Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 15 VIÐSKIPTI Fasteignalán Handsals, Skandia og Samvinnubréfa Landsbankans A ðnláli ershin á skuld- breytingru eldri lána AÐ SÖGN forsvarsmanna þeirra verðbréfafyrirtækja sem hafa til skamms tíma boðið fasteignaveðl- án til allt að 25 ára er jafn og stöðugur áhugi fyrir viðskiptum af þessu tagi hjá lántakendum. Mest hefur borið á því, að fólk taki þessi lán til að skuldbreyta skemmri og óhagstæðari lánum, helst á stærri eignum. Fram- kvæmdastjóri Handsals segir, að fleiri lífeyrissjóðir séu farnir að sýna þessum kosti áhuga. Samvinnubréf Landsbankans hafa, líkt og Handsal og Skandia, boðið upp á þennan möguleika í fast- eignaviðskiptum síðan fyrr í sum- ar. Vextir Handsals og Skandia eru á bilinu 7,0-8,25%, og eru lán- in háð því að veðsetning viðkom- andi fasteignar sé innan við 55%. 7 - 8,5% vextir Þorsteinn Ólafs, forstöðumaður Samvinnubréfa Landsbankans, segir að bréfin sem fyrirtækið býð- ur beri yfirleitt raunvexti á bilinu 7-8,5% og velti vaxtakjörin á því hversu góðar tryggingar liggja að baki láninu. Það skilyrði er þó sett fyrir sölu skuldabréfanna að heild- arfjárhæð áhvílandi lána sé innan við 50% af markaðsverði þeirrar eignar sem sett er að veði og að um sé að ræða góðan greiðanda. „Við höfum reyndar nokkuð mikla reynslu í þessum viðskiptum, því við höfum stundað viðskipti með bréf af þessu tagi um átta ára skeið,“ sagði Þorsteinn. „Hins veg- ar bera þessi nýju bréf lægri vexti, og lánstíminn er lengri en verið hefur.“ Þorsteinn sagði, að viðbrögðin hefðu verið mikil. „Það hefur sýnt sig að það er þörf fýrir þessa þjón- ustu. Mest er um að fólk nýti sér þennan möguleika til skuldbreyt- inga, og meginþunginn er á stærri eignum,“ sagði Þorsteinn. Stöðug eftirspurn Brynhildur Sverrisdóttir fram- kvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Skandia segir, að eftirspurn eftir fasteignalánunum Skandia sé stöð- ug. „Við afgreiðum nokkur mál af þessu tagi hvern dag,“ sagði VERÐBOLGA í Bretlandi í júlí lækkaði um 0,5% í mánuðinum eða meira heldur en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta þykir ýta undir að vext- ir haldist stöðugir í næstu framtíð enda þótt seðlabankinn hvetji til vaxtahækkana. Verðbólgan í Bretlandi hefur nú haldist undir þremur prósentum Brynhildur. „Mest er um að fólk sé að skuldbreyta stuttum, óhag- stæðum lánum, oft á stærri eign- um. Einnig hefur borið mikið á fyrirspurnum úr atvinnulífinu,. en við höfum haldið okkur við íbúðar- húsnæði." Að sögn Pálma Sigmarssonar, framkvæmdastjóra Handsals, er eftirspurn lántakenda jöfn og stöð- ug, þó hún hafi sé ekki jafn mikil og í upphafi. „Ætli megi ekki segja að helmingur lánanna séu ætlaður til skuldbreytinga, og fjórðungur til fasteignakaupa," sagði hann. „Afgangurinn fer svo í breytingar og viðhald húseigna og þess háttar.“ Pálmi sagðist einnig veita því athygli, að fleiri lífeyrissjóðir væru farnir að sýna þessum kosti áhuga. undanfarna 22 mánuði og er það sagður besti árangur í verðbólgu- baráttunni þar allt frá 1961. Ýmsir sjálfstæðir hagfræðingar hafa fagnað þessum tölum og segja þær kollvarpa kenningu og ótta Eddie George, seðlabankastjóra, um að verðbólguþrýstingur að utan væri að síast inn í hagkerfið. Verðhjöðnun íBretlandi ýtir undir stöðuga vexti Jafnaskarðsskógi við Hreðavatn í Borgarfirði laugardagiitn 19. ágúst kl. 14:00-17:00 ■ Skógargöngur kl. 14:15 og 15:30 undir leiðsögn skógarvarðar sem fræðir göngumenn um fjölbreytt lífríki skógarins. Gengið um nýja göngustíga í ævintýralegu umhverfi. Frí veiði í Hreðavatni á skógardeginum. ■ Stuttar hestaferðir á vegum hestaleigunnar í Jafnaskarði. Ævintýraferðir fýrir börn um skóginn og skógarálfarnir verða örugglega á sveimi. ■ Listamenn gæða skóginn töfrum. Grillaðar pylsur í boði SS, Pepsi frá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, ketilkaffi í boði El Maríno og kex frá Fróni hf. ■ Við hvetjum alla sem unna útivist í fallegu skóglendi að koma og verja með okkur skemmtilegri dagstund. FRÓN Skógrækt meó Skeljungi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.