Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 20
I 20 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995___________________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Við slaghörpuna TONLIST Gcrðasafn SÖNGVASTUND Sólrún Bragadóttir sópransöng- kona og Jónas Ingimundarson píanóleikari spjölluðu um tónlist og sungu islensk og erlend lög. Mið- vikudagur 16. águst 1995 FYRIR daga óperunnar voru söng- þættir ofast fluttir sem persónulegt ávarp til gestgjafanna. Með óperunni var lokað fyrir persónuieg tengsl á milli áheyrenda og flytjenda, bæði hvað varðar texta, sem ekki var leng- ur beint til ákveðinna persóna meðal áheyrenda og með afmörkuðu leik- sviði og jafnvel leiktjöldum. Þessi skil á milli flytjenda og áheyrenda hafa síðan verið eins konar helgidómur uppfærslunnar, sem á seinni árum hefur verið reynt að ijúfa, bæði í leikhúsi og tónleikasölum og jafnvel mótað kvikmyndagerð að einhveiju leyti. Innrás listamanna inn I áheyr- endasalinn á því rætur sínar í ein- hvers konar fortíðarþrá, þar sem flytjandinn er í heimsókn hjá vinum sínum en kemur ekki fram sem ókunnugur og fjarlægur gestur, er aðeins þiggur klapp áður en hann fer og myndbreytist í fjarlæga og ópersónubundna minningu. Söngvastundin „Við slaghörpuna" hjá Sólrúnu og Jónasi var sambland af konsert og samtali við áheyrend- ur, sem þó lögðu ekki annað til en klapp sitt. Gallinn við þessa aðferð er sá, að tal flytjenda þarf að berast vel og greinilega til áheyrenda og því er kunnátta í taltækni nauðsyn- leg, jafnvel þótt notast sé við raf- mögnunartækni nútímans. Að þessu leyti vantaði nokkuð á, bæði í styrk og skýrleika í framburði, að talið skilaði sér til allra áheyrenda. Þá má geta þess að ef tónflutningur er rofinn með tali, er hætta á að stíg- andin falli, bæði í flutningi og fyrir hlustendur. Söngvastundin hófst á tveimur lögum eftir Mendelssohn, Á vængj- um söngsins og Við vögguna, falleg tónverk, sem voru sérlega vel flutt og sama má segja um aðra vöggu- vísu, Hjá vöggunni, eftir Eyþór Stef- ánsson, sem var skotið inn á milli annarra tveggja laga eftir Mend- elssohn, fyrst Neue Liebe, við þann texta eftir Heine, sem Jónas Hall- grímsson útlagði í ljóðinu Stóð ég úti í tunglsljósi og síðan flutti Jónas Ingimundarson Ljóð án orða, op.19, nr. 1. Þijú „smágerð" lög, en mikil lista- verk, voru næstu Viðfangsefni lista- mannanna, Auch Kleine Dinge, eftir Wolf, Two little fiowers, eftir Ives og Gruss, eftir Mendelssohn, sem er vel þekkt hér á landi við textann Vorið góða, grænt og hlýtt, eftir Jónas Hallgrímsson. Þijú verk eftir Franz Liszt, Einst Wolltích Kranz og síðan samlokurnar, píanóverkið Ástar- draumurinn og frumgerð þess, söngiagið 0 Lieb, so lang du lieben kannst, er voru síð- ustu viðfangsefnin fyrir hlé. Eftir hlé fluttu listamennimir tvö lög við kvæði Davíðs Stefánssonar, Söngur bláu nunn- anna, það fyrra eftir Pál ísólfsson og Karl 0. Runólfsson, þar næst lék Jónas prelúdíuna Stúlkan með hörg- ula hárið eftir Debussy en Sólrún skaut að hlustendum Þér kæra sendi kveðju, eftir Þórarin Guðmundsson. Tvö næstu lög voru ef til vill nokkuð utangátta, en það var smálag, Prom- enade, eftir Gershwin og Youkali eftir Weill en tónleikunum lauk með Donde lieta, úr La Bohéme, eftir Puccini. Sólrún Bragadóttir er frábær söngkona og var t.d. túlkun hennar á ástarsöngnum eftir Liszt frábær og sama má segja um Auch Kleine Dinge, eftir Wolf og ekki síst á vor- ljóðinu (Gruss) eftir Mendelssohn, sem gaman hefði verið að heyra, svona aukalega, með texta Jónasar. Það þarf ekki að tíunda neitt frekar um söng Sólrúnar annað en að í Donde lieta, mátti heyra brot af því sem hún hefur upp á bjóða sem óperusöngkona, glæsilegan söng og túlkun. Jónas lék margt mjög fal- lega, sérstaklega í samleik við Sól- rúnu, en einleiksatriðin voru því mið- ur ekki í sama gæðaflokki og annað á þessum annars skemmtiiegu tón- leikum. Jón Ásgeirsson SÓLRÚN Bragadóttir sópran- söngkona og Jónas Ingimund- arson píanóleikari. Ljósmynd/Eiður Snorri HLJÓMSVEITIN Unun. Listahátíð í Iðnó Leikhús- lög INGVELDUR Ýr heldúr tón- leika á Oháðu listahátíðinni í Iðnó í kvöld föstudag 18.8. kl. 20.30. Tónleikamir bera yfir- skriftina „Leikhúslög" og verða flutt lög úr ýmsum leik- ritum bæði ís- lenskum og erlendum, t.d. ■úr „Húsi skáldsins", „Ég ergull og gersemi", ka- barettlög eftir Ingveldur Ýr Hjálmar H. Ragnarsson og Gunnar Reyni Sveinsson, lög úr söngleikjum og úr verkum Bertholds Brecht við tónlist Kurts Weill. Píanóleikari er Bjami Jónatansson. Ingveldur Ýr er fædd í Reykjavík. Hún hóf söngnám í Söngskólanum í Reykjavík, en framhaldsnám stundaði hún í Tónlistarskóla Vínarborgar. Hún hefur haldið ljóðatónleika bæði hérlendis og erlendis og tekið þátt í óperuuppfærslum víða í Mið-Evrópu. Ingveldur er fastráðin við Óperuna í Lyon í Frakklandi nk. vetur. Bjami Jónatansson er starf- andi orgel- og píanóleikari I Reykjavík. ÓHÁÐ listahátíð hefst í dag með landvættagöngu, götuleikhátíð, sem fer frá Skólavörðuholti og Hlemmi að Ingólfstorgi þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, setur hátíðina. Þema göngunnar, sem hefst kl. 14, tengist vætt- um, þursum og öðrum goðsagnaverum úr ís- lenskri þjóðtrú. Gangan er tengd 209 ára afmæli Reykjavíkurborgar og er ætlunin að í framtiðinni verði hátíðin ævinlega tengd afmæiisdeginum. Unnir hafa verið „land- vættabúningar" og brúð- ur í samstarfi við börn og ungl- inga og vænst er almennrar þátt- töku i göngunni. Risatónleikar Dagskrá hátiðarinnar verður fjölskrúðug og má þar nefna myndlistarsýningar, tónleika og Ijóðalestur. Kl. 16 í dag verða opnaðar myndlistarsýningar á átta stöðum í borginni og í kvöld kl. 20.30 verða tónleikar með sópransöng- konunni Ingveldi Ýr í Iðnó sem hefur verið gert að aðalmiðstöð hátiðarinnar og fer þar fram stór hluti dagskráratriða. Á morgun verða risatónleikar á Ingólfstorgi með þátttöku hljóm- sveitanna Ununar, Olympíu og Kolrössu krókríðandi ásamt fleir- um. Sunnudaginn 20. ágúst verður bókmennta- og tónlistar- kvöld þar sem fram koma Einar Már Guðmundsson og Þórarinn Torfason og flutt verður tónlist eftir Áskel Másson m.a. Kóngur rís Miðvikudaginn 23. ág- úst verður dagskrá sem kölluð er Kóngur ris sem er karlakvöld með tón- verkum og bókmenntum. Þar flytja m.a. Bragi ÓI- afsson og Sindri Freysson efni eftir sig auk þess sem dúettinn Súkkat flytur tónlist. Sunnudag- inn þar á eftir er Ijóða- og tónlist- arkvöld þar sem fram koma Gerð- ur Kristný, Didda og Margrét Ornólfs ásamt fleirum. Mánudag- inn 28. ágúst verða píanótónleikar Helgru Bryndisar Magnúsdóttur, þriðjudaginn 29. ágúst leikur Lár- us H. Grímsson ásamt fleirum á tónleikum. Miðvikudaginn 30. ág- úst leikur pianóleikarinn Snorri Sigfús Birgisson og laugardaginn 2. september verða tónleikar gít- arieikarans Kristins H. Árnason- ar. Lárus H. Gríms- son tónskáld. mmmljtiL \z WjjSg S ■' §f!l Morgunblaðið/Sig. Jóns. BERGLIND Dögg Bragadóttir, Halldóra G. Steinþórsdóttir, Krist- björg Sóley Hauksdóttir, Sigrún D. Jónsdóttir, Unna Björg Ög- mundsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir. Námskeið fyrir unga flautuleikara í Skálholti Að finna hinn rétta tón Selfossi. Morgunblaðið. HÓPUR ungra flautuleikara hefur einbeitt sér að fiautuleik á námskeið- um í Skálholti þar sem kennd eru meðal annars veigamikil atriði varð- andi tækni við að ná rétta tóninum úr hljóðfærinu og hraða. Það eru þrir kennarar í flautuleik sem standa fyrir námskeiðinu, María Cederborg, Kristín Guðmundsdóttir og Tristan Cardew. „Við kennum þeim hvernig þau geta haldið áfram að þjálfa sig sjálf eftir því sem fyrir þau hefur verið lagt,“ sagði María Cederborg. Um er að ræða tvö námskeið sem standa í viku hvort og lýkur með tónleikum í Oddsstofu. Fyrsti námskeiðshópur- inn hélt vel heppnaða tónleika síðast- liðinn laugardag og síðari tónleikam- ir verða næstkomandi laugardag klukkan 15 og er aðgangur ókeypis. Sérþjálfun er nauðsynleg María Cederborg sagði að sig hefði alltaf langað til að halda námskeið sem þessi því það væri nauðsynlegt fyrir flautuleikara að fá sérþjálfun á hljóðfærið og kynnast þeirri tækni sem hægt væri að beita við hljóð- færaleikinn til þess að öðlast meiri færni. Á svona námskeiði væri mikið spilað og nemendurnir kynntust inn- byrðis og fengju örvun hver frá öðr- um sem hefði mikið að segja. Kristín Guðmundsdóttir sagði að sumar stúlkumar hefðu spilað meira á einum degi en þær gerðu á heilum vetri í tónlistarskólunum enda væru þær allan daginn og fram á kvöld að spila, einar og í samspili. Þær Kristín og María voru sammála um að sumarleyfið væri of langt fyrir unga hljóðfærðaleikara ef ekkert væri spilað yfir sumartímann. Það væri nauðsynlegt að krakkar fengju tækifæri til að æfa sig og það væri kveikjan að þessu námskeiði í Skál- holti. „Við gefum þeim undirstöðuna fyrir veturinn varðandi tæknina,“ sagði Kristín. Stúlkur spila meira á þverflautu Af einhveijum ástæðum eru það stúlkur í miklum meirihluta sem leggja fyrir sig þverflautuleik. Ekki gátu stúlkumar sem vom á nám- skeiðinu fundið neina ástæðu fyrir því nema ef vera skyldi að strákum fyndist stærri blásturshljóðfærin hugsanlega eitthvað karlmannlegri. Erlendis er það mjög algengt að strákar leiki á þverflautu og Tristan Cardew kennari er til dæmis ein- göngu með drengi í sínum nemenda- hópi þar sem hann kennir í París. Stúlkumar á námskeiðinu voru mjög ánægðar með dvölina, sögðu kennarana frábæra og sumar höfðu á orði að þær hefðu lært meira á einum degi en þær hefðu gert á heil- um vetri áður og voru greinilega vel smitaðar af áhuga enda mátti heyra flautuleik í hverju homi í sumarbúð- unum í Skálholti. „Það er rosalega gaman að koma hingað og spila og hafa félagsskap af öðrum," sagði Erla Bjömsdóttir frá Siglufirði. Und- ir þau orð tóku þær sem voru með henni í samleikshópi, Ásgerður Ósk Pétursdóttir Reykjavík og Védís Guðmundsdóttir, Vestmannaeyjum. „Það er gaman að hitta aðra sem hafa sama áhugamál og við spilum mjög mikið. Mér finnst flautan mjög skemmtileg og gaman að spila með öðrum,“ sagði Védís. „Við lærum mjög mikið og kynnumst ýmsum atriðum um það hvernig á að æfa lögin og hvernig tökum maður á að taka sig við æfingarnar,“ sagði Ás- gerður Ósk. Höfum strax tekið framförum „Ég held ég hafi aldrei spilað jafn- mikið. Maður vaknar við flautuleik á morgnana og svo spilum við fram á kvöld," sagði Berglind Dögg Bragadóttir frá Kópavogi. Aðrar í samleikshópnum tóku undir það. „Á milli þess sem við erum í einka- og hóptímun erum við að æfa okkur,“ sagði Halldóra G. Steindórsdóttir frá Hveragerði. „Það er af nógu að taka við að æfa og svo kynnumst við öðr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.