Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 11 FRÉTTIR Úr loftínu í ljóðin Segja má að Ragnar G. Kvaran hafí faríð úr loftinu í ljóðin á dögunum, er þessi fyrrum flug- stjóri sendi 68 ára gamall frá sér sína fyrstu ljóðabók. Ber hún heitið „Kvæði úr Quarantínu“. Morgunblaðið/Júlíus Ragnar Kvaran rýnir í ljóðabók sína Kvæði úr Quarantínu. RAGNAR útskýrir nafnið á þann hátt að sér hefði oft þótt sem hann væri í nokkurs konar sóttkví er hann fyrrum flaug um fjölmörg þrónarlönd og þurfti þá oft langdvölum að sitja og bíða verkefnalaus. „Til að gera eitthvað lét ég þá oft eftir mér að yrkja ljóð enda löngum haft áhuga á ljóðlist," segir Ragnar. „Ég er með þessari útgáfu að láta undan hvatningu fjölda vina minna að setja eitthvað af ljóðum mínum á prent. Til að gera svo þurfti ég hins vegar að gefa ljóðin sjálfur út, því mér skyldist á bókaútgefendum að það svaraði ekki kostnaði að gefa út ljóðabækur á íslandi og menn teldust góðir ef það .seldust 2-300 bækur. Mér var sem sagt vísað frá vegna þekkts hallareksturs af útgáfu kvæðabóka. Ég var hins vegar fyrir tilviljun staddur í Steindórsprenti og þar benti Steindór Hálfdánarson mér á að setja bókina sjálfur og gefa hana út. Ég fékk þá lánaða tölvu og setti verkið á disk sem var síðan fullunninn af prentsmiðjunni," segir Ragnar. En um hvað yrkir hann? Mjólkur- framleiðs- lan alveg á mörkunum MJÓLKURFRAMLEIÐSLAN hefur verið alveg á mörkunum með að full- nægja þörfum markaðarins upp á síðkastið, en að sögn Gísla Karlsson- ar, framkvæmdastjóra Framleiðsiu- ráðs landbúnaðarins, telur hann ólík- legt að vandræði hljótist af í vetur. Árleg innanlandssala mjólkur er á bilinu 100,5-101 milljón lítra og hef- ur framleiðslukvótinn verið sniðinn að markaðsþörfunum. Gísli sagði í samtali við Morgunblaðið að reiknað hafi verið með að bændur væru til- búnir til að framleiða örlítið meira, en þegar að þeim væri sótt t.d. með auknum gæðakröfum og óhagstæðu veðurfari í ár miðað við tvö síðastlið- in ár, þá hefði það komið niður á framleiðslumagninu og mörgum gengið erfiðleika að fylla kvórann. Bændur hvattir til að vera á verði „Það er verið að hvetja bændur til að vera vel á verði þegar skipt verður af útifóðrun yfir á innifóðrun og eins að passa það að gripirnir lendi ekki í hrakviðrum. Vegna mik- illar endurnýjunar í kúastofninum er tiltölulega mikið af kúm á fyrsta mjólkurskeiði, og það þarf að huga vel að þeim til þess að fá þær til að mjólka, en þær mjólka minna en eldri kýr,“ sagði Gísli. Mjólkurneysla hér á landi er yfir- leitt meiri yfir vetrarmánuðina en á sumrin, en þá er framleiðslan hins vegar minni. Gísli sagði að nægar birgðir væru af ostum og viðbiti, en birgðir mjólkurdufts, sem nota mætti í ýmsar unnar mjólkurvörur ef salan yrði meiri en framleiðslan, væru nú í lágmarki. Hann sagði að ef bændur gættu að sér hvað varðar framleiðsl- una þá ætti hann ekki von á að vand- ræði hlytust af í vetur. „Það er full ástæða til að hvetja menn til að vera vel á verði, og hafa verður í huga að kvótinn er ekki bara framleiðsluréttindi heldur líka ákveðin skylda, og menn eiga að nýta kvótann til að fullnægja inn- lenda markaðnum," sagði hann. Minkur í hænsnakofa Ég er talsvert mikið í sögulegu efni, en í bókinni eru einnig þýdd ljóð, stemmingar, erfiljóð og þakk- arávörp. Mest er þó af sögulegum efnivið og kannski er í einstöku tilvik- um dálitlar tímaskekkjur, að ég hafí gert mikið úr einhveiju efni, en þá er það vegna þess að það samræmd- ist tíðarandanum þegar ljóðið var ort. Ég vil taka þetta fram-svo fólk fari ekki að líta á mig sem mink í hænsnabúi. Dæmi um þetta er ljóðið um halastjörnuna Halleys. Það var kannski allt of stór biti, en ég tók mannkynssöguna á því tímabili fyrir í ljóðinu," segir Ragnar, en við skul- um líta á snaggaralegt dæmi um sögutengda ljóðagerð hans: Er Kleopatra, í vændis von vergjöm sat um Sesar, stunp ratar sæmdar son, Senats hatursblesar Þreyttur... Ragnar heldur áfram og ræðir um ljóðagerð sína. Hann er beðinn að MIÐAÐ við óbreytta gjaldskrá Raf- magnsveitu Reykjavíkur mun veitan geta staðið undir 290 milljóna króna afgjaldi til Reykjavíkurborgar eða sem nemur 1,7% af hreinni eign. Þetta er háð því að vonir um aukna orkusölu ganga eftir, sparnaður náist ^ með hagræðingaraðgerðum og fé í sjóði verði lækkað úr 400 í 200 millj- ónir króna, að sögn Aðalsteins Guð- johnsen, rafmagnsveitustjói-a. Ef hins vegar ekkert af þessu þrennu gerist getur veitan ekki staðið undir hærra afgjaldi en sem nemur 1,3% af hreinni eign miðað við óbreytt orkuverð. Afgjald veitunnar til Reykjavík- urborgár í ár er 3,5% af hreinni eign og nemur 596 milljónum króna. Mið- að við óbreytt afgjald þyrfti gjald- skráin að hækka á bilinu 7,8-10,7% eftir því hvort spár um aukna orku- sölu ganga eftir, hagræðing náist útskýra hvernig Ijóð hann yrkir og hann svarar: „Ég hef verið að rembast við að semja háttbundið. Ég er orðinn þreyttur á því að lesa órímuð ljóð með engar vísbendingar í ljóðlist. Þó verður að segja að sumar bækur Halldórs Laxness séu órímuð ljóð. Annars er það talsverð vinna að fullskapa ljóð og rímað ljóð kemiir aldrei fullskapað fram í byijun. Ég vakna stundum með ljóðin í munninum og flýti mér þá að skrifa niður. Síðan tekur við vinna við að fullskapa þau. Sveinbjörn heitinn Beinteinsson ritaði einhvers staðar að góðum kvæðum væri aldrei kastað fram fullsköpuðum." Stafli í Kolaportið En hvað með upplag, dreifingu og sölu? „Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki von til þess að ég sleppi með hagnaði út úr þessari útgáfu. og ákvörðun verður tekin um lækkun sjóðfjár. Eðlilegt að eigandi fái arð Aðalsteinn sagði fyllilega eðlilegt að fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborg- ar skiluðu eiganda sínum arði, en það mætti deila um hversu hátt af- gjaldið ætti að vera. í tilfelli Raf- magnsveitunnar væru heildareignir hennar metnir um 17 milljarðar króna. Þar af væru um 12 milljarðar eignarhluti Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun, sem Rafinagnsveitan færi með, og dreifiveitan væri metin á um 5 milljarða króna. Eignarhlut- inn í Landsvirkjun hefði skilajð hverf- andi arði, en þetta mikla eigið fé Rafmagnsveitunnar gerði það að verkum að 3,5% afgjald þýddi 596 milljónir króna eða sem jafngilti 17% af orkusölutekjum. En ég vona að ég sleppi vel. Ég er búinn að semja við „íslenska bókardreifingu" um að dreifa bókinni og ég hef látið hefta 300 eintök. Það þykir gott ef ljóðabók selst í 150 eintökum, þannig að það er ekki útilokað að það eigi eftir að sjást til mín í Kolaportinu með bókastafla," segir Ragnar. Er þetta byrjunin á skáldaferli Ragnar? Áttu ef til vill mikið af óbirtu efni? „Nei, það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að ég sendi fleiri ljóðabækur frá mér. Þetta lá á mér og nú er það frá. Ég hef að vísu rúman tíma, enda þijú ár síðan að ég var rekinn í land, eða með öðrum orðum fór á eftirlaun. Ég hef ort mikið í gegn um árin, en margt af því hefur glatast. Mikið af efninu í bókinni er nýlegt efni. Ég á þó ekki von á öðru en ég haldi áfram að yrkja ljóð, enda hef ég mikla ánægju af því,“ svarar Ragnar Kvaran. Aðalsteinn sagði að ljóst hefði verið við áætlanagerð í fyrra, þegar afgjaldið var ákveðið af borgaryfír- völdum, að þar væri einungis um ákvörðun til eins árs að ræða, sem yrði endurskoðuð við gerð nýrrar fjárhagsáætlunar. „Við höfum aldrei reiknað með því að þetta afgjald, sem okkur finnst býsna hátt í ár, haldist. Við höfum gert ráð fyrir að það verði tekið á þessum málum við gerð nýrr- ar fjárhagsáætlunar í haust,“ sagði hann ennfremur. Hann sagði að þegar vísað væri til tekna ríkissjóðs af Pósti og síma í umræðum um tekjur borgarinnar af Rafmagnsveitunni yrði að taka mið af því hve miklum hagnaði fyr- irtækin væru að skila og Póstur og sími hefði verið að greiða 850 millj- ónir króna í ríkissjóð af 1.500 millj- óna króna hagnaði. Útgjöld Yatnsveitunn- ar aukist um 200 millj. ÁLÖGUR á Vatnsveitu Reykjavíkur hafa aukist um rúmar 200 milljónir á síðustu 4 árum og þar af vegur afgjald til Reykjavíkur um ljórðung, að sögn Guðmundar Þóroddssonar, forstjóra Vatnsveitunnar. Hann segir að Vatnsveitan muni geta staðið undir greiðslum af af- gjaldinu í ár, enda ráð fyrir því gert í ijárhagsáætlun, en Vatnsveitan leggi til 15% gjaldskrárhækkun til að standa undir auknum tilkostnaði, annars þurfi að koma til frestun framkvæmda og við það muni dreifi- kerfi veitunnar drabbast niður. Guðmundur sagði að með því að fresta framkvæmdum hafi veitan getað staðið undir greiðslum af- gjaldsins og auknum álögum sem hafi komið til á síðustu árum, en 'auknar tekjur þurfi að koma til veit- unnar og því sé gjaldskrárhækkunin lögð til. Gjaldskráin sé verðtryggð, en grunnur hennar hafi ekki breyst frá árinu 1978. Tekjur veitunnar eru um 650 milljónir króna á ári. Guðmundur sagði að með stjórn- valdsaðgerðum hefði fyrir 4 árum verið ákveðið að Vatnsveitan bæri kostnað af viðhaldi á öllum heimæð- um og það þýddi um 85 milljónir í aukin útgjöld á ári. Upptaka virðis- aukaskatts hefði þýtt 15. milljóna útgjöld til viðbótar og ýmis annar kostnaður, s.s vegna frágangs á lóð- um og vegna aukinnar hlutdeildar í greiðslu lífeyris til starfsmanna, þýddi tæplega 50 milljóna útgjöld. Auk þess hefði afgjaldsprósentan hækkað stig af stigi, á árinu 1993 úr 2%' í 3%, sem kostaði veituna 27 milljónir á ári og á árinu 1994 úr 3% í 4,2%, sem kostaði 32 milljónir til viðbótar. Allt í allt væru þetta 208 milljónir króna á Ijórum árum. „Við erum bara að benda á að við þurfum að fá auknar tekjur á móti öllum þessum kostnaði,“ sagði hann. Helmingur eldri en frá 1960 Guðmundur sagði að meira en helmingur af vatnslögnum væri eldri en frá 1960 og búið væri að end- urnýja sáralítið af götulögnum. „Við horfum fram á að ekki verið hægt að ná rekstrarkostnaði niður nema láta allt kerfið drabbast niður og það finnst manni ekki almennilega for- svaranlegt fyrir fyrirtæki sem dreifir matvælum," sagði Guðmundur. Möguleiki á afgjaldi Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1,3-1,7% af hreinni eign mið að við óbreytta gjaldskrá MMC Pajero V-6 (3000) ’92, 'Vínrauður, sjálfsk., ek. 113 þ. km., Einn rh/öllu. V. 2.850 þús. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 567-1800 ^ Löggild bílasala Subaru 1800 GL 4x4 station ’87, rauður, 5 g., ek. 125 þ. km. Óvenju gott eintak. V. 590 þús. MMC L-300 Minibus 4x4 ’91, ek. 85 þ. km. 2,4i. V. 1.550 þús. Hyundai Pony LS ’93, 3ja dyra, vínrauð- ur, ek. aðeins 25 þ. km. V. 740 þús. Toyota Corolla Si ’93, svartur, 15“ álfelg- ur, geislasp., þjófav. (sk. á dýrari jeppa). V. 1.250 þús. Peugeot 205 XL 3ja dyra ’90, rauður, 5 g., ek. 107 þ. km. Gott ástand. V. 450 þús. GMC Geo Tracker 4x4 '90 (USA týpa af Suzuki Vitara), hvítur, sjálfsk., ek. 83 þ. km. V. 1.050 þús. Mazda 626 2.0 GLX '89, einn m/öllu, ál- felgur, sóllúga. ek. 81 þ. km. V. 830 þús. Toyota 4Runner V-6 '95, dökkgrænn, sjálfsk., ek. 13 þ. km., rafm. í öllu 31“ dekk, brettakantar, álfelgur o.fl. V. 3.390 þús. Hyundai Pony SE '94, 4 dyra, rauður, 5 g., ek. aðeins 11 þ. km., spoiler, samlitir stuðarar o.fl. V. 890 þús. Ford F-250 XLT EX Cap 7.3 diesel m/húsi ’90, sjálfsk., ek. 85 þ. km. Toppeintak. V. 1.950 þús. Subaru Justy J-12 ’90, sjálfsk., ek. 57 þ. km. V. 590 þús. MMC L-300 Minibus '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim o.fl.). V. 1.050 þús. Honda Civic GTi '89, steingrár, 5 g., ek. 104 þ. km., sóllúga o.fl. V. 695 þús. Toyota Corolla Liftback '88, rauður, 5 g., ek. 107 þ. km., 2 dekkjag. o.fl. V. 550 þús. Daihatsu Charade 1,3 TX ’94, ek. 25 þ. km., rauður, rafm. í rúðum, samlæs. Tilboðsverð 890 þús. Ford Econoline 150 4x4 '84, innréttaður ferðabíll, 8 cyl. (351), sjálfsk., vél nýupp- tekin. V. 1.080 þús. Skipti. MMC L-200 Double Cap T-diesel '93, 32" dekk, álfelgur o.fl. V. 1.650 þús. Sk. ód. MMC Oolt EXE ’91, svartur, 5 g., ek. 62 þ. km. V. 750 þús. Sk. ód. Nissan Sunny SR Twin Cam 16V ’88, svartur, 5 g., ek. 120 þ. km., ný tímareim, sóllúga, spoiler o.fl. V. 590 þús. Tilboðsv. 490 þús. Toyota Celica Supra 2.8i '84, hvitur, 5 g., álfelgur o.fl., 170 ha. Gott eintak. V. 490 þús. Ford Econoline 150 9 manna ’91, sjálfsk., ek. 50 þ. km. V. 1.750 þús. Hyundai Accent GS '95, 5 g., ek. 12 þ. km. V. 1.020 þús. Toyota Hilux D. Cap ’91, rauður, 5 g., ek. 62 þ. km, læstur aftan og framan 5:71 hlutföll.-loftdæla, 35“ dekk, álfelgur o.fl. V. 1.890 þús. Hyundai Pony LS '93, grænn, 5 g., ek. 46 þ. km. V. 720 þús. Audi 100 CC '81, 5 dyra, grár, 4 g., góð vél. Ný skoðaður. V. 110 þús. Citroen BX 14E '87, 5 g„ ek. 140 þ. km„ mikið endurnýjaður. V. 350 þús. Tilboðsv. 230 þús. Ódýrir bílar á tilboðsverði Citroen BX 14E '87, 5 g„ ek. 140 þ. km„ mikiö endurnýjaður. V. 350 þús. Tilboðsv. 230 þús. Nýr bíll: Renault Safrane 2.2 Vi '94, steingrár, ek. aðeins 16 þús. km„ rafm. í öllu, fjarst. Isingar o.fl. V. 2.650 Ford Explorer XLT ’91, rauður, sjálfsk., ek. 98 þ. km„ óvenju gott eintak. V. 2.490 þús. MMC L-300 Minibus '88, grásans., 5 g„ ek. 120 þ. km„ vél yfirfarin (tímareim o.fl.). V. 1.050 þús. m .S-PsSa Kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.