Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 39 FRETTIR Skógræktin/Ól. Odds. MYNDIN var tekin á skógardeginum í Haukadalsskógi 29. júlí sl. Þann dag heimsóttu 600 manns skóginn. Efst til vinstri má sjá skógarálfinn sem er fastagestur á skógardögunum. Skógardagur í Jafna- skarðsskógi 36 tefldu í firmakeppni í Hafnarfirði FIRMAMÓT Skákfélags Hafnar- fiarðar var haldið laugardaginn 13. ágúst sl. í verslunarmiðstöðinni Miðbæ Hafnarfjarðar. Álls tóku 36 fýrirtæki þátt í keppninni. Úrslit urðu þau að jöfn í fyrsta sæti urðu Bedco & Mathiesen (Ág- úst Sindri Karlsson) og Tryggvi Ólafsson, úrsmiður (Andri Ass Grétarsson). Hvalur hf. (Þorvarðar Fannar Ólafsson) varð í þriðja sæti. Aðalfundur Skákfélagsins var haldinn sunnudaginn 13. ágúst sl. Björn Freyr Björnsson var endur- kjörinn formaður félagsins. Reglu- legar skákæfingar hefjast mánu- daginn 4. september nk. Valgeir Skagfjörð Valgeir Skag- fjörð á Café Romance VALGEIR Skagijörð leikur og syngur föstudags- og laugardags- kvöld á Café Romance. Valgeir mun syngja og leika gömul og ný sönglög bæði íslensk og erlend allt frá Hauki Morthens til Bruce Springsteen. Café Romance er opið frá kl. 20-3 um helgar en frá kl. 20-1 virka daga. SKÓGARDAGUR Skógræktar rík- isins og Skeljungs hf. verður haldinn í Jafnaskarðsskógi við Hreðavatn laugardaginn 19. ágúst. Jafnaskarðs- skógur er talinn vera eitt fegursta og ævintýralegasta skógarsvæði landsins og er þessi náttúruperla lítt þekkt þótt hún liggi við alfaraleið. Þetta er sjöundi skógardagurinn sem þessir aðilar hafa gengist fyrir og jafnframt sá síðasti á þessu ári. Dagskráin í Jafnaskarðsskógi hefst kl. 14. Boðið verður upp á fræðslu og skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. Gengið verður um skóginn með gestum undir leiðsögn skógar- varðar þar sem íjölbreytt lífríki skóg- LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli standa fyrir foreldraþingi á Eiðum síðustu helgina í ágúst, 26.-27. ág- úst. Þar munu foreldrar nemenda í grunnskólum bera saman bækur sín- ar í skóla- og uppeldismálum. Eink- um er vænst þátttöku foreldra á Austur- og Norðurlandi sem ekki áttu þess kost að sækja landsfund foreldra í Reykholti á Ári fjölskyld- unnar 1994. Dagskrá þingsins, sem stendur frá hádegi á laugardegi fram á miðjan sunnudag, er fjölbreytt. Þarna verður m.a. rætt um flutning grunnskólans til sveitarfélaga, uppeldi, líðan barna í skólum, sérstöðu sveitaskólanna og arins og umhverfi hans verður kynnt. Ævintýraferð verður farin fyrir börn þar sem skógarálfarnir verða á sveimi í skóginum. Pylsur verða grillaðar og boðið upp á ketilkaffi. Stuttar hestaferðir standa til boða og frí veiði í Hreðavatni. Listamenn af ýmsum toga koma einnig fram í skóginum. Skógrækt ríkisins eignaðist Jafna- skarðsskóg árið 1939 og er hann um 150 hektarar að stærð. Unnið hefur verið að því að gera skóginn að að- gengilegu útivistarsvæði fýrir fólk og hefur hann nú verið grisjaður og nýir göngustígar lagðir. Skógarvörður er Birgir Hauksson. starfsemi foreldrafélaga. Þetta þinghald er frábrugðið öðr- um þingum því beinlínis er gert ráð fyrir því að bömin fái að koma með og verður skipulögð dagskrá fýrir þau. Sameiginleg kvöldvaka verður á laugardagskvöldið með heimatil- búnum skemmtiatriðum. Þingið er opið öllum foreldrum sem áhuga hafa á skóla- og uppeldismálum. Þátttakendur geta gist á Hótel Eddu sem býður hagstætt verð á mat og gistingu í tengslum við þing- ið en einnig er hægt að taka þátt í þinginu án þess. Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Heimilis og skóla í Reykjavík. Spaugstofu- menná faraldsfæti SPAUGSTOFAN á tíu ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni bregða spaugstofumenn undir sig betri fætinum nú í ágúst og ferðast hringinn í kringum landið með gleði- dagskrá. Að sögn þeirra félaga er þetta þeirra framlag til að auka langlífi á landsbyggðinni, því eins og allir vita lengir hláturinn lífið. Ymsir gamlir kunningjar lands- manna munu skjóta upp kollinum á sýningum, þar á meðal Kristján (heiti ég) Olafsson, Ragnar Reykás, Bogi og Örvar. Spaugstofuhópinn skipa sem fyrr þeir Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sig- urður Siguijónsson og Örn Ámason. Spaugstofumenn verða föstudags- kvöld í Borgarnesi og hefst dagskrá- Opið hús hjá Brúðuleik- húsinu ÍSLENSKA Brúðuleikhúsið hefur verið með opið hús allar helgar í sumar á laugardögum og sunnu- dögum frá kl. 13-16 og er ókeypis aðgangur. Nú eru tvær helgar eft- ir. Brúðuleikhúsið er til húsa að Flyðrugranda á móti KR-vellinum. Foreldraþing á Eiðum MEÐLIMIR Spaugstofunnar. in kl. 21, laugardag í Ólafsvík kl. 14 og í Stykkishólmi sama kvöld kl. 21. Á sunnudag verða félagar í Króksfjarðamesi kl. 14, Búðardal kl. 21 sama kvöld, mánudaginn 21. ág- úst Patreksíjörður kl. 21, þriðjudag- inn 22. Bolungarvík kl. 21 og mið- vikudaginn 23. koma þeir fram í Hnífsdal kl. 21. Fræðslufundir um alþjóðlegar ættleiðingar FÉLAGIÐ íslensk ættleiðing hefur boðið til landsins danska sálfræð- ingnum Lene Kamm. Lene hefur undanfarin 7 ár haldið fyrirlestra fyrir fagfólk og foreldra á Norðurlöndunum auk þess sem hún hefur fengist við rannsóknir á högum útlendra barna sem ættleidd hafa verið til Danmerkur. Ákveðið hefur verið að hún haldi tvo fyrirlestra - fræðslufundi. Þann fyrri á föstudag, 25. ágúst, og er hann ætlaður starfs- mönnum bamavemdarnefnda, fé- lagsráðgjöfum og öðram sem starfs síns vegna tengjast ættleiðingum. Síðari fundurinn verður laugar- daginn 26. ágúst og er ætlaður for- eldram og fjölskyldum ættleiddra bama og einnig þeim sem era á bið- lista eða að íhuga ættleiðingu. Fjall- að verður m.a. um hvemig við und- irbúum okkur undir foreldrahlut- verkið og hvemig við segjum bömun- um okkar frá ættleiðingunni og upp- rana þeirra og gerum það að eðlileg- um þætti í uppeldi þeirra. Fundarstaður verður bíósalur Hót- els Loftleiða og fundimir hefjast kl. 13.30. Andri Ass Grétarsson at- skákmeistari Reykjavíkur eftir Monrad kerfi og tvær skákir við hvern andstæðing (5 mínútur til að ljúka skákinni). Röð þeirra efstu: 1. Sementsverksmiðja ríkisins (Helgi Áss Grétarsson) 12 v. 2. -3. Snævars-vídeó (Hannes H. Stefáns- son) 11 v. 2.-3. Gistiheimilið Eskihlíð 3 (Þröstur Þórhallsson) 11 v. 4. ísblóm (Jón Yiktor Gunnarsson) 9‘A 5. -7. Pylsubarinn (Sig- urður Daði Sigfússon) 13.-14. Vélsmiðjan hf. (Jóhann H. Ragnars- son) 8 v. 15.-17. Rafverkst. Vals Valgeirssonar (Bragi Þorfinnsson) 7'A v. 15.-17. Suzuki bílar (Magnús Örn Úlfars- son) 7'A v. 15.-17. Spennubreytar (Davíð Kjartansson) 7‘/i v. o.s.frv. Skákfélag .- , . , Hafnarfjarðar AndnAss tilExeter Gretarsson Fyrr í sumar fór 1. deildarlið Skákfélags Hafnaríjarðar SKAK Atskákmót Rcykja- víkur, úrslit Félagsheimili TR, Faxafeni 12 8.-10. ágúst 1995 ÚRSLITAKEPPNIN um titilinn at- skákmeistari Reykjavíkur fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykja- víkur í Faxafeni 12 dagana 8.-10. ágúst 1995. Andri Áss Grétarsson mætti Benedikt Jónassyni í úrslitum og sigraði með 1 ‘/2 vinningi gegn ‘/2. Andri er því Atskákmeistari Reykjavíkur 1994. Það hafði því dregist verulega að þessi úrslita- keppni færi fram, en undankeppnin var haldin_ síðastliðið haust. Andri Áss hefur löngum verið sterkur í atskákum, en þær eru frá- brugðnar venjulegum kappskákum að því eina leyti að umhugsunar- tíminn er aðeins hálf klukkustund. Andri var einn frumkvöðlanna að stofnun Taflfélagsins Hellis, sem leggur megináherslu á atskákir. Urslitakeppnin var með útslátt- arfyrirkomulagi og gekk þannig fyrir sig: 16 manna úrslit: Andri Áss Grétarsson - Arnar Gunnarsson 3-2 Davíð Ólafsson - Jón Viktor Gunnarsson 2-0 Sævar Bjarnason - Sigurbjörn Björnsson 'A-l 'A Magnús Örn Úlfarsson - Páll Agnar Þórarinsson 1 ‘A- ‘A Tómas Björnsson - Gunnar Björnsson 2-1 Benedikt Jónasson - Sveinn Kristinsson 1 'A- ’A Ólafur B. Þórsson - Ríkharður Sveinsson 0-2 Júlíus Friðjónsson - Torfi Leósson 1-2 Fjórðungsúrslit: Andri Áss Grétarsson - Tómas Björnsson 1 ‘A- ‘A Davíð Ólafsson - Benedikt Jónasson 1-2 Sigurbjörn Björnsson - Ríkharður Sveinsson ‘A-l 'A Magnús Örn Úlfarsson - Torfi Leósson 2-0 Undanúrslit Andri Áss Grétarsson - Ríkharður Sveinsson 2-0 Magnús Örn Úlfarsson - Benedikt Jónasson ‘A-l 'A Úrslit Andri Áss Grétarsson - Benedikt Jónasson 1 'A- 'A Firmakeppni Taflfélags Reykjavíkur Sementsverksmiðja ríkisins sigr- aði í firmakeppni TR sem lauk fyr- ir nokkru. Úrslitariðillinn var afar sterkur, með stórmeistarana Helga Áss Grétarsson (Sementsverk- smiðja ríkisins) og Hannes Hlífar Stefánsson (Snævars-vídeó) í broddi fylkingar. Helgi Áss sigraði, fékk 12 vinn- inga, en Hannes Hlífar og Þröstur Þórhallsson (Gistiheimilið Eskihlíð 3) urðu í 2.-3. sæti með 11 vinninga. Að venju voru tefldar 7 umferðir 9 v. 5.-7. Holtakjúklingar (Andri Áss Grétarsson) 9 v. 5.-7. Borgarbókasafn Reykjavíkur (Ríkharður Sveinsson) 9 v. 8.-12. Glæsiskórinn sf. (Björn Freyr Bjömsson) 8'A v. 8.-12. Prentstofa Reykjavíkurborg- ar (Ágúst S. Karlsson) 8‘A v. 8.-12. Verslunarmannafél. Reykja- víkur (Tómas Björnsson) 8'A v. 8.-12. Jakkar og brauð (Guðmundur Halldórsson) 8 ‘A v. 8.-12. Ferðaþjónustan Stafafell (Arnar E. Gunnarsson) 8'A v. 13.-14. Álform hf. (Kristján Eð- varðsson) 8 v. til Exeter í Englandi og háði þar keppni á sex borðum við úrvalslið borgarinnar. Úrslit urðu þessi: Exeter Chess Club - Skákfélag Hafnarfj. 3-3 Ágúst S. Karlsson - Björn Freyr Björnsson 'A-'A Ken Hills - Sigurbjörn Bjömsson ö-i M. Zuber - Heimir Ásgeirsson 'A-'A Brian Hewson - Sverrir Björnsson 0-1 Peter Lein - Einar K. Einarsson 1-0 P. Ray - Auðbergur Magnússon 1-0 Gestgjafarnir máttu þakka jafn- teflið það að Ágúst Sindri Karlsson sveik lit og tefldi gegn SH. Það var reyndar fyrir tilstilli hans sem þessi keppni komst á. Hann lagði stund á framhaldsnám í lögfræði í Exeter síðastliðinn vetur. Helgi Áss og Magnús Orn í Berlín Helgi Áss Grétarsson stórmeist- ari og Magnús Örn Úlfarsson taka nú þátt í fjölmennu opnu móti í Berlín. Þeir byrjuðu þokkalega á mótinu. Helgi Áss hafði hlotið þrjá vinninga úr fjórum fyrstu skákun- um en Magnús tvo og hálfan. Magnús jnun hafa gert jafntefli við þrjá alþjóðlega meistara og ætti því að eiga möguleika á að ná fyrsta áfanga sínum að alþjóð- legum titli. Borgarskákmótið 18. ágúst Taflfélag Reykjavíkur og Taflfé- lagið Hellir halda Borgarskákmótið á afmælisdegi Reykjavíkurborgar, föstudaginn 18. ágúst. Mótið fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefst kl. 15. Mótið er nú haldið í 10. sinn, en það fyrsta fór fram árið 1986. Tefldar verða sjö um- ferðir eftir Monrad kerfi og um- hugsunartíminn er sjö mínútur á skákina. Sigurvegari í fyrra var Sveinsbakarí sem Helgi Áss Grét- arsson tefldi fyrir. Flestir af sterk- ustu skákmönnum landsins taka þátt og mun borgarstjórinn í Reykjavík, frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, leika fyrsta leiknum. Margeir Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.