Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 35 AÐSENDAR GREINAR Viska Guðs og viska mannsins A UNDANFORN- UM misserum hefur mönnum hér á landi orðið tíðrætt um trú, trúarbrögð, nýöld, kraftaverk og fleira í þeim dúr. Augljóst má vera að þörf nútíma- mannsins á að leita æðri máttarvalda hef- ur vaxið að nýju. Ýmsir hafa orðið til þess að gefa svör. Menn benda á stjörn- urnar og !esa örlögin úr spilum. Aðrir hvetja til sjálfskoðunar og hreinsunar hugans. Enn aðrir segja öll trúarbrögð blekkingu og best sé að treysta vísindunum og hafna úreltum trúarkenningum. Jafnvel gömul og gróin trúarbrögð Austurlanda fullnægja þörf sumra fyrir sálarró. En hvar í þessari flóru trúar- hugmynda er kristindómurinn? Svo virðist sem fáir leiti til Guðs Biblíunnar eftir svörum. Eru þau e.t.v. orðin úrelt? Og hvers vegna leitar ekki fólk til Jesú Krists, sem Biblían boðar, þegar svo auðvelt er að nálgast boðskapinn í kirkjum landsins? Friðrik Hilmarsson Hvað segir Biblían? I fyrra bréfí sínu til Korintu- manna skrifar Páll postuli svo: „Því.að orð krossins er heimska þeim er glatast en oss sem hólpn- ir verðum er það kraftur Guðs.“ Og ennfremur: „Því þar eð heimur- inn með speki sinni þekkti ekki Guð í speki hans þóknaðist Guði að frelsa þá er trúa með heimsku prédikunarinnar". Hér er talað um visku heimsins (mannsins) og visku Guðs - um leið mannsins til Guðs og leið Guðs til mannsins. Hér ræðir post- ulinn um að Guð hafi valið það sem við mennirnir teljum heimsku til að vera leið sína okkur ti! hjálp- ar og bjargar. Hér segir hann að speki Guðs sé af öðrum toga en okkar. Hver er munurinn? Leið Guðs til okkar mannanna liggur um kross Krists. Sam- kvæmt Biblíunni hafa allir menn syndugt eðli og geta ekki þóknast Guði í eigin mætti (Rómvbr. 3.23). Til að koma sambandinu í lag sendi Guð son sinn, Jesú, til að ganga inn í aðstæður manna, bera byrðar þeirra og láta lífið fyrir óhlýðni þeirra við vilja skaparans. Vegna þess stendur öllum til boða fyrirgefning syndanna og nýtt líf eins og Biblían orðar það. Fyrir mönnum þá eins og nú er þessi leið niðurlægingar og dauða mikils meistara og spámanns fáránleg. Hann sagðist vera sonur Guðs og þar af leiðandi ekki venjulegur maður. Slikur maður á betra skilið en að deyja á krossi eins og hver annar glæpamaður. Viska manns- ins segir því nei. Til eru ýmsar aðrar Ieiðir sem sagðar eru til þess gerðar að leysa sálarfjötra manna og létta göngu lífsins beggja vegna grafar. Þær gera manninum sjálfum hátt undir höfði og leggja áherslu á að hann sjálfur ráði örlögum sínum. Það sé bara um að gera að lifa rétt, sýna kærleika, hugsa um heilsuna og rækta hugann. Með daglegri hugrækt sé hægt að hrekja áhyggjur, kvíða, þunglyndi og allt annað því um líkt burt. Aðrir segja Svörin liggja í að hafna blekkingu trúarbragðanna og treysta á það sem sést og hægt er að sanna. Þétta líst mönnum vel á. Það samræmist visku minni sem syndugs manns að ég sjálfur geti gert allt sem þarf til að þóknast guði og afla mér þannig rétt- ar til lífs handan við gröf og dauða. Viska mannsins segir því já. En Guð segir nei. Hann fór sína eigin leið og býður öllum mönnum að fylgja sér á þeim vegi. Og það er ekki fyrr en við viðurkennum að veg- urinn, sem við leggj- um sjálf, endar í veg- leysu að við komumst á veg Guðs. Leið hans liggur um kross Jesú Krists og er eini færi vegurinn til eilífs lífs. Jesús segir: „Komið til mín allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld“ (Matteus 11.28). Og ennfremur: „Þann sem kem- ur til mín mun ég alls eigi brott reka“ (Jóhannes 6.37). En hvað segir nútímamaðurinn? Ég get allt! - Ég sæki nám- skeið í heilun - fæ aðstöð sérfræð- inga til að kynnast mínum gamla manni. Sættist við sjálf mitt. Ég fjárfesti í kraftinum sem býr innra með mér og nýt lífsins. Ef mig langar í eitthvað - þá bara verð ég mér úti um það hvað sem það kostar. Ef ekki vill betur til þá tek ég það frá öðrum. Hvað kemur mér það við hvernig aðrir hafa það? Nútímamaðurinn vill engar hömlur og allt snýst um hann sjálf- an. Frelsi frá öllu til alls! Er það ekki einmitt það sem síðustu kyn- slóðir ungs fólks hafa byggt líf sitt á? Frelsi til kynlífs með hveij- um sem er og af hvoru kyninu sem er. Frelsi til að fórna fóstri á alt- ari fijálsra ásta. Frelsi til að skila (losa sig við) leiðinlegum maka ef hann eða hún uppfyllir ekki mínar óskir. Frelsi til að taka mér það sem ég vil þó það sé brot á lögum Guðs og manna. Og kröfur um að fá þennan lífsstíl viðurkenndan af yfirvöldum. Fóstureyðingar eru löglegar. Sambúð og skilnaðir eru venjuleg og eðlileg fyrirbæri. Samkyn- hneigð er viðurkennd staðreynd þó enn hafi sambúð slíkra ekki fengið viðurkenningu kirkjunnar. Stöðugt fjarlægist viska mannsins lög og vilja skaparans. Orð Guðs er spottað. Þekkingin á vilja Guðs og hans lausn á trúarþörf manns- ins (sem áður er lýst) er ekki fyr- ir hendi hjá mörgum af yngri kyn- slóð landsins. Margt ungt fólk skilur ekki þegar rætt er um þau gildi sem Guð setur. í tímariti las ég nýlega um ungt fólk í banda- rískum háskóla. I prófi var spurt um siðgæði og siðsemi í mannlegu samfélagi. Fram kom að einn nem- andinn þurfti aðstoð til að skilja hvað orðin þýddu. Hvað segir það okkur um uppeldi ungs fólks í dag? Viska mannsins rís upp á aftur- fæturna þegar fréttist af því að lítil börn séu vanrækt og jafnvel deydd í fjarlægu landi. Ákafa- mennirnir og -konurnar vilja mót- mæla og gera sig breiða um leið og þau beijast fyrir meira frelsi hér á landi til að deyða fóstur og eyðileggja líf barna með sundrun fjölskyldna. Víst er ástandið slæmt í mannréttindamálum í Kína og mörgum öðrum löndum. En er það betra *hjá okkur? Jesús segir í fjallræðunni (Matt- eus 7.3-5): Ég hvet þig til að taka Biblíuna og lesa, segir Friðrik Hilmarsson, sem hér fjallar um leit ungs fólks á líðandi stundu. „Hví sér þú flísina í auga bróð- ur þíns en tekur ekki eftir bjálkan- um í auga þínu? Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: „Lát mig draga flísina úr auga þér?“ Og þó er bjálki í auga sjálfs þín. Hræsn- ari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.“ Við sjáum því að viska manns- ins er ekki viska Guðs. Maðurinn rís gegn Guði og boðorðum hans og vilja hans. Spurðu sjálfan þig hvort því sé svo varið með þig. Hvert er svar Guðs við uppreisn mannsins? Hann hefur gefið son sinn í dauðann til að opna mannin- um leið til baka til sín. En þorri manna vill ekki þiggja þá gjöf sem Jesús Kristur er heldur velur sínar eigin leiðir. Svar Guðs lesum við í Rómveijabréfinu 1. kafla frá versi 21: „Þeir þekktu Guð en hafa samt ekki vegsamað hann eins og Guð né þakkað honum heldur hafa þeir gjörst hégómlegir í hugsunum sínum og hið skyn- lausa hjarta þeirra hefur hjúpast myrkri. Þeir þóttust vera vitrir en urðu heimskingjar. . . Þess vegná hefur Guð ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra til saurlifnaðar til þess að þeir svívirtu líkami sína hver með öðrum. Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni og göfgað og dýrkað hið skapaða í stað skaparans hans sem er bless- aður að eilífu. Amen.“ Guð lætur ekki að sér hæða. Hann sendi Jesú, son sinn, til að frelsa og bera sekt mannsins. Það var svar hans. Hann kom og var hlýðinn allt fram í dauðann á krossi (Filippíbr. 2.8). Öll Biblían vitnar um að það sem Jesús gerði fyrir okkur með krossdauða sínum sé nóg til að fullnægja kröfum Guðs. Og það gildir fyrir alla. Líka þá sem ekki hafa viljað hlusta á þennan boðskap. Líka fyrir þig sem ert að leita fyrir þér að svör- um við spurningum lífsins. Líka þá sem aldrei hafa heyrt nafn Jes- ús nefnt. Hvers vegna vilt þú þá ekki hlusta á þegar Jesús kallar á þig? „Allt er tilbúið, komið. . .“ (Matteus 22.4). Eftirmáli Með þessum orðum er ekki ætl- unin að alhæfa eða gera lítið úr einstaklingum eða hópum manna. Heldur að benda á svar Guðs við spurningum þínum og það að hon- um er ekki sama um þig. Að lokum vil ég hvetja þig til að taka Bibl- íuna og lesa í henni með bæn í huga til Jesú Krists að hann einn- ig frelsi þig. Höfundur er kennari en starfar á vegum Sambands ísí. kristniboðs- félaga. #'F\, KVÖLD^I KOMVOGSf NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 1995 TUNGUMAL ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA ÞÝSKA FRANSKA ÍTALSKA SPÆNSKA KATALÓNSKA 10 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKA - fyrir útlendinga 10 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKA - stafsetning 5 vikna námskeið 20 kennslustundir SVO OG EFTIR- FARANDI NÁMSKEIÐ: BÓKBAND 10 vikna námskeið 50 kennslustundir LEIRMOTUN 6 vikna námskeið 25 kennslustundir LETURGERÐ OG SKRAUTRITUN I 7 vikna námskeið 21 kennslustund LJÓSMYNDUN I 3 vikna námskeið 9 kennslustundir LJOSMYNDUN II 7 vikna námskeið 24 kennslustundir TRÉSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundir VATNSLITAMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir VIDEOTAKA á eigin vélar I 1 viku námskeið 14 kennslustundir FATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÓKHALD smærri fyrirtækja 4 vikna námskeið 24 kennslustundir VÉLRITUN Á TÖLVUR 5 vikna námskeið 20 kennslustundir STAFSETNING 5 vikna námskeið 20 kennslustundir Tölvunámskeið: WINDOWS OG WORD PERFECT FYRIR WINDOWS 3 vikna námskeið 20 kennslustundir BRIDS INNANHÚSS- SKIPULAG 3 vikna námskeið 9 kennslustundir LITUR OG LÝSING 1 viku námskeið 6 kennslustundir GERBAKSTUR 2 vikna námskeið 10 kennslustundir GÓMSÆTIR bauna-, pasta- og grænmetisréttir 3 vikna námskeið 12 kennslustundir EIGINN ATVINNU- REKSTUR Námskeiðið er haldið í sam- starfi við Iðnþróunarfélag Kópavogs 2 vikna námskeið 20 kennslustundir 8 vikna námskeið 32 kennslustundir Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til nóms í Kvöldskóla Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR, Sókn, VR og Starfsmannafélag Kópavogs. Kennsla hefst 25. september. Innritun og upplýsingar um námskeiðin 11.-20. september frá kl. 17-21 í símum 564-1507 og 554-4391 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.