Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 37 AÐSENDAR GREINAR Lífríki og lífshættir CXXXIII Jón Þ. Árnason: „Hvað er því jöfnun annað en fordæming alls frels- is, allra yfirburða og náttúruríkisins sjálfs? Jöfnun er þrældómurinn.“ Gustave Flaubert (1821-1880), franskur rithöfundur. BANDARÍSK jöfnun: Hiroshima 6. ágúst 1945. Hugsjón flatneskjunnar Algild Voltaire var Sjálfteknar regla ófeiminn nafnbætur ENN er ekki vitað, hversu miklu tjóni flóðin í Noregi og Kína í sumar ollu. Víst er, að það varð gífurlegt. Milljarðar tonna gróður- moldar fuku á haf út. Mörg hundr- uð ferkíiómetrar ræktarlands hurfu undir aur, möl og grjót. Fasteignir og lausafé, hundruð milljóna virði, urðu hamförunum að bráð. Ekki verður heldur metið til fjár, hversu miklum skaða bíla- bullur ollu í Heiðmörk og víðar, eða mokstursmenn á náttúruprýði víðs vegar um ísland, í vor og sumar. Ætla má, að mannafli Kínverja og verksvit Norðmanna hafi megnað að draga úr tjóninu að einhveiju leyti, og muni auðnast að bæta að nokkru. Á hinn bóginn er ljóst, að menn og maskínur verða afar vanmáttug, þegar nátt- úruríkið ygglir sig. Oþokkaskapur bílabullnanna og hamagangur gróðamanna gegn landinu sýna ennfremur, hversu viðurstyggileg illverk leiða af tækni, þegar jarð- vöðlar ná tökum á henni. Hyggileg tækni hlýtur ávallt að verða til heilla, og verður því að lúta já- kvæðri hugsun. Heljarmáttur náttúruaflanna í maí árið 1928 gekk gríðarlegt bálviðri yfir Ukrainu. Það hremmdi á burt með sér 1.000.000.000.000 t (eina billjón tonna) hinrtar svonefndu „Svörtu moldar", að því er Heinz Haber segir í bók sinni Stirbt unser blau- erPlanet?, Stuttgart 1973. Aðeins þetta eina hroðakast grynnti gróð- urmoldarlagið um 6 cm að meðal- tali á mörgum hundruðum ferkíló- metra flæmi, sums staðar um allt að 23 cm. í kjölfarið fylgdi hung- ursneyð. Síðan um aldamót hefir gróðurmold Úkraínu þynnzt um 2/3 samkvæmt vísindalegum rannsóknum, sem von Massenbach barón gerði á árum síðari heims- styrjaldar, en þar gengdi hann herþjónustu og komst yfír ítarleg skjöl og rannsóknargögn, sem tal- in voru mjög áreiðanleg. Yfir suðurstrandfylki Banda- ríkjanna gekk feiknarlegur felli- bylur 11. maí 1934, sem feykti með sér röskum 300.000.000 t fijósamrar gróðurmoldar hveiti- ræktarlands, að mestu út yfír haf. Síðan um árið 1500 hefír Sahara þanið sig til suðurs um 1 km að meðaltali á ári; á líðandi öld með vaxandi hraða, sem nú er talinn nema nálega 2 km árlega. Allar áætlaðir um að stöðva sóknina hafa reynzt árangurslausar. Ofur- kraftur sandbyljanna sópar öllum hindrunum jafnharðan af vegi. Spánn er það land í Evrópu vestan- verðri, sem verst verður fyrir ásókn uppblásturs og landeyðing- ar af völdum vatns og vinda. Ár- lega glatar Spánn rúmlega 1.000.000.000 t gróðurmoldar, sem að mestu fýkur út á Miðjarð- arhaf. Hér er aðeins nefndur einn bálk- ur meginverkefna, sem ráðast verður í að leysa, þótt ekki verði auðvelt að sjá, hvemig unnt muni reynast. Eigi að síður hlýtur að vera auðskilið, að við verður að bregða. Til verka verða að veljast þeir, sem hæfastir fínnast, þ.e. þeir, sem reynsla og saga hafa sannað að búi yfír víðtækastri þekkingu, þróttmestu áræði og vitlegustum dugnaði. Þetta gildir reyndar og fortakslaust alls staðar annars staðar, í smáu og stóra. Reglan er því algjld og frá henni má aldrei víkja. Öll frávik valda vandræðum, sum jafnvel óbætan- legum. Menn - ekki múgur - ráða úrslitum. Lífseig bábilja í upphafí verks er brýnast að ryðja hindrunum úr vegi. Helztu torfærar eru fordómar. Umfram allt annað kynþáttafordómar, þeg- ar framtíð mannkyns liggur við. Kynþáttafordómar eiga að mestu rætur í jöfnunarórum, er mið- magnast í þvættingnum „allir menn eru skapaðir jafnir“. Vissu- lega væri niðurlægjandi að eyða orðum í slíka fjarstæðu, ef áhrif hennar hefðu ekki orðið skaðvæn- legri en meðalgreind hlyti að hafna. Raunin hefir hins vegar orðið sú, að ósköpin hafa ekki lát- ið staðar numið við gjálfrið eitt, heldur hafa orðið trúarbrögð fjölda fólks, sem að flestu öðra leyti virð- ir boð og bönn skilningarvitanna, og hefir t.d. yfirleitt ekki veruleg- an ímugust á stigbreytingum lýs- ingarorða. Máski er mínu ókristilega hug- arfari um að kenna, en mig klíjar einatt við, þegar ég rekst á forlið- ina jafn- eða jöfnun- í orðum, sem hafa pólitíska merkingu. Ekki sízt sakir þess, að í þeim felast fordóm- ar, sem öllum íhengjum tíðarand- ans, er láta að sér kveða í ræðu eða riti, leika einkar liðugt á tungu eða renna strítt á pappír. Undantekningarlaust verður fordómafólk klumsa, þegar það verður fyrir spurningunni: „Hversu jafnir geta menn verið?“ Og gegnir engri furðu, því að ekki er til nema eitt skynsamlegt, óhrekjanlegt og grunnmúrað svar: Þeir geta að öllu samanlögðu og sundurgreindu og yfírleitt ekki verið eða orðið jafnir. Punktum ogbasta. í rauninni skynjar, veit og skil- ur þetta að sjálfsögðu allt heilvita fólk. Og allra manna bezt þeir, sem einhvern snefíl hafa af nátt- úruvísindum. Sérhver manneskja, sem lifað hefír, lifír og mun lifa, hefír verið, er og verður öllum öðrum manneskjum frábrugðin, að meira eða minna leyti, og hefír því verið, er og verður jafningja- laus. Fingraför, raddblær, líf- fræðilegar og lífeðlisfræðilegar rannsóknir staðfesta með óyggj- andi hætti, hversu óumræðilega sérstætt, hversu aðdáunarlega einstætt sérhvert líf er í sjálfu sér í krafti sköpunarverks og náttúru- lögmála. M.a.s. eineggja tvíburar fæðast ójafnir, t.d. að þyngd. Hálsbrotahætta Eins og þegar er getið, er niður- lægjandi að eyða orðum að for- dómum sprottnum af jöfnunarór- um. Afsökun mína hlýt ég helzt að mega rekja til þess, að hið sama hefir hent mér margfalt meiri menn. Af þeim sökum leyfi ég mér að leita skjóls í skugga tveggja andans tiginmenna, en allt þursakyn jöfnunarfordóma hlyti að hálsbrotna, ef sú slysni skyldi henda það að líta upp til þeirra í átt við það, sem öllum er skyldugt. Aristoteles (384-322): „ . . . því að þeir vanmáttugri eru ætíð að kveina um jöfnuð og réttindi, en hinir máttugri gera sér enga rellu út af þvílíku. “ Voltaire (1694-1778): „ . . . aðeins blindur maður get- ur efast um, að hvítu mennirnir, Negrarnir, Albinoarnir, Hottent- ottarnir, Lapparnir, Kínverjarnir, Ameríkanarnir séu til dæmis um algerlega ólíka kynþætti. “ Enginn vill vera jafn Flestum er í blóð borið að vilja heQa sig upp af jafnsléttunni og klifra upp metorðastigann. Ef það er gert af eigin rammleik á heiðar- legan hátt, getur það ekki talizt ámælisvert, heldur eðlislægt. Jöfnunarfólk vill ekki heldur vera jafnt. En því hættir til, ekki síður en öðrum, að upphefja sjálft sig með vafasömum tilburðum. Áfangar metnaðarbrautarinnar eru gjarnan varðaðir nafnbótum, lærdómsgráðum og heiðursmerkj- um. Ekki er annað kunnugt en að hugsjónafólk um jöfnun allra manna hafí þegið slíkt með þökk- um. Og aikunn era dæmi þess, að hávaðasamir vinstrimenn, sem hrasað hafa á skólasvellinu og því ekki komizt upp að prófborðinu, hafi lagt sér til vegtyllurnar sjálf- ir. Við þekkjum öll listfræðinginn, hagfræðinginn og sagnfræðing- inn. Svo og bókmenntafræðinginn, heimspekinginn og ijölmiðlafræð- inginn (í einni og sömu „per- sónu“), sem tók saman klunnalegt fúkyrðasafn um aðdáendur ís- lenzkra fornkappa yfírhöfuð og þýzka mannfræðinga sérstaklega - og fékk gefið út í dásnotru kveri. A meðal þeirra heiðursmanna, sem fjölfræðingurinn reynir að narta í, er Eiður S. Kvaran; mað- ur, sem mér er fullkunnugt um, að ekki mátti vamm sitt vita í neinu, og hefði alveg áreiðanlega aldrei skilið við bú sitt eignalaust og „án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur sem samtals voru að fjárhæð 10.066.995,04 kr. auk kröfu að fjárhæð 28.720,50 DEM auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskiptanna." Enn og aftur sannast, að ekki eru „allir menn skapaðir jafnir.“ Fyrir því getur ekki einu gilt, hvers kyns þeir menn eru og verða, sem hljóta að kljást við þær hrikalegu skelfingar, er í nútíð og framtíð ógna mannkyni öllu - já, náttúru- ríkinu öllu. Svæðistölukerfið II HEIMANÚMER skv. gamla kerfinu byrjuðu á tölunum 1 til 8 og útinúmerin á tölunni 9, en engin not- endanúmer á tölunni 0. Þar voru aðeins 8 þjónustunúmer Pósts og síma „02“ til „09“, og fram í október er neyðarnúmerið „0112". Önnur númer byija ekki á tölunni. Síminn gerir varla innrás hjá sjálfum sér og helgar sér þessi númer fram í október næstkomandi, þegar þeim verður breytt skv. Evrópukröf- Jón Brynjólfsson um í þriggja stafa númer, sem byija á 11-, 14- og 15-. Hinn 1. október verður Póstur og sími að afsala sér þessum gömlu númerum og eftir það byija engin númer á 0. Aðeins val til útlanda byijar á 00. Spyija má: „Hvei-s á núllið að gjalda?" Er ekki upplagt að gefa útinúmerunum for- stafinn 0 í stað 98 og slá þar með þijár flugur í einu höggi, forðast nýjar tölur í (192.000) heimanúm- erum, nýta núllið, sem felur í sér rými fyrir 1.000.000 númer, og finna pláss fyrir úti- númerin. Þj ónustunúmer Gömlu þjónustunúm- erin „02“ til „09“ mætti fram í október aðgreina í tölvunni frá útinúmer- um með smáhléi í t. d. 4-5 sek. Tölvan mundi ráða við það og skilja valið sem þjónustunúm- er, ef ekki eru valdir fleiri stafir á þessum tíma. Þessi töf seinkar viðbrögðum tölvunnar um 4-5 sek. Eftir þessa breytingu ber „svæðis- tölu“-kerfið nafn með réttu, því talan 0 (núll) í þessu sam- bandi þýðir í raun „ekkert svæði“ eða ósvæðisbundið númer. Greining tölvunnar á töfínni felur í sér, að engin þörf er fyrir sím- svara, þótt í notkun séu samtímis þjónustunúmer, sem byija á 0- og útinúmer, sem líka byija á 0-. Auk þess er hægur vandi fyrir Póst og síma að taka tímabundið allar hring- ingar í „02“ til „09“ inn á sérstakan síma, sem væri skiptiborð fyrir þessi númer á venjulegan hátt. Þar væri Svæðistölukerfið, segir Jón Brynjólfsson, hefur ýmsa kosti um- fram núverandi kerfí. farsímunum vísað frá. Slík frávísun mundi aðeins eiga sér stað, að velj- andinn veldi On- og myndi síðan hika í 5 sek, vegna þess að hann mundi ekki númerið, sem hann ætlaði að velja og myndi þannig óviljandi gera töf, sem tölvan mundi greina sem þjónustuval. Á þeim tíma mundu flestir vera búnir að ijúfa hringingu og því lítil hætta á, að lenda óvænt á skiptiborðinu og enn síður, að þetta tímabundna fyrirkomulag yrði til vandræða. í þessu sambandi má lika minna á það, að flest útinúmerin eru far- símar NMT (20.000). Þeir fengju númerin 05 n nn nn og hringing í þá ásamt töf myndi lenda á „05“ (bilunum). Því væri nóg að setja þar inn tímabundna svarþjónustu. Ennfremur má minna á það, að töfina má að skaðlausu lengja í 10 sek. Á þeim tíma mundu flestir vera búnir að ijúfa og vandamálið úr sögunni. Kostir svæðistölukerfis Svæðistölukerfið hefur ýmsa kosti umfram núverandi kerfi, ef kerfi skyldi kalla. Það felur í sér rými fyrir 7 milljón númer umfram núver- andi kerfí eða 3,4 sinnum núverandi númerarými og gefur möguleika á fleiri númeraröðum í samræmi við það. Hvort kerfið hefur meira rými og horfir því lengra til framtíðar verður ekki deilt um. Það ber líka nafn með réttu og horfir ekki aðeins til framtíðar held- ur líka til fortiðar. Það er í samræmi við gamalt máltæki: „Að fortíð skal hyggja, er framtíð skal byggja“. Þetta heitir á nútíma „væntum- þykju“-máli, að vera „fortíðarvænt “og „framtíðarvænt“ kerfi, í einu orði „notendavænt" kerfi og það er mikilvægasta atriði númerabreyt- ingar, þegar til lengri tíma er litið. Hvað fær ekki staðist í svæðistölukerfi? Þegar búið er að leiðrétta svæðis- tölukerfið (skv. leiðbeiningum Bald- urs) fyrir útlendinginn, sem hringir í gamla númerið á svæði 5 og þarf að fá skilaboð í símsvara svo hann lendi ekki á farsímanum 95-, væri gaman að vita, hvað það er í þess- ari tillögu um svæðistölukerfi, sem „er óheppilegt og fær ekki staðist." eins og stendur í svargreininni. Ég get ekki betur séð, en svæðis- tölukerfið hafí rúmlega þrefalt núm- erarými og sé því margfalt öflugra en þetta „framtíðar“-kerfi Pósts og síma. Auk þess sem ég tel það not- endavænna og hraðvirkara fyrir bæði notendur og Póst og síma, því það státar af 192.000 heimanúmer- um með óbreytta stafi umfram kerfi Pósts og síma. Nýting í gamla kerfinu Á svæði 1 era númer, sem byija á tölum 1 til 8. Innan þessara marka er rými fyrir 800.000 númer, en í notkun era aðeins um 124.000 núm- er eða um 15,5% af rýminu. Þetta verður að teljast lág nýting og því má spyija: Hver er orsökin? Hefur ekki verið viðhöfð nægileg forsjálni við úthlutun númera. Hefur ekki ver- ið gert ráð fyrir stækkun fyrirtækja og tilsvarandi þörf fyrir númeraraðir? Hefur áætluð staðbundin þörf og raunveraleg ekki haldist í hendur? Era ástæður tæknilegar, fjárhagsleg- ar, skipulagslegar eða hvað? Það er eðlilegt að óska skýringa á því, hvers vegna aðeins er hægt eða hagkvæmt að nýta innan við fimmta hvert sæti innan tugakerfís- ins. Er kannski hætt að framleiða búnað fyrir betri nýtingu innan 6 stafa kerfisins? Höfundur 6r verkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.