Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Títuprjónn tekinn úr maga 10 mánaða bams ÞRIGGJA sentímetra langair títuprjónn var fjarlægður úr 10 mánaða gömlu stúlkubarni á speglunardeild Borgarspítalans í lokjúlí. Ásgeir Theodórs, sérfræðing- ur í meltingarsjúkdómum, framkvæmdi aðgerðina. Hann þræddi segulstál í gegnum speglunartæki niður í maga bamsins. Eftir að segulstálið hafði gripið títuprjónshausinn var pijónninn dreginn út í gegn- um speglunartækið. Litla stúlkan, Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir, var í gæslu ömmu sinnar þegar slysið varð um kl. 16 mánudaginn 31. júlí. Amma hennar, Guðný Hálfdanardóttir, segir að Guðný litla hafi verið að leika sér í leikgrindinni sinni. „Aldrei þessu vant var ég að horfa á hana. Ég sé svo allt í einu að hún er að japla á ein- hverju og er með títupijón þversum í munninum. Mér brá auðvitað og reyndi að ná honum út úr henni. Hún vildi hins veg- ar ekki gefa eftir og kyngdi títupijóninum áður en mér tókst að ná honum,“ segir Guðný. Guðný segir að maðurinn sinn hafi verið heima og þau hjónin hefðu strax þust með Guðnýju litlu á slysavarðstofuna. Frábærar móttökur „Ég flýtti mér með hana út í bíl og ekki fyrr en þó nokkru seinna áttaði ég mig á því að ég hafði setið með hana í fram- sætinu. Eiginlega var ég alveg ringluð og mundi ekki einu sinni símanúmerið hjá pabba hennar þegar ég kom á slysavarðstof- una. Við fengum hins vegar frá- bærar móttökur þar. Guðný fór í myndatöku og við hittum Sæv- ar Halldórsson barnalækni á barnadeildinni,“ segir hún. Morgunblaðið/Golli TÍTUPRJÓNNINN var efst í maga Guðnýjar. Hér tekur Ásgeir við því Sævar hringdi í hann eftir að Guðný hafði verið mynduð. „Sérfræðingar á spítalanum, m.a. háls-, nef- og eyrnasér- fræðingur, höfðu borið saman bækur sínar og komist að því að best væri að hafa hraðann á og fjarlægja títupzjóninn áður en hann færi í þarmana. Odd- hvass títuprjónninn hefði hugs- anlega getað valdið blæðingu og sýkingu ef hann hefði stung- ist í gegnum þarmaveggina," segir Asgeir. Hins vegar tekur hann fram að alls ekki sé einhlítt að fjar- lægja þurfi aðskotahluti með speglunartæki eða skurðað- gerð. „Reyndar skila 85-90% aðskotahlutanna sér sjálfir og oftast er um að ræða peninga. Hins vegar er ástæða til að vara sérstaklega við litlu tölvuraf- hlöðunum því ákveðin efni í FRÉTTIR GUÐNÝ Ljósbrá með Hinriki Þór Ágústssyni, frænda sínum. SEGULLINN, sem var þræddur í gegnum speglunartækið, greip í títupijónshausinn og var svo dreginn út. þeim geta brennt slímhúðina." Eftir að kallaður hafði verið út hjúkrunarfræðingur af bak- vakt til að aðstoða við aðgerðina var hafist handa við að ná títu- prjónunum úr maga Guðnýjar litlu kl. 19.45. „Við vorum svo heppin að eiga héma segul og gátum þrætt hann í gegnum speglunartækið sem rennt hafði verið ofan í maga barnsins. Eft- ir að segullinn hafði gripið títu- pijónshausinn renndum við honum út aftur og speglunar- tækinu á eftir. Guðný var ekki svæfð heldur fékk hún róandi lyf og var ákaflega syfjuð á meðan aðgerðin var gerð en hún tók aðeins um fimmtán mínútur,“ segir Ásgeir. Hann segist aldrei áður hafa notað segul til að ná aðskota- hlut úr litlu barni. Hins vegar hafi slíkar aðgerðir verið gerð- ar erlendis þar sem hann starf- aði. Þakkir til Borgarspítala Eftir aðgerðina var Guðný litla lögð inn á barnadeild Borg- arspítalans, sem nýlega var flutt frá Landakoti, og var þar yfir nóttina af öryggisástæðum. Nú er hún hins vegar komin heim aftur og getur með ömmu sinni glaðst yfir því að ekki fór verr. Guðný eldri vildi skila kæra þakklæti til starfsfólks Borgarspítalans fyrir móttök- urnar og frábært starf. Nágrannar í fíkniefna- málum FÍKNIEFNALÖGREGLAN fann mikið af fíkniefnum og þýfi við húsleit í tveimur íbúðum í sama húsi í austanverðri Reykjavík í gær. fjórir karlmenn, 19-31 árs, voru handteknir og lagt hald á 190 grömm af hassi, 15 kannabisplönt- ur, 12,4 grömm af amfetamíni, 9 skammta af LSD og 50 grömm af hassblönduðu pípuskafi og tób- aki, afgang eftir hassreykingar, sem fíkniefnaneytendur geyma sér til að eiga þegar annað er ekki að hafa. Einnig fundust stolin tékkhefti og tékkaeyðublöð, sjónvarp og sjónvarpseftirlitskerfi, sem talið er stolið. Mennirnir hafa allir áður komið við sögu fíkniefnamála. Þeir voru í yfirheyrslum fram á kvöld í gær og hafði einn þeirra viðurkennt sölu á lítilræði af amfetamíni auk þess sem fyrir lágu játningar um kaup á fíkniefnum til eigin neyslu. -----♦ ♦ ♦---- Aukin eft- irspurn eftir æðardúni EFTIRSPURN eftir æðardúni hef- ur aukist á nýjan leik eftir tals- verða lægð í sölu og eftirspurn undanfarin þjú ár. XCO hf. í Reykjavík sem flutt hefur út æðardún í 20 ár, gerði nýverið samning um sölu á nokkur hundruð kílóum af æðardúni til Asíu. Eldri birgðir fyrirtækisins seldust hins vegar upp síðastliðið vor og býður það nú bændum 35.000 krónur fýrir kílóið af hrein- um æðardúni til þess að geta af- greitt upp í pöntunina. Eldsneytisspá orkuspárnefndar fyrir árabilið 1995-2025 Olíunotkun eykst um 21% á næstu 30 árum Morgunblaðið/Árni Sæberg Sumarbústöðum séð fyrir vatni ÍBÚAR á annað hundrað sumar- bústaða í landi Fitja í Skorradal hafa nú tryggt sér meira og betra neysluvatn en áður, með því að koma tveimur 10 þúsund lítra vatnstönkum fyrir um 200 metra uppi í fjalli, ofan við bústaðina. Jón Hannesson, sem var annar þeirra sem fyrst fengu úthlutað lóð í landi Fitja og reisti þar bústað árið 1966, sagði í samtali við Morg- unblaðið að síðastliðinn vetur hefði verið farið að huga að framkvæmd- um. „Hingað til hafa bústaðaeig- endur fengið yfirborðsvatn með því að leggja leiðslur í læki og þær leiðslur hafa legið um allt svæðið. Nú heyrir slíkt fortíðinni til.“ í gær flutti þyrla frá Þyrluþjón- ustunni vatnstankana tvo upp í fjall. „Við byijuðum framkvæmdir þann 18. júlí og nú erum við að leggja lokahönd á frágang. Flutningur tankanna tveggja upp í fjall tók aðeins nokkrar mínútur, enda afar nákvæmir menn að verki. Þarna fáum við vatnið nánast út úr berg- inu, um tuttugu lítra á mínútu. Tankarnir tveir eiga að nægja byggðinni miðað við mestu vatn- snotkun um helgar. Aðalverktaki við þessar fram- kvæmdir var Sigurður Pétursson á Hellu og við vonum að þetta verði sumarbústaðaeigendum öllum til góðs,“ sagði Jón Hannesson. SAMKVÆMT eldsneytisspá orkuspárnefndar er gert ráð fyrir að innlend notkun olíu vaxi hægt á næstu áratugum eða að hún aukist um 21% fram til ársins 2025. Notkun íslendinga á olíu vegna flutninga milli landa er aftur á móti áætluð aukast mun meira eða um tæp 90% á sama tímabili, aðal- lega vegna aukins ferðamanna- straums til landsins og vegna auk- inna ferðalaga Iandsmanna til út- landa. Orkuspárnefnd er samstarfs- vettvangur nokkurra helstu fyrir- tækja, stofnana og samtaka á sviði orkumála auk Hagstofu íslands og Þjóðhagsstofnunar. Nefndin hefur gefið út 14 spár um einstaka orkugjafa á tæpra 20 ára starfs- tíma, þar af fjórar um notkun elds- neytis. Aukin bifreiðaeign Spáin er grundvölluð á áætlun- um um mannfjölda á landinu og um þróun þeirra þátta atvinnulífs- ins þar sem eldsneyti er notað. Um 90% af olíunotkun lands- manna er vegna fiskveiða og sam- gangna. í spánni er gert ráð fyrir 2% hagvexti fram til aldamóta og 2,5% hagvexti eftir aldamót en ein meginundirstaða áætlana orku- spárnefndar er mat á þróun mann- ljölda á landinu. Gert er ráð fyrir að hægi á fólks- fjölgun á næstu áratugum og ald- urssamsetning breytist þannig að miðaldra og eldra fólki fjölgar mikið en fækkar I yngri aldurshóp- unum. Orkuspárnefnd telur þessa þróun leiða til aukningar á bif- reiðaeign landsmanna. Á síðasta ári var olíunotkun við fískveiðar 260 þúsund tonn. Breyt- ingar hafa orðið á flotanum sem kalla flestar á aukna olíunotkun, t.a.m. auknar togveiðar og sókn á fjarlæg mið. Nefndin býst við svip- aðri loðnuveiði á tímabilinu og aukinni síldveiði en fiskimjölsverk- smiðjur eru stærsti notandi olíu í iðnaði hérlendis. Bensín- og gasolíunotkun bif- reiða og tækja var í fyrra 210 þúsund tonn. Samhliða hagvexti gerir nefndin ráð fyrir fjölgun bíla og einnig muni breytt aldursdreif- ing kalla á aukna bifreiðaeign. Orkuspárnefnd gerir ráð fyrir að rafbílar nái fótfestu hér á landi ogverði 10-15% af heildarbílaeign landsmanna árið 2025. Veruleg aukning í millilandaflugi Nefndin gerir ráð fyrir stöðnun í innanlandsflugi en verulegri aukningu í flugi á milli landa og er þetta sá þáttur þar sem búist er við mestri aukningu olíunotkun- ar á næstu áratugum. Spáð er að notkun olíu við millilandaflutninga vaxi um 90% á næstu þremur ára- tugum. Innlend notkun olíu hefur auk- ist um tæp 2% að meðaltali á ári síðasta áratug og hefur mest aukning orðið á notkun fiskiskipa og síðan koma bifreiðar og tæki. Spáð er að notkunin vaxi hægar á næstu áratugum. Innlend notk- un olíu er áætluð nokkuð meiri en í síðustu eldsneytisspá nefnd- arinnar 1988 en sú spá reyndist of lág, einkum vegna þess að þró- un fiskveiða varð önnur en gert var ráð fyrir. Enginn nýr orkufrekur iðnaður er innifalinn í spá orkuspárnefnd- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.