. Nokkur af markmiðum Norður- heimskautsráðsins taka mið af þess- um vanda: að sjá til þess að komið verði auga á langtímavandamál nógu snemma til að hægt sé að bregðast við þeim í tíma; að tryggja skjót við- brögð við umhverfisslysum; og að stuðla að samvinnu og friði á heim- skautssvæðunum. Afvopnunarmál voru þó talin bezt komin utan verk- sviðs Norðurheimskautsráðsins. Kanadastjórn átti frum- kvæðið Ákvarðanir teknar sam- hljóða Kýlaveiki í Elliðaánum FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 2 7 Norðmenn telja ekki þörf á sótthreinsun Lykilatriði í baráttu við kýlaveiki, eins og komin er upp í Elliðaám, er að fjarlægja allan * * sýktan og dauðan fisk um leið og hans verður vart. I umfjöllun Egils Olafssonar kemur ____fram að ekki eru uppi áform um að farga öllum laxi í ánni. Öll áhersla er lögð á að einangra veikina og koma í veg fyrir að smit berist í aðrar ár og í fískeldi. Morgunblaðið/Sverrir GÍSLI Jónsson, dýralæknir, sérfræðingur í fisksjúkdómum, skoðar sýktan lax úr Elliðaánum á Tilraunastöðinni að Keldum í gær. Kýlaveiki í laxi lýsir sér með blæðingum í roði eða tálknum, upp- hleyptum lokuðum kýlum í roði eða með opnum sárum í holdi og blæðingum við gotrauf eins og sést greinilega á neðri myndinni. NORSKIR sérfræðingar í fisksjúkdómum telja ekki nauðsynlegt að sótt- hreinsa veiðibúnað í ám sem eru sýktar af kýlaveiki. Þeir segja lykilatriði í baráttu við sjúk- dóminn að fjarlægja allan sýktan og dauðan fisk úr ánni um leið og hans verður vart. Aðalsmitleiðin sé dauður og sýktur fiskur en ekki veiðibúnað- ur. Engin áform eru uppi um að drepa allan lax í Elliðaám þó að hluti físks- ins sé haldinn kýlaveiki. Kýlaveiki gi-eindist í veiðiá innst í Oslóarfirðinum 7. ágúst sl., en veikin hefur blossað upp í ám í Noregi öðru hverju allt frá því veikin greindist fyrst þar í landi árið 1966. Gísli Jóns- son, dýralæknir, sérfræðingur í fisk- sjúkdómum, sagði að þar stæðu menn frammi fyrir sama vandamáli og í Elliðaánum. Hann sagðist hafa spurt fisksjúk- dómalækna í Noregi hvað þeir myndu gera og fengið það svar að það eina sem gert yrði væri að vakta ána og fjarlægja allan dauðan og sjúkan fisk úr henni um leið og hans yrði vart. Hann sagði að norsku læknarnir teldu ekki nauðsynlegt að sótthreinsa veiði- búnað veiðimanna sem eru í ánni. Ár í nágrenni Elliðaánna í mestri hættu Sú spurning hefur vaknað hvers vegna heimilað er að veiða áfram í Elliðaánum úr því að talin er viss hætta á að smit berist með veiðibún- aði. Gísli sagði að meginsmitleið kýlaveikinnar væri frá sýktum og dauðum fiski. Líkur á að smit bærist með veiðibúnaði væru í raun ekki mjög miklar. Þar sem veiðin hefði komið upp í Noregi hefði t.d. ekki verið gripið til þess ráðs að sótt- hreinsa veiðibúnað. „Við vitum að það er ekki óal- gengt að veiðimenn veiði t.d. í Elliða- ám fyrir hádegi og fari síðan upp í Laxá í Kjós eftir hádegi. Það er því sjálfsögð og eðlileg varúðarráðstöfun að sótthreinsa veiðibúnað og það munum við gera,“ sagði Gísli. Fisksjúkdómanefnd hefur sent veiðifélögum um allt land upplýs- ingar um sjúkdóminn og hvatt til þess að veiðibúnaður sé sótthreins- aður. Gísli sagði að þetta væri var- úðarráðstöfun sem væri hugsuð ekki síst til þess að vekja veiðimenn til vitundar um hættuna af smiti. Meg- inatriðið væri að einangi-a Elliðaárn- ar og tryggja að veiðimenn, sem þar veiði, fari ekki í aðrar ár án þess að sótthreinsa fyrst allan veiðibúnað, stígvél og annað sem kemst í snert- ingu við laxinn. Þörf á sótthreinsun væri mest í ám í nágrenni Elliðaánna. Gísli sagði að íslendingar hefðu í gegnum árin verið mjög meðvitaðir um hættuna af fisksjúkdómum. „Við erum nánast eina þjóð heimsins, fyr- ir utan Ástrali, sem krefst þess að veiðitæki séu sótthreinsuð þegar veiðimenn koma með þau til lands- ins. Þetta gerum við ekki síst til að veijast hættulegu sníkjudýri sem gert hefur mikinn usla í Finnlandi og Noregi. Núna sjá menn að þessar aðgerðir eru ekki ástæðulausar.“ Á annan tug fiska dauðir Samkvæmt því sem næst verður komist urðu menn fyrst varir við dauðan lax í Elliðaám fyrir tæpum mánuði. Rannsókn á laxinum og öðr- um sem síðar hafa fundist leiddi í ljós að dánarorsök var kýlaveiki. Á annan tug fiska hafa fundist dauðir eða sýktir í ánni síðan. Nokkrir fisk- ar fundust sl. þriðjudag þegar hald- inn var sérstakur veiðidagur barna í Elliðaám. I yfirlýsingu yfirdýralæknis er tal- að um að kýlaveikin sem fannst í Elliðaánum sé nýtt afbrigði af kýla- veiki. Þetta er orðað svona til að aðgreina veikina frá kýlaveikibróður sem áður hefur fundist í laxi hér á landi. Kýlaveikibróðir hefur valdið umtalsverðum usla í eldisstöðvum, en veikin er væg sýking í saman- burði við sjálfa kýlaveikina sem var að finnast í Elliðaánum. Garðar Þórhallsson, formaður Ell- iðaárnefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sagði að sér hefði brugðið mjög mikið við að heyra að kýlaveiki væri komin upp í Elliðaán- um. Hann sagði að af hálfu Stanga- veiðifélagsins yrði allt gert sem hægt væri til að einangra sjúkdóminn og uppræta hann úr ánni. Elliðaárnar væru slík perla í náttúru Reykjavíkur að menn yrðu að vernda þær með öllum þeim ráðum sem tiltæk væru. Vatnsrennsli hefur minnkað Á þriðja þúsund laxar hafa gengið upp í Elliðaár í sumar og búið er að veiða yfir 600 laxa það sem af er sumri. Þetta er heldur minni veiði en í meðalári. Ástæðan er m.a. talin vera minna vatnsrennsli í ánum. Veiðimenn eru þó ekki óánægðir með veiðina. Gísli Jónsson sagði að minnkandi vatnsrennsli í Elliðaám hefði líklega átt þátt í að örva sjúkdóminn þar sem þröngt væri um fiskinn í hyljum og vatnsendurnýjun hæg. Garðar sagð- ist hafa miklar áhyggjur af vatnsbú- skap árinnar. Greinilegt væri að vatnstaka Vatnsveitu Reykjavíkur í Heiðmörk væri farin að hafa alvar- legar afleiðingar fyrir ána. Áform um stóraukinn útflutning á vatni úr Gvendarbrunnum bætti heldur ekki ástandið. Guðmundur Þóroddsson vatns- veitustjóri vísaði þessu á bug og sagði að vatnstaka Vatnsveitunnar hefði ekki áhrif á rennsli Elliðánna. Áform um útflutning á vatni skiptu hér engu máli því þar væri um að ræða aðeins örlítið brot af vatnsnotkun Reykvíkinga. Hann benti þar að auki á að vatnsnotkun Reykvíkinga hefði minnkað um 25% á síðustu 10 árum vegna aðgerða til að koma í veg fyr- ir leka og vegna sparnaðar. Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur umsjón með Elliðaánum. Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri sagði allt tal um að byggð og vatnstaka væri að skemma Elliðaárnar ætti ekki við rök að styðjast. Rennsli ánna væri háð veðurfarslegum sveiflum og skýringin á minna rennsli í sumar væri sú að minna hefði verið um rign- ingar í vetur og vor en í meðalári. Aðalsteinn sagði að Rafmagnsveit- an myndi gera allt sem hægt væri til að uppræta kýlaveiki úr Elliðaánum. Hann sagði að farið yrði eftir ráðlegg- ingum físksjúkdómalækna í einu og öllu. Hann sagði að á fundi hjá Veiði- málastofnun í gær hefðu allir verið sammála um að ekki væri þörf fýrir aðrar aðgerðir en að sótthreinsa veiði- búnað, vakta ána og fjarlægja allan sýktan lax úr henni strax og hans yrði vart. Hann sagði algerlega ótíma- bært að velta fyrir sér þeim mögu- leika að drepa allan lax í ánni. Norð- menn hefðu ekki gripið til slíkra að- gerða í baráttu sinni við kýlaveiki. Aðalsteinn sagði að ekki væri fylgst eins vel með neinni á á íslandi og Elliðaánum. Eftirlitið yrði aukið enn meira núna vegna sjúkdómsins. Hann sagði að veiðifélög í öðrum ám mættu taka Elliðaárnar til fyrir- myndar hvað þetta varðar. Kýlaveiki í fiskeldi er svarti dauði Gísli Jónsson sagði að það sem hann hefði mestar áhyggjur af væri að kýlaveikin breiddist út til hafbeit- arstöðva og í fiskeldisstöðvar líkt og gerst hefði í Noregi og Skotlandi. Líkja mætti eyðileggingarmætti kýlaveiki í fiskeldisstöð við svarta dauða. Hann sagðist telja nær öruggt að ef það gerðist yrði öllum laxi í viðkomandi stöð fargað jafnvel þó að nú væri komið á markað kröftugt bóluefni gegn kýlaveiki. Stærsta hafbeitarstöð landsins er‘ Silfurlax hf., sem rekur hafbeitarstöð í Hraunsfírði á Snæfellsnesi. Stöðin sleppir árlega um þremur milljörðum seiða og slátrar nærri 100 þúsund löxum á hveiju sumri. Júlíus B. Krist- insson, framkvæmdastjóri Silfurlax, sagði að hafbeitarstöðvarnar hefðu í gegnum árin verið með margvíslegar aðgerðir í gangi til að verjast sjúk- dómum. Reglulega væru tekin sýni úr laxi og fylgst væri vel með fiskin- um á öllum stigum framleiðslunnar. Hann sagði að fiskeldisstöðvarnar myndu leggja mikla áherslu á að« halda sér smitfríum. Júlíus sagði að það yrði áfall ef lax með kýlaveiki kæmi upp í hafbeit- arstöð, en eftir því sem best væri vitað hefði það ekki gerst ennþá. Áfallið yrði þó miklu meira ef veikin kæmist í seiðaeldisstöð. Það mætti alls ekki gerast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.