Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ______________________________________ MINNINGAR var hann þó fremur dulur í skapi, bar ekki tilfinningar sínar á torg. Fastur á meiningunni ef því var að skipta „sérvitur aristokrat" eins og vinur hans einn hefir lýst hon- um. Viðbrugðið var örlæti hans og hjálpsemi, þegar á þurfti að halda. Hin síðari ár átti Sigurbjöm við vanheilsu að stríða. Fækkaði þá samfundum okkar af þeim sökum. Lífsförunautur hans, Jónína Árnadóttir, bekkjarsystir okkar, stóð þá við hlið hans, óhagganlega traust og trygg svo aðdáunarvert var. Þau Böddi og Jonna höfðu vissa sérstöðu í okkar hópi. Þau höfðu bæði fæðst og alist upp á Hjalteyri á meðan sá staður var og hét, iðandi af athafnalífi og al- mennri velmegun. Þar léku þau sér saman sem börn, gengu saman í barnaskóla, síðan í menntaskóla á Akureyri og tóku þaðan stúdents- próf saman árið 1947. Og áfram héldu þau sjóinn saman, gengu í hjónaband og eignuðust þrjár ynd- islegar dætur — skiluðu sínu hlut- verki með sóma. Nú á kveðjustund þökkum við kærum bekkjarbróður og vini sam- fylgdina. Eftirlifandi eiginkonu hans, Jonnu okkar Áma, dætrunum Þóru, Snjólaugu og Valrósu og skylduliði öllu sendum við einlægar samúðarkveðjur. F.h. samstúdenta M.A. 1947, Sigurlaug Bjarnadóttir. Fyrr gekkst þú í létta leiki 9g leitaðir hafna í syngjandi byr. í æskunnar faldafeyki um forlög sín enginn spyr. (D.S.) Fundum okkar bar fyrst saman árið 1940, er við þreyttum inntöku- próf og hófum síðan nám i Mennta- skólanum á Akureyri. Hófst þá kunningsskapur er skjótt leiddi til ævilangrar og traustrar vináttu. Næsta áratuginn, urðu tengslin nánari við nám og störf. Við áttum athvarf hvor á annars heimili og eignuðumst þá hlutdeild hvor í ann- ars fjölskyldu. Það var bjart yfir æskuárum okkar á Hjalteyri þennan áratug. Þar var vorhugur og stórhugur alls ráðandi. Atvinnulíf hafði verið end- urreist úr kyrrstöðu kreppuáranna með fullkomnustu síldarverksmiðju þess tíma, ekki aðeins hérlendis heldur trúlega í öllum heimi. Pétur, faðir hans, stjórnaði af annálaðri röggsemi sinni, verksmiðjunni og öðrum atvinnuframkvæmdum Kveldúlfs á staðnum. Almenn hag- sæld íbúa Hjalteyrar á síðustu árun- um fyrir stríð og hin næstu á eftir var þá mun meiri en víðast hvar annars staðar á landinu. í kjölfar hennar fóru allir að hlaða og hýsa og Hjalteyrarbyggðin öll að endur- rísa með fullkomnari húsakosti en áður hafði þekkst. Það gat ekki farið hjá því, að Sigurbjörn drægi dám af því and- rúmslofti sem ríkjandi var á Hjalt- eyri á þessum árum og þeim hugs- unarhætti og þeirri bjartsýni sem einkenndi þennan tíma og þá menn, sem við þessar aðstæður voru að alast upp og þroskast. Hann var einstaklega vel af Guði gerður, gjörhugull og gáfaður og svo fljót- ur að nema, að með ólíkindum var. Hann var sérstaklega ljóðelskur og raunar vel hagmæltur líka og virt- ist geta numið heil kvæði og endur- flutt eftir einn lestur. Mér er nær að halda að hann hafi kunnað öll ljóð Davíðs utanbókar. Hann var sérstaklega ræktarsamur við sögu Hjalteyrar og Arnarneshrepps og raunar alls Eyjafjarðar og kunni á henni meiri skil en aðrir, enda hafði hann lagt mikla vinnu í öflun heim- ilda til þess að svala fróðleiksfýsn sinni á þessu sviði. Hann var grúsk- ari og fagurkeri í senn. Á samvistarárum okkar á Hjalt- eyri naut hann svo mikilla vinsælda og trausts allra þeirra, sem þar bjuggu og störfuðu, að með ólíkind- um er. Öllum þótti vænt um hann og að verðleikum. Hann var ein- staklega greiðvikinn og hjálpsamur og jafnframt örlátur og vildi helst geta leyst allra manna vanda er til hans leituðu. Enda hygg ég að Hjalteyringum komi þá Sigurbjörn ;t'(>t TBUOÁ .81 HU0ACIUT3Ö'? c‘g FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 33 . fyrstur í hug, þegar þeir heyra Hjalteyrar getið eða góðs drengs. í vinahópi var hann hrókur alls fagnaðar, hann hafði næma kímni- gáfu og beitti henni oftlega á græskulausan hátt en oft með hóg- væru en satírísku ívafi og átti þá á stundum til að ljóða á menn við slík tækifæri. Fór undirritaður ekki varhluta af slíkum kviðlingum, þegar svo bar undir, einkum eftir að setið hafði verið að spilum, þar sem sá hinn sami fór jafnan hal- loka. Samverustundirnar með hon- um voru og minningarnar um þær munu æ verða til að ylja manni um hjartarætur. Hann var einlægur drengur og hvers manns hugljúfi. Að námsárum okkar loknum fækkaði um alllangt skeið sam- verustundum okkar frá því sem verið hafði. Við höfðum valið störf á ólíkum sviðum, við höfðum báðir tengst nýjum fjölskylduböndum, búseta setti stundum strik í reikn- ing og mismunandi áhugamál. Sigurbjörn var lánsmaður að eiga slíka fjölskyldu sem hann átti. Traustari lífsförunaut en Jonnu, jafnöldru hans og bernskuvin, er ekki hægt að hugsa sér eða dæt- umar þrjár, tengdasynina og barnabörnin hans átta, allt hið mannvænlegasta fólk. Það var hans auður. Barnabörnin voru auga- steinar hans. Það hefði verið harð- brjósta maður sem ekki hefði kom- ist við* af ljómanum í augum hans þegar hann ræddi um þau eða sýndi manni myndir er þau höfðu gert eða kveðjur þeirra til hans. Stórt hjarta hans og örlæti urðu honum Þrándur í Götu er hann hóf störf sín að námi loknu. Hann átti svo erfitt með að taka gjald fyrir vinnu sína og hefði helst af öllu viljað geta gefið hana öllum en ekki aðeins mörgum svo sem hann gerði. Hann hafði í æsku ekki ver- ið vanur því að taka gjald af þeim, sem hann gerði greiða. Þó vildi hann jafnframt hafa getað veitt fjölskyldu sinni allri af sama örlæt- inu. Það gekk bara því miður ekki alltaf upp. Honum þvarr starfsorká löngu fyrir aldur fram. Það varð honum áfall og þung raun að geta ekki gert það fyrir sína nánustu, sem hugur hans stóð til, en: í brjósti þér ber þú harrainn. Þú boðar mildi og kveður þér hljóðs. Þig skortir aflið í arminn, en ekki viljann til góðs. Það er ánægjulegt að hafa átt því láni að fagna að endurvekja og styrkja vináttubönd okkar og sam- verustundir síðustu árin. Fyrir það er ég þakklátur. Jonnu og fjölskyldunni allri send- um við Ellen samúðarkveðjur okkar. Sveinn Snorrason. . ASLAUG BENJAMÍNSDÓTTIR -I- Áslaug Benjam- ' ínsdóttir var fædd í Reykjavík 10. september 1918. Hún lést á Landspít- alanum 9. ágúst síð- astliðinn. Áslaug var dóttir Valfríðar Gottskálksdóttur, f. 26. mars 1881 í Bjarnarhöfn á Snæ- fellsnesi, dáin 26. febrúar 1951, og Benjamíns Guð- mundssonar tré- smiðs frá Leifsstöð- um í Axarfirði, f. 19. september 1878, dáinn 2. febr- úar 1924. Áslaug var einka- barn þeirra. 21. júní 1941 giftist Áslaug Gísla Gíslasyni frá Mosfelli, í Gríms- nesi, gjaldkera Landsmiðjunnar. Dóttir þeirra er Valfríður, gift dr. Einari Júlíus- syni eðlisfræð- ingi. Börn þeirra eru Gísli, Júlíus Karl og _ Áslaug. Útför Áslaugar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ÉG MINNIST, þegar Gísli bróðir minn sagðist hafa hitt á balli stúlku með þau fallegustu augu, sem hann hafði séð. Hann giftist svo stúlk- unni með fallegu augun sem við kveðjum í dag. Við Áslaug vorum jafn gamlar og fannst mér mjög gaman að fá jafnöldru mína í fjölskylduna, því að ég var yngst minna systkina, níu ár milli þess næsta, sem vár Gísli. Áhugamálin voru því mörg sameiginleg og aðeins þijár vikur á milli giftingadaga okkar. Áslaug var einkabam foreldra sinna og bjugggu þau í Vestur- byggðum Kanada frá 1911-1917. Vegna veikinda Benjamíns komu þau aftur til Islands. Ári eftir heim- komuna fæddist Áslaug, en faðir hennar dó, þegar hún var fimm ára. Síðar eignaðist Áslaug fóstra Árna Pálsson skósmið og reyndist hann henni sem besti faðir. Hann dó árið 1938 og eftir það voru mæðgurnar saman til æviloka Val- fríðar. Það var sameiginlegt með þeim mæðgum að hafa allt fágað og fallegt í kringum sig, og var sérlega kært þeirra samband. Það var gaman að koma í Aðalstræti 16. Oft var spiluð vist langt fram á nótt, því að Valfríði þótti mjög gaman að spila og gætti hún ætíð að hafa nóg af góðgæti á borði. Áslaug vann þá í versluninni Gefjun. Eftir að hún giftist vann hún áfram og var það ekki svo al- gengt eins og í dag. Þegar dóttirin fæddist var hún heima þar til sú litla komst vel á legg, þá tók amma við að gæta nöfnu sinnar. Áslaug fór þá til starfa hjá Agli Jacobsen og eftir það vann hún ætíð úti og alls staðar þótti hún hin besta starfskona, enda var hún sérlega kurteis og orðvör. Einnig vann hún í ver^lun ísafoldar. Eftir lát móður Áslaugar fór fjöl- skyldan til Kaupmannahafnar, dótt- irin hafði lokið menntaskóla og fór til frekari náms þar. Áslaug kunni illa iðjuleysinu og þá fannst mér hún sýna mikinn dugnað, þegar hún sótti um starf í hinu stóra Illum vöruhúsi. Hún varð að taka próf og það gekk svo vel að hún fékk starfið. Þar eignaðist hún góða starfsfélaga og minntist hún ætíð með ángæju Illums-daga sinna. Voru þau nokkur ár í Kaupmanna- höfn og komu svo heim. Valfríður og Einar eignuðust þrjú börn og urðu þau miklir gleðigjaf- ar. Amma og afi fóru í langferðir til að heimsækja fjölskylduna ungu, sem bjó um tíma bæði í Ameríku og Frakklandi. Síðasta starf Áslaugar var það sem ég held að henni hafi þótt best og það var hjá Reykjavíkurborg við símavörslu. Þar vann hún með sinni góðu vinkonu Ragnheiði Magnús- dóttur, sem reyndist henni sem besta systir ævilangt. Marga góða símavini átti hún þar og sagði mér oft frá hve henni þótti gaman að hitta þá á förnum vegi, eftir að hún lauk störfum. Hafði þá heilsu Gísla hrakað svo að gott var að hafa Áslaugu sína heima. Áslaug var sérlega sterk í veikifidum Gísla og tók þeim með miklu jafnaðargeði og trúarstyrk. Aðeins einn mánuð vantar upp á að tíu ár séu liðin frá láti Gísla. Eftir það var eins og hún fyndi aðeins sólina í lífi sínu með barnabörnin í návist sinni. Sérstak- lega var kært með Áslaugu, yngsta barnabarni hennar, og nöfnu. Nú að leiðarlokum hrannast minningarnar upp margar og góð- ar. Afmælisveislurnar í Drápuhlíð með svignandi matarborðum. Söng- ur með öllum réttum röddum, tenór- um og bössum, því að Gísli átti sína ævifélaga í Karlakór Reykjavíkur. Þeir laglausu fengu líka að syngja með. Svo voru það stundimar í Reykjalundi, sem var hjónanna sælureitur. Gísli gat notað þá krafta, sem eftir voru til að stunda þar gróðurstörf, þegar hann gat ekki lengur stundað skrifstofu- vinnu. Þar var farið í útreiðatúra eða gengið' á Mosfell. Best var ef til vill, þegar Gísli settist við orgel- ið og ljúfir tónar bárust út í kvöld- kyrrðina, kvöldroðinn skreytti hlíð- ar og móa. Fyrir allar þessar stund- ir hjartans þakkir og hve gott var að eiga samleið. Aðeins eru nokkrar vikur síðan sú sem við kveðjum í dag var á meðal okkar að kveðja svila sinn Davíð og engan grunaði að hennar skeið var nær á enda. Kom því fregnin að okkur óviðbúnum, þó að heilsu Áslaugar hefði hrakað mikið þetta árið, en ég samgleðst henni að fangabrögðin við þann sterkasta voru ekki lengri. 1' Nú óska ég mágkonu minni far- arheilla á Guðs vegum til grænna grunda þar sem bróðir minn mun bíða hennar. Ég og fjölskylda mín biðjum ætt- ingjum hinnar látnu allrar blessunar. Ágústa Gísladóttir. Nú er hún amma farin frá okk- ur, og við sem höfðum þekkt hana allt okkar líf. Eftir að afi dó fyrir tíu árum flutti amma úr Drápuhlíð- inni í Seljahverfið til þess að geta verið nálægt okkur og mömmu og pabba. Hún kallaði okkur alltaf einu fjölskyldu sína, sem var alveg satt. Það var alltaf svo gott og hlýlegt að koma við hjá henni í litla húsinu hennar, fá kók, örugg- lega eitthvað með og horfa kannski aðeins á sjónvarpið. Rabba líka um daginn og veginn því hún var alltaf tilbúin að hlusta á okkur. Það voru ófá skiptin sem við skruppum til ömmu að borða og ég held við séum ekki aiveg búin að átta okkur á því að það gerist aldrei aftur. Eftir sitjum við með minningarn- ar, margar og mismunandi, gamlar og nýjar. Ferðalög, heimsóknir til útlanda, sumrin í sveitinni, jóla- dagatöl, Andrés Önd, happdrættis- miðar, nisseben. Aldrei eins vel geymdar og nú, þegar fleiri bætast ekki við. Ástarkveðja til þín, elsku amma Áslaug. Við söknum þín. Bamabörnin. Dagur er liðinn, dðgg skín um völlinn, dottar nú þröstur á laufgrænum kvist. Sefur hver vindblær, sól Guðs við íjöllin senn hefur allt að skilnaði kysst. (St. Th.) Þessi vísa kom upp í hug minn, rétt eftir að ég frétti að frú Áslaug Benjamínsdóttir hefði kvatt líf og ástvini sína nú 9. ágúst. í æsku minni heyrði ég prestsson frá Klausturhólum í Grímsnesi, Bjarna Th. Melsted í Framnesi á Skeiðum, oft syngja þessa vísu með sinni afar miklu söngrödd. Þá var hann blindur, en breytti baðstofunni í sönghús. Einkennilegt að þessi stórsöngvari æsku minnar, skyldi vitja mín í minningu með þessa vísu og fagra lag sem stígur hátt. Og um leið kom mér í hug annar prests- sonur, ekki frá Klausturhólum, heldur frá Mosfelli í Grímsnesi og hafði einhveija þá hæstu og feg- urstu tenórrödd sem ég minnist, Gísli Gíslason Jónssonar prests að Mosfelli. Með fegurstu minningum frá Mosfellskirkju er þegar Gísli Gísla- son söng þar við messu og oft ein- söng á eftir, en Kjartan skáld, bróð- ir hans, lék á orgelið. Rödd Gísla fyllti húsið. Hann samdi líka falleg lög. I fyrsta skipti sem Gísli Gíslason kom til messu að Mosfelli í tíð okk- ar Ingólfs, þá var með honum eigin- kona hans frú Áslaug Benjamíns- dóttir og dóttir þeirra elskuleg lítil stúlka Valfríður, kölluð Vallý, og móðuramma hennar með sama nafni, fríð kona með mikið dökk- jarpt hár og klæddist fallega á peysufötum. En dóttir hennar hafði svart hár klippt, liðað og þykkt, dökk á brún og brá, með stór dökkbrún augu sem ljómuðu og hvítar þéttar tenn- ur þegar hún hló. Rödd hennar var falleg, eins og hún sjálf og eitthvað yndisjegt við græskulausan hlátur- inn og fagurt bros. Þau voru gestir hjá Kjartani í Reykjalundi. Við kynntumst þeim hjónum ekki fyrr en löngu seinna, þegar Gísli var með gróðrarstöðina í Reykjalundi. Einhvern tíma man ég að Gísli sagði að þegar hann sá Áslaugu fyrst þá hefði hún birst honum sem uppfyll- ing allra drauma um yndislega konu og þessi geislandi brúnu augu, sagði hann. Og vissulega varð hún honum fylling draumanna. Ekki er að efa að hún var jafn- hrifin af ljóshærða, unga mannin- um, sem var mjög skemmtilegur og háttvís um leið og hann hafði þessa miklu fögru söngrödd. Frú Áslaug var borgarbam, ein af þeim fallegu og vel búnu dætrum Reykjavíkur. Heimili þeirra hjóna var yndislegt og alúðar gestrisni. Þau bjuggu lengi í Drápuhlíð 1. allt bar þar smekkvísi húsmóðurinnar fagurt vitni í niðurröðun hlutanna. Hún var einbimi og augasteinn for- eldra sinna. Hún var símavörður í Reylqavík. Til þess þurfti hæfni. Ég man að frú Áslaug sagði skemmtilega frá því, að hún hefði verið dálítið feimin fyrst þegar hún kom til frú Sigrúnar Kjartansdóttur, móður Gísla og þeirra systkina. Öll bám þau systkinin fágaðan svip af göfgi, hljómlist og bókmenntum. Þetta var mikill ætthringur með miklum hæfileikum og mörgum gim- steinum, en hún Áslaug var þá enn einn fagur gimsteinn eða perla til viðbótar í ætthring hinnar auðugu guðsgjafa. Hún var sérstök húsmóð- ir og móðir. Þegar einkadóttir og eina bam þeirra hjóna hafði lokið stúdentsprófi og fór í háskóla í Kaupmannahöfn, fengu foreldrar hennar þar atvinnu og héldu heimili fyrir hana. Þá vann frú Áslaug í stórri dömufataverslun. Ég skil að v. hún var valin úr mörgum umsækj- endum. Frú Valfríður Gísladóttir er gift doktor Einari Júlíussyni eðlisfræð- ingi. Hann er einnig mikill stærð- fræðingur og bókmenntamaður. Urðu þessi indælu ungu hjón tiygg- ir vinir okkar og stóð fallega heimil- ið þeirra í Reykjavík okkur opið. Tveir synir þeirra, Gísli og Júlíus, voru miklir gleðigjafar fyrir afa sinn og ömmu og vom oft hjá þeim á sumrin í Reykjalundi, skammt frá Mosfelli. Þar var skemmtilegt að koma í Reykjalund á meðan þeir bræður vom þar. Eftir að frú Áslaug missti mann sinn, og hún varð ein, þá bættist nýr geisli í fjölskylduna, Áslaug, langyngst af þeim þremur. Frú Ás- laug flutti í nýja fallega íbúð nálægt ungu hjónunum og oft dvaldi nafna hennar hjá henni og alltaf var hið sama trúfasta samfélag. Og heimili frú Áslaugar var fallegt með sama ljúfa blæinn. Gott að koma þar. En eins og gengur með elli, þá fækkar fundum. En alltaf var jafnyndislegt að tala við frú Áslaugu í síma, sama elskulega viðmótið. En nú hefur sól bmgðið sumri frá löngum degi. En Drottinn hefur sagt við sín 4L böm: „Ég lifi og þér munið lifa.“ Vér emm oft á það minnt, að jörðin er hverfullar sælu sorgarstjama. En orð Jesú Krists standa stöðug eins og stjömur á himins tjaldi. Innilegar samúðarkveðjur til að- standenda frá húsi mínu. Rósa B. Blöndals. A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.