Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 206. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter LIÐSMAÐUR í sprengjuleitardeild frönsku lögreglunnar kannar grunsamlegan poka í París. Skammt frá er auglýsing þar sem spurt er til hvers sprengjan sé en þá er raunar átt við kjarnorkutilraunirnar í Suður-Kyrrahafi. Pokinn var sprengdur sundur og reynist ekki innihalda neitt hættulegt. Um fjörutíu manns handteknir í Frakklandi vegna sprengjutilræðanna að undanförnu Aðalmannsins leitað París. Reuter. FRÖNSKU lögreglunni hefur mis- tekist tvisvar sinnum á þremur dög- um að handtaka mann af alsírskum ættum, sem grunaður er um að vera einn af aðalmönnunum á bak við sprengjutilræðin í Frakklandi að undanförnu. Fundust fingraför hans á sprengju, sem ekki sprakk, en henni hafði verið komið fyrir við iestarteina. - Lögreglan hefur hengt upp mynd- ir af manninum, sem heitir Khaled Kelkal og er 24 ára, en hann gekk henni úr greipum í Lyon á laugar- dag og aftur í gær þegar hans var leitað á heimili fyrir farandverka- menn í Grenoble. Fjórir menn aðrir voru handteknir og hefur lögreglan þá alls handtekið fjörutíu menn og gert upptæk vopn, fölsuð persónu- skilríki og farartæki. Sjö manns hafa látið lífið í sprengjutilræðunum og meira en 130 slasast en talið er, að íslamskir bókstafstrúarmenn í Alsír séu að baki þeim. Gagnrýndi lögregluna Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, gagnrýndi lögregluna í fyrra- dag fyrir skipulagsleysi í rannsókn málsins og hét að heija allsheijar- stríð gegn hermdarverkamönnum i landinu. Kom þetta fram eftir neyð- arfund, sem Chirac átti með ríkis- stjóminni, fulltrúum hers og lög- reglu, en hann sagði, að hervörður yrði settur um allar opinberar bygg- ingar til að lögreglan gæti einbeitt sér að leit að tilræðismönnunum. Chirac sagði, að yfírgnæfandi meirihluti múslima í Frakklandi, sem em á fimmtu milljón, væri andvígur öfgamönnum en könnun, sem gerð var fyrir nokkm, sýndi, að 10% fylgdu þeim að málum. Leiðtogi múslima í Frakklandi fordæmdi hi-yðjuverkin í gær og sagði, að glæp- ir og íslömsk trú færu ekki saman. Rússar æfir vegna loftárása NATO á Bosníu-Serba Vara við al- varleg'iim afleiðingum Brussel, Moskvu, Washin^fton. Reuter. ENGINN árangur varð af sérstökum fundi, sem haldinn var með fulltrú- um Atlantshafsbandalagsins, NATO, og Rússa í Brussel í gær og Willy Claes, framkvæmdastjóri NATO, vísaði á bug kröfum um, að loftárásum á Bosníu-Serba yrði hætt. Rússar sökuðu NATO í gær um að nota Bosníu sem tilrauna- svæði með allsheijaryfirráð í Evrópu í huga og Pavel Gratsjov, varn- armálaráðherra Rússlands, sagði William Perry, bandarískum starfs- bróður sínum, að það gæti haft alvar- legar afleiðingar ef Rússar yrðu snið- gengnir við lausn Bosníudeilunnar. Rússar kröfðust fundarins með NATO og Vítalí Tsjúrkín, sérstakur sendimaður þeirra í Brussel, sagði að atburðarásin í Bosníu væri farin úr böndunum, einkum eftir að 13 Tomahawk-stýriflaugum var skotið frá bandarískum skipum á Adríahafi að fjarskipta- og eldflaugastöðvum Serba við Banja Luka á sunnudag. Willy Claes, framkvæmdastjóri NATO, benti hins vegar á, að banda- lagið færi að fyrirskipunum Samein- uðu þjóðanna en væri tilbúið til að hætta árásum ef Ratko Mladic, yfir- maður hers Bosníu-Serba, hætti umsátrinu um Sarajevo og önnur griðasvæði. Því neitar hann hins vegar. Segja NATO vilja yfirráð í tilkynningu frá rússneska utan- ríkisráðuneytinu í gær sagði, að svo virtist sem NATO hefði að yfir- varpi, að það væri að leita pólitískr- ar lausnar en væri í raun að nota Bosníu sem tilraunasvæði vegna „hins nýja hlutverks síns“ og löng- unar til yfirráða í Evrópu. Gratsjov varnarmálaráðherra tók einnig djúpt í árinni í símtali við Perry, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, í gær og sagði, að hætta væri á, að átökin í Bosníu breiddust út. Sagði hann, að Rússar myndu endurskoða friðar- samstarfið við NATO og frekari loftárásir neyddu þá til að endur- meta ýmsa alþjóðasamninga um hermál. Talið er, að hann hafi þar átt við samninginn um hefðbundinn herafla í Evrópu en margir telja, að Rússar ætli ekki að standa við hann. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, lýsti í gær yfir stuðningi við stýriflaugaárásirnar á stöðvar Serba og sagði, að þær hefðu verið nauð- synlegar vegna öryggis NATO-flug- manna. Talsmaður NATO sagði hins vegar í gær, að þótt mikið tjón hefði orðið í árásunum, væru eldflauga- stöðvarnar við Banja Luka enn virk- ar. Haft var eftir heimildum í Banda- ríkjunum í gær, að hugsanlega yrðu Stealth-orrustuþotum, sem ekki sjást á ratsjá, beitt í Bosníu. í aðalstöðvum NATO í Brussel hafa menn vaxandi áhyggjur af því, að Mladic, hershöfðingi Serba, neiti enn að hætta umsátrinu um Sarajevo. Er talið styttast í að NATO verði að ákveða hvort það sé póli- tískt gerlegt að halda árásum áfram að óbreyttri stöðu. ■ Stýriflaugaárás mótmælt/19 Barentshaf Þorskurinn lofar góðu Ósló. Morgunblaóió. MJÖG mikið fannst af þorskseiðum í nýlegum rannsóknarleiðangri Norðmanna og Rússa í Barentshafi og gefur það vonir um enn aukinn þorskkvóta eftir fimm eða sex ár. Slæmu fréttirnar eru hins vegar þær að lítið varð vart við síidar- og loðnuseiði. Arvid Hylen, sem var leiðangurs- stjóri í ferðinni, segir, að vel horfi með þorskstofninn samkvæmt þessu en það veki samt áhyggjur hvað lítið er af síld og loðnu, sem eru uppistaðan í fæðu þorsksins við eðlilegar aðstæður. Þegar þessar ■ tegundir vantar er hætta á að stóri þorskurinn leggist á smáfiskinn og seiðin en talið er að það hafi gerst á síðasta áratugi og verið ein af ástæðunum fyrir hruni þorskstofns- ins þá. Lítið varð vart við ýsu-, grálúðu- og karfaseiði. Reuter Meistaraslagur VIÐUREIGN þeirra Garrís Kasparovs og Viswanathans Andands á heimsmeistaramót- inu í skák á vegum Alþjóða- sambands atvinnuskákmanna hófst í New York í gær. Fer hún fram á 107. og efstu hæð í World Trade Centre og eiga keppendurnir að hafa lokið við tuttugu skákir 13. október. Sá, sem ber sigur úr býtum, fær eina milljón dollara að launum, 66 milljónir ísl. kr., en andstæðingur hans helm- ingi núnna eða 33 milljónir kr. Anand, sem er hér til hægri á myndinni, hafði hvítt í fyrstu skákinni, sem þótti mjög bragðdaúf og lauk með jafntefli eftir 27 leiki. S veitarstj órnarkosningar í Noregi Framfaraflokkur helsti siffurvesfari Ósló. Morgunblaðið. ^ ^ FRAMFARAFLOKKURINN er sig- urvegari sveitarstjórnarkosninganna í Noregi í gær þrátt fyrir upplýs- ingar um náið samband hans við samtök öfgamanna en Sósíalíski vinstriflokkurinn tapar mestu. Stjórnarflokknum, Verkamanna- flokki Gro Harlem Brundtlands for- sætisráðherra, var spáð um 31%, sem er nokkru betra en í síðustu sveitar- stjórnarkosningum. í gærkvöidi stefndi í, að Framfara- flokkurinn fengi frá 10 til 12% at- kvæða, sem er fimm prósentustigum meira en í kosningunum 1991, og það þótt allir aðrir flokkar hafi lýst hneykslan sinni með þátttöku Öy- steins Hedströms, eins þingmanns flokksins, í leynilegum fundi hægri- öfgamanna í Ósló. Fyrirfram hafði verið búist við, að kosningarnar yrðu prófsteinn á stöðu Verkamannaflokksins og Brundtlands, sem börðust fyrir Evr- ópusambandsaðildinni, sem Norð- menn felldu, en þegar til kom var það Framfaraflokkurinn, sem allt snerist um. Hagnaðist hann á and- stöðu margra við auknum straumi innflytjenda til Noregs. Sósíalíski vinstriflokkurinn tapaði víðast hvar og var aðeins spáð um 6% fylgi en Miðflokkurinn, siguiveg- arinn í ESB-kosningunum í fyrra, bætti nokki-u við sig frá síðustu sveit- arstjórnarkosningum en fékk minna en í þingkosningunum 1993. Hægri- flokknum var spáð fylgi á bilinu frá 15 til 20%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.