Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 53 FÓLK í FRÉTTUM hlutverki og bestu gamanþátta- röðina. Kelsey Grammer, aðal- leikari þáttanna, var ánægður með velgengnina. „Þetta var hálf erfitt ár en reyndist svo í fínu lagi,“ sagði Grammer og átti við kærur á hendur honum (sem reyndar voru látnar niður falla) um að hann hafi átt kynmök við stúlku undir lögaldri. „Heilbrigði einkalífs míns hefur verið dregið í efa upp á síðkastið og ég hef verið undir miklu álagi. Það er gott að fá svona glaðning." NBC-sjónvarpsstöðin fram- leiðir bæði Bráðavaktina og Frasier. Þessi kraftmikla sam- setning skilaði stöðinni 28 verð- launum í allt. Hún var því lang- hæst bandarísku sjónvarpsstöðv- anna, en CBS varð í öðru sæti með 19 verðlaun, HBO fékk 15 verðlaun og ABC fékk aðeins 6 verðlaun, sem er lélegasti árang- ur stöðvarinnar í mörg ár. Candice Bergen hlaut verð- launin fyrir besta leik í aðalhlut- verki gamanþáttaraðar fyrir leik sinn í þáttunum um Murphy Brown. Hún segist ætla að hætta í þáttunum eftir þetta ár. „Það verður ágætt að hætta áður en maður verður borinn út,“ sagði hún við blaðamenn eftir að hafa tekið við verðlaununum. „Mér kemur ekki til hugar að leika í annarri þáttaröð. Eg held að það BARBRA Streisand hlaut 5 verðlaun fyrir þátt sinn „Bar- bra Streisand The Concert“. JAY Leno hrósaði sigri yfir aðalkeppinauti sínum, David Letterman. CANDICE Bergen var valin besta leikkonan í gamanhlut- verki. sé ekki hægt að slá Murphy Brown út.“ Barbra Streisand hlaut 5 Emmy-verðlaun fyrir söngvaþátt sinn „Barbra Streisand The Concert“. „Síðast vann ég svona grip fyrir 30 árum, fyrir fyrsta sjónvarpsþáttinn minn,“ sagði Streisand. „Ég get sagt ykkur að það var ánægjulegt þá og al- veg jafn ánægjulegt núna. Jafn- vel örlítið mikilvægara vegna LEIKKONAN lostafulla Julia Louis Dreyfus, sem leikur í sjónvarpsþáttunum Seinfeld. efasemda minna. Gæti ég gert þetta? Myndi röddin ennþá vera til staðar? Myndi fólk enn borga fyrir að hlusta á mig?“ Jay Leno vann viðtalsþátta- stríðið við David Letterman. Hann fékk Emmy-verðlaunin fyrir bestu skemmti-, tónlistar eða gamanþáttaröðina. Sem kunnugt er eru Emmy- verðlaunin eins konar Óskars- verðlaun sjónvarpsheimsins. FOLK Reuter ÞETTA er páfuglafjaðrabún- ingur Jimis Hendrix og „Fly- ing V“ Gibson-gítar hans. Búist er við að búningurinn seljist á 1,8 milljónir króna og gítarinn 7,5 milljónir. Rokkmunir boðnir upp { ►STÁ.RFSMENN Sotheby’s i uppboðsfyrirtækisins sýna j hér muni sem boðnir verða ’ upp hjá því þann 14. septem- ber næstkomandi. Næstum þúsund rokkgripir verða boðnir upp. ( ( ( ( ( ( FYRIRSÆTA Sotheby’s sýnir gleraugu og búning skalla- popparans Eltons Johns sem verða meðal uppboðsmuna. Seljum síðustu Fiat bílana af ágerð 1995 með verulegum afslætti 3 stk. Fiat Uno Arctic 5 dyra, verd aðeins kr. 799.000 3 stk. Fiat Punto 55S 3 dyra, verð aðeins kr. 899.000 6 stk. Fiat Punto 75SX 5 dyra, verð aðeins kr. 999.000 Þetta er tilboð sem býðst ekki á hverjum degi! Innifalið í verði er skráning og íslensk ryðvörn með 8 ára ábyrgð. BDEJO ÍTALSKIR BÍLAR HF., SKEIFUNN117,108 REYKJAVÍK, SÍMI 588 7620.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.