Morgunblaðið - 06.09.1995, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Fullkomnasta tölvutónver á landinu tekur til starfa í Kópavogi
Morgunblaðið/Kristinn
HILMAR Þórðarson og Ríkharður H. Friðriksson í nýju tónveri
Tónlistarskóla Kópavogs.
Myndrænt
hljóð
TÓNLISTARSKÓLI Kópa-
vogs hefur starfsemi í nýju
tónveri með aðstöðu til að
fást við tónlist og hljóð-
hönnun með tölvu, þann 1. október
næstkomandi. Tónverið verður það
fullkomnasta í sinni röð sem sett
hefur verið upp hér á landi, að sögn
forstöðumanna versins, þeirra Hilm-
ars Þórðarsonar og Ríkharðs H. Frið-
rikssonar og Fjölnis Stefánssonar
skólastjóra Tónlistarskólans.
Möguleikar versins eru miklir eins
og blaðamaður komst að raun um
þegar hann heimsótti það. Nótnarit-
un, tölvustýrðir hljóðgjafar, hljóð-
breytitæki, stafræn hljóðupptaka,
hljóðvinnsla, hljóðmyndun og staf-
ræn eftirvinnsla á hljóði er meðal
möguleika búnaðarins.
Hnökrar klipnir af
Tónverið er ekki mikið um sig
miðað við möguleikana sem það gef-
ur. „Hlutimir minnka með árunum.
Þessi litla tækjasamstæða hefði t.d.
tekið heilan vegg í hljóðveri fyrir um
15 árum,“ segja þeir og benda á
samstæðu sem hefur að geyma staf-
rænt kassettutæki, geislaspilara,
segulband auk tækis sem hefur að
geyma hundruð ólíkra hljóða sem
má vinna með auk þess sem það
getur leikið 16 raddir samtímis til
viðbótar 8 úr öðru tæki sem er þarna
staðsett líka. Hægt væri að setja inn
raddir næstum heillar sinfóníuhljóm-
sveitar og leika í herberginu.
„Við getum fært tónlist af ein-
hveijum þessara hljómflutnings-
tækja yfir á tölvuna sem umbreytir
upplýsingum sem hún fær yfir í staf-
rænt form, ef það er ekki stafrænt
fyrir, og setur það síðan upp mynd-
rænt.“ Máli sínu til stuðnings spila
þeir upptöku með gömlum manni að
kveða vísur. Sú upptaka var frekar
slæm en þeir höfðu hreinsað hana
upp þannig að hljómur var allur ann-
ar. Röddin sést á tölvuskjá og alla
hnökra er hægt að klípa af.
Vísnamaðurinn er teygður og tog-
aður á alla kanta og látinn syngja í
keðju við sjálfan sig, hægt og hratt,
aftur á bak og út á hlið án mikilla
vandkvæða. „Þetta er Photoshop tón-
listarinnar,“ segja þeir en photoshop
er myndvinnsluforrit þar sem' hægt
er að vinna með myndir á ýmsa vegu
í tölvu. „Það er raunverulega allt
hægt í þessu þegar þú ert kominn
með hljóðið inn í tölvuna. Þú gætir
snúið og breytt ræðu hjá Davíð Odds-
syni þannig að hann hljómaði eins
og harðasti alþýðubandalagsmaður,"
segir Ríkharður og hlær.
Ný tegund
tónlistarmanna
Boðið verður upp á þrennskonar
nám í verinu í vetur; nótnaritun með
tölvu, tölvutónlist sem valgrein og
tölvutónlist sem aðalgrein. Það síð-
asttalda er nýjung hér á landi að
sögn forstöðumannanna. Ætlunin er
að úr þessu námi spretti ný tegund
íslenskra tónlistarmanna sem hafi
tölvu sem aðalhljóðfæri.
Nótnaskrift verður ein af grein-
unum sem kenndar verða þama.
Fólk getur komið og lært eingöngu
að rita inn nótur, prenta út fyrir sjálft
sig eða til að gefa út. Einnig getur
það látið hin ýmsu hljóðfæri leika
verkið og yfirfært það svo á kas-
settu. „Það eru ekki gerðar miklar
kröfur um tónfræðikunnáttu til að
koma í nótnaritunina þó allir verði
að sækja tíma í því fagi þegar þeir
byija í skólanum. Eins er það með
hljóðhönnunina, að þú þarft ekki að
kunna neitt áður en þú byijar í henni
þó skemmtilegra sé að vita hvað
nóturnar heita.
En hvað er hljóðhönnun?
„Hljóðhönnun er m.a. það þegar
þú færir hljóð inn á tölvuna eins og
til dæmis orðið blaðamaður í þinni
framsögn og vinnur úr því sérstakt
hljóð, hannar nýtt hljóð. “
Ekki boðberar ákveðinnar
tónlistarstefnu
Hætt er við að einhveijir hugsi sér
gott til glóðarinnar og fái vatn í
munninn þegar stúdíó af þessari
stærðargráðu er komið í gagnið og
Iangi til að fá þar vinnuaðstöðu.
„Innritun í skólann er hafin en
þeir sem vilja komast í nám í Tónver-
inu og fá aðstöðu til að vinna þar,
verða að vera innritaðir í skólann og
hafa náð 15 ára aldri. Þetta er hugs-
að sem kennslustúdíó frekar en vinn-
ustúdíó," sögðu þeir.
Þeir sögðust vilja að það kæmi
fram að þeir væru ekki boðberar ein-
hverrar sérstakrar tónlistarstefnu
heldur frekar að veita alhliða tilsögn,
tæknilega sem tónlistarlega „Svo
má fólk gera hvað sem því sýnist,"
sögðu þeir. Einnig sögðust þeir
mundu hvetja nemendur í tónverinu
til samstarfs við aðra nemendur í
tónlistarskólanum.
Við vonum að þetta verði það vin-
sælt að svipuð hljóðver spretti upp
eins og gorkúlur um allan bæ,“ sagði
Hilmar.
Þeir sem vilja kynna sér tónverið
geta mætt á opið hús sem verður
þann 23. september næstkomandi
kl. 14-17, eða skoðað heimasíðu tón-
versins og tónlistarskólans á alnet-
inu. Heimasíða TTK er:
http://rvik. ismennt. is/ ' ttk/
Morgunblaðið/Sverrir
LEIKHÓPUR Möguleikhússins.
Höfuðáhersla á
íslensk verk
Gunnsteinn Ólafsson stjórnandi um Maríuvesper Monteverdis
Eins og mosabeð
til að hvílast í
Morgunblaðið/Þorkell
GUNNSTEINN Ólafsson
MÖGULEIKHÚSIÐ, barna- og ungl-
ingaleikhús, hefur nú hafíð sjötta
leikár sitt, en það er jafnframt annað
leikár þess í nýju leikhúsi við Hlemm.
Frá upphafí hefur Möguleikhúsið
lagt höfuðáherslu á að sýna frum-
samin islensk verk og svo mun einn-
ig verða í vetur.
Leikárið hefst með því að teknar
verða upp að nýju sýningar á Ástar-
sögu úr fjöllunum, sem er sýning
fyrir böm á aldrinum 2ja til 6 ára,
byggð á sögu Guðrnnar Helgadóttur.
Sýningin er ferðasýning, en verður
einnig sýnd í húsnæði Möguleikhúss-
ins;
Í bytjun október frumsýnir Mögu-
leikhúsið nýtt íslenskt bamaleikrit,
Ævintýrabókina. Höfundur og leik-
stjóri er Pétur Eggerz. Messíana
Tómasdóttir hannar leikmynd og
búninga, tónlist er eftir Guðna
Franzson og David Walters sér um
lýsingu. Ævintýrabókin er ætluð
börnum á aldrinum 3-10 ára.
í nóvember hefur Möguleikhúsið
sýningar á jólaleikritinu Smiður jóla-
sveinsins. Leikritið var fyrst á dag-
skrá leikhússins fyrir jólin 1992 og
naut þá þegar fádæma vinsælda.
Hér er um að ræða sannkallað jóla-
ævintýri fyrir börn á aldrínum 2-10
ára. Höfundur handrits og söngtexta
er Pétur Eggerz en tónlist er eftir
Ingva Þór Kormáksson.
I febrúar verður frumsýnt nýtt
íslenskt unglingaleikrit, Ekki svona,
eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson
og Pétur Eggerz. Sýningin er sam-
vinnuverkefni Möguleikhússins og
Leikfélags Reykjavíkur. Þar er fjall-
að um líf nokkurra ungmenna í
menntaskóla.
Síðasta verkefni leikársins er leik-
rit sem unnið verður upp úr Njáls-
sögu. Hér er um að ræða hópvinnu-
verkefni þeirra Hlínar Agnarsdóttur,
Guðna Franzsonar og Stefáns Sturlu
Siguijónssonar.
Auk sýninga leikhóps Möguleik-
hússins verður boðið upp á gestasýn-
ingar og aðrar uppákomur í leikhús-
inu.
í nóvember kynnir Möguleikhússið
tónlistardagskrána, Berrössuð á tán-
um, í samvinnu við Aðalstein Ásberg
og Önnu Pálínu, en það er á dagskrá
með Ijóðum, sögum og söngvum fyr-
ir krakka á aldrinum 2ja til 7 ára.
Norski leikhópurinn Tripiechio,
Underland & co heimsæir Möguleik-
húsið í febrúar með sýninguna Með
bakpoka og banana, en það er gam-
anleikur fyrir alla 3ja ára og eldri.
MARÍUVESPER Montiverdis var
frumflutt í Akureyrarkirkju síðastlið-
inn laugardag og hefur hlotið góða
dóma. Framkvæmd og skipulagning
tónleikanna er í höndum Gunnsteins
Ólafssonar sem einnig stjómar tón-
leikunum. Gunnsteinn er frumkvöð-
ull að því að kynna ítalska tónskáld-
ið Claudio Monteverdi (1567-1643)
hér á landi en hann stóð einnig fyrir
frumflutningi á óperu hans, Orfeo,
hér fyrir tveimur árum en hún er
talin fyrsta fullgilda verk sinnar teg-
undar.
Nýr heimur
Aðspurður segist Gunnsteinn hafa
kynnst Monteverdi fyrst í tónlistar,-
háskólanum í Búdapest. „Ég hreifst
mjög af þessari tónlist, þetta var
alveg nýr heimur sem maður hafði
ekki komist í tæri við áður. Ég tók
svo að kynna mér tónlist hans fyrir
alvöru þegar ég var sjálfur á Italíu
í ítölskunámi. Ég fylgdist með æfing-
um á óperu eftir Monteverdi í óper-
unni í Bologna í tvo mánuði. Ég
lærði gríðarlega mikið á þessu og
ákvað að láta til skarar skríða hér
heima og flytja Orfeo hér, reyndar
í tónleikaformi.
Hérna heima mættu mér miklar
hindranir. Það voru í fyrsta lagi ekki
til hljóðfæri sem þarf til að flytja
þessa tónlist. í öðru lagi vantaði
söngvara sem þekktu stílinn en í
þessari tónlist er alls konar flúr sem
menn læra ekki í annarri tegund
tónlistar. En það leystist með því að
ég fékk skólafélaga minn frá Frei-
burg, Hans Jörg Mammel, til að
syngja aðalhlutverkið. Ég fékk líka
unga íslenska söngvara til að taka
þátt í þessu með mér. Ég komst svo
í tæri við erlenda blásturshljóðfæra-
leikara eftir miklum krókaleiðum.
Þessi frumraun haustið 1993 tókst
mjög vel og því ákvað ég að halda
áfram þessu kynningarstarfí nú.“
Gegn hraðanum
En hvemig stendur á því að þessi
tónlist hefur ekki heyrst meira en
raun ber vitni hér á landi?
„Það sem hefur háð þessari tónlist
er að tónlistarmenntun manna nær
iðulega ekki aftar en til Bachs og
Hándels sem voru uppi heilli öld á
eftir Monteverdi," segir Gunnsteinn,
„í verkum Monteverdis er barokk-
tónlist að stíga sín fýrstu skref.
Þessi tónlist virðist líka mjög frá-
hrindandi á pappímum. Aríurnar sem
Monteverdi skrifar eru oft bara ein
einsöngslína og ein bassalína. Því
þarf undirleikarinn sjálfur að spinna
undirspilið eins og andinn blæs hon-
um í bijóst. Undirleikarinn þarf að
lesa úr bassalínunni hvaða hljómar
eigi að vera á hveijum stað. Þetta
hefur staðið dálítið í mönnum. Þessi
verk eru líka til þannig að einhveijir
hafa skrifað út aðrar raddir fyrir
ofan bassalínuna. Slíkar forskriftir
samræmast hins vegar ekki eðli þess-
arar tónlistar. Eðli hennar byggist á
því að hljóðfæraleikarinn spinni út
frá eigin hjarta við bassalínuna. Þessi
tónlist lifir á þessu, ef hún er skrifuð
niður, deyr hún.“
Gunnsteinn segir að tónlist Monte-
verdis eigi mjög vel við á okkar tím-
um. „Hún á vel við á tímum hrað-
ans, er eins konar andsvar við honum
því að í henni er eiginlega ekkert til
sem heitir tími. Það er eins og. allt
standi í stað. Það verður að flytja
þessa tónlist á hljóðlátan og hæglát-
an hátt, þetta er ekki tónlist sem
maður rumpar af. Hún er eins og
mosabeð sem gott er að leggjast í
og hvílast."