Morgunblaðið - 06.09.1995, Síða 36

Morgunblaðið - 06.09.1995, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ JHttrguttlsIiibtb BRÉF TIL BLAÐSINS 2^ i mk APfoem MiekUfi) r\ Q&tS{&<//£FSt r / Grettir Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk IF THAT LITTLE REP HAIREP 6IRL WA5 HERE, I COULP PU5H HER ON THE 5UJING.. 'ZT Ef litla rauðhærða stelp- an væri hérna gæti ég ýtti henni í rólunni. SHE'P Sfitc PUSH ME \ / l HI6HER,CHARLIE BROWNl" ANP SHE'D LIKE ME {MÁfbt) BETTERTHAN ANVONE.. ‘~~Lr~rz— —töT" \ C ((t C\ *~*9má**' % Ég myndi ýta henni Hún myndi segja: „Ýttu Ef til vill. í háaloft og hún mér hærra, Kalli Bjarna!“ myndi hlæja. Og henni myndi líka betur við mig en nokkurn annan. Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Hvað er framundan í atvinnulífinu? Frá Hafsteini Ólafssyni: MIKIL breyting er nú framundan í atvinnulífinu. Með litlum tilkostnaði er nú hægt að sýna fram á hve auðvelt er að framleiða ódýr stór og smá hús úr íslenskum efnum að stór- um hluta - og varanlegum - efnum og er þá mikið sagt. Efnin eru til hér á landi. í Ungveijalandi og Tyrk- landi svo að eitthvað sé nefnt. Það þarf mikla orku til að framleiða slík hús og við eigum mikið af henni og gætum margfaldað framleiðsluna ef okkur sýnist svo. Burðarvirki eru víða til og hér kemur perlusteinn til greina raunverulega í fyrsta skiptið í byggingasögunni í slíkum mæli og hér er talað um. Ég ætla mér ekki þá dul að við reyndum einir að út- breiða slíkan framleiðslumáta út um heiminn. Til þess eru þetta of stór dæmi fyrst og fremst. Helmingi ódýrari Þessi hús geta verið um helmingi ódýrari í byggingu en sambærileg hús byggð í dag eftir hefðbundnum leiðum og efniskaupin yrðu ódýrari í þessi hús en önnur sambærileg hús. Þetta stafar af því hve litla vinnu þarf við að byggja slík hús og vinna hefur lengst af verið um helmingur af byggingakostnaðinum. Það er skipt um efni í þessum hús- um. Steinsteypa er lítið notuð og lít- ið timbur. Gluggar og hurðir eru ekki framleiddar lengur í sama formi og áður. Við þurfum að sjá um fram- leiðslu á sérhönnuðum tvöföldum kjölum og lokuðum rennubandslaus- um þakrennum í þessi hús. Við yrð- um að herða gler í miklum mæli og vera tilbúin til að afhenda öryggis- gler í stórum stíl til útflutnings vítt um heiminn. Margt fleira kemur til sögunnar sem heilar verksmiðjur þarf til að framleiða en verður ekki talið upp hér og nú. Við mætum svo beinni andstöðu gegn slíkum fyrirætlunum fyrir mik- inn misskilning sem stafar af hræðslu við breytingar á atvinnulíf- inu í heild. Þetta eru ný og erfið dæmi fyrir marga af því að þeir gera sér ekki grein fyrir hvað við erum fáir í landinu svo að hægt væri að líka því við eitt hverfí í stór- borgum erlendis og gætum því allir haft nóg að gera ef við tækjum þessu skynsamlega. Allir virðast þó sam- mála um að eitthvað verði að gera í þessu máli en enginn bendir enn á leiðir til úrlausna. Við horfum blind- um augum á fiskleysið í sjónum og gerum okkur sek um að kaupa sí- fellt stærri og afkastameiri fiskiskip nú þvert ofan í ástandið í útvegsmál- um. Þetta er méð ólíkindum. Opni svo einhver augu í aðrar áttir máli þessu til varnaðar reynast alls engir peningar til, ekki einu sinni peningar til að rannsaka slíka hluti hvað þá meir. Atvinnuleysið Atvinnuleysið er komið til að vera og vex með tímanum svo lengi sem leitað er að leiðum til úrbóta. Hús eru nú hætt að seljast fyrir það eitt hvað þau eru dýr í byggingu og verðið komið langt fram úr því verð- lagi sem boðið verður upp á í náinni framtíð. Hin nýju hús eru byggð upp tvöföld með tvo útveggi unna úr hertum glerjum raðað upp á einfald- an hátt og þökum að sama skapi. Innri útveggir eru svo reistir upp úr tveimur til þremur sjálfstæðum öryggisgleijum límdum saman með límum sem líma saman gler og málma með snertingu einni saman. Bilið á milli útveggja er mismunandi að stærð og þar eru burðarvirkin staðsett. Þau eru studd dregurum og þverbitum í gólfum og loftum. Hin eiginiegu hús eru svo byggð fyrir innan báða þessa útveggi. Milli- veggir gólf og loft eru byggð upp úr léttum, einangrandi, eldtraustum og sjálfberandi plötum unnum úr perlusteini og/eða öðrum efnum sem til greina koma í slíku tilfelli. Þetta hefur ekki gengið inn í Is- lendinga enn sem komið er. Það er eins og verið sé að fara fram á of mikið, nema hvað? Því stefni ég til útlanda með þessi mál nú. Það vill svo til að Hollendingar framleiða nú milliveggi sem henta vel inn í þessi mál og þangað er stefnt nú. Ekki verður framhjá því komist hvað sé framundan hjá þeirri þjóð sem tekur þetta ekki til greina. Hún gefur þar með öðrum þjóðum tækifæri á að verða fyrstar til að útbreiða þessa hluti út um heiminn. Bíða svo eftir því að í hafnir komi skip full af slík- um húsum til sölu hveijum þeim sem hafa vilja. Þá væri of seint í rassinn gripið að fara þá að reyna að kom- ast inn í slíkar nýjungar í byggingar- iðnaðinum með heiminn yfirfullan af slíkum húsum. Þá væri sú þjóð búin að glata öllum hagnaði af slíkri framleiðslu fyrir lífstíð hvorki meira né minna. Hver vill svo bera ábyrgð á slíku framferði? Það er vá fyrir dyrum. Af nógu er að taka Slíkri framleiðslu fylgir mikil vinna og sala á efnum og mikill gjaldeyrir er í húfi. Við óttumst ekki markaðinn fyrir slík hús. Þjóðverjar segjast verða að byggja um 2 millj. íbúða fyrir aldamót. Júgóslavía er í rúst og Rússar geta varla flutt heim heri sína fyrir íbúaskorti heima fyr- ir. Hér er þó aðeins talað um brot af heiminum. Af nógu er að taka. Við fljótum sofandi að feigðar ósi. Við beygjum okkur ekki fyrr en við erum neydd til þess í orðsins fyllstu merkingu, þetta er komnið til að vera. Við neyðumst fljótlega til að stytta vinnutímann verulega. í beinu framhaldi af því verðum við að taka til endurskoðunar allt okkar efnahagslíf. Kasta fyrir róða mestu af þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið til þessa. Reikna upp á nýtt alla launasamninga manna á slíkum forsendum. Um þetta er hægt að skrifa langt og mikið mál en verður að bíða um sinn. Þetta er skrifað til að reyna að vekja umtal um þessi mál og sjáum hvað setur í þeim efnum. Þetta er í raun eitt það síðasta sem kemur frá okk- ur í náinni framtíð. Þessum hugmyndum hefur verið þinglýst og þær stimplaðar hjá lög- bókandanum í Reykjavík með „Not- aríus Publicus" stimpli og erum því viðurkenndir sem fyrstir til að festa slíka framleiðslu á blað og hyggj- umst verja hana frammi fyrir dóm- stólum ef þurfa þykir. HAFSTEINN ÓLAFSSON, byggingameistari, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.